Tíminn - 09.11.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.11.1973, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. nóvember 1973. TÍMINN 19 INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Frá Kanada Atlas snjóhjólbarðar Stærð L 78-15 (915-15) með hvítum hringjum, fyrir Bronco. Verð með nöglum kr. 4895 með söluskatti Stærð H 78-15 (855-15 með hvítum hringjum, fyrir Scout, Wagoner, Wyllis og frambyggða rússajeppa Bifreiðastöð- in Hreyfill þrjátíu ára á sunnudaginn Verðtilboö óskast I, um það bil 1.200.000 stk. umbúðapoka, ætlaða fyrir afgreiðslu úr verzlunum Afengis- og tóbaks- verslunar ríkisins. Til greina kemur að nota poka úr pappir, plasti eða öðrum sambærilegum efnum. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora. Tilboð verða opnuð kl. 11.00 f.h. fimmtudaginn 6. des. 1973. UM ÞESSAR mundir eru 30 ár ■íÉ fr:.i W* Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við Endur- hæfingadeild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staöan veitist frá 1. desember n.k. Laun skv. kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf stilaðar á Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar skulu sendar yfirlækni deildarinnar, Grensásvegi 62, fyrir 28,nóv. n.k. Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn. Reykjavik, 6. nóvember 1973. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar 'mmmmmmmmmm m k k § W/ • r': y-' aH': z Bankastræti 9 - Sími 11811 NYTT - NYTT ★ Dömuskór ★ Herraskór ★ Herraleðurjakkar í 6 litum ★ Kjólar ★ Herrapeysur og vesti ★ Mússur og blússur ★ Peysur SJÓN ER SÖGU RÍKARI VERiÐ VELKOMIN! siöan bifreiðastöðin Hreyfill var sett á stofn. Þann 11. nóv. 1943 komu 70 sjálfseignabifreiöastjór- ar saman til fundar, i baöstofu iönaöarmanna, i þeim tilgangi að stofna samvinnufélag um rekstur bifreiðastöðvar, er annast skyldi mannflutninga I Reykjavík og ná- grenni. Var þá þegar á þessum fundi gengið formlega frá stofnun félagsins, samþykkt lög þess, er telja 18 greinar, og svipar þeim til laga samvinnufélaga. Félagið hlaut nafnið Samvinnufélagiö Hreyfill. Tildrögin að stofnun félagsins voru þau, aö á þeim tima voru starfræktar í miðborginni einar 5 bifreiöastöövar, er allar voru i einkaeign. Var þaö álit bifreiða- stjóra, að þeir teldu málum sin- um betur borgið i eigin höndum. Þannig gætu þeir hlúö betur að starfseminni, bæöi hvað viðkæmi bifreiðastjórunum sjálfum og viðskiptavinunum. Strax i upphafi réðst hið ný- stofnaða félag i að kaupa bif- reiöastööina Geysi, er hafði að- setur við Kalkofnsveg. Var þaö mikið átak á þeim tíma. bar var siöan aðalaösetur Hreyfils s.f. fram til ársins 1971, er öll starf- semin fluttist i ný og glæsileg eig- in húsakynni við Fellsmúla 24-26. Vöxtur Samvinnufélagsins Hreyfils var þvi ör næstu árin. Rekstur félagsins blómgaðist, bifreiðastjórar af smærri stöðvunum komu yfir til Hreyfils og þær hættu störfum. Velgengi Hreyfils s.f. má þakka framsýni og áræði forustumanna félagsins, og siðast en ekki sizt, samstöðu bifreiöastjóranna sjálfra um hin ýmsu velferðar- mál hins nýstofnaöa félags. Hreyfill var m.a. fyrsta bif- reiðastöðin, er setti upp sima- pósta á bifreiðastæöum sinum i borginni. Var það gjörbylting á þeim tíma, hvað við kom allri þjónustu við viðskiptavini. Siðar komu talstöðvar I bifreiðar, er eigi ollu minna um bætta þjón- ustu. Þá var Hreyfill fyrsta bif- reiðastöðin, sem opið haföi allan sólarhringinn. Það má þvi segja, að Hreyfill s.f. hafi gengið á und- an með góðu fordæmi I þá átt að leitast við að þjóna sem bezt sin- um viðskiptavinum. Enda var það m.a. sá þýöingarmikli þáttur I starfrækslu bifreiöastöövar, er Hinar nýju bækistöðvar Hreyfils viö Fellsmúla. -Tfmam: Gunn- hvatti bifreiðastjóra til stofnunar Hreyfils. Að samvinnufélagsformið var haft á við stofnun Hreyfils, má rekja til þess, að áratuga góð reynsla samvinnufélaga hér á landi hafði reynzt efnalitlum þjóðfélagsþegnum farsæl, og þvi meiri likur á samstöðu um sam- einingu allra bifreiöastööva i borginni. Um 1960 réöst samvinnufélagiö Hreyfill i stórbyggingu viö Fells- múla 24-26, sem er rúmir 20.000 rúmmetrar, og lokiö veröur viö á næstu mánuðum. öll starfsemi Hreyfils s.f. er flutt I þessi nýju húsakynni, svo sem skrifstofur og simstöð. Þá hafa bifreiðastjórar aðgang að þvottahúsi, þar sem þeir geta þrifið bifreiðar sínar hvenær sólarhringsins sem er. Aðstööu til félagsstarfsemi fá bifreiðastjórar I hinu nýja húsi. Er það um 200 fermetra salur, er vonir standa til að veröi tilbúinn til notkunar i vetur. Benzin- og oliusölu rekur félag- iövið Fellsmúla 26, og hefur einn- ig umboð fyrir sölu á talstöðvum. Innlánsdeild var stofnuð i tengsl- um við samvinnufélagið árið 1951. Formenn samvinnufélagsins Hreyfils hafa veriö þeir Berg- steinn Guöjónsson, Ingjaldur Isaksson, Gestur Sigurjónsson, og núverandi formaöur er Þórður Eliasson. Um leiö og bifreiðastöðin Hreyfill þakkar öllum sinum mörgu, tryggu viöskiptavinum ánægjulegt samstarf á liönum ár- um, er þaö von forráðamanna Hreyfils, að Hreyfill, nú sem fyrr, hafi forustu um allt er horfir til bóta og bættrar þjónustu við við- skiptavini. Um 300 bifreiðastjórar aka nú á Hreyfli. HJOLBARÐAR Höfóatúni 8-Símar 86780 og 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.