Tíminn - 25.09.1973, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. september 1973
TtMINN
13
nesi varð geysimikið tjón þar i
bæ, einkum þó hjá Sementsverk-
smiðju rikisins. Þar fauk þak af
efnisgeymslu og megnið af járn-
inu á þaki skrifstofubyggingar-
innar, og fauk þetta á eitt og ann-
aö og skemmdi. Þá fór oliugeym-
ir við verksmiðjuna, og mun hann
hreinlega hafa beyglazt undan
vindþunganum. Járnplötur fuku
eins og hráviði um allt og af mjög
mörgum húsum. Dæmi eru um
það, að þær hafi lent inni i svefn-
herbergjum. Skúrar og jafnvel
viðbyggingar við hús fóru viða I
heilu lagi af stað. Gamalt ver-
stöðvarhús er þannig leikið, að
ekkert er eftir nema grindin.
Járn af þaki lögreglustöðvar-
innar lenti á sjúkrabilnum, sem
stóö úti fyrir stöðinni, og
skemmdi hann talsvert. Þá urðu
skemmdir á fjölmörgum öðrum
bilum viösvegar um bæinn. Menn
voru um borð i öllum bátum i
höfninni, en engin óhöpp urðu.
Litlu munaði þó að illa færi með
Höfrung III, en frá þvi tókst að
forða.
Þök vildu fjúka
i Borgarnesi
Að sögn Jóns Einarssonar,
fréttaritara blaðsins i Borgar-
nesi, var brunalið staðarins kall-
aðútá sjöunda timanum á sunnu-
dagskvöld, en þá var að fjúka
járnið af húsi kjötvinnslu kaup-
félagsins að Borgarbraut 2, sem
var áður verzlunarhús
Verzlunarfélags Borgarfjarðar.
Fóru um 3/4 hlutar af járninu.
Klukkan hálf eitt á mánudags-
nótt var slökkviliðið kallað út.
Taldi slökkviliðsstjóri, að liðið
hefði aðstoðað á 20-30 stöðum
vegna skemmda af völdum roks-
ins. Viðast voru þakplötur að
losna. Járnið fór að hálfu af nýju
verzlunarhúsi verzlunarinnar
Stjörnunnar, en það er við hlið
kjötiðnaðarhúss KB, þar sem
þakið fór af fyrr um kvöldið.
Þak Hótel Borgarness var m jög
hætt komið. Suðaustur horn þess
var farið að lyftast, og leit út fyr-
© AAFA-fundur
lýsingar er að fá hjá skrifstofu
MFA, sagði Stefán að lokum.
Siðan hófust fjörugar umræður,
þar sem menn skiptust á skoðun-
um, m.a. um ágæti þessara funda
á vinnustöðunum. Umræðunum
stjórnaði Baldur Óskarsson,
fræðslustjóri MFA. I viðtali við
Baldur kom það fram, að reynt
verður að fara með svipaða dag-
skrá út um landsbyggðina, auk
þess sem fundir verða haldnir I
samráði við verkalýðsfélögin hér
á höfuðborgarsvæðinu. Baldur
taldi mjög þýðingarmikið að fara
á vinnustaðina, og reyndar bezta
ráðið til að ná sambandi við
verkafólkið, fá það til að tjá sig og
reyna þannig að eyða misskiln-
ingi. Sagðist hann vera mjög
ánægður með þennan fyrsta fund.
—hs—
0 Rafmagn
ans og áfoks á linurnar, sagði
Baldur, og við höfum sloppiö
sæmilega frá þessu. Stofnlinur
frá Ljósafossi niöur á Selfoss,
sem fæða Suðurland austur að
Þjórsá, og linan frá Búrfelli niður
á Hvolsvöll, sem sér Suðurlandi
frá Þjórsá fyrir straumi, eru báð-
ar heilar.
A rafmagnskerfinu er sjálf-
virkur búnaður til varnar slysum,
sem kynnu að veröa, þegar
straum leiðir út af völdum seltu
eða eldinga, og af þessu hafa hlot-
izt nokkrar tafir, en þetta er
smám saman að komast i lag.
O Á víðavangi
rikja til veiða, réttur ná-
grannarikja o.s.frv. Þessi riki
munu telja sig hafa yfir ýms-
um sterkum leikjum að ráða I
þvi lokatafli, sem nú fer brátt i
hönd. Þessi viðleitni þeirra
kynni að reynast hagsmunum
okkar og annarra strandrikja
hættuleg og þvi mikilvægt að
þessi riki efli enn sem mest
samráð og samvinnu sín á
milli.”
Þ.Þ.
ir, að grind og járn myndi fjúka
alít saman. En björgunarmönn-
um tókst að koma stálvír yfir
þakið með aðstoð kranabils og
ganga frá plötum á þakinu.
Nokkrar plötur fuku þó. Plötur
voru byrjaðar að losna af þaki
aðalverzlunarhúss KB., en hægt
var að koma i veg fyrir, að fleiri
losnuðu. Var það viða svo, að
björgunarmönnum tókst að kom-
ast fyrir plötulosið. Þó fór járnið
alveg af einu húsi i Borgarnesi, og
af bilskúr hjá ööru.
Þúsund hestar
af heyi fuku
Að sögn Jóns urðu viða skaðar I
nærsveitum, t.d. allverulegir i
Kolbeinsstaðahreppi, og á ýms-
um bæjum vestur um og uppi i
héraöi. Kvaðst Jón hafa heyrt um
meiri og minni skaða, einkum
plötulos af ibúðar- og útihúsum, á
eftirtöldum bæjum: Rauðanesi i
Borgarhreppi, Leirulækjarseli i
Alftaneshreppi, Bjargi (fyrir ofan
Borgarnes), Hitardal i Hraun-
hreppi, i Brúarhreppi og Kol-
beinsstaðahreppi, Svarfhóli i
Stafholtstungum, Hæli i Flókadal
og loks mun hafa fokið þak af
vélageymsluhúsi á Hvanneyri.
Hálfbyggt útihús i Deildartungu
féll.
Veðurofsinn virðist hafa verið
hvað mestur i Kolbeinsstaða-
hreppi. Hjá Jóni bónda Péturs-
syni á Hraunsmúla fuku um 1.000
(eitt þúsund) hestar af heyi, er
var i stæði úti, út i veður og vind.
A bændum Haukatungu fauk þak
ofan af hlöðu og eitthvað af heyi
úr hlöðunni einnig. <
Milljónatjón
i Hólmavik
Stórtjón, sem vafalaust skiptir
milljónum, varð á bátaflota
Hólmvikinga I óveðrinu. Að þvi er
Jón Alfreðsson, fréttaritari blaðs-
ins I Hólmavik, tjáði okkur I gær,
slitnuðu upp tveir bátar úr höfn-
inni, trilla og dekkbátur. Dekk-
bátinn rak upp, og sagði Jón hann
að llkindum ónýtan. Eigandi og
skipstjóri bátsins heitir Björn
Arnason, en báturinn heitir Arni
Magnús, 10 tonna. Trillan er einn-
ig mikið skemmd. Auk þessa
skemmdust fjórir bátar meira og
minna við bryggjuna af þvi að
slást saman, enda þótt þeir slitn-
uðu ekki upp. í einum þessara
báta eru flestar styttur á annarri
hliðinni töluvert brotnar. Þessi
bátur er 28 tonna. Þrir bátar
sluppu óskemmdir.
— Þetta er með hvassasta
veðri, sem menn muna hér á
þessum tlma, sagði Jón. Sjó-
gangurinn var geysimikill, enda
fengum við þarna verstu átt, sem
hugsazt gat, — beint inn fjörðinn.
Yfirleitt nær sér aldrei sjór hér
við bryggjuna.
Tjón var litið eða ekkert i sjálfu
þorpinu.
Að óreyndu hefði mátt búast
við, aö mikils veðurofsa hefði
gætt á Barðaströnd i þessari átt.
Svo var þó ekki i þetta sinn.
Veðurhæð var ekki mjög mikil, og
ekkert tjón varð af veðrinu á bæj-
um, að þvi bezt er vitað, utan
hvað einn skúrræfill valt.
Hús hrundi i Hnifsdal,
plata inn i hjónarúm
Ekki var mjög hvasst á Isafirði
á mánudagsnóttina, að sögn Guð-
mundar Sveinssonar, fréttaritara
Weapon-
jFólksbíia-
lEinnig ýmsar aörar,|
svo sem gripaflutn-
ingakerrur.
Gísli
Jónsson &
]Co hf
Klettagöröum 11
Sími 8-66-44,
þar. Engar skemmdir uröu á bát-
um I ísafjarðarhöfn né heldur i
nálægum höfnum, að þvi er hann
vissi til.
Enda þótt veðurhæöin væri ekki
svo mjög mikil á Isafirði, fauk al-
veg niður uppsláttur að 20 m
löngu og 12 m breiðu húsi, sem
átti að steypa i dag. Sagði Guð-
mundur, að þarna hefði orðið anzi
mikið tjón. Þessi bygging átti að
vera fyrir Bifreiðaverkstæði Isa-
fjarðar. Eitthvað fauk af þakplöt-
um i bænum.
Miklu hvassara var i Hnifsdal.
Þar hrundi m.a. til grunna ný-
hlaðiö hús. Járn fauk af tveim
Ibúöarhúsum og ein platan lenti
inn f hjónarúm i næsta húsi við.
Engin meiðsli urðu.
Töluvert miklar skemmdir
uröu einnig I Bolungarvik. Þar
fauk allt járnið af nýbyggðu
verzlunarhúsi Einars Guðfinns-
sonar. Eitthvað fauk af járni af
fleiri húsum i þorpinu.
Guðmundur vissi ekki til, að
nokkur meiðsli hefðu orðið i
óveðrinu, hvorki á tsafirði né á
nálægum stöðum.
Hné niður
örendur á bryggjunni
Einn af elztu skipstjórum Isa-
fjarðar, Arni Magnússon, var að
huga að bát sinum i hvassviðrinu
á mánudagsnótt, en hné skyndi-
lega niður örendur á bryggjuna.
Trilla sökk á Bildudal
Mjög hvasst var á Þingeyri á
mánudagsmorgun, að sögn
fréttaritara okkar þar, Stefáns
Eggertssonar, en hann mældi þá
um morguninn mestan vindhraða
13 vindstig. Væntanlega hefur
verið enn hvassara um nóttina.
Rafmagnið fór af Þingeyri
um átta-leytið i gærmorgun, en
kom aftur um klukkutíma siðar
gegnum vararafstöð. Þessu olli
linubilun ofarlega i Breiðadal,
en þarfóru fjórir stauranáhliðina
og einn brotnaði. Þá biluðu stög i
Haukadalslinu, og urðu þar
einnig smáslit. Aftur komst á
rafmagn frá Mjólkárvirkjun
fyrir hádegi i gær, en það fór
aftur um fjögur-leytið siðdegis.
Þessu olli línubilun á leiðinni
Mjólká-Þingeyri.
Þingeyringar fengu i gærkvöldi
rafmagn gegnum vararafstöð-
ina, sem dugöi nema i mestu
orkunotkuninni.
Nokkur brögð urðu að þvi, að
plötur fykju af þökum. Ekkert
tjón varð á bátum, en þó mátti
Framhald á bls. 19
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Staða YFIRHJÚKRUNARKONU við
gjördæzludeild LANDSPÍTALANS er
laus til umsóknar. Umsóknir ásamt
upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist stjórnarnefnd
rikisspitalanna, Eiriksgötu 5.
Stöður HJÚKRUNARKVENNA á
nokkrum deildum Landspitalans eru
lausar til umsókna. Fullt starf eða
hluti úr starfi, kvöld- og næturvaktir.
Barnagæzla og skóla-dagheimili.
Nánari upplýsingar hjá forstöðukonu
Landspitalans, simi 24160 og á staðn-
um.
Reykjavik, 24. september 1973.
SKRIFSTOFA
Rí KISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765
Hvolsvöllur - Hella -
Nógrenni
23ja ára stúlka með 2ja ára dreng óskar
eftir atvinnu og 2ja-3ja herbergja ibúð, frá
mánaðamótum október-nóvember. Ráðs-
konustaða á reglusömu heimili kemur til
greina.
Atvinnurekendur
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar,
Hátúni 12, óskar eftir léttri vinnu fyrir
heimilisfólk, t.d. frágangsvinnu ýmis
konar.
Verkefnin tekin heim.
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar
Ilátúni 12. — Simi 8-61-33.
SKOLARITVEUN
Útsölustaðir
Akranes:
Akureyri:
Bolungarvík:
Borgarnes:
Egilsstaöir:
Hella:
Húsavík:
Bókaverzlun
Andrésar Níelssonar
Bókval
Verzlun
Einars Guöfinnssonar
Kaupfélag
Borgfirðinga
Bókaverzlun
Sigbjörns Brynjólfssonar
Mosfell
Bókaverzlun
Þórarins Stefánssonar
Isafjörður: Bókaverzlun
Jónasar Tómasonar
Keflavík: Stapafell
Patreksfjörður: Vesturljós
Reykjavík:
Selfoss:
Sigluf jörður:
Skrifstofuvélar h.f.
Bókaverzlun
Máls og menningar
Verzlun HB
Bókaverzlun
Lárusar Blöndal
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
% +
%
Hverfisgötu 33
Sími 20560