Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 23.09.2004, Blaðsíða 61
■ KVIKMYNDIR FIMMTUDAGUR 23. september 2004 Leikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney lék nýverið í auglýsingu fyrir ítalska bílafram- leiðandann Fiat. Auglýsingin var tekin upp á Ítalíu, þar sem Clooney hefur dvalið töluvert undanfarið. Á hann hús í bænum Laglio. Clooney, sem er 43 ára, átti víst í miklum erfiðleikum með að leika í auglýsingunni vegna ágangs aðdá- enda sem vildu fá hjá honum eigin- handaráritun. Í auglýsingunni er Clooney lokkaður inn í Fiat-bíl áður en honum er ekið í burtu af fallegri konu. ■ GEORGE CLOONEY Clooney var umkringdur æstum aðdáendum við tökur á auglýsingunni. Lagði áherslu á ofbeldi og stór brjóst Kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn goðsagnakenndi Russ Meyer er fallinn frá. Meyer, sem er þekktastur fyrir erótískar myndir á borð við Faster, Pussycat! Kill! Kill!, var 82 ára þegar hann lést. Á sínum tíma voru kvikmyndir Meyers taldar til kláms en í dag eru þær ekki taldar eins grófar. Í þeim var lögð áhersla á ofbeldi og konur með stór brjóst en lítið var um að kynlíf sæist í mynd. Taldist Meyer engu að síður til frum- kvöðla í klámmyndagerð. Alls gerði hann að minnsta kosti 23 kvikmyndir á sínum ferli, þar á meðal frumburð sinn The Imm- oral Mr. Teas árið 1959 og Vixen! árið 1968. Vegna vinsælda mynda hans fékk hann athygli stórra kvikmyndaframleiðenda í Hollywood. Fyrir þá leikstýrði hann meðal annars myndinni Beyond the Valley of the Dolls, sem var framhald stórmyndarinn- ar Valley of the Dolls. Vakti hún misjöfn viðbrögð eins og flestar mynda hans. Stundum var Meyer gagnrýndur fyrir að gera lítið úr konum en sjálfur sagði hann að þær hefðu gaman af myndunum sínum. Einnig vildi hann meina að kvikmyndirnar löðuðu fólk frekar í bíó. Í dag eru margar mynda hans dýrkaðar og dáðar af kvikmynda- áhugamönnum. Hafa nokkrar þeirra verið sýndar á kvikmynda- hátíðum víða um heim auk þess sem fræðimenn hafa fjallað um þær. ■ ■ KVIKMYNDIR RUSS MEYER Russ Meyer er látinn, 82 ára að aldri. Hann gerði að minnsta kosti 23 kvikmyndir á sínum ferli. Clooney auglýsir Fiat Átta ár eru síðan hiphop-hljóm- sveitin Fugees hætti störfum. Lauryn Hill, Pras og Wyclef tóku þó saman aftur um helgina og komu fram í „Brooklyn Block Party“ sem Dave Chapelle hélt. Þau voru ekki ein um stuðið því ekki verri tónlistarmenn en Mos Def, Kanye West, Jill Scott, Common, Talib Kweli, The Roots, Erykah Badu og Dead Prez komu einnig þar fram. Wyclef ljóstraði því upp að ný Fugees-plata myndi koma út innan eins og hálfs árs. Í millitíðinni kemur þó ný plata frá söngkonu Fugees, Lauryn Hill. Sú heitir Khulami Phase og kemur út innan tíðar. Nú þegar er búið að taka upp myndbandið við fyrstu smáskífuna. ■ ■ TÓNLIST Fugees saman á ný FUGEES Svona voru þau ung og saklaus fyrir átta árum. 60-61 (48-49) TV 22.9.2004 21:03 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.