Tíminn - 25.09.1973, Qupperneq 7

Tíminn - 25.09.1973, Qupperneq 7
Þriöjudagur 25. september 1973 TÍMINN 7 Þetta var algeng sjón i nýju hverfunum, uppistööur og annaö fokiö um Það þarf mikið átak til að rifa upp iæsingu og festingar á farangursioki á Fólksvagni. En ein vindhviða var ekki lengi aö þvf. ins, sem hann býr i á fimmtu hæð, hefði komið stór trébútur, yfir lOkgá þyngd. Hann hafi mölbrot- iðrúðuna i þessari hæð, og á örfá- um sekúndum hafi herbergið orðið eins og eftir loftárás. Myndir hafi fallið af veggjum, bækur og munir fallið i gólfið og gluggatjöldin hreinlega rifnað frá með uppsetningunni og öllu saman. Flugvélar tjóðraðar á Reykjavikurflugvelli Mikið var um það, að bilar fykju til hliðar og á aðra bila, og var það ekki siður i miðborginni en i úthverfum hennar. Þó mun veðurofsinn hvergi hafa verið eins mikill og i Breiðholtinu, en víða annars staðar varð einnig mikið tjón á mannvirkjum. A Reykjavikurflugvelli hrundi einn braggi, sem nokkuð var kominn til ára sinna. Inni i bragganum var bifreið, sem skemmdist. Engar flugvélar fóru á loft, en þó munaði ekki miklu með eina þeirra, sem fór að færa sig úr stað i fyrstu hrinunum, og skemmdist hún nokkuð. Hún var tjóðruð niður eins og allt annað lauslegt, sem talið var að gæti farið af stað. Viða um bæ- inn slitnuðu tré upp með rótum, og á einum stað fréttum við af stórum túnbletti, sem þökur höfðu verið settar á fyrr i sumar. Þar var ekki ein einasta eftir, þegar að var gáð i gærmorgun. Stórskemmdir i Straumsvik — geta haft alvarlegar afleiðingar. Hjá álverksmiðjunni i Straumsvik urðu töluverðar skemmdir á húsum. Hluti af þaki mötuneytisins fauk, svo og hluti af þaki skrifstofunnar. Alvarlegasta tjónið þar varð þó, er stóri löndunarkraninn losn- aði og slóst utan i færibandið á bryggjunni. Kraninn er allur bog- inn eftir höggin, sem hann hlaut af þvi að slást i færibandiö, og er talið mjög erfitt að gera við hann. Þegar i gær var skipi, sem var á leið til Straumsvikur með um 9000 tonn af hráefni, snúið við, þvi ekki er hægt að losa það fyrr en kraninn kemst i lag. Talið er, að vel megi halda áfram til að hann verði tilbúinn eftir mánuð, en ef svo verður ekki, mun verksmiðj- an stöðvast vegna hráefnisskorts. Eigendur húsa, sem voru i byggingu i Breiðholti, bera saman ráö sin. Hannes Hafstein hjá Slysa varnafélaginu sagði, að allt hefði gengið að óskum hjá þeim bátum, sem voru á sjó á sunnudaginn og aðfaranótt mánudagsins. Fylgzt hefði veriö með öllum bátum, sem vitað var um að væru á sjó, og hefði enginn þeirra orðið fyrir áföllum. Um tima hefði þó verið óttazt um tólf tonna bát, Sleipni SU 88, sem á voru tveir menn. Hann var á Meðallandsbugt, en hélt sjó við Skaftárósa ásamt öðr- um bátum, sem þarna voru. Menn á hinum bátunum fylgdust Báturinn hékk á einum kaðli Við bryggjuna i Kópavogi skemmdust tveir bátar frá Vest- mannaeyjum, Ver og öðlingur, þegar veðrið var hvað verst. Þarna við bryggjuna var einnig þriðji báturinn, Geirfugl frá Grindavik, og sleit hann af sér öll bönd og var að reka frá landi, þegar menn, sem staddir voru á bryggjunni, náðu að krækja i hann með einum kaðli. A þessum kaðli hékk svo báturinn þar til snemma um morguninn, að menn komust um borð og gátu bundið hann betur. Eins og viða annars staðar var mikið um járnplötufok i Kópa- vogi. Af a.m.k. tveim fjölbýlis- húsum fóru allar plötur af þökun- um, og einnig fauk mikið af plöt- um af starfsmannahúsi Kópa- vogshælis, og einnig af einum skólanum. Samkvæmt uppl. rannsóknar- lögreglunnar þar, var mikið af kærum og kvörtunum vegna skemmda á bilum af völdum járn platna eða annarra hluta, að ber- ast i gær. Um tima var óttazt um tvo litla báta vel með þeim litla á meðan veðrið var sem verst, og allt gekk að óskum. Báturinn var i gær á leið til Vestmannaeyja ásamt varðskipi og fleiri bátum, sem voru á þessum slóðum. Þá var um tima óttazt um 4 tonna bát, sem ber nafnið Latur EA 119. Var einn maðuránonum, og var hann á veiðum á Grims- eyjarsundi. Talið var, að hann hefði leitað vars i Flatey, en þangað var ekki hægt að ná sambandi vegna bilunar á ljósvélinni þar. Um sið- ir tókst þó að ná sambandi þang- að, og var þá staðfest, að báturinn og maðurinn væru báðir heilir á húsi i eynni. Mikið tjón hjá smábáta- eigendum Hvorki meira né minna en fimmtán trillur sukku eða rak upp i fjörur i Hafnarfirði. Eigend- ur báta þar kepptust við að halda bátum sinum á floti og verja þá skemmdum, og tókst mörgum það, en aðrir urðu að sjá á eftir sinum bátum fara i kaf eða reka upp i fjörur. 1 Reykjavikurhöfn sukku einn- ig nokkrir bátar. Þar var mikið um að vera meðan veðrið var sem verst, og mesta mildi að ekki hlutust slys af, þvi veðurhæðin varð stundum slik þarna á bryggjunum að menn máttu hafa sig alla við að halda sér. Maður sem við töluðum við, sagðist hafa séð einn mann takast á loft og kastast út fyrir bryggj- una, en sá hafði gott tak á kaðli, sem hann hafði bundið i ljósa- staur, og tókst honum að vega sig upp aftur á honum. 1 Hafnarfirði urðu ekki nein al- varleg slys á fólki, að sögn lög- reglunnar þar. Þó mun einn mað- ur hafa skorizt mjög illa á hendi, er • vindhviða feykti járnplötu, sem hann var að bisa með, á hönd hans. 1500 hænur fuku út i veður og vind. Hænsnabú með um 3000 hænsn- um að Eiliðahvammi við Vatns- enda fauk i veðrinu i fyrrinótt. Taiið er að um 1500 hænsni hafi Framhald á bls. 8. Ef hluturinn sjálfur gaf sig ekki, þá létu festingarnar undan. koll.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.