Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 22
Verðsamanburður: Verðlagið í dag NEYTENDUR Fimm ódýrustu bjór- tegundirnar í vínbúðum ÁTVR – miðað við 1 stk. ljósan lagerbjór í 500 ml áldós: 1. Bavaria Crown 149 kr. 2. Egils Pilsner 153 kr. 3. Bergedorf 154 kr. 4. Viking Lager 156 kr. 5. Faxe Premium og Dressler 159 kr. Verðið tek- ið af heima- síðu ÁTVR 22.september kl. 12.30. ■ 22 23. september 2004 FIMMTUDAGUR TIL MÓTS VIÐ LÖGREGLUNA Alain Robert, sem kallar sig Köngulóar- manninn, kleif Montparnasse-háhýsið í París, sem telur 59 hæðir, til að kynna nýja bók sína. Lögreglan tók á móti honum á þaki byggingarinnar og tók hann höndum enda hafði hann ekkert leyfi fyrir klifrinu. Bush varði ákvörðun sína um innrás í Írak: Verða að veita Írak meiri hjálp NEW YORK, AP „Lýðræðislegt Írak á sér miskunnarlausa óvini,“ sagði George W. Bush Banda- ríkjaforseti þegar hann ávarp- aði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hvatti þjóðir heims til að aðstoða við upp- byggingu Íraks og varði þá ákvörðun sína að gera innrás í Írak þrátt fyrir að deilt væri um lögmæti hennar. „Sameinuðu þjóðirnar og að- ildarríki þeirra þurfa að verða við beiðni Allawi forsætisráð- herra og gera meira til að hjálpa til við að byggja upp Írak sem er öruggt, lýðræðislegt og frjálst,“ sagði hann og vísaði til þess að Allawi væri viðstaddur fundinn í húsnæði Sameinuðu þjóðanna. Skömmu áður en Bush tók til máls hafði Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, varað við því að lög og regla væru í hættu á heimsvísu. Stutt er síðan hann sagði innrásina í Írak hafa verið ólöglega. Nú fordæmdi hann gíslatökur og morð á gíslum í Írak en benti einnig á að íröskum föngum hefði verið misþyrmt með viðurstyggilegum hætti. ■ GEORGE W. BUSH Ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna og varði innrásina í Írak. Hann vildi meiri hjálp alþjóðasamfélagsins við írösku bráðabirgðastjórnina. GÆLUDÝR Fyrsta október þarf að bólusetja alla hunda og ketti sem flytja á til landa á Evrópska efna- hagssvæðinu gegn hundaæði. Um mánaðamótin taka gildi nýjar reglur varðandi útflutning hunda og katta. Hingað til hafa flest lönd bara gert kröfu um almennt heil- brigðisvottorð auk þess sem dýrið hefur þurft að vera ormahreinsað og auðkennt með varanlegu merki og hundaæðisbólusetningar ein- ungis krafist vegna flutnings til Bretlands. Á vef yfirdýralæknisembættis- ins kemur fram að ekki verði tek- ið tillit til stöðu Íslands, sem er laust við hundaæði. Þá gera Bret- land, Írland, Svíþjóð og Noregur að auki kröfu um að magn hunda- æðismótefna í blóði sé mælt. Eftirleiðis þurfa dýraeigendur að huga að undirbúningi flutnings til annarra landa með góðum fyrir- vara í samráði við dýralækni, en sérstaka undanþágu yfirdýra- læknis þarf til að kaupa og nota hundaæðisbóluefni. „Dýrin skulu eftir sem áður vera örmerkt eða eyrnamerkt og meðhöndluð gegn sníkjudýrum og nota skal sérstök vottorðaeyðu- blöð sem eru útgefin af ESB,“ seg- ir í tilkynningu yfirdýralæknis. ■ Fyrsta jarðgasvirkjun Noregs Norsk Hydro og Statkraft ætla að byggja umdeilda raforkuvirkjun sem notar jarðgas við rafmagnsframleiðsluna. Andstæðingar virkjunarinnar óttast að Noregur standist ekki skuld- bindingar sínar gagnvart Kyoto-samkomulaginu vegna virkjunarinnar. NOREGUR, AP Tvö norsk orkufyrir- tæki, Norsk Hydro ASA og Statkraft SF, tilkynntu í gær um fyrirætlanir sínar um að búa til fyrstu virkjun landsins sem nýtir jarðgas. Ákvörðunin er viðkvæm vegna mengunar frá slíkri virkj- un. Noregur er þriðji stærsti olíu- útflytjandi heims, á eftir Sádi-Arab- íu og Rússlandi. Þá er einnig fram- leitt í landinu mikið af jarðgasi til útflutnings. Kostnaður við virkjunina er sagður nema um tveimur milljörðum norskra króna, eða um 21 milljarði ís- lenskra króna, en ráðgert er að hún hefji starfsemi árið 2007. Virkjunin á að rísa í Kårstø skammt frá Haugasundi í Vestur- Noregi og vera 300 MW að stærð. Hún stæði því undir 2,5 prósent- um af orkuþörf landsins. Til sam- anburðar má nefna að Kára- hnjúkavirkjun er 690 MW að stærð. Naturkraft AS, í eigu Norsk Hydro og Statkraft, byggir virkjunina. „Nýja gasvirkjunin verður sú nýtískulegasta og um- hverfisvænasta í Evrópu,“ segja fyrirtækin tvö. Nær öll raforkuframleiðsla Noregs er nú frá vatnsaflsvirkj- unum. Aukin raforkunotkun á álagstímum, svo sem að vetrar- lagi, hefur hins vegar kallað á orkukaup frá öðrum löndum, jafn- vel þar sem raforka er framleidd með kolum eða kjarnorku. „Virkj- unin er mikilvægt skref í þá átt að standa undir orkuþörf landsins, auk þess að vera hluti af viðleitni okkar í betri nýtingu jarðgass,“ segir Eivind Reiten, forseti og að- alframkvæmdastjóri Norsk Hydro. Að sögn Naturkraft kemur virkjunin til með að gefa frá sér 1,1 milljón tonna af koltvísýringi á ári hverju. „Við ætlum að berjast fyrir hreinsikerfum fyrir koltví- sýring,“ segir Biate Kristiansen, í norska umhverfisverndarhópnum Bellona. Hún segir að bygging virkjunarinnar án slíkrar hreinsi- tækni geri illmögulegt fyrir Nor- eg að standast skuldbindingar Kyoto-samkomulagsins. Málið er svo viðkvæmt í Nor- egi að í mars 2000 létu Kjell Magne Bondevik og ríkisstjórn hans frekar af völdum en að láta undan kröfum þingsins um breyt- ingar á umhverfislögum til að liðka til fyrir gasvirkjun. Bondevik komst aftur til valda síðla árs 2001. Umhverfisráðherra Noregs, Knut Arild Hareide, segir undir- búning fyrirtækjanna vera von- brigði: „Ég vonaðist til að fyrir- tækin myndu bíða eftir tækni sem fjarlægt gæti koltvísýringinn,“ sagði hann. ■ Bolungarvík: Stálu og skemmdu LÖGREGLA Brotist var inn í félags- miðstöðina Tópas í Bolungarvík um síðustu helgi en í sama húsi er heilsdagsskóli grunnskólans. Úr húsinu var stolið borðtölvu, leikjatölvu, myndbandstæki, af- ruglara, lítilræði af peningum og aukafatnaði frá einu barnanna úr heilsdagsskólanum. Þá voru unnar talsverðar skemmdir eins og á millihurðum sem brotnar voru upp í leit að verðmætum. Þeir sem urðu varir við mannaferðir í kring- um félagsmiðstöðina um helgina eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Bolungarvík. ■ Erdogan til Brussel: Mun mæta tortryggni BRUSSEL, AP Búist er við því að Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, fái vænan skammt af gagnrýni þegar hann fundar með forystumönnum Evrópusambands- ins í dag. Erdogan ræðir við for- ystumenn Evrópusambandsins um möguleika Tyrklands á að fá aðild að sambandinu en efasemdir eru uppi um hvort Tyrkir uppfylli skil- yrði fyrir aðild. Erdogan ræðir í dag við Günther Verheugen, sem fer með stækkun- armál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, og Josep Borrell, for- seta þings Evrópusambandsins. ■ VIÐ SKILTIÐ Sólon Sigurðsson og Sigríður Heiðmundar- dóttir afhjúpuðu skiltið. Gaddstaðir: Nýtt skilti afhjúpað FERÐAMÁL Í vikunni var afhjúpað upplýsingaskilti í svokölluðum Aldamótaskógi á Gaddstöðum við Hellu. Árið 2000 var gróðursett á fjórum stöðum á landinu, þar á meðal á Gaddstöðum, í tilefni aldamóta og vegna afmælis Skóg- ræktarfélags Íslands og KB banka. Er skiltinu nú ætlað að kynna svæðið, sem mun verða fjölsótt útivistarsvæði fyrir al- menning í náinni framtíð. ■ Gæludýr til ESB: Auknar kröfur um heilbrigði HUNDUR Um næstu mánaðamót taka gildi nýjar reglur um útflutning gæludýra til ríkja Evr- ópusambandsins og Evrópska efnahags- svæðisins. Bólusetja þarf bæði hunda og ketti gegn hundaæði. Þingstörf: Danir kynna sér Alþingi HEIMSÓKN Hluti forsætisnefndar danska þingsins hefur verið í vinnuheimsókn hér á landi síðan á þriðjudag í boði forseta Alþingis. Í heimsókninni hefur nefndin rætt við forsætisnefnd Alþingis, fulltrúa þingflokka og átt fundi bæði með forseta Íslands og for- sætisráðherra. Þá hefur hún hitt fulltrúa skrifstofu Alþingis og kynnt sér skipulag og starfsemi þingsins, og skoðað handritasýn- inguna í Þjóðmenningarhúsinu ásamt því að heimsækja Þingvelli. Nefndin fer í dag. ■ M YN D /N O R SK H YD RO GASLOGI HJÁ NORSK HYDRO Í NORÐURSJÓ Norsk Hydro og Statkraft í Noregi hafa sameinast um að virkja jarðgas til raforkuframleiðslu í vesturhluta Nor- egs. Ákvörðunin er umdeild þar sem mengun af völd- um gróðurhúsalofttegunda fylgir virkjun af þessu tagi. ,,Nýja gas- virkjunin verður sú nýtískuleg- asta og umhverfis- vænasta í Evrópu. 22-23 22.9.2004 20:45 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.