Tíminn - 25.09.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.09.1973, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 25. september 1973 TÍMINN 19 Mót, sem slegin höföu verið upp fyrir veggjum á Vesturbergi i Breiðholtshverfi. 0 litlu muna meö einn trillubát. Engin meiðsli urðu á fólki. Þakplötur fuku mikið af húsum á Bfldudal og hjallur og fjárhús i grennd viö þorpið fuku. Engin meiðsli munu hafa orðið þarna um slóðir, en ein trilla sökk. Óverulegt tjón á Patreksfirði Að sögn fréttaritara blaðsins á Patreksfirði var þar einna hvassast um kl. 6-7 á mánudags- morgun, en þá var ofsaveður. — Ekki munu hafa oröið neinar teljandi skemmdir á plássinu. Þó brotnuðu hér giröingar, og einhverjar smáskemmdir uðru á gróðri i görðum. Uppstillingar aö nýjum húsum skekktust, og fauk eitthvaö af timbri úr þeim. Mér er kunnugt um, aö rúður í tveim húsum brotnuðu og brak fauk hér á einn bil, er skemmdist nokkuð. Annað heldég.aöhafi ekki orðið til tjóns hér, ekkert sem orð er á gerandi. — Ég veit ekki til, að neinar verulegar skemmdir hafi orðið hér i nærsveitum. En hins vegar frétti ég, að gömul litil timbur- hlaöa hefði fokiö um á bænum Hóli í Tálknafirði. Hlaðan var tóm, enda bærinn i eyöi, sagði Svavar Jóhannsson á Patreks- firði að lokum. Börn komust ekki i skóla vegna veðurs. Börnin af Skarösströnd komust ekki i skólann I morgun vegna veðurs, sagði Einar Kristjánsson Laugum i Dölum i gær. Hér var óhemjuhvasst um kvöldið, þvi aö óveörið var dálitiö seinna á feröinni hér en syöra. 1 Suður- dölum, einkanlega Hörðudal, fauk mikiö af uppbornu heyi. Annaö tjón er mér ekki kunnugt um, en hins vegar eru ef til vill ekki öll kurl komin til grafar, þvi að slminn er viða bilaður, svo viða að höfum við engar fréttir ' haft. Lítið tjón i Grindavík Engar skemmtir urðu aö ráði i Grindavik i veörinu, móta- uppsláttur fauk á einum stað, og skúr fauk á bil og skemmdi hann. Mjög flóöhátt var um nótt- ina, og gekk sjór yfir allar bryggjur að venju, en ekkert var að bátum i höfninni, enda menn I þeim öllum. Þó voru þar ein 8 vindstig og sýnt aö huga þyrfti að bátum- á flóðinu um fimmleytið. „Hefði orðið ógurlegt tjón..” — Þetta var alveg voöalegt veöur, eitthvað það álversta sem menn muna, sagði fréttaritari blaðsins i Þorlákshöfn, Benedikt Thorarensen. — Þetta var öðruvisi, en óveðrið 1 fyrra. Það fylgdi þessu voöaleg flóðfylla. Þótt vindáttin væri suðaustlæg, varsjórinnsuölægur.Það kemur heim og saman við skemmdirnar i Sandgerði er liggur svona sunnarlega á skaganum, en þó urðu svo miklar skemmdir þar. Fyllingin var sem sagt að sunnan. — Veðurhæðin var hér mest um tvöleytið, þótt hún héldist slæm alveg fram á flóöið um fjögur- leytið, en þá var háflæði. Menn voru að baksa við bátana alla nóttina, og tókst að verja þá skemmdum, aö öðru leyti en þvi, að það slógust saman afturstefni á tveim bátum og dælduðust, en það var ekki stórvægilegt. Aörar skemmdir uröu ekki á bátum, að heitiö getur.þar sem við vorum svo heppnir að aðeins 8 stórir bátar voru i höfninni, og auk þess ein litil trilla. Þetta er auðvitaö ekki nema þriðjungur af þeim bátaflota, sem hér hefur verið að undanförnu. Þaö hefði orðið ógur legt tjón, ef hér hefðu verið 20-30 bátar i höfninni, sagöi Benedikt. Af skemmdum uppi i þorpinu kvaö Benedikt það helzt að segja.að þak kaupfélagsútibúsins fauk af. Þetta er einnar hæöar hús með steyptu þaki, en ofan á þvi skáhallt timburþak, og þaö fauk. Lyftist það af á stórum kafla og fauk eina 60-80 metra, en olli hins vegar engum skemmdum. Annars sagði Benedikt, að furðu- litið tjón virtist hafa orðið á ibúðarhúsum. Einhver rúðubrot urðu þó, bifreiðaskemmdir engar né slys á fólki. Óvenju flóðhátt, geysi- legt brim — Það var alltr á hvolfi hérna, sagði fréttaritari blaðsins á Eyrarbakka, Hjörtur L. Jónsson — Þaö fuku þök af a.m.k. tveim Ibúöarhúsum að hluta. Nú, sjó- gangur var geysilegur, brimið gekk alveg upp á götu og skolaði upp grjóti, spýtnadrasli og öðru. Þá fauk þak af gamalli heyhlöðu, og ýmislegt annaö færðist úr lagi. En engin meiðsli uröu, svo örugglega sé vitaö. Að sögn Hjartar sluppu bátarnir I höfninni alveg viö skemmdir, en vakað var yfir þeim alla mánudagsnóttina. Sagði hann, að óvenju flóðhátt heföi verið um nóttina. Um samanburð kvað Hjörtur óveörið I desember i fyrra hafa veriö svipað þessu. Óverulegar skemmdir uröu á Stokkseyri. Bátarnir sluppu alveg viö skemmdir. Eitthvað var um að plötur losnuðu af þökum og fykju, eins og i flestum plássum meira og minna á Suðvestur- og Vesturlandi og Vestfjörðum þessa „vindháu” nótt. Meiðsli urðu engin Rafmagnið fór af ein- hvern tima um nóttina, en kom aftur á um tvö-leytiö i gærdagað sögn fréttaritara, Harðar Sigur- grimssonar. Geysilegt brim var orðiö úti fyrir Eyrarbakka um sex-leytið I gærkvöldi, ekki minna en á mánudagsnóttina, að sögn manna þar eystra. Mikið tjón i ölfusi Fréttaritari blaðsins, Páll Þorláksson, Sandhóli i ölfusi, tjáði okkur, að miklir skaöar hefðu oröiö þar um slóöir á mánudagsnótt. Viða mátti t.d. sjá rándýra heyhleðsluvagna á hlið- inni við bæi, sem og önnur hey- vinnutæki. Þá fór grænfóörið illa I veörinu. Þakplötur fuku viöa af húsum. Mest brögð urðu aö þvi á Litla-Landi I Olfusi, en þar fuku plötur af fjárhúsi og hlööu og i Akurgeröi, þar sem þakiö á fjós- inu fór af I heilu lagi og brotnaöi I spón, er niður kom. Þakplöturnar fuku af hlöðu á bænum Völlum og af fjósi á Egilsstöðum og Kot- strönd. — Tjón það, er orðið hefur hér á bæjum I óveðrinu núna, og eins 22. desember á siðastliðnu ári, er gifurlegt, sagði Páll. Hlaða fauk af Litlu- Reykjum Varla nokkrar skemmdir, svo heitiö geti, urðu á Selfossi i of- viðrinu, sagði Hjalti Þóröarson, fréttaritari biaðsins þar. Eitthvaö lauslegt fauk þó, og tvær rúöur brotnuðu i mjólkurbúinu Hins vegar fréttum viö, aö fokið hefði hlaða að Litlu-Reykjum I Hraungeröishreppi. Var hlaða þessi úr timbri, viðbygging við gamla hlöðu. Var rétt búiö að ljúka henni, en hún fauk alveg um koll Eitthvað var um að þakplöt- ur fykju af útihúsum á bæ og bæ i Hraungeröishreppi. Allt fauk sem fokið gat — Hér fauk allt sem fokið gat að segja má, sagði Eggert ó. Sigurðsson I Smáratúni i Fljóts- hliðarhreppi, en samt varð tjónið vonum minna, þvi að veðriö var óskaplegt, og ég man ekki eftir öðru eins. Hér fór þak af hlöðu og stafn úr annarri. Til marks um ofsann get ég sagt frá þvi, að hér á túninu lá 300-400 kg þung járn- hurö, og hana tók á loft og hún barst eina fimmtiu metra. Ég heföi ekki trúað þessu, ef ég hefði ekki sjálfur séð verksummerkin. Það hefur auðvitaö hlotizt tölu- vert tjón af þessu, þótt þaö heföi getað verið meira, og vitaskuld tefur þetta mann, en ég er samt hvergi banginn, sagöi Eggert að lokum. Man ekki eftir öðru eins — Ég man ekki eftir öðru eins veðir, sagði Jónheiður Gunnars- dóttir I Kirkjulækjarkoti I Fljóts hlíöarhreppi, ég hef þó búiö hér i þrjátiu ár. Það hrikti I öllu svo aö maður gat varla sofiö, og rúmiö hristist allt. Sérstaklega varð ofs- inn' i veörinu mikill undir miðnættið, en samt sofnaði mað- ur nú aö lokum og svaf vært úr þvi. Hér að Kirkjulækjarkoti tók járn af hlöðu og fjósi i eign sambýlismanns okkar, og sjá má að viöar i sveitinni hefur orðið tjón af völdum veöursins. Hjólhýsi valt undir Eyjafjöllum — Viö sáum bil meö hjólhýsi aftan I sér fara hér hjá á sunnu- daginn, sagði Sigriður Jónsdóttir, húsfreyja I Hvammi undir Eyja- fjöllum. Litlu seinna kom maöur héðan úr sveitinni, Guömundur Guðmundsson á Núpi, þar að hér rétt fyrir utan þar sem hjólhýsiö lá oltiö á veginum. Þarna voru á ferð tvenn hjón úr Reykjavik og Kópavogi, Ólafur Pétursson og Kjartan Guðmunds- son og konur þeirra, og höfðu ver- ið að koma austan frá Kirkju- bæjarklaustri. Þeim var komið hingaö til okkar, og ég vona, að þau hafi átt sæmilega nótt hjá okkur. Þau fóru siðan áfram suð- ur, en hjólhýsið er hér hjá okkur, mikið skaddað. Annars er það að segja, bætti Sigriður viö, að hér var aftaka- veður. En ég veit samt ekki til þess, að neinar skemmdir hafi orðið I sveitinni. Við erum vön miklum veðrum, og hér er yfir- leitt rammbyggilega frá öllu gengið. Hvolsvöllur — Þaö var mjög hvasst hér á Hvolsvelii, sagði Pálmi Eyjólfs- son fréttaritari, en um hálftólf keyrði um þverbak, og úr þvi var ekki hægt að kalla þetta annað en aftakaveöur. Um fimmleytið fór svo að sljákka i veðrinu. Þá haföi oröið töluvert tjón hér i kauptún- inu, rúður brotnuðu, sjónvarps- loftnet fuku og tré brotnuöu. Á Hvolsvelli er verið að byggja mikið af húsum, og þau urðu mörg fyrir skemmdum, járn tók af þökum og steypumót skekkt- ust. Þá er kunnugt um tjón viða á bæjum hér i grennd, ekki sizt undir Eyjafjöllum, enda verður veðurharka mikil á þeim slóðum. Rafmagn fór i Fljótshlfö og Landeyjum, og siminn er viöa I ólagi. Menn sem voru á ferö i nótt sögðu mér, að varla hefði verið hægt aö hemja bila á vegunum vegna veðurofsa. Til marks um veðurhæðina undir Eyjafjöllum má nefna aö i Hvammi tókst einnar smálestar þungur heyvagn á loft og hafnaði á hlööuþakinu, sem er fjögurra metra hátt. Vélbindingin bjargaði heyinu — Þetta var geysimikið veður, sagði Sæmundur Olfarsson á Heylæk i Fljótshliðarhreppi. Hér fauk hálft þak af hlöðu, og mikið hefur fokið annars staðar i hreppnum. Aö Smáratúni tók þakið af gömlu ibúðarhúsi og veggirnir hrundu. Sem betur fer bjó enginn I þessu húsi. Aö Hallgeirsstöðum fauk traktor ofan I skurö, og á Breiðabólsstaö tók þakið af gömlu fjósi. Víða fuku plötur, og heyvögnum hvolfdi og fleira gerðist af þvi tagi. Þá fuk fjárhús og hlaða að Kirkjulæk. Það er óhætt aö segja þaö að vélbindingin, sem nú er al- mennt tiðkuð, hefur foröaö þvi,að stórtjón yrði á heyjum. Ekkert ofsaveður á Klaustri — Það var nú ekkert ofsaveður hérna á Kirkjubæjarklaustri, þótt útvarpið léti i það skina, sagði Einar Valdimarsson fréttaritari. Og héðan aö austan er fátt tiöinda umfram það, að bruni varö niðri i Landeyjum, en þar brann hlaða aö Kotströnd. Talið er ,aö kviknað hafi I vegna þess, að hitnað hafi i heyinu vegna bilunar á súgþurrkunarkefi. Það var vont aö eiga við þetta vegna veðurs, þvi að niðri i Landeyjum var all- mikiu hvassara en hér efra, en þó mun hafa tekizt að bjarga miklu af heyjum, þvi aö við eigum hér nýlegan slökkvibil. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins Mmifsm Námskeið i stjórnun og áætlanagerð Húsnæðismálastofnun rikisins, Iðnþróun- arstofnun íslands og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hafa, i samvinnu við Fjórðungssamband Vestfirðinga, ákveðið að gangast fyrir námskeiði á ísafirði, i stjórnun og áætlanagerð fyrir verktaka og framkvæmdaaðila i byggingariðnaði. Tilgangurinn með þessu námskeiði er að gefa framkvæmdaaðilum og verktökum kost á stuttu en yfirgripsmiklu og sér- hæfðu námskeiði um það, hvernig megi skipuleggja verk i byggingariðnaði, með það fyrir augum, að nýta sem best fjár- magn, vinnuafl o.fl. þætti, sem máli skipta. Þá verða kynntar reglugerðir Húsnæðis- málastofnunar rikisins og kröfur þær, sem stofnunin mun i framtiðinni gera til þeirra er fá fyrirgreiðslu hjá henni. Námskeiðið verður haldið á ísafirði dag- ana 5. og 6. október n.k. Nánari upplýsingar verða gefnar i sima 91-22453, Húsnæðismálastofnun rikisins,og hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, simi 3170, ísafirði. Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig i framangreindum simanúmerum fyrir 30. september. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RIKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.