Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 59
Kvikmyndin The Anchorman er ágætis stúdía á því hversu hárfín línan er á milli góðra fíflaláta og misheppnaðra. Kvikmyndin rokk- ar þarna á milli, þannig að stund- um getur maður ekki annað en skellt upp úr, en hina stundina finnur maður hvernig aumingja- hrollurinn hríslaðist niður eftir bakinu og maður spyr sig: „Af hverju er ég hérna?“ Anchorman fjallar um Ron Burgundy, sem er leikinn af hin- um mjög svo fyndna leikara Will Ferrell (sem skrifaði jafnframt handritið ásamt leikstjóra), en Ron þessi Burgundy er vinsælasti fréttaþulurinn í San Diago. Það sem er einna fyndnast í myndinni er útlitið á Ron og einnig einstaka fínhreyfingar hans og vina hans, t.d. þegar þeir gera sig líklega til að slást eða vera með stæla. Allt er gamaldags á skemmtilega úreltan hátt. Það hitnar undir Banbury þegar hann fær óvænta samkeppni í stóli aðal-fréttaþular, frá kvenmanni, sem hann á auð- vitað mjög erfitt með að sætta sig við. Ýmsar stórstjörnur nútíma- kvikmyndalistar dúkka upp í aukahlutverkum og spreyta sig á meðferð fíflaskapar með allgóð- um og athyglisverðum árangri í sumum tilvikum. Ef bíó á að leysa einhverjar lífsgátur þá er þessi mynd auðvit- að tímaeyðsla. Það er ekkert merkilegt í henni. En ef fólk vill kkúrat sjá eitthvað þannig – svona sæmilegan fíflaskap með kæru- leysislegu yfirbragði – er hægt að mæla með þessari. Engin ástæða til að redda sér barnapössun út af henni samt, eða fara út að borða á undan. Guðmundur Steingrímsson Sæmileg fíflalæti THE ANCHORMAN LEIKSTJÓRI: Adam McKay LEIKARAR: Will Ferrell, Christina Applegate og fleiri. BANDARÍKIN 2004. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN 47FIMMTUDAGUR 23. september 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN GRETTIR SÝND KL. 6 M/ ÍSL. TALI Frábær rómantísk gamanmynd Ein besta ástarsaga allra tíma SÝND kl. 9 B.I. 16 SÝND kl. 6 SÝND kl. 5.50 & 10 SÝND kl. 10 B.I. 12 Stór skemtileg nútíma saga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfs- dóttur í titil- hlutverkinu. "Hún er hreint frábært." JHH kvikmyndir.com HHH1/2 SÝND kl. 6, 8 og 10.15 SÝND kl. 7 og 10 CATWOMAN kl. 8 SÝND kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 GEGGJUÐ GRÍNMYND Á einfaldari tímum þurfti einfaldari mann til að færa okkur fréttirnar i f l ri tí rfti i f l ri til f r r fr ttir r GRETTIR SÝND kl. 4 og 6 M/ ÍSL. TALI SÝND kl.8 og 10.30 B.I. 14 SÝND kl. 6, 8 & 10 SÝND kl. 8 og 10.30 FORSÝND KL. 8 MIÐASALA OPNAR KL. 5 Frá leikstjóra Crimson Tide, Enemy of the State og Spy Games Á einfaldari tímum þurfti einfaldari mann til að færa okkur fréttirnar VERKFALLSBÍÓ TILBOÐ, 300KR. Á 2 OG 4 SÝNINGAR SPIDERMAN 2 - GRETTIR - MADDITT 2 Verkfallsbíó tilboð 300 kr. Spider-Man 2 sýnd kl. 4 B.i 12 Grettir sýnd kl. 4 Ella í álögum sýnd kl 4 Pétur Pan sýnd kl 4 Frá leikstjóra Crimson Tide, Enemy of the State og Spy Games „Myndir á borð við þessar segja meira en þúsund orð.“ HHHH - H.J. Mbl. SÝND kl. 10.15 ■ TÓNLIST ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. Danska U2-hermisveitin Die Herren, sem spilaði á Nasa í febrúar á þessu ári, heldur tvenna tónleika á Gauki á Stöng dagana 1. og 2. október næst- komandi. Ný plata með U2 er væntan- leg í nóvember og því verða tón- leikarnir góð upphitun fyrir komu hennar í verslanir. Rúm- lega þúsund manns sáu tvenna tónleika Die Herren á Nasa og því má búast við húsfylli á Gauknum. Forsala miða er hafin í Hard Rock, Kringlunni, og er miðaverð 1.800 kr. ■ Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice heldur tónleika á skemmti- staðnum NASA í kvöld. Síðast þegar hann lék þar, í mars síðast- liðnum, var troðfullt út að dyrum og vöktu tónleikarnir mikla lukku viðstaddra. Rice var ákaflega ánægður með viðtökurnar og vildi ólmur koma hingað aftur og spila fyrir landann. Löngu uppselt er á tónleikana í kvöld eins og raunin var með þá fyrri. Með Rice í för verður söngkon- an Lisa Hannigan sem syngur í nokkrum lögum á frumraun hans, O, sem kom út í fyrra. Fékk sú plata frábærar viðtökur gagn- rýnenda og var ofarlega á listum yfir bestu plötur ársins. Rice gaf nýverið út sjö laga b- hliðaplötu með lögum sem komust ekki á O. Mörg þeirra spilaði hann á tónleikunum hér á landi í mars og flestir ættu því að kannast bet- ur við þau ef hann spilar þau aftur í kvöld. ■ M YN D /V IL H EL M DIE HERREN Danska hljómsveitin Die Herren spilar hér á landi dagana 1. og 2. október. U2 á Gauknum DAMIEN RICE Írinn Damien Rice hefur notið mikilla vinsælda síðan frumraun hans, O, kom út í fyrra. Hann heldur sína aðra tónleika hér á landi í kvöld. Rice spilar í kvöld ■ TÓNLIST 58-59 (46-47) bio 22.9.2004 19:34 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.