Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 20
20 23. september 2004 FIMMTUDAGUR HOLLENSKA DROTTNINGIN Beatrix, drottning Hollands, mætti í gyllt- um vagni að þinghúsinu í Haag í gær til að setja þingið. Endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna ákærður: Verjandi biður um frest DÓMSMÁL Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Gunnars Arnar Kristjáns- sonar fyrrverandi forstjóra SÍF, óskaði eftir annarri fyrirtöku í mál- inu gegn Gunnari fyrstu vikuna í október þegar fyrir liggur hver verði skipaður í stöðu hæstaréttar- dómara. En þá verður ljóst hvort Jón Steinar verji sjálfur Gunnar Örn en hann er einn umsækjenda um stöðu hæstaréttardómara. Aðalmeðferð í málinu gegn Gunnari Erni hefur verið ákveðin í nóvember. Hann er ákærður af ríkislögreglustjóra fyrir brot á almennum hegningarlögum, lög- um um ársreikninga, lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og lög- um um endurskoðendur. Hann er sagður hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi árs- reikninga Tryggingasjóðs lækna á árunum 1993 til 2001. Hann hafi eftir endurskoðun á ársreikning- um sjóðsins fyrir árin 1992 til 2000 áritað ársreikningana án fyrirvara og með yfirlýsingu um að þeir gæfu glögga mynd af efnahag og breytingu á eign sjóðsins án þess að hafa aflað fullnægjandi gagna eða skoðað þau gögn sem fyrir voru með fullnægjandi hætti. Gunnar Örn var ekki viðstaddur fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. ■ Sé rstö k fo rsý nin g í k völd fyr ir á skr ifen dur DV : M ætt u kl . 15 :00 í da g og náð u í m iðan a þí na! Allir áskrifendur DV geta fengið tvo miða á gríndávaldinn Sailesh á Broadway í kvöld. Sýningin byrjar kl. 20:00 og verður ógleymanleg. Ef þú ert áskrifandi getur þú náð í miðana í Skaftahíð 24 í dag á milli kl. 15.00 og 17.00. Það dugir ekki að hringja, þú verður að koma á staðinn. Ath. að fyrstir koma fyrstir fá. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfé- laga, er þaulkunnugur kjarabar- áttu viðsemjenda sinna. Á árun- um 1986 til 1998 var hann fram- kvæmdastjóri BHMR, síðar BHM, og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að markmið þeirra sem sitja við samningaborðið séu ekki eins ólík og virðast kann í fyrstu; báðum er umhug- að um að rétta hag kennara. Þegar Birgir vann hjá BHMR sat hann ekki við sjálft borðið heldur var ráðgjafi með samn- inganefndum ýmissa félaga, meðal annars Hins íslenska kennarafélags sem í var nokkur hluti grunnskólakennara. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðist á þessum árum vera ómetanlega í dag. „Ef ég hefði komið alveg grænn á bak við eyrun úr háskólanum úr ein- hverjum mannauðsfræðum þá hefði ég verið í allt annarri stöðu.“ Aðspurður telur hann sig ekki endilega hafa betri skilning á málstað kennara en félagar hans í samninganefndinni því margir þeirra hafa svipaðan bakgrunn og þekkja skólastarf vel. Þeir telja allir grunnskól- ann lykilstofnun í samfélaginu og eru sammála kennurum að því leyti. Birgir er alls ekki þeirrar skoðunar að hann sé genginn í lið með sínum gömlu fjendum. „Ég tel mig hafa verið að vinna mikilvægt, samfélags- legt starf við að rétta kjör ýmissa stétta þegar ég var hjá BHMR og ég tel mig vera að gera það ennþá. Hins vegar eru okkur hjá sveitarfélögunum skorður settar með fjármuni og maður horfir á þetta öðrum aug- um núna þegar maður verður að velta fyrir sér forgangsröðun. Þegar við vorum hjá BHMR þá veltum við ekki fyrir okkur hver væri forgangsröðun vinnu- veitenda, við vildum fyrst og fremst ná árangri fyrir okkar fólk. Það heyrum við auðvitað kennarana segja hér og nú. Þeir vilja ná árangri fyrir sitt fólk og þeim er alveg sama um launa- stefnur, efnahagsáhrif og slíkt. En mér er ekkert síður umhugað um réttindamál og starfskjör kennara í dag heldur en þá.“ Birgi grunaði ekki á sínum tíma að hann ætti eftir að semja fyrir atvinnurekendur nokkrum árum síðar heldur langaði hann að snúa sér aftur að hagfræði- kennslu í háskóla. Atvik höguðu því hins vegar þannig að árið 1999 réð hann sig til starfa hjá kjaraþróunardeild Reykjavíkur- borgar. Birgir var því í forsvari fyrir launanefnd sveitarfélaga í samningaviðræðunum við kenn- ara árið 2001. Þá var gagn- kvæmur vilji til að gera nauð- synlegar kerfisbreytingar á kennarastarfinu og ekki kom til verkfalls. Undirbúningur fyrir þá samninga hófst tveimur árum áður en í samningalotunni sem nú stendur yfir fóru menn síðar af stað. Birgir álítur þó að ekki sé sjálfgefið að menn væru JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON Fyrsta október verður skipað í stöðu hæstaréttardómara en Jón Steinar er einn af sjö umsækjendum um stöðuna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Mannréttindasamtök: Sporni gegn pyntingum TYRKLAND, AP Tyrknesk stjórnvöld verða að gera meira til að draga úr pyntingum og misþyrmingum á föngum sem eiga sér stað á lög- reglustöðvum landsins. Þetta er niðurstaða úttektar mannréttinda- samtakanna Human Rights Watch. Í skýrslu samtakanna segir að tyrkneskum stjórnvöldum hafi gengið vel á undanförnum árum við að draga úr pyntingum lögreglu á föngum. Hins vegar sé víða svo að lögreglumenn og herlögreglumenn virði lög gegn pyntingum að vettugi og pynti og misþyrmi þeim sem þeir gruna um glæpi. ■ LOKSINS INNAN MARKA Franska stjórnin segir að fjárlagahalli næsta árs verði innan við þrjú prósent af landsframleiðslu líkt og reglur Evrusvæðisins kveða á um. Hallinn nam rúmum fjórum prósentum í fyrra og talið er að hann verði álíka mikill í ár. BÖRN Í HÖRÐUM ÁREKSTRI Eitt barn lést og þrjátíu slösuðust þegar bílstjóri rútu, sem þau voru í á skólaferðalagi, missti stjórn á henni með þeim afleið- ingum að rútan fór af veginum, hvolfdi og endaði í skurði austur af Moskvu, höfuðborg Rússlands. Þrír fullorðnir slösuðust einnig í slysinu. TUGIR HANDTEKNIR Í það minnsta áttatíu manns voru handteknir og fimm voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að mótmælendur lentu í átökum við lögreglu í Elista, höf- uðstað Kalmykia héraðs í suður- hluta Rússlands. Mótmælendur kröfðust afsagnar héraðsstjórans. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL KENNARAVERKFALL OG KJARASAMNINGAR Formaður launanefndar sveitarfélaga stýrði BHMR til margra ára og skilur því aðstæður kennara vel. Kveðst þó ekki genginn í hitt liðið. Beggja vegna borðsins ■ EVRÓPA ■ ÍRAK HERMENN ÁKÆRÐIR Bandaríski herinn hefur ákært tvo her- menn fyrir morð. Þeir eru grunaðir um að hafa orðið þremur Írökum að bana. Her- mennirnir eru sagðir hafa framið morð að yfirlögðu ráði en nánari upplýsingar fengust ekki um málsatvik. Annar her- maðurinn er jafnframt ákærður fyrir lygar við yfirheyrslu. Taktu flugið flugfelag.is | 570 3075 | hopadeild@flugfelag.is Komdu hópnum þínum á óvart! Við gerum hópnum þínum frábær ferðatilboð til allra áfangastaða okkar innanlands og til Færeyja. hopadeild@flugfelag.is (Lágmarksfj. er 10 manns.) 20-21 22.9.2004 19:19 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.