Tíminn - 25.09.1973, Page 14

Tíminn - 25.09.1973, Page 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 25. september 1973 Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? 87 Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar á svipinn eins og hann vildi biðja allan heiminn fyrirgefningar á þvi, að hann skyldi yfirleitt vera til. Þetta tók Pússer enn sárara, þvi að auðvitað á Hannes ekki að biðja hana um fyrirgefningu. Hann og hún erú eitt og hún veit svo vel, alltof vel, hvað það er, sem að honum amar. Samt sem áður er sárt að hugsa tii þess, hvað allt er orðið breytt. Aður beit eiginlega ekkert á þau, þótt eitthvað misjafnt kæmi fyrir. Þau voru ung og ástfangin, og þau tóku ekki mark á þvi, þótt eitt- hvað gengi skrykkjótt þá og þá stundina, af þvi að þau væntu svo bjartrar og góðrar framtiðar. En nú orðið----Auðvitað voru þau ástfangin enn. Ef til vill var ást þeirra heitari og sterkari en nokkru sinni fyrr, en ljóminn var horfinn. Hvernig áttu þau að hlæja og vera bjartsýn, þegar hver nýr dagur færði þeim ekki annað en nýjar auðmýkingar og nýjan kviða um hag þeirra og af- komu? Þessu gæti nú öllu saman verið réttlátlegar fyrir komið! hugsar Pússer. Einmitt þegar hún hugsar þetta, heyrir hún hávært rifrildi niðri i garðinum Það er meistari Puttbreese, sem á þar orðastað við kvenmann, og Pússer finnst einhvern veginn hún kannast furðu vel við kvenmannsröddina. Nú kallar Puttbreese upp til hennar, að einhver vilji tala við hana. Pússer gengur út á loft- skörina og horfir niður. Fyrir neðan stigann stendur tengda- móðir hennar i nærskornu brúnu pilsi og jakka, með litinn, kank- vislegan hatt, sem hallast út i annan vangann yfir feitu, út- blásnu andlitinu. Hún sýnist vera i hinum mesta vigahug, svo að Pússer heilsar henni svo vin- gjarnlega sem hún getur og flýtir sér að segja henni að Hannes sé ekki heima. ,,,Er það kannske tilætlunin, að ég eigi að hima hérna niðri?” spyr tengdamóðirin, gröm i bragði, og enn gramari verður hún, þegar Pússer fer að gefa henni leiðbeiningar um uppgöng- una. ,,Er enginn annar uppgang- ur?” spyr hún. Og þegar Pússer hristir höfuðið, fnæsir hún háðs- lega og segir: ,,Nú fer ég að skilja það betur, hvers vegna þið laum- uðust burtu úr þessari indælu ibúð, sem ég lét ykkur hafa. Þið hafið vitað hvað við ykkur átti!” Pússer opnar dyrnar að stof- unni og segir, að ef Hannes hafi ekki aukavinnu i kvöld, geti hann verið kominn heim eftir kortér. Hún vill ekki láta á þvi bera, að HVELL i G þessi heimsókn hafi slæm áhrif á hana, þvi að hvers vegna ætti hún að vera hrædd við tengdamóður sina? En samt er hún það nú. „Viltu ekki fara úr?” spyr hún. Tengdamóðirin, frú Pinneberg, stendur i miðri stofunni og starir rannsóknaraugum á það lítið af húsgögnum, éem þar er inni. „Nei, þakka þér fyrir,” segir hún. „Eftir það„sem fyrir hefir komið á milli okkar, sé ég enga ástæðu til að haga mér eins og ég væri að koma i heimsókn til ykkar.” Sið- an horfir hún isköldum hneykslunaraugum á sofandi barnið og segir: „Nú, ég sé að þið eruð samt byrjuð á þvi, að pota börnum inn i heiminn! Maður skyldi ekki halda, að þið væruð nútimafólk! En þið skuluð bara fylla tylftina, ef þið hafið gaman af þvi!” Pússer réttir úr bakinu og kreppir hnefana. „Það er okkar einkamál, hvað mörg börn við eigum,” segir hún. „Við eigum hvort sem er að sjá fyrir þeim.” FrúMiaerekki við svona her- skáu svari búin. 1 bili litur hún út fyrir að ætla að breyta um hernaðaraðferð. „Æ, góða min, við skulum nú ekki fara að rifast,” segir hún, hlammar sér niður og hneppir jakkanum irá sér. „Ég er vön að segja það, sem mér býr i brjóti, og þvi býst ég við að halda áfram — Segðu mér nú alveg eins og er: Hvar er Jachmann?” Pússer getur ekki stillt sig um að hálf-brosa. Drottinn minn dýri, þetta var þá ástæðan til heimsóknarinnar. Já, gamall málsháttur segir, að lengi lifi i kolunum. Þegar öllu var á botn- inn hvolft. „Eg hefi ekki hug- mynd um hvar Jachmann er,” segir hún siðan. „Fyrir sjö - átta vikum var hann hérna, eina eða tvær nætur, en síðan höfum við hvorki séð hann né heyrt.” „Svo-o?” Frú Mia virðir hana fyrir sér frá hvirfli til ilja'með fyrirlitningaraugum. Þú ætlar þá að telja mér trú um að þið vitið ekki, hvar hann er nú niður kominn?” „Við höfum ekki hugmynd um það.” Frú Pinneberg, tengdamóður, verður allt i einu heitt, og fer alveg úr jakkanum. „Og hvað borgarhann ykkur svomikiðfyrir aö halda ykkur saman?” spyr hún hægt og rólega. Reiðin sýður i Pússer bæði yfir orðalaginu og hreimnum. „Svona spurningum svara ég ekki!” segir hún og gengur út að glugganum. Hún stendur þar og snýr baki að tengdamóður sinni lEftir og hlakkar til að Hannes komi heim. Henni finnst, að hún geti ekki sjálf rekið móður hans á dyr, en hún er viss um að hann muni gera það. A bak við hana kallar frú Mia skrækri röddu: „Ef ég sendi eftir lögreglunni, gæti ég trúað að það kæmi annað hljóð i trokkkinn. Þið vitið það alveg eins vel og ég, að Jachmann er falsspilari og fjár- glæframaður, og lögreglan hefir gefið út sakamannslýsingu af honum. Það liggur hegning við þvi að hýsa þess háttar fólk, —.þú veizl það kannski ekki heldur?” Og þegar Pússer svarar ekki, heldur hún áfram enn háværari og skrækari en fyrr: „Ja, hann hlýtur að vera djúpt sokkinn, þessi fyrirmyndar sonur sem á á, úr þvi að hann gerir sér að góöu, að svona persóna haldi við kon- una hans!” Það er alveg komið að Pússer, að reka það framan i tengda- móður sina, hvað sonur hennar hefir oröið að þola vegna ólifn- aðar móður hans með karl- mönnum af langtum lakara tagi, en hvers vegna ætti hún að fara að róta i þeim óþverra? Það er bezt að láta frú Miu um þetta allt saman. En frú Mia er allt i einu hjöðnuð niður eins og ýlubelgur, sem stungið hefur verið gat á. „Pússer!” segir hún i bænar- romi, „Pússer! Ef þú veizt það, þá segðu mér það. Ég grátbæni þig um það.” Hún teygir arm- leggina með leikrænum tilburð- um eftir bakinu á Pússer. Pússer veit ekki hvernig hún á að sannfæra hana, en hún snýr sér að henni og horfir fast i augun á henni. „Ég veit það ekki. Það er alveg satt að ég veit það ekki. Þær horfa lengi hvor á aðra. Svo stynur frú Mia þungun. „Jæja ég verð að trúa þér, en segðu mér eitt. Var hann ekki nemai tvær nætur hérna?” „Eftir þvi sem ég man bezt, var hann ekki hérna, nema eina nótt,” svarar Pússer. „Við höfúm haft svo margvislegar áhyggjur upp á siðkastið, að ég get ekki munað það, sem ekkert varðar okkur sjálf. „Hvað sagöi hann um mig? Þú hlytir þó að muna, ef hann hefði hellt sér út yfir mig.” „Ég held, að hann hafi ekki einu sinni nefnt þig á nafn — að minnsta kosti ekki svo að ég heyrði,” segir hún eftir augna- bliks umhugsun. „Já, einmitt.” Tengdamóðirin, frú Pinneberg horfir fram undar sér, og nú verður henni aftur litið á vögguna, þar sem barnið sefur. „Þetta er annars allra indælasti krakki. Er það drengur eða stúlka?” „Drengur,” segir Pússer og er hissa en ekki glöð yfir þessum áhuga, sem frú Mia fær allt i einu fyrir barninu. „Hann heitir Horst, en við köllum hann Dengsa.” Frú Mia litur upp frá vöggunni og skimar um alla stofuna. Það er eitthvert leitandi eirðarleysi i augnaráðinu, en allt i einu dvelja augu hennar við skápinn, þar sem koffort Jachmanns standa og 1508 Lárétt I) Dimmar.— 5) Reik,— 7) Kall,— 9) Ræktunarsvæði.— II) Snikjudýr.— 13) Kraftur,— 14) Stelpa,— 16) Eins.— 17) Tjón.— 19) Spila,— Lóðrétt 1) Virkjunarfljót. 2) Eins.— 3) Kukl.— 4)b Veiða.— 6) Lóðrétt 1) Brokka. — 2) NS,— 3) Als.— 4) Nóni,— 6) Trunta. — 8) Fór,— 10) Annir.— 12) Rass.— 15) MLI,— 18) Eg,— Fuglinn.- Skakkt.- Uppeldi.- 8) Blása,- 12) Há.— 18) Tónn.— 10) 15) Ráðning á gátu No. 1508 Lárétt 1) Banana,— 5) Sló.— 7) Of,— 9) Snar,— 11) Kór,— 13) Inu.-— 14) Kram.— 16) NN.— 17) Sleit.— 19) Ósigra.— Biddu vinur. Þú munt sjá nóg plútóniu til að veita nýlendum á Mars orku.^s,,); > 1 / \ >Það er rétt, um) jjrófessor en þaðerekki'^ ^3ér._ "mzik 7----------;--------------------^i Þessi ræningi skaut Jim. Við 1 R fe E K | Farinn...Xf jim er illa særður. Hann slapp i.Sjúkrabil,fljóttA Zokko. Þegar ég kom var byssa j Zokkis á gólfinu. Hvers . J- Bliliiliil Þriðjudagur 25. september 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl.7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigurður Gunnarsson les framhald „Sögunnar af Tóta” eftir Berit Brænne (12). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Við sjó- inn kl. 10.25: Sturlaugur Daðason verkfr. talar um lagfæringar i hraðfrystihús- um og athuganir á hafnar- sjó og vatni i hraðfrystiiðn- aði. Morgunpopp kl. 10.40: The Sweet leika og syngja. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plöturabb (endurt. þáttur G.J.) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Hin gullna framtið” eftir Þor- stein Stefánsson.Kristmann Guðmundsson les (7). 15.00 Miðdegistónleikar: Pianóleikur Vladimir Ashkenazý leikur Sinfónísk- ar etýöur op. 13 eftir Schu- mann og „Myndir á sýn- ingu” eftir Mússorgský. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphorniö. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfismál. Hrafn- kell Eiriksson fiskifræðing- ur talar um sjávarlif Breiðafjarðar. 19.50 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynn- ir. 20.50 tþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Trió i Es-dúr (K 498) eft- ir Mozart. Gervase de Peyer leikur á klarinettu, Cecil Aronowitz á viólu og Lamar Crowson á pianó. 21.30 Skúmaskot. Hrafn Gunnlaugsson sér um þátt- inn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir.. Eyjapist- ill. 22.35 Harmonikulög Arnt Haugen og félagar hans leika. 23.15 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MBiiiill Þriðjudagur 25. september 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Heima og heiman. Nýr, brezkur framhaldsmynda- flokkur. 1. þáttur. Svalir vindar. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Aðalpersónan er rúmlega fertug hús- móðir. Eiginmaður hennar hefur komið sér vel áfram i lifinu og er stöðugt önnum kafinn. Börnin fjögur eru að verða fullorðin, og samband þeirra við heimilið verður sifellt lauslegra. Húsmoður- hlutverkið verður æ ein- manalegra og loks ákveður hún að finna sér verkefni utan veggja heimilisins. 21.20 Hver á að ráða? Umræðuþáttur i sjónvarps- sal um nýja löggjöf varð- andi fóstureyðingar. Umræðum stýrir Eiður Guðnason. 22.00 iþróttir. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Dagskrárlok óákveðin. Auglýsicf i Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.