Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 29
Tískuvikan í London hófst með pompi og prakt sunnudaginn 19. september með glæsilegum ofurfyr- irsætum og 45 hönnuðum víðs vegar að sem sýndu heiminum komandi tísku fyrir næsta vor og sumar. Við getum strax farið að hlakka til þar sem tískan sýndi léttleika og gleði sem aldrei fyrr og verður vor- ið og sumarið því með þeim bestu hingað til. Þó að léttleiki einkenni tískuna þá nálgast hönnuð- irnir hann á mismunandi hátt þannig að tískan verð- ur einnig með eindæmum fjölbreytt og öðruvísi. Lit- ir, dulúð, rómantík, einfaldleiki og hugmyndaflugið fengu aldeilis að njóta sín og léku falleg snið og skemmtilegar litasamsetningar við augu áhorfenda. Tískuvikunni lýkur í dag og hljóta allir að vera sammála um að hún hafi verið einstaklega vel heppnuð. Nú tekur bara við óþolandi bið eftir vorinu og sumrinu þegar veskið tæmist og fataskápurinn stækkar og stækkar. ■ Tískuvikan í London: Litir og léttleiki næsta vor og sumar 3FIMMTUDAGUR 23. september 2004 Augnskuggar frá No7: Brúnt, bleikt og kvenlegt Haustlitirnir hjá No7 eru brúnir og bleikir í ár. Nýjustu augnskuggarnir eru þrír saman í kassa í tveimur bleikum litum og einum ljósbrúnum. Hægt er að fá naglalökk og varagloss í stíl. ■ Calvin Klein: Eternity moment Eternity moment er heiti á nýju ilmvatni sem Calvin Klein var að setja á markað. Ilmurinn er léttur og leikandi bleikur, flaskan glær og falleg. Ekki ómerkari leikkona en Scarlett Johans- son ljær auglýs- ingaherferðinni andlit sitt. Ómiss- andi fylgihlutur í vetur. ■ [ NÝJUNGAR ] Fáðu flott munnstykki Laugavegi 32 sími 561 0075 Eley Kishimoto hittir naglann á höfuðið og færir okkur aftur í hippafílinginn. Einfaldleiki og rómantík frá Ben di Lisi. Tata Naka var í góðum gullfíling og komst vel frá tískuvikunni í ár. Þessi kjóll ku vera tveggja millj- óna punda virði en hann er frá Julian MacDonald. Gardem sýndi föt í klassísk- um litum sem henta vel í daglegu amstri. Linda Evangelista bar þennan kjól frá Gardem afskaplega vel en ekki ráða allir við þvílíka litadýrð. Dulúð hvíldi yfir hönnun hins danska Jens Laugesen og var línan hans mjög framtíðarleg. Clements Ribiero var kannski of kuldalegur fyrir suma en sýndi fallega línu með öðru- vísi áherslum. Allt í einu: glæsileiki, kvenleiki og fegurð frá Temperley. Val á íþróttaskóm er vandmeðfarið og erfitt er að finna skó sem passa mátulega. Yfirleitt er aðeins eitt mót af skóm búið til í hverri stærð og það tekur ekki mark á breidd fótar eða mismunandi álagi á svæði iljarinnar. Nú er hið eilífa skóvandamál hins vegar úr sög- unni því fyrirtækið Sportmenn ehf. bjóða upp á sérhönnun á skóm fyrir hvern og einn. „Ferlið er frekar einfalt og tek- ur ekki meira en hálftíma. Við- skiptavinur byrjar á því að fara í Adidas Concept Store í Kringlunni og þar er tekið mót af fæti viðkom- andi. Þar er mæld breidd og lengd fótarins og því næst fer viðskipta- vinurinn í göngugreiningu. Þar er mælt hvar fóturinn kemur niður og hve mikinn stuðning þarf í skóna,“ segir Ásmundur Vilhelms- son, framkvæmdastjóri Sport- manna ehf. Ferlið er samt ekki al- veg búið því nú tekur skemmtilegi hlutinn við. „Þegar viðskiptavinur- inn er orðinn fullkomlega sáttur við stærðina á skónum þá drífur hann sig í tölvuna og velur lit á skóna. Síðan getur hann sett há- mark tíu stafi á skóna sem getur verið til dæmis nafn og leiknúmer ef viðkomandi er íþróttamaður. Pöntunin er síðan send til Þýska- lands og þaðan til Asíu til fram- leiðslu og berst viðskiptavini í pósti þrem til fjórum vikum síðar.“ Að sögn Ásmundar er þetta í fyrsta skipti sem slík þjónusta býðst á Íslandi. Enn sem komið er er aðeins um handboltaskó og hlaupaskó að ræða sem hægt er að sérhanna. Það ætti þó ekki að stöð- va neinn því íþróttaskór eru alveg jafn mikið í tísku og aðrir skór. „Stofnandi Adidas, Adolf Dassler, tók upp á því að heim- sækja hlaupara sem klæddust Adi- das-skóm og breyta þeim eftir þeirra höfði. Í sjálfu sér er þetta ekki ný hugmynd heldur er verið að uppfæra hana með nútíma- tækni.“ Áhugasömum býðst þetta ein- staka tækifæri til og með 30. september og er verðið á skónum 19.900 krónur með sendingarkost- naði. Hægt er að panta tíma í síma 520 0250. ■ Ferlið Mæling - Nákvæm breidd og lengd fót- ar er mæld í sérstöku mælitæki. Stuðningur - Sérhannaður fótaskanni kannar ítarlega hvernig fóturinn kemur niður í hverju skrefi. Hönnun - Þegar rétti skórinn er fundinn þá er hægt að velja litasamsetningu á hann og nafn. Viðskiptavinir geta eytt tímunum saman í tölvunni að velja liti á skóna sem hafa verið hannaðir eftir þeirra þörfum. Hver hefur sína hentisemi: Sérhannaðir skór hjá Sportmönnum Adidas-skórnir eru einstaklega vand- aðir og ekki skemmir fyrir að hægt er að láta nafnið sitt á þá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Nýr maskari: Nærir og lengir augnhárin Nú er kominn nýr vatns- heldur maskari frá No7 sem bæði lengir og styrkir augnhárin. Maskarinn er ofnæmisprófaður og án ilmefna og til í mörgum lit- um. ■ SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » 28-29 (02-03) Allt tíska 22.9.2004 15:59 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.