Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 54
„Will you still need me, will you still feed me, when I am 64.“ - Paul McCartney kemst að því eftir 2 ár hvort ótti hans úr bítlalaginu fræga af Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Bands frá 1967, verði að veruleika. 42 23. september 2004 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni Can: Future Days, Loretta Lynn: Van Lear Rose, Nicolai Dumger: Tranquil Isolation, Pretty Girls Make Graves: The New Romance, Radio4: Stealing of a Nation, Soul Wax: Any Minute now, og Wilko: A Ghost Is Born. RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Gerir það gott með því að eiga þrjú vinsælustu lögin á Netlistanum þessa vikuna. [ TOPP 20 ] NETLISTINN, VIKA 38 ÁST Ragnheiður Gröndal VÍSUR VATNSENDA-RÓSU Ragnheiður Gröndal DÍS Ragnheiður Gröndal ÞESSA EINU NÓTT Védís Hervör Árnadóttir I THINK OF ANGELS KK MARÍA Mannakorn FALLEGUR DAGUR Bubbi og Bang Gang NEISTINN Sálin hans Jóns míns PERFECT SKY Illumination ÞRÍR LITLIR KROSSAR Brimkló STUN GUN Quarashi YOU’LL NEVER WALK ALONE Elvis Presley AFGAN Papar EINS OG GENGUR Páll Rósinkranz og Kalli Bjarni HVAÐ VITA ÞEIR Björgvin og Jón Jósep Snæbjörns. Í NÆTURHÚMI Margrét Eir EINH. STAÐAR EINH. TÍMANN AFTUR Nylon ÖLDUEÐLI Papar HÚSIÐ OG ÉG Grafík VORVÍSA Papar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Ein af athyglisverðari hljómsveit- um sem heimsækir okkur á Airwaves-hátíðinni í ár er banda- ríska sveitin The Shins. Hún á rætur sínar að rekja í indírokkið en þó er einhver undarlegur sveitablær yfir tónlistinni. Þeir eru þó ekki vopnaðir kassagítur- um eða heygöfflum. Sjálfur segist James Mercer, söngvari og laga- smiður, vera undir miklum áhrif- um frá breskum sveitum á borð við Echo and the Bunnymen, The Cure, The Smiths og Jesus and Mary Chain. Hann og félagar hans í The Shins höfðu verið að gera tónlist saman í tæp 10 ár áður en hjólin byrjuðu að snúast. „Jú, það er skrýtið og mjög skemmtilegt,“ svarar James aðspurður um hvernig það sé að fá viðurkenn- ingu svona seint. „Okkur finnst mjög spennandi að fá að fara í tónleikaferðalög um Evrópu. Þetta er allt mjög exótískt fyrir okkur. Það er útlit fyrir það núna að við séum á leiðinni til Japans og Ástralíu í febrúar.“ Þið eruð þá vanir því að halda á ykkar eigin græjum? „Ójá. Við gerum það reyndar ennþá?“ Eruð þið ekki með rótara? Af hverju? „Af því að við erum smeykir við að taka við styrkjum frá plötu- fyrirtækinu okkar. Við viljum ekki fá peninga lánaða frá öðrum.“ Þegar ég sá ykkur á Hró- arskeldu hélt ég auðvitað að það væru rótararnir sem væru að setja upp á sviðinu. En svo þegar þegar tónleikarnir hófust, þá voruð þetta þið allan tímann. Frekar fyndið. „Kannski ættum við að klæða okkur í sérstaka galla þegar við rótum á svið. Svo þegar tónleikarnir hefjast þá klæðum við okkur úr þeim og byrjum að spila.“ Eftir tæp tíu ár í hljómsveit- inni, af hverju byrjaði þetta allt í einu að rúlla? „Ég held að ég hafi bara ekki tekið þetta nógu alvarlega í fyrstu. Það var ekki fyrr en fyrir svona 5 árum síðan sem ég byrj- aði að gera það. Það var ekki fyrr en þá sem hlutirnir byrjuðu að gerast. Ég veit ekki afhverju. Ég held að ég hafi verið smeykur við það í langan tíma að láta mér vera annt um tónlist. Aðallega vegna þess hversu kaldur og undarlegur þessi tónlistarbransi er.“ Áður en James tók tónlistina alvarlega vann hann fyrir leig- unni með ýmsum undarlegum vinnum. Allt frá því að vinna í speglaverksmiðju til þess að sjá um bókhald hjá fasteignasölu. Hann fann sig ekki í neinu sem hann tók sér fyrir hendur og hélt áfram að semja lög á kvöldin þeg- ar hann kom heim úr vinnunni. James virkar frekar ófram- færinn. Á sviði er hann til dæmis ekki sá sem stendur á miðju svið- inu og talar við áhorfendur, þrátt fyrir að vera söngvarinn. Það hlutverk fékk bassaleikarinn Marty. „Ég er svolítið feiminn í slíkum senum. Þegar ég reyni að segja eitthvað fyndið verða allir mjög þögulir og stara bara á mig. Þegar Marty segir hluti þá hlæja allir. Hann býr yfir meiri sjarma á þennan hátt,“ útskýrir hann. Tónleikaferðalagi The Shins fyrir plötuna Chutes too Narrow er í raun lokið en tónleikarnir á Airwaves eru því eins konar stíl- brot á fríi þeirra. James hlakkar vissulega til þess að koma hingað en segir London besta staðinn sem hann hafi spilað á í Evrópu til þessa. „Við finnum fyrir gífur- legum áhuga á hljómsveitinni þar. Fólk þar var alveg snælduvit- laust, sem var alveg frábært.“ Það hefur nú alltaf verið mjög sérstakt ástar/hatursamband á milli breskra og bandarískra sveita. „Já, annað hvort hata þeir þig, eða að þeir elska þig það mikið að þeir byrja að klæða sig eins og þú,“ segir James og við hlæjum báðir. „Eins og þegar gruggrokkið varð vinsælt. Ég var mjög hissa þegar það náði vinsældum í Bret- landi. Ég var aldrei neitt sérstak- lega hrifinn af því og ég var þá nýfluttur frá Bretlandi þar sem ég var í skóla. Þegar ég kom aftur til Bandaríkjanna var gruggið allt í einu það vinsælasta í Bretlandi og strákarnir í Depeche Mode litu allt í einu út eins og þeir væru í Nirvana. Mjög skrýtið.“ James er heillaður af því hvernig við nýtum okkur jarðhit- ann til þess að hita upp heimili okkar. Hann þekkir Björk, múm, Sigur Rós og Sykurmolanna. Rest- inni ætlar hann að kynnast þegar hann kemur hingað í næsta mán- uði. „Það eru bara um 270 þúsund manns þarna, er það ekki? Kannski get ég hitt alla?“ spyr hann, kannski full bjartsýnn. biggi@frettabladid.is Vilja ekki fá sér rótara THE SHINS Þetta er ein af athyglisverðari hljómsveitum á Airwaves-hátíðinni í ár. 54-55 (42-43) tonlist 22.9.2004 19:31 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.