Fréttablaðið - 23.09.2004, Síða 43

Fréttablaðið - 23.09.2004, Síða 43
FIMMTUDAGUR 23. september 2004 Sýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur, Tilbrigði við stef, verður opnuð í Listasafni Ís- lands næstkomandi laugardag. M a r k m i ð sýningarinn- ar er að gefa h e i l d s t æ t t yfirlit yfir listferil Guð- mundu, meg- inþemu listar hennar og dýpka skiln- ing á stöðu hennar í ís- lenskri og al- þ j ó ð l e g r i l i s t a s ö g u . Alls eru á s ý n i n g u n n i 90 verk sem spanna allan listferil hennar. Guðmunda Andrésdóttir er einn helsti fulltrúi abstraktlist- arinnar í íslenskri myndlist. Hún tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem ryður abstrakt- listinni braut á sjötta áratugn- um og þróaði á listferli sínum persónulega og heildstæða list- sköpun, sem markar henni skýra sérstöðu í íslenskri mynd- list. Guðmunda hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1956, sem ein- kenndist af oddhvössum form- um í hreinum og skærum litum í anda konkretlistar. Á Haustsýn- ingu Félags íslenskra myndlist- armanna árið 1969 kvað við nýjan tón í verkum hennar þar sem hringir og hreyfing eru orð- in aðalmyndefnið. Hringformið var þá komið til að vera í list Guðmundu. Árið 1974 fann Guð- munda sinn fasta sýningarvett- vang þegar Septem-hópurinn hóf sýningarhald, sem varð ár- viss viðburður til loka níunda áratugarins. Guðmunda var út- nefnd borgarlistamaður Reykja- víkur árið 1995. Um leið og sýning Guðmundu fer fram verður einnig opnuð sýning um forvörslu í L i s t a s a f n i Íslands. Á sýning- unni verður brugðið upp nokkrum þátt- um þeirrar vinnu sem unnin er á F o r v ö r s l u - deild Lista- safns Íslands. Sýningin lýtur að helstu þátt- um um varð- veislu, til dæmis viðgerðum listaverka, fyrirbyggjandi forvörslu og geymslu þess listræna arfs sem safninu er skylt að varðveita. Einng verður gerð grein fyrir nokkrum rannsóknum sem unnar hafa verið á vegum for- vörsludeildarinnar vegna Föls- unarmálsins svokallaða og sýnd dæmi um fölsuð málverk og að- ferðir við fölsun þeirra. Meðal verka á sýningunni eru tvö málverk sem bárust til landsins með baróninum á Hvít- árvöllum árið 1898; Arion and the Dolphin (Arion og höfrung- urinn) og Orpheus Taming the Animals (Orfeus temur dýrin). Verkin eru talin vera frá Flór- ens á Ítalíu en ekki hefur fengist óyggjandi svar um hver höfund- ur þeirra er. Einar Benediktsson skáld eignaðist þessi verk eftir daga barónsins og komust þau í eigu Listasafns Íslands árið 1934 eftir hrakningar í London. Annað verkanna er fullviðgert og forvarið á sýningunni, en hitt verkið er einungis forvarið. ■ til hamingju með Starfsmenntaverðlaunin 2004 í opnum flokki. Sameinaði lífeyrissjóðurinn Iðnskólinn í Reykjavík Óskum Janusi endurhæfingu ehf. Tilbrigði við stef F61220904 guðmunda 42-43 (30-31) menning 22.9.2004 19:41 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.