Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 12
12 23. september 2004 FIMMTUDAGUR SPILLINGU MÓTMÆLT Þúsundir stjórnarandstæðinga mótmæltu stjórn Khaleda Zias, forsætisráðherra Bangladess. Stjórnarandstæðingar hafa beitt verkföllum og mótmælagöngum í baráttu sinni gegn stjórnvöldum sem þeir saka um spillingu og segja vanhæfa til stjórnar og óhæfa um að sporna gegn glæpum. Söfnun fyrir börn Sri Rahmawati: Safnast hefur á aðra milljón FÉLAGSMÁL Framlög fólks til styrktar börnum Sri Rahmawati, sem lést með voveiflegum hætti í júlí, hafa smám saman verið að skila sér inn á söfnunarreikning. Hefur safnast á aðra milljón króna. Að sögn Hörpu Rutar Hilmars- dóttur, kennara í skólanum þar sem börnin stunda nám, er markmiðið að safna fjórum milljónum þannig að fjölskylda Sri geti flutt í viðun- andi húsnæði. Talsvert vantar því upp á að sú upphæð hafi safnast. Börn Sri eru á aldrinum 2ja, 14 og 15 ára. Systir Sri og eiginmaður hennar hafa tekið þau að sér í var- anlegt fóstur. Þau hjón eiga þrjú börn fyrir svo þau eru nú með sex börn á aldrinum 2ja, 9, 11, 13, 14 og 15 ára í 90 fermetra íbúð. Stuðningshópur söfnunarinnar hyggst efna til söfnunardags 2. október. Sett verður saman fjöl- breytt dagskrá, listmunauppboð og skólafélagar barnanna efna til happdrættis. Númer söfnunarreikningsins er 0139-05-64466 á kennitölu 130147- 4109. Öll framlög, stór og smá, eru vel þegin. ■ Fólk treystir einum en kýs allt annan Lítið samhengi virðist milli trausts á forystumönnum og fylgis stjórmálaflokkanna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mun fleiri treysta til dæmis Steingrími J. en kjósa hann. STJÓRNMÁL Mun fleiri bera mest traust til Steingríms J. Sigfús- sonar en þeir sem ætla að kjósa flokk hans, Vinstri græna. Steingrímur og Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra njóta báðir meira trausts en sem samsvarar fylgi flokka þeirra, samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var um helgina. Steingrímur J. fékk þó mun meira eða 6% um- fram fylgi flokksins en Halldór 2,7%. Allir aðrir formenn flokkanna njóta minna trausts en sem sam- svarar fylgi flokka þeirra í könn- uninni. Athygli vekur að 27,6% sögðust treysta Davíð Oddssyni mest stjórnmálamanna en 34,9% sögðust ætla að kjósa flokk hans. Ef tölur þeirra sjálfstæðismanna sem mest var treyst eru lagðar saman nær flokkurinn hins vegar fylgi sínu í könnuninni. Öðru máli gegnir um Samfylk- inguna. Össur Skarphéðinsson formaður nýtur mests trausts aðeins 5,7% kjósenda. Ef allir forystumenn flokksins eru lagðir saman kemur í ljós að 17,3% bera mest traust til einhvers forystu- manna Samfylkingarinnar. Engu að síður hefur flokkurinn þokka- legan byr því 28,6% sögðust ætla að kjósa flokkinn. Ásgeir Frið- geirsson, fjölmiðlaráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinn- ar, segir þetta þýða að forystuna skorti trúverðugleika: „Það er ljóst að forystusveitar flokksins bíður það verkefni að auka trú- verðugleika sinn meðal íslenskra kjósenda“. Össur er raunar vanur að færri treysti honum mest en kjósa flokk- inn. Hann hefur séð það svartara, t.d. mældist hann vart í könnun í ársbyrjun 2003. Ingibjörg Sólrún skákar honum í nýju Fréttablaðs- könnuninni, en 9% sögðust treysta henni mest. Hún trónaði hins veg- ar um tíma á trauststoppnum og skaut Davíð Oddssyni aftur fyrir sig í mars 2003 þegar 37,8% treystu henni mest allra. Vandamál Guðjóns A. Krist- jánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, eru af svipuðum toga og Össurar. Enginn treysti honum mest, og nær enginn öðrum forystumönnum flokkins. Samt sem áður hafði flokkurinn 6,1% fylgi í könnuninni. Nýbakaði forsætisráðherrann nýtur talsverðs trausts en hefur fremur lítið fylgi. 16,2% treystu Halldóri Ásgrímssyni mest og forystumenn flokksins í heild geta unað hag sínum þokkalega því samanlagt nefna 22,1% fram- sóknarmann, spurðir um traust- verðasta stjórnmálamanninn. Samt sem áður segjast mun færri ætla að kjósa Framsóknarflokk- inn eða aðeins 13,5%. Með öðrum orðum treysta menn Steingrími J. og Vinstri grænum annars vegar og Halldóri og framsóknarmönnum hins veg- ar en kjósa samt Samfylkinguna og Frjálslynda. Hljómgrunnur Samfylkingar og Frjálslyndra er meiri en trú fólks á forystunni og að sama skapi minni hjá Fram- sókn og Vinstri grænum. „Vinsældir flokksforingja eru ekki alltaf góður mælikvarði á fylgi flokks,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði. „Rannsóknir benda til að afstaða til flokkanna sjálfra skipti meira máli en afstaða til foringja, en auðvitað getur afstað- an til hans smitað yfir á fylgi við flokkinn. Styrkur foringjans getur legið í öðru en að laða að sér fylgi. Sterkur foringi heldur flokki saman, er öflugur í stefnu- mótun, mórallinn verður góður og hann myndar ríkisstjórnir. Sá styrkur getur síðan skilað sér í kjörfylgi,“ segir prófessor Ólafur. a.snaevarr@frettabladid.is Umferðarteppa: Löggur í árekstri BRETLAND, AP Umferðarteppa myndaðist þegar fjórir lögreglu- bílar lentu í árekstri á hraðbraut í norðurhluta Englands. Engir fólksbílar eða flutningabílar komu við sögu í árekstrinum utan þeirra hundraða bíla sem stöðvuð- ust í umferðinni meðan verið var að hreinsa upp á vettvangi og losa einn lögreglumanninn úr bíl sínum með klippum. Talsmaður lögreglunnar sagði ekki liggja ljóst fyrir hvernig áreksturinn hefði átt sér stað en taldi að einhvers konar æfing hefði staðið yfir þegar árekstur- inn átti sér stað. ■ Safna undirskriftum: Jón Steinar hæfastur HÆSTIRÉTTUR Um tíu manna hópur lögmanna finnst Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður ekki njóta sannmælis í um- sögn Hæstaréttar og hefur hafið u n d i r s k r i f t a r - söfnun meðal lög- manna honum til stuðnings. Sveinn Andri Sveinsson er í hópi lög- mannanna og segir hann lög- mennskuna hafa verið verðfellda í umsögninni. Sveinn Andri segir einkenni- legt að lög- mennska tveggja umsækjenda sé lögð að jöfnu þegar annar hefur starfað við hana í þrjátíu ár en hinn í fimmtán. „Mat okkar er að Jón Steinar sé í hópi fremstu lög- manna á Íslandi. Ef hann hlýtur jafn lélega umsögn og raun ber vitni þá mun ekki vera tilefni fyrir lögmenn yfir höfuð að sækja um stöðu hæstaréttardómara,“ segir Sveinn Andri. Sveinn segir ekki spurningu að Jón Steinar sé hæfastur umsækj- enda, a.m.k. sé hann jafnhæfur ýmsum öðrum umsækjendum. „Allir umsækjendur uppfylla hæfniskröfur þannig að ráðherra hefur algjörlega frjálsar hendur við skipun í stöðuna.“ ■ – hefur þú séð DV í dag? Fæddi barn án þess að vita að hún væri ólétt Pabbinn efast um faðernið og vill DNA- rannsókn JÓN STEINAR Hópur lögmanna finnst hann ekki njóta sannmælis. Sjálfstæðisflokkur 1. Davíð Oddsson, mest traust 27,6% 2. Sjálfstæðisflokkur, mest traust 36,5% 3. Fylgi 34,9% Vinstri grænir 1. Steingrímur J. Sigfússon, mest traust 22,5% 2. Vinstri-grænir mest traust 23,4% 3. Fylgi 16,5% Framsóknarflokkur 1. Halldór Ásgrímsson, mest traust 16,2% 2. Framsóknarflokkur, mest traust 22,1% 3. Fylgi 13,5% Samfylkingin 1. Össur Skarphéðinsson, mest traust 5,7% 2. Samfylkingin, mest traust 17,3% 3. Fylgi 28,6% Frjálslyndi flokkurinn 1. Guðjón Arnar Kristjánsson, mest traust 0 2. Frjálslyndir, mest traust 0,2% 3. Fylgi 6,1% TRAUST Skilar sér ekki alltaf í fylgi. Fleiri fylgja sjálfstæðismönnum að málum en þeir sem treysta Davíð mest. Fleiri treysta Halldóri og Steingrími J. en þeir sem segjast ætla að kjósa flokka þeirra. LÍTIÐ TRAUST Össur Skarphéðinsson nýtur minna fylgis en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Traust þeirra beggja mælist mun minna en fylgi flokksins. SAFNAÐ FYRIR BÖRN Leitað var að Sri með þyrlu, björgunarskipi og öllum öðrum tiltækum aðferðum. 12-13 22.9.2004 21:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.