Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 39
Þórlindur Kjartansson fer mikinn í Fréttablaðinu 16. september og talar um að almenningi kunni að finnast grunnskólakennarar fari glannalega með neyðarúrræðið verkfall. Verkfall er algert neyðar- úrræði og gripið er til þess þegar allar bjargir virðast vera bannaðar. Nú hafa grunnskólakenn- arar verið samningslausir í tæpt hálft ár, 173 daga. Á þessum tíma hafa staðið yfir samningavið- ræður á milli Félags grunnskóla- kennara (FG) og Launanefndar sveitarfélaganna (LN) sem engu hafa skilað. Þurfa grunnskóla- kennarar að bíða aðra 173 daga áður en þolinmæði þeirra þrýtur? Eiga þeir að bíða þangað til að allar aðrar stéttir eru búnar að semja? Auðvitað eru þetta kjörað- stæður fyrir sveitarfélögin sem spara sér hundruð milljóna á með- an grunnskólakennarar eru samn- ingslausir. Þórlindur minntist ekkert á að sveitarfélögin geti átt einhverja sök á þeim rembihnút sem deilan er komin í. Honum finnst þá líklega að laun 28 ára grunnskólakennara, með 5 ára starfsreynslu, vera honum sam- boðin en þau eru 160.000 kr. Honum finnst þá líklega krafan um að 30 ára grunnskólakennari verði með 220.000 kr - 230.000 kr. í lok samningstímabilsins árið 2007 vera græðgi og frekja eða jafnvel glannaleg. Hann segir einnig að mikið vanti upp á réttlætingu sérmeðferðar á kaupi og kjörum grunnskólakenn- ara. Þórlindur virðist hafa einstakt lag á að finna ekki réttlætingu fyrir þessari „sérmeðferð“ þar sem mikið er búið að skrifa og segja um þau mál. Honum og öðrum í hans sporum skal ég bæta úr því. Þórlindur veit líklega ekki að grunnskólinn hefur lengst um 2 skólaár á síðustu 7-8 árum. Mennta- málaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, getur staðfest þetta ef Þórlindur trúir því ekki. Sú aukna vinna sem þessi lenging kall- ar á hefur ekki skilað grunnskóla- kennurum nokkru í buddu þeirra. Enda er grunnskólakennari með tæplega 20% lægri laun en meðal- laun innan BHM þrátt fyrir að hafa bætt á sig þessum 2 skóla- árum frá því að sveitarfélögin tóku við grunnskólanum. Ef þetta réttlætir ekki „sérmeðferð“ grunnskólakennara þá má einnig benda á að sveigjanleiki starfsins hefur algerlega horfið og marg- háttuð réttindi s.s. undirbúningur fyrir kennslu, sjálfstæði kennara til endurmenntunar ofl. hafa verið skert. Sveitarfélögin segjast ekki hafa fjármagn til að greiða grunn- skólakennurum mannsæmandi laun. Þau varpa því eigin kjána- skap yfir á grunnskólakennara því að ekki hefur útsvar til sveit- arfélaganna hækkað þrátt fyrir að þessum tveimur skólaárum hafi verið bætt við. Það er sorglegt að sveitarstjórnarmenn virðast ekki hafa manndóm í sér til að rukka ríkið um kostnað við þessi tvö við- bótar skólaár. Þórlindur ætti að kynna sér málin betur áður en hann deilir á kröfugerð grunnskólakennara. Ábyrgð hans, og hans líka, á þróun kjaradeilunnar er nefnilega mikil þó að þessir óupplýstu pennar axli hana aldrei. ■ Jarðtengdar kjarabætur 27FIMMTUDAGUR 23. september 2004 Fordómar vegna Parkisonveiki Sigríður Einarsdóttir skrifar: Mig langar að taka undir grein um Parkinsonsjúkdóminn sem var í Frétta- blaðinu í vikunni. Ég undirrituð er með líkan sjúkdóm í litla heila sem eru skemmdar taugar eftir höfuðhögg, afleiðing er mikill skjálfti í höndum og höfði. Ég hef orðið fyrir tortryggni og einelti, t.d. á kaffihúsum vegna þess að ég verð að biðja um glas kaffið og stundum rör til þess að geta drukkið kaffið vegna mikils skjálfta í höndum og þá get ég ekki lyft bollan- um án þess að allt kaffið hellist niður. Fólk lítur á mig hornauga og stingur saman nefjum, fólk heldur að ég sé svona þunn eftir áfengisneyslu eða alger taugasjúklingur og þá í ljótri meiningu. Fullorðið fólk er ekkert betra en börnin hvað einelti varðar, svo eru svo miklir fordómar í gangi að það mætti halda að við lifðum á sautjándu öldinni en ekki á því herrans ári 2004. Ekki fara menn í bankana Matthías Kristinsson skrifar: Það er með eindæmum hvað sumir láta frá sér fara um kjaradeilu grunn- skólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Einn þeirra er Sigurður Óli Kolbeinsson, lögfræðingur Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, sem segir það ólöglegt að meina nemend- um að fara inn í skólastofurnar til að ná í bækurnar sínar á meðan á verkfalli kennara stendur. Þessi sami Sigurður Óli hlýtur þá einnig að telja það ólög- legt ef hann og aðrir fá ekki að fara inn í bankana til að sækja peningana sína í verkfalli bankamanna. Það yrði aldeilis handagangur í öskjunni þar líkt og yrði ef nemendum væri hleypt inn í kennslustofurnar án eftirlits þeirra sem vita hvar gögn hvers og eins liggja. Já, ekki er nú öll vitleysan eins! JÓN PÉTUR ZIMSEN GRUNNSKÓLAKENNARI UMRÆÐAN KENNARAVERKFALL BRÉF TIL BLAÐSINS Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. Fjöldi greina bíður birtingar Mikill fjöldi greina um málefni líð- andi stundar bíður birtingar í Fréttablaðinu. Rými blaðsins fyrir þetta efni er takmarkað og af því leiðir að nokkur tími getur liðið áður en aðsend grein birtist í blað- inu. Rétt er að minna á að blaðið birtir að jafnaði ekki langar að- sendar greinar. Æskilegasta lengd aðsendrar greinar er 400 orð og ætti slík grein að jafnaði að geta birst í sömu viku og hún berst rit- stjórn. Þegar grein er orðin yfir 700 orð að lengd getur liðið langur tími þar til blaðið hefur tök á að birta hana. Eru höfundar beðnir að hafa þetta í huga. 26-39 (26-27) skodun 22.9.2004 16:09 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.