Tíminn - 25.09.1973, Síða 9

Tíminn - 25.09.1973, Síða 9
Þriðjudagur 25. september 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnárskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusfmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaöaprent h.f - Furðuleg ádeila Það er nokkurt dæmi um, hvernig málgögn Sjálfstæðisflokksins haga málflutningi sinum, að þau hófu mikla hrið gegn Ólafi Jóhannes- syni dómsmálaráðherra, þegar hann gaf út reglugerð um, að sjúkum mönnum af brezkum skipum verði fúslega veitt viðtaka, ef þeir koma á eigin skipum, en öðruvisi ekki, nema sérstakar ástæður væru fyrir hendi. Morgun- blaðið og Visir héldu þvi fram, að þetta sýndi mikið mannúðarleysi, enda þótt augljóst sé, ef þetta hindrar, að sjúkir menn verði fluttir hingað til lands, er sökin Breta en ekki okkar. Það er lika upplýst, að hér er ekki um neina nýjung að ræða. Hliðstæð reglugerð var sett af Hermanni Jónassyni sem dómsmálaráðherra 30. september 1958 og sætti engum mótmælum þá. Hún gilti svo áfram óbreytt i valdatið minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins frá þvi i desember 1958 þangað til i nóvember 1959. Hún gilti einnig frá þvi að viðreisnarstjórnin kom til valda i nóvember 1959 og þangað til eftir ára- mótin 1961, þegar landhelgissamningurinn við Breta var gerður. Á þessum tima sátu i rikis- stjórn Sjálfstæðismennirnir Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Ingólfur Jónsson og Gunnar Thoroddsen og Alþýðuflokksmennirnir Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gislason, Friðjón Skarphéðinsson og Guðmundur í. Guðmunds- son. Á þessum tima voru dómsmálaráðherrar, ásamt Hermanni Jónassyni, þeir Friðjón Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson. Þeir högguðu ekki neitt við þeim reglum, sem Her- mann hafði sett, heldur létu þær gilda áfram óbreyttar. Þegar Mbl. og Visir eru að deila á þessa reglugerð nú, eru þessi blöð ekki sizt að deila á Bjarna Benediktsson, sem lét hana vera lengur i gildi en nokkur dómsmálaráðherra annar. Svo litið sjást þessi blöð fyrir, þegar þau þykjast geta komið höggi á andstæðingana, að þau hika ekki við, þótt höggin lendi öðrum fremur á látnum leiðtogum flokks þeirra. Annars risa menn eins og Hermann Jónas- son, Friðjón Skarphéðinsson, Bjarni Bene- diktsson og Ólafur Jóhannesson alveg undir þessum ádeilum. Það er ekki annað en brezkur útúrsnúningur og brezk mistúlkun, þegar sagt er, að með þessari reglugerð sé verið að neita að taka á móti brezkum sjúklingum. Á þvi verður ekki nein breyting frá þvi, sem var áður en þorskastriðið hófst. Ef brezkur sjúklingur er ekki fluttur til lands vegna þessarar reglugerð- ar, er sökin Breta einna, sem ekki vilja hér taka i framrétta hönd íslendinga til að hjálpa þeim, sem sjúkir eru. Þótt íslendingar haldi fram mörgu misjöfnu um Breta um þessar mundir, er of langt gengið, þegar þvi er haldið fram, að skipstjórar þeirra séu slikir mannúðarleysingjar, að þeir neiti sjúkum undirmönnum sinum um læknishjálp, ef þvi kunni að fylgja, að þeir verði að greiða sektir. Ef brezk stjórnarvöld vilja hér ekki þiggja is- lenzka hjálp er þeim lika i lófa lagið að hafa spitalaskip á miðunum. Brezki flotinn hefur slik skip og það myndi ekki spilla áliti hans, ef hann seridi til viðbótar herskipunum, sem verja ræningja, eitt skip i mannúðarskyni. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Allsherjarþingin sýna veruleikann Oft mikilvægar viðræður að tjaldabaki Waldheim TUTTUGASTA og áttunda þing Sameinuðu þjúðanna hóf störf sln síðastliðinn þriðju- dag. 1 tilefni af þingsetning- unni hefur margt verið rætt og ritaðum S.Þ. að vanda, og eru dómarnir harla misjafnir. Auðvelt er að benda á, að björtustu vonirnar, sem menn gerðu sér um þessi samtök i upphafi hafa enn ekki rætzt, og ýmislegt virðist nú þróast i öfuga átt, t.d. að stórveldin hyggist að sniðganga S.Þ. i vaxandi mæli og semja fyrst og fremst sin á milli. Þrátt fyrir þetta, sækjast enn öll riki eftir þátttöku i Sameinuðu þjóðunum, þrjú riki bættust við i upphafi þingsins nú, þ.e. þýzku rikin og Bahamas. Þátttökurikin eru nú orðin 135 og búizt er við, að þeim fjölgi enn á næstu árum. Stofnrikin voru 51. Jafnvel Sviss, sem hefur talið þátttöku I S.Þ. ekki samrýmast hlutleysisstefnu sinni, hefur nú i undirbúningi að taka það mál til nýrrar at- hugunar. Mikill meirihluti utanrikis- ráöherra þátttökurikjanna mun taka þátt i allsherjarum- ræöunum, sem fara fram fyrstu þrjár vikur þingsins, og auk þess nokkrir þjóöarleið- togar, m.a. Willy Brandt. Þessir menn munu nota tæki- færið til að ræðast við bak við tjöldin, en þannig hafa mörg ágreiningsmál verið leyst á vettvangi S.Þ. 1 þvi er mikil- vægi S.Þ. ekki sizt fólgið,að á þingi þeirra geta áhrifamenn þjóðanna hitzt til að ræða og jafna ýmsan ágreining, sem ekkier á dagskrá þingsins. ÞÓTT OFT sýnist svo, að þing Sameinuðu þjóðanna áorki ekki miklu, eru þau tvi- mælalaust eigi að siður þýð- ingarmikil fyrirþróun alþjóöa- mála. Þau spegla raunveru- leikann i alþjóðamálum betur en hægt er að gera með öðru móti, hefur Waldheim fram- kvæmdastjóri nýlega sagt. Menn mega ekki fælast S.Þ. vegna þess, sagði Waldheim enn fremur, að þeim finnist raunveruleikinn vera öðruvisi en hann ætti að vera. Það er eigi að siöur þýðingarmikið aö geta séð hann i réttu ljósi og dregiö af þvi ályktanir. Fyrr- verandi áhrifamaður á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, Charles Yost, sem var um skeið aöalfulltrúi Bandarikj- anna, hefur nýlega sagt, að það sé mikilvægast viö Sam- einuöu þjóðirnar, aö þær skulu vera til. Þrátt fyrir alla ágalla þeirra, missti heimurinn mik- ið, ef þær leystust upp, og gef- izt væri upp viö þá alþjóöa- samvinnu og alþjóöahyggju, sem þær eru visir að. MEÐvissum rétti má segja, aö Sameinuðu þjóöirnar séu fyrst og fremst samtök smá- þjóöanna. Þær geta ráðiö þar lögum og lofum, ef þær standa saman. New York Times benti nýlega á, að sex rfki, þ.e. Bandaríkin, Sovétrikin, Kina, Japan, Bretland og Frakk- land, leggja fram tvo þriðju hluta af tekjum Sameinuðu þjóöanna. Riki, sem leggja samanlagt fram um 4.5% af tekjum S.Þ. og telja saman- lagt ekki nema 10% af íbúatölu jarðar, fara hins vegar með tvo þriðju hluta atkvæöanna. Þetta veldur að sjálfsögðu þvi, að stórveldin vilja ekki eiga of mikið undir þingum S.Þ. Neit- unarvaldið, sem stórveldin tryggðu sér I upphafi i Oryggisráðinu, er að verulegu leyti til komið vegna þess, að þau þóttust sjá þetta fyrir. Fyrstu 15 árin, sem Samein- uðu þjóðirnar störfuöu, kom þetta ekki aö sök fyrir Banda- rikin, þvi aö þau réðu þá nær öllu á allsherjarþingunum með þvi að sameina riki Suð- ur-Ameriku og Vestur-Evrópu undir forustu sina. Þá notuðu þau nær aldrei neitunarvaldið i öryggisráðinu, en Sovétrikin þeim mun oftar. Nú er þetta breytt. A siöustu allsherjar- þingum hafa Bandarikin verið á móti um 75% þeirra álykt- ana, sem þar hafa verið sam- þykktar, og þau beita nú hvaö eftir annað neitunarvaldinu i öryggisráðinu. AF FJÖLGUN rikjanna i Sameinuðu þjóðunum hefur það leitt, að ýmissa dómi, aö starfsliö þeirra er ekki jafn- gott og áöur. Hvert riki fær rétt til að tilnefna vissa tölu starfsmanna og þykja sumir valdamenn hinna nýju rikja hafa lagt meiri áherzlu á, að útvega vinum og vandamönn- um embætti, en aö hugsa um hæfni þeirra. U Thant er lika sagöur hafa sýnt minna aö- hald i þessum efnum en fyrir- rennarar hans gerðu. Eitt af þvi, sem Waldheim hyggst gera, er að koma á strangara eftirliti i þessum efnum, og jafnframt að reyna að fækka starfsliði. Margt bendir til, að þótt Waldheim sé sennilega minnistjórnmálamaður en U Thant, muni hann reynast stjórnsamari hvað snertir fjárhag og starfsmannahald Sameinuðu þjóðanna. A þann hátt geti hann reynzt Samein- uöu þjóðunum gagnlegur maður. AF ÞEIM málum, sem eru á dagskrá 28. allsherjarþings- ins, eru flest gamlir kunningjar, þ.e. þau hafa ver- iö til meðferðar oft áður, eins og t.d. kynþáttamálin I Suöur- Afriku, Palestinumálin og ný- lendur Portúgala. Þá mun enn verða til umræðu að gera sátt- mála, þar sem skilgreint sé oröiö árás, en við þetta er búið aö glima á 23 þingum. Af mál- um, sem geta valdiö átökum milíi stórveldanna, er tillaga um að lýsa Kóreustyrjöldina úr sögunni, en af þvi myndi hljótast, að hætt yrði að hafa bandariskan her i Suöur- Kóreu, sem væri að nafni til á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sennilega munu Rússar og Kinverjar standa saman um þetta, en Bandarikjamenn verða á móti. Það mál, sem tslendingar hafa mestan áhuga á, er haf- réttarmálið. Það verður eitt af fyrstu verkum þingsins aö ákveða, hvort haldið verði við þá ákvöröun siðasta þings, að hafréttarráðstefnan skuli hefja aðalstörf sin á næsta ári i Santiago, en byrja undirbún- ingsstörf sin i New York i desember. Sennilega er það nú úr sögunni, að ráðstefnan verði haldin i Chile, sökum byltingarinnar þar, og er þá liklegt, að fyrsti áfangi hennar verði haldinn i Genf. Gert hef- ur verið ráð fyrir, að þetta mál verði fyrsta viðfangsefni stjórnmálanefndarinnar, en danskur maður veitir henni nú formennsku. Formaður sjálfs Allsherjarþingsins er hins vegar frá Equador. Þ-Þ-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.