Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 26
Gölluð samningatækni? Morgunblaðið skýrir frá því í gær að átta lögreglumenn sem skipuðu svokallaðan samningahóp ríkislögreglustjóraem- bættisins hafi sagt upp störfum sem samningamenn. Hafi þeir talið starfið stórlega vanmetið og illa launað. Tilraun- ir til að fá leiðréttingu hjá yfirboðara sín- um hafi ekki borið árangur og því hafi þeir hætt störfum. Fréttin vekur menn óneitanlega til umhugsunar um hvort nægilegur töggur hafi verið í samninga- hópnum sem hafði meðal ann- ars það verk- efni að eiga við vopnaða menn í uppnámi, mannræningja og aðra slíka, sefa þá og koma þeim niður á jörðina og fallast á uppgjöf. Úr því að samningamönnunum með alla sína lærðu tækni tókst ekki að fá Harald Johannesson ríkislögreglustjóra til að fallast á einfaldar og réttmætar launakröfur, hvernig hefði þeim þá gengið í viðureign við ósveigjan- lega afbrotamenn? Álitshnekkir Dan Rather, hinn víðkunni fréttamaður bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS, er í vondum málum eftir að sannað þykir að skjöl sem hann hampaði og sýna áttu fram á að Bush forseti hefði á sínum tíma verið vikið úr þjóðvarðliðinu í Texas voru fölsuð. Hefur Rather neyðst til að biðjast opinberlega afsökunar vegna málsins. CBS hefur notið mikils álits sem trúverðug fréttastöð þannig að áfallið snýr ekki að Rather einum. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem fjölmiðlar láta ginn- ast af fölsuðum skjölum en einhvern veg- inn hefðu menn haldið að fyrirfram væri tortyggilegt og ástæða til að sýna að- gæslu og efa þegar óþekkt skjöl með bombufrétt um fortíð Bush koma óvænt fram í aðdraganda forseta- kosninga. Meðal fjölmiðla- manna vestanhafs er mikil andúð á Bush forseta og því miður er ekki óhugsandi að sú afstaða hafi blindað menn í þessu máli; óskhyggja hafi ráðið ferðinni. Grunnskólakennarar á Íslandi þiggja lág laun fyrir störf sín og hafa gert það lengi. Verulegur hluti fólksins í landinu hlýtur því í reynd að vilja, að kennarar séu láglaunastétt, því að ella hefðu stjórnvöld væntanlega séð sér hag í að veita meira fé til mennta- mála, svo að hægt væri að greiða kennurum hærri laun. En því hefur ekki verið að heilsa. Mennt- un hefur ekki verið forgangsverk- efni, heldur hafa skólamál jafnan verið látin sitja á hakanum, svo sem m.a. naumar fjárveitingar ríkis og byggða til menntamála vitna um. Fjárframlög til mennt- unarmála hafa þó aukizt talsvert í uppsveiflu síðustu ára, m.a. vegna löngu tímabærrar kauphækkunar handa framhaldsskólakennurum fyrir fáeinum árum að loknu átta vikna verkfalli. Kennsla er mikil- vægt starf og ætti því að útheimta mikla og góða menntun og gefa vel af sér. Hvað þarf til þess, að hug- sjónin um kennara sem hálauna- stétt geti orðið að veruleika? Hvað þurfti til þess, að draumsýnin um lækna sem hálaunastétt í Sovét- ríkjunum gæti rætzt? Svarið er hið sama í báðum dæmum: það þarf að breyta skipulaginu. Það þarf að jafna launakjör kynjanna, til að svo nefndar kvennastéttir þurfi ekki að una lágum launum. Og það þarf að aflétta opinberri einokun og gefa einkaframtaki, frelsi og fjölbreytni lausari taum – leyfa þúsund blómum að blómstra, eins og Maó formaður sagði í öðru samhengi. Á þetta vantar enn hér heima, enda þótt fjölbreytni í skólastarfi hafi aukizt umtalsvert undangengin ár. Hér er við ramman reip að draga, og fyrirstaðan virðist búa ekki sízt í kennurum sjálfum. Vandinn er margþættur. Nær allir grunnskólakennarar hafa einn og sama vinnuveitanda: nú sveitarfélögin, áður ríkisvaldið. Þetta fyrirkomulag er ekki að öllu leyti heppilegt m.a. vegna þess, að sveitarfélögin standa misvel og miður stæðar byggðir draga laun kennara niður á heildina litið. Miðstjórn menntamálanna gerir þau þung í vöfum, og kostir dreifðrar ábyrgðar fá ekki að njóta sín til fulls. Annar angi vandans er sá, að kennarar geta beitt samtakamætti gegn sameig- inlegum vinnuveitanda sínum til að loka skólunum eins og nú hefur gerzt einu sinni enn. Þessi leið stæði þeim ekki opin, ef þeir ynnu á víð og dreif og semdu hver og einn við marga ólíka vinnuveit- endur, enda gerðist þess þá varla þörf að leggja niður vinnu í kjara- bótaskyni, því að þá væru launa- kjör kennara líklega að jafnaði mun betri en þau eru nú. Ef kennarar gætu valið á milli vinnuveitenda eins og langflestir aðrir launþegar, þá störfuðu hér hlið við hlið ríkisskólar – eða réttara sagt skólar, sem sveitar- félögin starfrækja eða styrkja, úr því að við erum að tala um grunnskóla – og einkaskólar. Skólunum væri öllum uppálagt að kenna sameiginlegt grunn- námsefni, svo sem nú er, og al- mannavaldið hefði eftirlit með framkvæmdinni, en skólarnir hefðu að öðru leyti frjálsar hendur til fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þeir væru því ólíkir, af því að fólk er ólíkt, og foreldrar þyrftu að hafa fyrir því að kynna sér, hvað væri í boði í hverjum skóla. Foreldrar myndu þá ekki endilega velja skóla handa börnum sínum eftir bú- setu, eins og nú tíðkast, heldur eftir þeim árangri, sem skólarnir hefðu náð, og því orði, sem af þeim færi. Skólarnir myndu keppa hver við annan og eflast af. Þessi lýsing ætti að hljóma kunnuglega, því að einmitt þan- nig er háskólastigið í landinu að verða. Það er liðin tíð, að Háskóli Íslands steypi alla stúdenta í sama mót, og nú eru margir há- skólar í landinu. Menn fara ekki í Háskólann á Hólum af því, að þeir búa í Skagafirði, heldur af því að þeir hafa hug á búnaðar- fræðum o.fl. Þessi hugsun – þessi aukna eftirsókn eftir fjölbreytni – er nú smám saman að ryðja sér til rúms í framhaldsskólun- um og þyrfti að koma til frekari skoðunar einnig í grunnskólum. Skipulagsbreytingu skólamál- anna í þessa veru þyrfti að fylgja aukið fjárstreymi til mennta- mála. Annaðhvort þyrfti al- mannavaldið að leggja skólunum til meira fé en það gerir nú eða leyfa þeim að afla fjár á eigin spýtur, t.d. með því að leggja hóf- leg gjöld á nemendur eða með því að stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og nú er tek- ið að færast í vöxt í háskólum og einnig á öðrum skólastigum í nokkrum nálægum löndum. Hér heima kaupa menn t.d. lestrar- kennslu handa börnum sínum í stórum stíl, svo að börnin séu vel læs, þegar þau koma fyrst í skólann. Hyggilegast væri e.t.v. að afla fjár eftir öllum þessum leiðum í ýmsum hlutföllum til að sætta ólík sjónarmið. Kennar- ar ættu því að segja við við- semjendur sína: við skulum bæta skólana, ef þið hækkið launin eða veitið okkur frelsi til að keppa innbyrðis og afla fjár á eigin spýtur – helzt hvort tveggja. Og sveitarfélögin ættu að taka boðinu fagnandi. ■ Á vordögum þegar skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar íembætti hæstaréttardómara var í brennidepli í þjóðfé-lagsumræðunni vegna gagnrýni sem hún sætti frá jafn- réttisráði og umboðsmanni alþingis hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á orði að skoða þyrfti aðrar aðferðir við skipun dómara í réttinn en við lýði hafa verið. Undir þetta var tekið hér í blaðinu og víðar en því miður hefur ekkert gerst í málinu. Ráðherrann hefur ekki fylgt orðum sínum eftir. Tæki- færið til þess á sumarþinginu var ekki notað. Það hlýtur að verða eitt af verkefnum alþingis þegar það kemur saman í næsta mánuði að taka þetta mál upp og finna á því viðunandi lausn. Óviðunandi er að skipun í dómaraembætti í mikilvæg- asta dómstól þjóðarinnar sé í höndum eins fulltrúa fram- kvæmdavaldsins án þess að nokkrar reglur leiðbeini eða mæli fyrir um hvernig standa eigi að verki. Í sambandi við þá skipun sem nú stendur fyrir dyrum hefur verið gagnrýnt hvernig hæstiréttur sinnir þeirri lögboðnu skyldu sinni að veita umsögn um umsækjendur. Bent hefur verið á að rétt- urinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og vinnubrögðin ólík frá einum tíma til annars hvað varðar mat á menntun og reynslu umsækj- enda og framsetningu umsagnar; stundum sé talað um hverjir séu „heppilegastir“ fyrir réttinn og stundum sé umsækjendum raðað eftir matskerfi sem óljóst er á hvaða grundvelli er byggt. Þá vekur athygli að einstakir dómarar senda frá sér persónuleg með- mæli með einstökum umsækjendum án þess að láta nokkur rök fylgja. Gagnrýni á þetta háttalag er eðlileg og réttmæt. Þegar leik- reglur við skipan dómara í hæstarétt verða endurskoðaðar þarf að skýra og skerpa sérstaklega á því með hvaða hætti umsagnaraðil- ar setja fram álit sitt og tillögur. Raunar er hæstiréttur ekki einn á báti hvað þetta varðar. Öðru nær. Mikill losarabragur er á því hvernig opinberar stjórnir, nefndir og ráð fara með umsagnarhlutverk sitt þegar um skipun í embætti er að ræða. Hrein undantekning mun að slíkur aðili hafi sett sér reglur eða viðmiðanir sem stuðst er við þegar umsögn er látin í té. Fyrir vikið eru umsagnir um em- bætti iðulega taldar léttvægar og veitingarvaldið hverju sinni sniðgengur þær eftir þörfum nema skýr lagafyrirmæli banni það. Stundum fá menn ekki varist þeirri hugsun að umsagnar- aðilar kjósi að hafa umsagnir sínar óljósar til að skapa svigrúm um skipun í embætti eða fela óeiningu í eigin röðum. Þannig hljóta margir að hafa staldrað við vinnubrögð þjóðleikhússráðs í síðustu viku þegar það sinnti lögboðinni umsagnarskyldu sinni um umsækjendur um embætti þjóðleikhússtjóra á þann hátt að mæla án nokkurs rökstuðnings með sex af átján umsækjendum. Komið hefur fram að ráðið taldi sig hafa „fjallað rækilega“ um umsóknirnar en ekki er að sjá að sú vinna hafi skilað sér í bréfið sem ráðið sendi menntamálaráðherra. Ekkert hefur komið fram sem skýrir hvað varð til þess að sumir umsækjenda hlutu meðmæli en aðrir ekki. Í ljósi þessa virðist tímabært að alþingi ræði einnig hvort setja þurfi einhvern regluramma utan um það umsagnarhlutverk sem það hefur með lögum falið ýmsum aðilum í þjóðfélaginu. ■ 23. september 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Lögboðnar umsagnir um embætti byggja á óskýrum grundvelli. Samræmdar reglur skortir Hlið við hlið ORÐRÉTT Jafnréttissinni í fótbolta Í þessu liði okkar var líka kven- maður, Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður Fasteignastofu borgarinnar. Hún hvatti okkur til dáða og færði okkur vatn. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi DV 22. september Skyr bjargar verkfallinu Að vísu er krakkinn minn einn heima en hann er nú orðinn þrettán ára gamall þannig að það er ekki vandamál. Ég hef einna helst áhyggjur af því að hann fái ekki nóg að borða og hann getur jú alltaf fengið sér skyr. Ég hef því ekki áhyggjur af verkfallinu og sonurinn er áskaplega glaður yfir þessu öllu. Sigurður Sveinsson, faðir, útibús- stjóri og þjóðhetja DV 22. september Ef, ef, ef... Auðvitað hefði ég getað farið í viðskiptafræði og verið með 300 þúsund kall í laun. Elías Gunnar Þorbjörnsson kennari Morgunblaðið 22. september Oh no. Not again! Ég mun beita mér fyrir því að borgarfulltrúar í Reykjavík, borgarstjórnin, að það verði kynnt fyrir henni hvaða mögu- leikar eru á þessu sviði og jafn- framt hvað það mun kosta að ljósleiðaravæða heimilin í land- inu. Alfreð Þorsteinsson á borgarstjórn- arfundi Morgunblaðið 22. september Fögnum fákeppni Spurt hefur verið: Hvernig ætti að bregðast við aukinni fákeppni á Íslandi? Mitt svar er: Með fögnuði. Snjólfur Ólafsson, prófessor Morgunblaðið 22. september FRÁ DEGI TIL DAGS gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG VERKFALL KENNARA ÞORVALDUR GYLFASON Kennarar ættu því að segja við við- semjendur sína: við skulum bæta skólana, ef þið hækkið launin eða veitið okkur frelsi til að keppa innbyrðis og afla fjár á eigin spýtur – helzt hvort tveggja. ,, 26-39 (26-27) skodun 22.9.2004 15:53 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.