Tíminn - 25.09.1973, Page 8

Tíminn - 25.09.1973, Page 8
TÍMINN Þriöjudagur 25. september 1973 8 Sumsstaöar rifnuöu stór og falleg tré I húsagöröum upp meö rótum eins og þetta. sem haföi staöiö af sér mörg óveörin á undanförnum ár- um, en varö nú aö iáta i minni pokann. fokiö út i veður og vind, en i gær- dag veriö að finna dauðar og hálfdauðar hænur um allt nágrennið. Tré rifnuðu upp með rótum Óteljandi eru þau sjónvarps- loftnet og útvarpsloftnet, sem slitnuðu, og viða kengbognuðu sjónvarpsgafflar eins og virspott- ar væru. Sums staðar sundruðust reykháfar og hrundu niður á þök. t fjölda garða slitnuðu tré upp með rótum eða stofnar þeirra kvistuðust sundur i átökunum. Sem dæmi má nefna, að þrjátiu ára gamall reyniviður, tólf metr- ar á hæð, rifnaði upp við hús Gunnlaugs Stephensens að Laugarnesvegi 53, gamall hegg- ur, sem oft hefur glatt augu bæjarbúa með blómskrúði slnu, á hroni Tjarnargötu og Vonarstræt- is, lagðist upp að næsta húsi, rót slitinn og laskaður, og þrjú tré I garði að Hávallagötu 15 slitnuðu upp og lögðust á hliðina. Sllkt gerðist viða á þvi svæði, þar sem veðurofsinn var mestur. Það voru lika býsna margir, sem hringdu til þess að segja frá þvi, hvernig veðrið lék trén þeirra. — Það var orðið fimmtiu ára gamalt, sagði einn. Annar hélt, að tréð, sem hann missti, hefði jafnvel verið oröið sjötiu ára. Það var auðheyrt, að fólki var sárt um trén sin. Glerflisarnar eins og rýtingar i hjónarúminu Anton Ólafsson, verkstjóri hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum, og kona hans, Kristjana Valdi- marsdóttir, eiga heima á áttundu hæð að Sólheimum 23. — Ég var búinn að fara þrem sinnum á tveggja stunda fresti til þess að gæta að þvi, hvort allt væri I lagi hjá fyrirtækinu, sagði Anton, og klukkan var að verða hálf-þrjú um nóttina. Byggingin, sem við eigum heima i, er U-laga, og veðrið stóð inn i kverkina, og þaö voru anzi miklar sviptingar i verstu hrinunúm. Allt nötraði og skalf. Við lágum vakandi i rúminu hjónin, en svo fórum við fram úr og fram I stofu til þess að horfa þaðan á bil, sem stóð I streng og virtist vera I þann veginn að fjúka — lyftist annað veifið eins og hundur, sem er að kasta af sér vatni utan i þúfu, og seig svo loks á hliðina og fór inn i næsta garð. t þessum svifum kom svo járnplata fljúgandi á svefnherbergisglugg- ann, og mölbraut tvöfalt sjö milli- metra þykkt glerið i honum og þeyti öllu inn á hjónarúmiö, þar sem við höfðum legið fyrir litilli stund. Sjálf sogaðist járnplatan út aftur, en á koddunum okkar og sængunum lágu fimmtiu, sextiu og sjötiu sentimetra langar gler- flisar eins og hárbeittir rýtingar. — Við hefðum liklega vaknað dauð I morgun, sagði Anton og hló við, ef við hefðum ekki fyrir staka tilviljun farið upp úr rúminu, rétt eins og æðri máttarvöld hefðu sagt okkur það. Rúmfötin voru talsvert skorin, eins og geta má nærri, en ég veit ekki, hvort tepp- iö á gólfinu skaddaðist lika. Við fluttum okkur svo fram á gang, þar sem enginn var glugg- inn, og bjuggum þar um okkur, og ég held, að ég hafi blundað eitt- hvað á milli fimm og sjö um morguninn. Ég hafði tyllt gömlu divanteppi fyrir gluggaopið, og þegar ég fór á rölt aftur, hringdi ég og bað um hjálp. Hjálpar- mennirnir komu klukkan niu og negldu fyrir gatið. 300 simalinur rofnar á Reykjavikursvæðinu Hafsteinn Þorsteinsson, skrif- stofustjóri hjá bæjarsimanum i Reykjavik, sagði okkur, að á Reykjavikursvæöinu væri um niu hundruð simalinur i lofti, og hefðu um þrjú hundruð slitnað i of- viðrinu. — Veður hefur sjálfsagt aldrei valdiö jafnmiklum usla hjá okkur, sagði hann. Að visu hefur stundum meira slitnað hlutfalls- lega af simalinum i gamla daga, áöur en jarðstengir komu til sögunnar, einkum af völdum is- ingar i vetrarveðrum, en .aldrei verið jafnmikið um linuslit og nú, að ég hygg. Loftlinur eru einkum i nýju hverfunum, þar sem þær hafa verið settar upp til bráðabirgða, Grjótflugið var eins og skafrenningur —póstmenn f hrakningum PÓSTMENN fóru ekki var- hluta af óveðrinu, sem gekk yfir suö-vestur landiö um helgina. Þeir voru að koma af fyrsta landsþingi póstmanna, sem haldiö var I Munaöarnesi, er þeir uröu fyrst varir viö óveöriö, en þaö var undir Hafnarfjalli. Póstmennirnir voru i tveimur rútum frá Guð- mundi Jónassyni og komust þeir eftir mikla erfiöleika aö Botnsskála. Þegar þangað kom, var þeim tjáð, að vegurinn væri orðinn ófær, en trukkur frá Vegagerðinni yröi sendur þeim til hjálpar og ók hann siðan samsiða stærri rútunni, til að taka af henni mesta rokiö,alla leiö niöur i Artúns- brekku. Að sögn Reynis Ár- mannssonar, hjá Pósti og sima, varð fólkið, sem i minni rútunni var, að þjappa sér saman út-iannarrihliöinni til • að vega upp á móti hvass- viðrinu. Ef svo hefði ekki verið gert, hefði bfllinn að öllum likindum oltið. Ákaflega illa gekk að komast til Reykja- vikur, sagði Reynir, en þar meö var ekki öll sagan sögö. Þegar hann ætlaðiaðná sér i leigubil, fékkst enginn til að aka honum heim. Þegar hann að lokum fékk far, varð að velja göturnar sem ekið var eftir, af mikilli kostgæfni, til að foröastfljúgandi þakplötur og annað lauslegt, sem var viða á leiðinni. Allir, sem voru i bilnum, voru sammála um það, að þetta væri það allra versta veður, sem menn hefðu komizt I, og höfðu þó sumir lent I þvi slæmu áður, sagði Reynir aö lokum. — Þetta er það allra versta veður s^m ég hef nokkru sinni lent- I,sagði Kristján Thorlacius, en hann var i einkabil um hálfs tima ferö á undan rútunum. — Ég hef lent i þvi að vera i bil, sem fauk um koll i ofsaroki, en ' þetta var miklu verra. Við ók- um i lest 20-30 bila, og hraðinn hefur verið um 20-30 km á klst. Verstur var veðurofsinn i nánd við Tiðaskarð, en lagaðist heldur, er komið var úr Hvalfirðinum. Grjót- hnullungarnir þreyttust eftir veginum eins og snjór i skaf- renningi, sagði Kristján að siðustu. -hs- svo að fólk geti sem fyrst fengiö sima, eða þar sem vegalengdir eru svo miklar, að hlutfallslega kostnaðarsamt er að koma fyrir jarðstengjum. Svæði þau, sem verst urðu úti, eru Breiðholts- hverfi, Kópavogur, Hafnar- fjörðurog Seláshverfi. Auk þessa fuku um sextiu járnplötur af þaki Grensásstöðvarinnar, en til allra hamingju komst þó ekki vatn þar inn. — Simanotkun hefur veriö gifur- leg, sagði Hafsteinn, og kerfið farið úr skorðun af þeim sökum, og við urðum að birta útvarpstil- ; kynningu, þar sem fólk var beðið að stilla hringingum til okkar I hóf, þvi að simasamband við sumar deildir hjá okkur varö alveg óvirkt. Við urðum lika að biðja fólk að vera þolinmótt og umburðarlynt, þvi að það tekur sinn tima að koma i lag öllu, sem úr skorðum gekk. En að þvi vinna allir menn, sem við höfum til- tæka. Miklar rafmagnsbilanir hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur — Það urðu miklar truflanir á orkuveitusvæði Rafmangsveitu Reykjavikur, sagði Haukur Pálmason yfirverkfræðingur. Orkuveitusvæðið nær um Garða- hrepp, Kópavog, Seltjarnarnes, Mosfellssv. og hluta Kjalarness, auk Reykjavikur, og það varð straumlaust af og til á mánu- dagsnóttina vegna seltu, sem settist i spennustöðina á Geithálsi. Miklar truflanir urðu þar, sem loftlinur eru, svo sem i Kópavogi, Breiðholtshverfi, á Ar- túnshöfða og Seltjarnarnesi, þvi aö vinnuskúrar, járnplötur og annað byggingarefni fauk á þær og sleit þær. 1 öllum Garðahreppi var raf- magnslaust frá klukkan tvö á mánudagsnóttina til niu að morgni, þvi að staur brotnaði i háspennulinu, sem flytur þangað rafmagn. 1 Mosfellssveit varð lika raf- magnslaust á stóru svæði, þvi aö Úlfarsfells- og Reykjalinur biluöu. Eldingu laust niðrur i Skammadalslinu, og loks rofnaði linan upp að skiðaskálanum i Hveradölum. Miklar skemmdir urðu á götu- ljósum — ljósker brotnuðu, stólpar skekktust og álmur snérust, svo að þær horfa skakkt upp. Unnið er af kappi að við- geröum, og er senn komið raf- magn á öllu svæðinu, en lengri tima mun taka að koma götu- lýsingu I lag. Mjog bagalegt var, aö Ulfars- fellslinan rofnaði, þvi að hún flyt- ur rafmagn i rannsóknarstöðina á Keldum og rannsóknar- stofnanirnar á Keldnaholti. ,,Það steypti allt stömp- um.” — Svo urðum við fyrir þvi óhappi, sagði Haukur, að sæ- strengurinn milli Klepps og Gufuness rofnaði. Búið var aö leggja sæstrenginn fimm hundruð metra út á sundið frá Kleppi og tengja þar við enda strengs, sem halda átti áfram að leggja nú i vikunni. Við þetta var notaður flotkrani Reykjavikur- hafnar, og voru á honum þrir lagningarmenn, tveir Danir og einn Islendingur, og þriggja manna áhöfn. 1 rokinu tók kranann að reka, og við það slitnaði sæstrengurinn um tenginguna og sökk i sæ. Veðrið var alveg óskaplegt upp úr miðnættinu, og bæði Magni og bátur frá Köfunarstöðinni, Orion, voru fengnir til aðstoðar. Þeir fóru svo meö mennina af flotkrananum i land. — Það var ekki svo litið, sem gekk á, sagði Grétar Ársælsson, einn íir áhöfninni á flotkranan- um, og get ég þó ekki sagt sög- una til enda, þvi að ég fór í land um sjöleytið. Þannig var það, aö það áttu að vera vaktaskipti klukkan fjögur á sunnudaginn, en þeir, sem út áttu aö koma, komust ekki fyrr en upp úr sex. A flotkrananum er tuttugu metra bóma, sem tók geysimikið á sig, og þetta var feiknarsjór, svo að við lágum annað veifiö í kafi, eins og nærri má geta. Tjöld, sem tenginga- mennirnir höfðust við i, rifnuðu auðvitað, en húsið á flotkranan- um var traust og gott og haggað- ist ekki, þó að kraninn steypti stömpum. Ég er ekki að leyna þvi, aö þaö var svo sem ekkert skemmtilegt að vera þarna úti á sundinu, eins og veðrið var. Á hinn bóginn var ekki nein hætta á þvi, að flot- krananum hvolfdi, þrátt fyrir yfirbygginguna, og Danir, sem með okkur voru, báru sig karl- mannlega, enda vanir tenginga- menn sem hafa komizt i sitt af hverju um dagana. — Nei, skemmtileg var vistin ekki, sagöi Trétar og hló við. Hús hrundi á Álftanesi Hús, sem verið var að byggja aðMelshúsum á Alftanesi, hrundi bókstaflega I óveðrinu. Fyrst tók þakið af i heilu lagi, og fauk það niður i fjöru, en siðan hrundu veggir hússins, sem hlaðnir voru úr steini. Húsið var orðið fokhelt. A öðrum stað á Alftanesinu fauk uppsláttur að húsi gjörsamlega. Þá fauk bilskúr, og inni i honum var nýr bill, sem talinn er ónýtur eftir. Þakplötur losnuöu á nokkr- um húsum á nesinu. Engin slys urðu á mönnum. Álftanesbúar eru dálitiðuggandi, vegna þess að á morgun er stórstreymt, og ef veðrið heldur svona áfram, getur fariðilla, eins og komið hefur fyr- ir þar út frá. Gróðurhúsin illa leikin Viða urðu miklir skaðar hjá garðyrkjubændum. Rúður i gróðurhúsum brotnuðu og plast- tjöld yfir beðum fuku. Hjá Jó- hanni Kr. Jónssyni i Dalsgarði i Mosfellsdal brotnuðu t.d. 200 rúð- ur i einu gróðurhúsi. Sagði Jó- hann i gærmorgun, að varla tæki þvi að kippa sér upp við slikan skaða, þvi oft brotnuðu rúður i gróðurhúsum i slæmum veðrum, en þetta væri óvenju mikið i einu, og væri nóg að gera næstu vikuna við að setja nýtt gler i. Ekki stóð eitt einasta biðskýli uppi meðfram veginum I Mos- fellsdal i gærmorgun, og á einum staö'féll skýli á heitavatnsrör; og fór það sundur. Bátatjón i Vogum Sveinn Pétursson, fiskmats- maöur i Vogum, sagði Timanum, að þar hefði verið aftakaveöur og mikið hafrót. — Tveir litlir vélbátar urðu fyr- ir stórskemmdum, sagði hann, og annan þeirra, Hring Jóns Kristjánssonar, rak upp I hafnar- garðinn, þar sem hann brotnaði, en hinn, Katrin frá Akranesi, sökk. Auk þess sökk á legunni trillubátur, eign Magnúsar Kristjánssonar. Uppi i þorpinu fauk vföa járn af húsum að meira eða minna leyti, og fleiri skemmdir urðu af völdum veðursins. Þök fuku i Keflavik Þakið fauk f heilu lagi af húsinu Lyngholti 8 i Keflavik. Er þetta þriggja hæða hús og allstórt um sig. Þakiö lenti niður á milli húsa og olli ekki frekari skemmdum. Þá fauk hluti af þakinu á Mána- bakka, sem er I útjaðri bæjarins. Megnið af járninu fauk af þaki hússins við Vatnsnesveg 9, og einnig fauk mikið járn af þaki Hafnargötu 44 og hafnarskrif- stofuhúsinu. Ekki munu járn- plöturnar hafa lent I gluggum húsa, né valdið skemmdum. Lög- reglumenn voru á ferli alla nótt- ina við safna járninu saman i myrkrinu, þvi Keflavik var raf- magnslaus lengst af. Kom raf- magnið ekki aftur fyrr en um kl. 8 að morgni. Bflskúr fauk við Hólabraut 2 og annar við Háaleiti 28. Gamall bil- skúr við Hafnargötu 72, sem verið var að rifa, fauk niður og skemmdi grindverk i leiðinni. Mikill sjógangur var i Keflavik, og gekk brimið langt upp i bæ. Menn voru i öllum bátum i höfn- inni um flóðið, sem var um kl. 5 um nóttina. Snorri, 18lesta bátur, slitnaði upp, en það tókst að bjarga honum upp i fjöru, og mun hann litt eða ekki skemmdur. Ekki er vitað til að neinn maður hafi meiðzt i Keflavik af völdum veðurofsans. Steinunn gamla sökk Mikill gangur var við höfnina I Sandgerði. Þar voru átján bátar inni. Þrátt fyrir alls kyns ráð- stafanir skemmdust 12 þeirra eitthvað. Steinunn gamla sökk, en hún er gamall trébátur. Attu menn þar mjög erfiða nótt við að bjarga þvi, sem bjargað varð. Þakplötur i svefnherbergi Að sögn lögreglunnar á Akra- Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.