Tíminn - 25.09.1973, Side 6
6
TÍMINN
Þriðjudagur 25. september 1973
þetta skipti hefur mælzt nokkrum
sinnum áður.
Hnútar eru nákvæmari mæli-
einingar en vindstig eins og gefur
að skilja. Vind má auðvitað lika
mæla i metrum á sekúndu, en
fjöldi þjóða notar hnúta, enda er
það haganlegast, þvi að þeir eru
llka notaðir í siglingum og flugi.
Til skýringar má segja, að i einni
breiddargráðu eru sextiu minútur
og hver minúta samsvarar einni
sjómilu, sem er 1850 metrar, og
einn hnútur merkir eina sjómilu á
klukkustund.
Veðrið orsakaðist af krappri
lægð, sem átti rætur sinar að
rekja til fellibylsins Ellenar.
Þessi fellibylur kom fyrir 4
sólarhringum á 30 gráðum suð-
suðvestur i hafi, en lónaði svo
hægt norður eftir hafinu. Þegar
kom hingað norður eftir, varð svo
úr honum kröpp lægð, sem ekki
var frábrugðin öðrum lægðum á
neinn hátt, sagði Knútur að lok-
um.
Öllu lauslegu rigndi yfir
Breiðholtshverfið
Scðlabankalóðin: Þar gncistaði úr slitnum rafslrengjum mcð snarki og látum.
Iáta/.t um við tollstöðvarbygginguna við Iteykjavikurhöfn. Skrcyting Gerðar Helgadóttur stingur i stúf
við draslið scin á götunni liggur.
Skerjafjarðarvagninn öslar sina lcið, þó að gatan sé eins og hafsjór.
í Stóragerði, þar sem rikismannabústaðirnir eru I smiðum, urðu einnig skemmdir.
o
sem samsvarar 200 kilómetrum á
klukkustund, sagði Knútur Knút-
sen veöurfræðingur hjá Veður-
stofunni, þegar Timinn leitaði
frétta hjá honum.
— Mest var veörið á landinu
vestanverðu, en mun hægar að
austan. Meðalvindur I Reykjavik
var 72 hnútar, þegar mest var.
Annars er erfitt að segja hvar
hvassast hefur verið, þvi að
mælingar eru misjafnar. Hér i
Reykjavik höfum við mælana
slfellt fyrir augunum, en úti á
landi er bara mælt á þriggja tima
fresti.
Vindur er mældur svo, að hvert
vinstig er ákveðið hnútabil, sem
þó spennir yfir mismarga hnúta
eftir þvi hvert vindstigið er. Fari
vindur yfir 64 hnúta er hann tólf
vindstig. 72 hnuta meðalvindur
eins og mældist i Reykjavik I
Breiðholtshverfi er liklega það
hverfi Reykjavikur, sem hefur
farið verst út úr óveðrinu á
sunnudagskvöldið og nóttina. Þar
fauk allt lauslegt um koll, og bilar
skiptu um bilastæði á nokkurra
minútna fresti.
Járnplötum tunnum, timbri og
öðru rigndi yfir allt hverfið, og i
flestum húsum kom fólki ekki dúr
á auga vegna veðurofsans og láta,
þegar misjafnlega stórir hlutir
skullu á húsveggjunum.
Aö sögn sjónarvotta var lifs-
hættulegt að fara á milli húsa I
Bneiðholtinu. Maður einn sagði
okkur, að hann hefði séð bil fara
heilan hring á bilastæðinu og
koma aftur upp á hjólin nokkrum
stæðum neðar. Skömmu siðar
hefði hannséð kaffiskúr koma á
fullri ferð og lenda á simastaur og
brotna þar. Skúrinn, sem hefði
veriö með stærri skúrum hefði
fokið um eins og tómur pappa-
kassi.
Annar maður tjáði okkur, að
inn um glugga á suðurhlið húss-
Hér sjást greinilega skemmdirnar á iöndunarkrananaum i Straums-
vík. Ef ekki tekst að gera við þær innan mánaðar, verður verksmiðjan
hráefnislaus.