Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR DAGURINN Í DAG BJARTVIÐRI VÍÐA Í DAG OG HÆGUR VINDUR Fremur svalt en fer hlýnandi með vaxandi vindi seint í kvöld. Sjá bls. 6. 23. september 2004 – 260. tölublað – 4. árgangur ● ferðir ● tíska ● heimili Horfir á hafmeyjar á hverjum degi Inga Björg Stefánsdóttir: ● vilja ekki rótara Halda á sínum eigin græjum The Shins: ▲ SÍÐA 42 ÞREFÖLD KOSTNAÐARAUKNING Útgjöld umhverfisráðuneytis þrefölduðust í tíð Sivjar Friðleifsdóttur. Útgjöld utanríkisráðu- neytisins tvöfölduðust í tíð Halldórs Ásgríms- sonar, en forsætisráðuneytið dróst saman undir stjórn Davíðs Oddssonar. Sjá síðu 4 FLEIRI ÁREKSTRAR Árekstrum hefur fjölgað eftir breytingar sem gerðar voru á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar í fyrra. Færri virðast þó slasast nú en áður. Langflestir slasast í aftanákeyrsl- um. Sjá síðu 6 STIMPILGJÖLD Í SÉRFLOKKI Sam- tök atvinnulífsins hafa látið kanna stimpil- gjöld í nágrannalöndum okkar. Íslendingar eru í sérflokki þegar litið er til þessa skatts, sem bitnar á einstaklingum og smærri fyrir- tækjum. Sjá síðu 8 TRAUSTIÐ KANNAÐ Lítið samhengi virðist milli trausts á forystumönnum og fylgis stjórmálaflokkanna í nýjustu skoðana- könnun Fréttablaðsins. Fólk treystir einum en kýs svo einhvern allt annan. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 36 Sjónvarp 48 12-24 ára Me›allestur 51% 28% Fréttablaðið Morgunblaðið Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups ágúst '04 VEÐRIÐ Í DAG STJÓRNMÁL Einkavæðingarnefnd ákvað í gær að auglýsa eftir fyrir- tæki til þess að verða nefndinni til aðstoðar við undirbúning á einka- væðingu Símans. Auglýst verður bæði innanlands og erlendis og er gert ráð fyrir að tilboð um þátt- töku í ráðgjöfinni þurfi að berast fyrir 25. október. Jón Sveinsson tók í gær við for- mennsku í nefndinni. Hann segir að nú sé salan á Símanum komin í farveg og því megi búast við því að undirbúningi ljúki á þessu ári. Hann gerir ráð fyrir að Síminn verði ekki seldur í einu lagi held- ur fari einkavæðingin fram í nokkrum þrepum. Hann vill ekki gefa út tímaramma í þessu sam- hengi en segir að gera megi ráð fyrir að fyrstu áfangar sölunnar geti átt sér stað fljótlega upp úr áramótum. Einkavæðingarnefnd hefur lát- ið vinna verðmat á Símanum en niðurstöður þess eru ekki gerðar opinberar. Á markaði virðast aðil- ar telja að verðið muni liggja á bil- inu fjörutíu til fimmtíu milljarðar króna. Verðmat á Símanum mun þó að einhverju leyti ráðast af því hvort kvaðir verða á sölunni og að hversu miklu leyti kjölfestufjár- festar fá frjálsar hendur til að vinna að hagræðingu. Sjá síðu 32 Bíllausi dagurinn: Nær engin þátttaka UMFERÐ Borgarbúar virtust láta sig litlu skipta að í gær hafi verið auglýstur bíllaus dagur og sér- staklega hvatt til notkunar stræt- isvagna. „Nei, ekki get ég sagt að við höfum haft áþreifanlegt veður af neinni breytingu,“ sagði varð- stjóri lögreglunnar í Reykjavík, þegar hann var inntur eftir því hvort umferð hefði verið minni í borginni. Þá var ekki að merkja að umferð gengi betur en aðra daga því töluvert var um smávægileg umferðaróhöpp. Ein tíu slík urðu á bilinu frá klukkan þrjú til sjö síðdegis. „Þetta hefur gengið vel hvað það varðar að við höfum verið að sjá töluvert fleira fólk ferðast með okkur í strætó,“ sagði Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Hann sagði það þó vera ákveðin vonbrigði hvað umferðin virtist hafa minnkað lítið. ■ LAUNANEFND SVEITARFÉLAGANNA Fundar með kennurum í dag hjá ríkissátta- semjara. Mikið ber í milli. Fundað hjá ríkissáttasemjara: Fyrsti fund- ur í verkfalli VERKFALL Forsvarsmenn kennara og sveitarfélaganna funda í dag hjá ríkissáttasemjara. Fundurinn hefst klukkan níu. Samninganefnd kennara lagði fram tilboð til launanefndar sveit- arfélaganna 16. september sem hljóðaði upp á 34,4% hækkun launagjalda samkvæmt útreikn- ingum kennara. Launanefndin hafnaði því. Með sínum útreikn- ingum taldi hún kostnaðinn nema um 42,4%. Launanefndin stóð við tilboð sitt um 18,6% hækkun launakostnaðar. Launanefnd sveitarfélaganna lagði á fundi þann 19. september fram tillögur að helstu þáttum kjarasamningsins sem kennarar hafa ekki svarað, samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. ■ HREINT EKKI BÍLLAUST Það var nóg af bílum á Miklubrautinni kl. 16.45 í gær, en dagurinn var auglýstur bíllaus og hvatt var til notkun- ar á almenningssamgöngum. Viðbrögðin voru lítil sem engin. Var umferðin raunar svo mikil í gær að nánast gönguhraði var á bílunum alla leið niður að Þjóðminjasafni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Stærsta fíkniefna- mál seinni ára Sex Íslendingar hafa verið handteknir og fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Mikið magn af amfetamíni, kókaíni og LSD fannst í þremur sendingum frá Hollandi. FÍKNIEFNI Sex Íslendingar hafa verið handteknir og sitja fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsókn- ar á umfangsmesta fíkniefnamáli síðustu ára. Ásgeir Karlsson, yfir- maður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, vill á þessu stigi ekki gefa upp heildarmagn fíkniefn- anna en efnin fundust í þremur sendingum sem allar komu frá Hollandi. Upphaf málsins var þegar tæp- lega þrjú kíló af amfetamíni og nokkurt magn af kókaíni fundust um borð í Dettifossi, skipi Eim- skipafélagsins, í mars. Í fram- haldinu hófu lögreglan og toll- gæslan í Reykjavík rannsókn sem leiddi til þess að tekið var mikið magn af amfetamíni sem fannst í vörusendingu í einu skipa Eim- skips í júlí. „Við greinum ekki frá því að svo komnu hversu mikið magnið er en það er verulegt. Með því mesta sem þekkst hefur,“ segir Ásgeir Karlsson. Fyrir rúmri viku fundust síðan tvö þúsund skammtar af LSD í póst- sendingu. Vestmannaeyingur um þrítugt var handtekinn á föstudag vegna LSD-sendingarinnar. Sama dag var Íslendingur sem dvalið hefur í Hollandi um nokkurra vikna skeið handtekinn í tengslum við amfetamínið sem fannst í júlí og LSD-sendinguna. Að auki voru þrír handteknir hér á landi á föstudag. Annar Íslendingur er búsettur þar sem maðurinn dvaldi í Hollandi. Við húsleit á mánudag var sá handtekinn en í íbúðinni fannst rúmt kíló af kóka- íni og kannabisplöntur í ræktun. Þeir sem hafa verið handteknir eru fimm karlmenn og ein kona, öll á fertugsaldri. Konan og þrír mannanna voru handtekin á Ís- landi. Þau hafa öll verið úrskurð- uð í gæsluvarðhald, þrjú í þrjár vikur og einn í tvær vikur. Menn- irnir sem handteknir voru í Hollandi eru í haldi lögreglunnar en þar í landi getur lögreglan haldið fólki lengur án gæsluvarð- haldsúrskurðs. Fáist úrskurður um gæsluvarðhald munu yfirvöld hér á landi fara fram á að menn- irnir verði framseldir. hrs@frettabladid.is Jón Sveinsson tekur við formennsku í einkavæðingarnefnd: Auglýst eftir ráðgjafa við sölu á Símanum HUGMYNDASAMKEPPNI Páll Skúlason háskólarektor afhendir verðlaun fyrir samkeppnina Uppúr Skúffunum 2003 við hátíðlega athöfn klukkan þrjú í dag í Tæknigarði Háskóla Íslands við Dunhaga í Reykjavík. Er þetta í sjötta sinn sem samkeppnin er haldin. Fimm hug- myndir bárust og valdi dómnefnd þrjár til verðlauna. 01 22.9.2004 22:25 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.