Tíminn - 25.09.1973, Page 4
4
TÍMINN
Þriðjudagur 25. september 1973 '
★
Ekki skilnaður
Fabióla Belgiudrottning hefur
nú i fyrsta sinn sagt eitthvað
opinberlega um allar þær sögur
sem ganga um samband eigin-
manns hennar, Baudoins kon-
ungs við italska ballettdans-
mær, Liliana Cosi. Drottningin
sagði: Enginn getur eyðilagt
hjónaband okkar. Ekki heldur
Liliana Cosi. En hún er stór-
kostleg dansmær og bæði ég og
maðurinn minn erum mjög hrif-
in af henni sem slikri. Meö þess-
um orðum reyndi drottningin að
visa öllum sögusögnum á bug.
En hitt er vist, að þegar konung-
urinn hafði séð Liliönu dansa i
Milano, bauð hann henni til
Brusseí. Er þau voru á gangi i
hallargarðinum, sleit hann
þrjár gular rósir og afhenti
henni með þessum oröum: Við
þurfum góða ballettdansmær
hér i Brussel. Nú verðið þér að
velja, Milanó eða Brussel. En
Liliana hefur enn ekki valið.
*
Á frumsýningu
Þótt hún Athene litla, sem er að-
eins þriggja ára, viti ekki ýkja
mikið um lifið og tilveruna, þá
veit hún þó með vissu, að við
kláða er eiginlega ekki til nema
eitt gott og óbrigöult ráð, og hún
er ekkert feimin viö að nota það,
eins og sjá má á meðfylgjandi
mynd. Hún á kannski einhvern
tima eftir að roöna, þegar hún
skoðar þessa mynd, en hvað er
annað hægt að gera i svona til-
felli? Og Anna Bretaprinsessa
brosir auðvitað bara blitt og
þakkar Athene fyrir blómin, en
tilefnið var mjög svo hátiðleg
frumsýning ónefndrar kvik-
myndar.
Frúin er
skipstjórinn
A pólska skipinu „Bieszczady”
(reynið ekki að bera nafnið
fram, ykkur gæti svelgzt á),
sem er i kolaflutningum milli
Stettin og Hamborgar, þar er
það kona sem ræður rfkjum.
Skipstjórinn er kona, sem heitir
Danuta Kobylinska, og stendur
hún vel i stöðu sinni. A skipinu
eru reyndar lika eiginmaður
hennarog sonur, þeir eru skráð-
ir meðlimir áhafnarinnar, — en
sem sagt, frúin ræður!
*
Prinsinum
bannað að aka
Nú finnst Júlfönu Hollands-
drottningu nóg komið. Hún hef-
ur bannað manni sinum, Bern-
harði prinsi, að snerta framar á
bfl. Það er kannski ekki furða,
þvi hann hefur fimm sinnum
lent i alvarlegum umferðarslys-
um. Nýlega rakst prinsinn beint
framan á annan bil i ftaliu.
Prinsinn var i Ferrari-sport-
bilnum sinum og hafði bilstjóra
sinn með sem farþega. Prinsinn
skarst nokkuð. Hann hefur svo
sem áður fengið konunglega að-
vörun. Þegar hann fyrir fjórum
árum ók aftan á bfl, bannaði
tengdamóðir hans, Vilhelmina
drottning honum að aka hraðar
en 40 km á hraðbrautum. Hún
vissi kannski hvað hún var aö
segja, þvi að fimm árum áöur
ók prinsinn aftan á lögreglubil.
En skyldi öðrum ökumönnum á
hraðbrautum ekki leiöast, ef
einn ekur á 40 km hraða, þó að
hann sé prins.