Tíminn - 25.09.1973, Síða 16
16
TÍMINN
Þriöjudagur 25. september 1973
Kjærbo harður af sér að
vanda
borbjörn Kjærbo sýndi enn einu
sinni sitt mikla keppnisskap, er
hann sigraði i Meistarakeppni Fí
i golfi, sem fram fór á Grafar-
holtsvelli um helgina. t þessari
keppni tóku eingöngu þátt þeir
kylfingar, sem hlotið hafa
meistaratitla á undanförnum
árum, og mættu 13 þeirra i þetta
sinn.
A laugardagsmorgun hófst
keppnin með 18 holu höggleik.
Þeir, sem skipuðu 8 fyrstu sætin i
þeirri keppni, unnu sér þar með
rétt til þátttöku i A-riðli mótsins,
en hinir urðu að leika i B-riðli. 1
þessum undanúrslitum kom fátt á
óvart, nema þá helzt það, að
Einar Guðnason, GR, lék 18
holurnará 89höggum og lenti þvi
i B-riðli.
Annars urðu úrslit þessi:
Þorbjörn Kjærbo, GS 76
Hans ísebarn, GR
Ragnar Ólafsson, GR
Gunnlaugur Ragnarssson, GR 80
Július R. Júliusson, GK 80
Björgvin Þorsteinsson, GA 81
Pötur Antonsson, GS, 81
Gunnar bórðarson, GA 82
Ólafur Bjarki, GR 83
Atli Aðalsteinsson, GV 86
Jóhann Ó. Guðmundsson, GR 88
Einar Guðnason, GR 89
Viðar Þorsteinsson, GR 91
Strax á eftir hófst holukeppni i
báöum riðlunum. Þar lék einn á
móti einum, og féil sá úr leik,
sem tapaði. 1 fyrstu umf. urðu
úrslit þessi i A-riðli:
Július R. sigraði Hans tsebarn
2:1, Ragnar ólafsson sigraði
Pétur Antonsson 4:3, Gunnlaugur
Ragnarsson sigraði Gunnar
Þórðarson 5:3 og Þorbjörn
Kjærbo sigraði tslands-
meistarann i ár, Björgvin Þor-
steinsson, 2:0.
t undanúrslitum lék Július R.
við Ragnar Ólafsson, og sigraði
Július 2:1, og Þorbjörn sigraði
Gunniaug Ragnarsson 3:2. Úrslit-
in urðu þvi á milli Þorbjarnar og
Júliusar, og lauk þeirri keppni
með sigri Þorbjarnar 5:3.
Bæði úrslitin og undanúrslitin
voru leikin i vitlausa veðrinu á
sunnudag og þá fór einnig fram
keppni i B-riðli. Þar urðu nokkur
forföll, en úrslitin i þessum riðli
voru á milli Einars Guðnasonar
og Jóhanns Ó. Guðmundssonar,
og lauk þeirri keppni með sigri
Einars.
Hart barizt um veizluna
á Hótel Esju
Keppni um Veitingabikarinn
hjá Golfklúbbi Ness fór fram i
fallegu veðri á laugardaginn.
Keppendur voru um 40 talsins, og
háðu þeir harða keppni um 1.
verðlaunin, sem hljóðuðu m.a.
upp á matarboð að Hótel Esju.
Úrslit urðu þau, að Þórður As-
geirsson, fyrrum landsliðsmark-
vörður i knattspyrnu og leik-
maður með Þrótti, sigraði. Hann
lék á 70 höggum nettó (44:50^-24
= 70) 1 næstu sætum voru Sverrir
Guðmundsson, Kjartan L. Páls-
son og Jón Ólafsson, sem voru
allir á 71 höggi nettó.
Beztan 18 holu hring hafði
Loftur ólafsson, en hann hefur
sjaldan mikla möguleika á að
vinna sér inn verðlaun i for-
gjafarkeppni, þar sem hans for-
gjöf er ekki nema þrir.
Enska knattspyrnan:
BAKVERÐIRNIR SKORUÐU ÞRJÚ
MÖRK FYRIR LIVERPOOL
Heppnin var með Liverpool gegn Tottenha
stigi —Stórsigur Derby gegn Dýrlingunum
AllORFENDURNIR á Anfield
Itoad i Liverpool stóðu á öndinni á
75. minútu leiks Liverpool og
Tottenham, þegar vitaspyrna var
dæmd á Tottenham, sem hafði þá
yfir, 2:1. Menn mundu svo
sannarlega eftir Pat Jennings,
hinum snjalla markverði Totten-
ham, en hann varði tvær vita-
spyrnur sl. keppnistimabil á An-
ANÚIS
7helsea.
LKE...skoraði tvö mörk fyrir Manchester City gegn
lega vel yfir 50 menn hafa leikið á
Grafarholtsvellinum þennan dag.
Þar fór þá m.a. fram keppni
milli Loftleiða, Flugfélags ís-
lands og BP. Keppnin var anzi
hörð til að byrja með, eða þar til
þrir Loftleiðamenn gáfust upp
vegna verðurs, en þar með
misstu Loftleiðir svo margamenn
úr liði sinu, að ekki var liægt að
telja höggin nema hjá hinum, en
þarna voru 9 beztu skor hjá
hverju firma tekin.
Úrslitin urðu þau, að BP sigraði
á samtals 928 höggum, en Flug-
félagið var á 935 höggum.
Þetta er 7. árið I röð, sem golf-
keppni á milli þessara fyrirtækja
fer fram, en aldrei fyrr hefur hún
verið i veðri sem þessu.
BP sigraði i keppni
þeirra stóru
1 ofsaveðrinu á sunnudaginn,
þegar varla nokkur heilvita
maður treysti sér út úr húsi létu
golfarar sig hafa það að fara út og
leika nokkrar holur. Að visu voru
þaö ekki margir, en þó munu lik-
Þjónarnir slógu um sig
t siðustu viku fór fram mikið
golfmót á velli Golfklúbbs Ness á
Seltjarnarnesi. Þar áttust við
starfsmenn i veitingahúsum
borgarinnar — flest allt þjónar,
en þó fékk einn og einn útkastari
að fljóta með.
Úrslit i þessu móti urðu þau.að
Sveinn Sveinsson, Hótel Sögu,
sigraði. Annar varð Ómar Halls-
son, Glæsibæ, en þetta var þá i
annað sinn, sem hann kom á golf-
völl. Þriðji varð svo Gunnar
Kvaran, Röðli, sem einnig fékk
aukaverðlaun fyrir að vera næst
holu i einu höggi á 6. braut. Hann
var rúmlega niu metra frá — i
sandgryfju — en það nægði hon-
um samt, þvi hinir 20 keppend-
urnir náði heldur ekki inn á
flötina i fyrsta höggi.
Siðasta opna mótið i ár
Siðasta opna golfmótið hér á
landi á þess ári fer fram á
Jaðarsvellinum á Akureyri um
næstu helgi. Þetta mót er Flug-
félagskeppni GA, sem er 36 holu
keppni, og verða veitt verðlaun,
bæði með og án forgjafar.
Vitað er um nokkra sunnan-
menn, sem ætla að taka þátt i
þessu móti, en annars má búast
við allgóðri þátttöku, þvi Jaðars-
völlurinn mun vera i mjög góðu
ástandi um þessar mundir, og
hann er alltaf skemmtilegur
viðureignar, hvernig sem viðrar.
m — Leeds tapaði
field i sama leiknum. Það var
„þr u m ubombar in n ” Emlyn
Hughes, sem stillti knettinum upp
og spyrnti að marki — knötturinn
stefndi I netið, en á síðustu stundu
kastaði Jennings sér og varði
glæsilega. Leikmenn Tottenham
og áhangendur liðsins fögnuðu
geysilega, en sá fögnuður stóð
ekki lengi, þvi að dómarinn lét
endurtaka spyrnuna — taldi að
Jennings hefði hreyft sig.
Alec Lindsay endurtók spyrn-
una og skoraði örugglega jöfn-
unarmark Liverpool. Sigurmark
Liverpool kom siðan rétt fyrir
ieikslok frá Chris Lawler, sem
skoraði einnig fyrsta mark Liver-
pool. Það voru þvi bakverðir
Liverpool, sem skoruðu öll mörk
liðsins. Mörk Tottenham skoruðu
þeir Martin Peters og Martin
Chivers.
Úrslitin i ensku 1. deildinni urðu
þessi á laugardaginn:
1. deild
Arsenal—Stoke
Coventry—Newcastle
Derby—Southampton
Ipswich—Burnley
Leeds—Manch. Utd.
Liverpool—Tottenham
Manch. City—Chelsea
QPR—Birmingham
Sheff. Utd —Norwich
West Ham—Leicester
Wolves—Everton
2-1
2-2
6-2
3-2
0-0
3-2
3-2
2-2
1-0
1-1
1-1
Skozki landsliðsmiðvörðurinn
Jim Holton átti snilldarleik með
Manchester United gegn Leeds á
laugardaginn, þegar United varð
fyrsta liðið til að hirða stig af hinu
sterka Leeds-liði á keppnistima-
bilinu. United-liðið lék mjög
sterkan sóknarleik og tókst að
halda hinum snjöllu sóknarleik-
mönnum Leeds niðri, og lauk
leiknum með markalausu jafn-
tefli.
Það var ekki markalaus leikur
há Derby og Southampton. Þar
fengu áhorfendur að sjá átta
mörk. Derby-liðið, sem er liklegt
til að veita Leeds harða keppni
um Englandsmeistaratitilinn,
vann stórsigur gegn Dýrlingun-
um. Sex sinnum sendu leikmenn
Derby knöttinn i netið. Drýgstur
við það var landsliðsmaðurinn
Kevin Hector, sem skoraði þrjú
mörk. Hin mörkin skoruðu þeir
Roger Davies, tvö, og Alan Hin-
ton, eitt. Fyrir Dýrlingana skor-
aði O. Neill bæði.
Lundúnaliðið Arsenal er nú að
ná sér eftir slæma byrjun, liðið
vann sinn þriðja leik i röð á
heimavelli sinum gegn Stoke. Al-
an Ball skoraði sigurmark liðsins
við geysiiégan fögnuð áhorfenda.
Fyrst skoraði John Radford fyrir
Arsenal, en fyrirliði Stoke,
Jimmy Greenhoff, jafnaði.
Burnley tapaði sinum fyrsta
leik á laugardaginn, þegar liðið
heimsótti Ipswich. Ahorfendur
könnuðust nú loksins við leik-
menn Ipswich-liðsins, sem léku
mjög vel gegn hinu skemmtilega
Burnley-liði. Bryan Hamilton
kom heimamönnum á bragðið
með tveimur laglegum mörkum.
Leigton James minnkaði muninn
i 2:1, en Harper kom heimamönn-
um i 3:1. Collins átti lokaorðið i
leiknum og minnkaöi muninn i
3:2.
Derek Dougan skoraði jöfn-
Úrslita-
leiknum
frestað
Úrslitaleiknum i 3. deild i knatt-
spyrnu á milli Reynis frá Sand-
gerði og Isafjaröar, sem átti að
fara fram í gærkveldi á Mela-
vellinum var frestaö vegna
veðurs.
Tilraun verður gerð til að láta
leikinn fara fram I dag kl. 15,00 á
sama stað ef veður verður gott.
CIIRIS LAWLER...skoraði sigur-
mark Liverpool.
unarmark úlfanna gegn Everton.
Úlfarnir eru ekki i essinu slnu
þessa dagana, liðið er nú I þriðja
neðsta sæti i 1. deildinni. Það var
ekki fyrr en að Joe Royle, há-
vaxni miðherjinn hjá Everton,
skoraði, að úlfarnir fóru að átta
sig á hlutunum.
Mikil stemmning var á áhorf-
endapöllunum, þegar Manchester
City og Chelsea mættust. Ahorf-
endur fengu að sjá fimm mörk
skoruð á aðeins tólf mlnútum.
Þau komu I siðari hálfleik, þegar
Towers og Lee komu City 2:0. yf-
ir. Síðan skoraði Tommy Baldvin
fyrir Chelsea. Lee bætti þriðja
marki City við úr vltaspyrnu, en
Baldvin minnkaði muninn I 2:1.
Frank Worthington kom i veg
fyrir að West Ham ynni sinn
fyrsta leik i ensku 1. deildinni,
þegar hann jafnaði 1:1 eftir
varnarmistök Tommy Taylors,
miðvarðar Lundúnaliðsins.
„Pop” Robson skoraði mark
West Ham.
Queens Park Rangers gerði
fimmta jafnteflið, þegar liðið lék
gegn Birmingham. Mörk liðsins
skoruðu þeir Stan Bowles og Rog-
er Hynd (sjálfsmark). Fyrir
Birmingham skoruðu þeir Burns
og Latchford.
Coventry og Newcastle gerðu
jafntefli, 2:2, I skemmtilegum
leik. John Tudor og MacDonald
skoruðu fyrir Newcastle, en
Alderson og Stein fyrir heima-
menn.
Úrslitleikjanna i ensku 2. deild-
inni voru þessi:
2. deild
AstonVilla—Orient 2-2
Blackpool—Middlesbro 0-0
BristolCity—Sheff. Wed 2-0
Carlisle—Oxford 2-1
C. Palace—Cardiff 3-3
Hull City-WBA 0-0
Nottm. For,—Preston 1-1
Portsmouth—Notts. C. 1-2
Sunderland—Luton 0-1
Swindon—Millvall 1-3
...Þátttöku islenzkra
knattspyrnuiiða I
Evrópukeppnunum i
knattspyrnu fer
nú senn að ljúka....