Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 46
„Ég gerði hálsmen úr silfri eftir teikningunni hennar,“ segir Sif Ægisdóttir í galleríinu Hún og Hún við Skólavörðustíg. Á menningarnótt efndi gallerí- ið til teiknisamkeppni barna. Verðlaunin skyldu vera skart- gripur úr silfri, sem gerður yrði eftir verðlaunateikningunni. „Það var svolítið erfitt að velja. Það komu hingað svo margir krakkar. Ég þurfti að velja eina mynd úr stórum bunka,“ segir Sif. Fyrir valinu varð gullfalleg teikning af prinsessu eftir Snædísi Björnsdóttur, fimm ára telpu í Reykjavík. Í gær mætti hún í galleríið og fékk afhentan skartgripinn sinn, sem Sif hafði smíðað eftir prinsessumyndinni. Snædís segist hafa gaman af því að teikna. Hún er í leikskólan- um Tjarnarborg og svo er hún í ballett líka. „Ég var að leita að dæmigerðri barnamynd.“ segir Sif, sem fyrir stuttu prófaði að gera skartgrip eftir mynd sem sonur hennar teiknaði. „Sumir misskildu þetta reynd- ar og teiknuðu skartgripi, En auð- vitað er misauðvelt að smíða eftir þeim gripi.“ ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Árgerði Íslandsbanki Titanic Reykvísk samtímatónlist 38 10. september 2004 FÖSTUDAGUR ... fá Grafík fyrir að taka ennþá cjéns! HRÓSIÐ Það er hálfgerður kokteilkeimur af tónlistinni úr kvikmyndinni Dís. Höfundur hennar er Jóhann Jóhannsson og nýverið gáfu 12 tónar út breiðskífu með tónlist- inni, svo að tónþyrstir gætu fengið sér sjúss eftir að hafa séð myndina í bíó. „Mig langaði til þess að gera reykvíska samtíðartónlist,“ út- skýrir Jóhann Jóhannsson tónlist- armaður,og lagahöfundur. „Fyrir mér er það blanda af elektróník og órafmögnuðum hljóðfærum. Þannig fær maður svolítið hráan hljóm en um leið fágaðan. Þetta er líka pínulítið dótalegt. Það er því eins og þetta sé að hrynja í sund- ur, og eins og þetta sé örlítið brot- hætt. Þetta er tilfinningin sem myndin er að reyna að ná. Ég reyndi, eins og myndin, að fanga smá sneið af lífinu í borginni, þetta árið.“ Jóhann kannaðist við Dís áður en hann breytti henni í tóna. Hann las bókina á þeim tíma sem hún kom út og fékk að fletta handrit- inu vandlega áður en hann hófst handa við lagasmíðar. „Persóna Dísar er rosalega fyrirferðar- mikil og áberandi í myndinni. Þessi mynd er bara hún. Auðvitað litast þetta heilmikið af henni og hennar persónu. Ég hugsa samt meira bara um heildarstemning- una í myndinni þegar ég vinn svona. Þetta myndar allt eina heild. Persónurnar myndu t.d. virka öðruvísi á fólk ef myndin væri skotin öðruvísi. Allir þessir hlutir hanga saman.“ Stígur Jóhanns virðist leiða hann æ oftar í átt til kvikmynd- anna. Á dögunum var greint frá því að verið væri að nota verk hans Englabörn í kvikmyndina Wicker Park eftir Paul McGuigan. „Þetta á frekar vel við mig,“ segir Jóhann um þá iðju að búa til tón- list fyrir kvikmyndir. „Þarna gefst manni tækifæri til þess að gera hluti sem maður fær ekki oft. Að taka eitt stef og þróa það í nokkrum versum og útgáfum. Venjulega þegar maður gerir lag þarf maður að henda helmingnum af hugmyndunum, vegna þess að það er ekki pláss fyrir þær í lag- inu. Þegar maður er að gera kvik- myndatónlist fær maður allt það pláss sem maður þarf. Þetta er miklu stærri leikvöllur.“ Jóhann leggur af stað í litla tónleikareisu um Evrópu í októ- ber sem hefst með tónleikum í Pompidou-safninu í París í lok október. Fyrir jól gefur hann svo út plötuna Virðulegir forsetar, sem var hljóðrituð á tónleikum hans í Hallgrímskirkju vorið 2003. ■ TÓNLIST DÍS ■ Jóhann Jóhannsson breytir kvik- myndapersónunni Dís í tóna. SAMKEPPNI SNÆDÍS BJÖRNSDÓTTIR ■ Fékk skartgrip eftir teikningunni sinni eftir að hafa unnið samkeppni. JÓHANN JÓHANNSSON Breiðskífan Dís virkar vel sem heild án myndarinnar. „Ég vann plötuna alveg sér. Þetta eru sérútgáfur af lög- unum. Ég vinn alltaf svona verkefni með það fyrir augum að ég geri sérútgáfur fyrir myndirnar, og sérútgáfur fyrir plöturnar.“ í dag Georg litli lifði af slátrunina í Beslan Kattakonan sefur í fólksbíl Allir hvolparnir hennar dauðir Engilbert Jensen Heilsudjús stofnar áritun Hljóma í voða SNÆDÍS FÆR SKARTGRIPINN SINN Hún Snædís bar sigur úr býtum í verðlaunasam- keppni um barnateikningar á Menningarnótt. Prinsessan og hálsmenið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. „Það var mjög gaman í veislunni og maturinn var góður,“ segir Anna Ein- a r s d ó t t i r verslunar- stjóri. „Mér f a n n s t ánægjulegt að Svíakon- u n g u r s k y l d i nefna í ræðu sinni að Íslend- ingar hafi tekið þátt í b ó k a s ý n - ingunni í Gautaborg í tuttugu ár.“ Anna mætti í síðkjól eins og mælt var fyrir um. „Það var gaman að klæða sig svona fínt upp á,“ segir hún. „Þetta var fín og hátíðleg veisla og góð- ur matur,“ segir Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sem var á gestalistanum. „Ég vil ekki gera upp á milli réttanna, enda er ég mikill matmaður og finnst allt gott. Karl- menn áttu að mæta í kjólfötum og konur í síðkjólum. Konan mín átti kjól en ég fékk leigð kjólföt. Í svona veislum skiptir máli hverjum maður situr hjá og borðfélagar okkar hjóna voru Ingi- m u n d u r Sigurpáls- son, for- stjóri Sam- taka at- vinnulífsins, Lýður Guð- mundsson f o r s t j ó r i Bakkavarar, S i g u r ð u r G u ð j ó n s - son, forstjóri Norðurljósa, og þeirra kon- ur. Þetta var skemmtilegur félagsskapur. Ég þakka fyrir að hafa verið boðinn en ég átti líka það erindi að hlusta á konu mína og dóttur en báðar eru félagar í kórunum sem sungu í veislunni.“ „Veislurnar gerast ekki flottari en kónga- veislurnar í Perlunni hjá Ólafi og Dorrit, sem eru einstakir gestgjafar. Mér fannst Ólafi talast mjög vel í ræðu sinni sem hann flutti á fljúgandi flottri sænsku og maður varð stoltur fyrir hönd þjóðarinn- ar að hlýða á það mál,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem var meðal gesta í Perlunni. Kona Jóns Ársæls, Steinunn Þórarinsdóttir, var fengin til að gera listaverk sem konungi var fært fyrir veisluna, höggmynd úr járni, lágmynd. „Hann var afskaplega þakklátur og ræddi við Steinunni þegar hún var kynnt fyrir honum og virtist mjög á n æ g ð u r með gjöf- ina,“ segir Jón Ársæll. „Veitingarnar voru einkar að laðand i og ekki s k e m m d i kompaníið. Við hjónin sátum til borðs með þeim hjón- um Magnúsi Scheving og Ragnheiði konu hans og þar sátu einnig Dóra Takefúsa og afi hennar, Þorvaldur Jóhannsson, skíða- kappi og fyrrverandi bæjarstjóri á Seyð- isfirði, svo einhverjir séu nefndir. Þarna sveif yfir vötnum samnorrænn andi og við eigum að vera stolt af því að vera skyld þeim þjóðum sem lengst hafa náð í baráttunni fyrir betri heimi á jörð- inni. Heja Sverige!“ | HVERNIG VAR Í PERLUNNI? | Um 200 manns voru á gestalista í hátíðarkvöldverði forseta Íslands til heiðurs sænsku konungs- hjónunum og sænsku krónprinsessunni Lárétt: 1 alda, 5 fljótfærni, 6 fröken, 7 rykkorn, 8 sæmd, 9 áburður, 10 oddi, 12 eignatilfærslu, 13 svei, 15 félagasam- tök, 16 tæp, 18 lita. Lóðrétt: 1 veginn, 2 afar, 3 í röð, 4 umbóta, 6 ís, 8 sæmd, 11 konunafn, 14 nokkur, 17 leyfist Lausn. Lárétt: 1bára, 5ras, 6fr, 7ar, 8æra, 9krem, 10tá, 12arf, 13iss, 15aa, 16naum, 18 mála. Lóðrétt: 1 brautina, 2áar, 3rs, 4fram- fara, 6frera, 8æra, 11ása, 14sum, 17má. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 46-47 (38-39) Fólk 9.9.2004 21:50 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.