Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 23. september 2004 Sýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur, Tilbrigði við stef, verður opnuð í Listasafni Ís- lands næstkomandi laugardag. M a r k m i ð sýningarinn- ar er að gefa h e i l d s t æ t t yfirlit yfir listferil Guð- mundu, meg- inþemu listar hennar og dýpka skiln- ing á stöðu hennar í ís- lenskri og al- þ j ó ð l e g r i l i s t a s ö g u . Alls eru á s ý n i n g u n n i 90 verk sem spanna allan listferil hennar. Guðmunda Andrésdóttir er einn helsti fulltrúi abstraktlist- arinnar í íslenskri myndlist. Hún tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem ryður abstrakt- listinni braut á sjötta áratugn- um og þróaði á listferli sínum persónulega og heildstæða list- sköpun, sem markar henni skýra sérstöðu í íslenskri mynd- list. Guðmunda hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1956, sem ein- kenndist af oddhvössum form- um í hreinum og skærum litum í anda konkretlistar. Á Haustsýn- ingu Félags íslenskra myndlist- armanna árið 1969 kvað við nýjan tón í verkum hennar þar sem hringir og hreyfing eru orð- in aðalmyndefnið. Hringformið var þá komið til að vera í list Guðmundu. Árið 1974 fann Guð- munda sinn fasta sýningarvett- vang þegar Septem-hópurinn hóf sýningarhald, sem varð ár- viss viðburður til loka níunda áratugarins. Guðmunda var út- nefnd borgarlistamaður Reykja- víkur árið 1995. Um leið og sýning Guðmundu fer fram verður einnig opnuð sýning um forvörslu í L i s t a s a f n i Íslands. Á sýning- unni verður brugðið upp nokkrum þátt- um þeirrar vinnu sem unnin er á F o r v ö r s l u - deild Lista- safns Íslands. Sýningin lýtur að helstu þátt- um um varð- veislu, til dæmis viðgerðum listaverka, fyrirbyggjandi forvörslu og geymslu þess listræna arfs sem safninu er skylt að varðveita. Einng verður gerð grein fyrir nokkrum rannsóknum sem unnar hafa verið á vegum for- vörsludeildarinnar vegna Föls- unarmálsins svokallaða og sýnd dæmi um fölsuð málverk og að- ferðir við fölsun þeirra. Meðal verka á sýningunni eru tvö málverk sem bárust til landsins með baróninum á Hvít- árvöllum árið 1898; Arion and the Dolphin (Arion og höfrung- urinn) og Orpheus Taming the Animals (Orfeus temur dýrin). Verkin eru talin vera frá Flór- ens á Ítalíu en ekki hefur fengist óyggjandi svar um hver höfund- ur þeirra er. Einar Benediktsson skáld eignaðist þessi verk eftir daga barónsins og komust þau í eigu Listasafns Íslands árið 1934 eftir hrakningar í London. Annað verkanna er fullviðgert og forvarið á sýningunni, en hitt verkið er einungis forvarið. ■ til hamingju með Starfsmenntaverðlaunin 2004 í opnum flokki. Sameinaði lífeyrissjóðurinn Iðnskólinn í Reykjavík Óskum Janusi endurhæfingu ehf. Tilbrigði við stef F61220904 guðmunda 42-43 (30-31) menning 22.9.2004 19:41 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.