Tíminn - 25.09.1973, Side 1

Tíminn - 25.09.1973, Side 1
IIGNISI FRYSTIKISTUR ——1 RAFTORR SÍMI: 26660 RAFI&JAN SIMI: 19294 _____________________ y Hálfnað sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Lincoln sigldi tvisvar á Ægi Freigátan Lincoln sést hér sigla f veg fyrir varðskipið Ægi, með þeim afleiöingum að árekstur varð. Vert er að taka eftir þvi að skrúfulöðriö ber þvi órækt vitni að freigátan er með allar vélar afturábak. A þennan hátt stöðvaði freigátan tvisvar rétt fyrir framan stefniö á Ægi, með þeim afleiðingum aö árekstri varð ekki foröað. Tímamynd Róbert. AREKSTUR varð á m i 1 1 i b r e z k u fr.eigátunnar Lincoln F!M) og varðskipsins Ægis úti fyrir Austfjörð- um á laugardaginn klukkan 15.05. Skipin höfðu um morguninn siglt samsiða á annan klukkutima og hafði freigátan þá ekki gert neina tilraun til að sigla á varðskipið. Klukkan 15.05 sigldi freigátan skyndilega á varðskipið bakborðsmegin að frarnan. Skemmdir urðu litlar á varðskipinu. Enginn togari var þá nær en tvær og hálfa sjó- milu frá skipinu. At- burðurinn átti sér stað um 51 sjómílu innan fiskveiðimarkanna úti af Norðfjarðarhorni. Tæpri klukkustund siðar varð annar árekstur milli sömu skipa, Og nú um einni milu nær landi. Brezka freigátan sigldi fram með stjórnborðssiðu varð- skipsins, en beygði snögglega i bakborða i veg fyrir varðskipið. Varðskipsmenn bökkuðu og beygðu frá og reyndu þannig aó forðast árekstur, en það tókst ekki. Eins og i fyrra sinnið var langtina:sta togara. Skemmdir á varðskipinu i siðari árekstrinum urðu nokkru meiri en i hinum fyrri, en engin slys urðu á mönn- um. Sjá nánar frásögn og myndir blaðamanna Timans af at- burðunum á bls. 10 og 11,en þeir voru i flugvél Landhelgisgæzlunn- ar TF-Sýr, meðan árekstrarnir áttu sér stað. -gj- Englishman flúði undan púðurskotum Klp-Reykjavik. Skömmu eftir há- degið I gær gerði dráttarbáturinn Englishman tilraun til aö sigla á varöskipiðúöinum 6,5 sjómílur út af Langanesi. Varðskpsmenn skutu þá tveim púðurskotum aö dráttarbátnum, sem þá þegar hafði sig á brott, ásamt öðr.um dráttarbáti, Wales- man. sem var einnig á þessum slóðum. Sigldu bæöi skipin út til freigátunnar Witby, sem var stödd um 12.3 sjómilur út af Langanesi. „Veðrið var ógurlegt" — orð, sem mörgum hrutu af vörum í gær eftir veður, sem olli tugmilljónatjóni ÓVEÐRIÐ, sem gekk yfir landið sunnan- og vestanvert siðari hluta sunnudagsins og aðfara- nótt mánudags, var eitt af snörpustu áhlaups- veðrum, er hér koma, og veðurhæð svo mikil, að fara verður aftur i tim- ann til þess að finna við- lika dæmi svo snemma hausts. Það olli lika tjóni, sem enn er van- séð, hversu mikið er, á bátum, mannvirkjum, linum og bifreiðum og öðrum tækjum, en vafa- laust nemur það tugum milljóna, ef ekki Framhald á bls. 3 Þannig sundraöist hús aö Melshúsum á Alftanesi, hundrað ob tuttugu fermetrar að flatarmáli, og nýlega orölð fokhelt. Tfmamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.