Fréttablaðið - 26.09.2004, Side 1

Fréttablaðið - 26.09.2004, Side 1
MILLJÓNIR FLÝJA Þremur milljónum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sín á Flórídaskaga í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Jeanne, sem búist er við að skelli á í dag. Sjá síðu 2 ENGIN NEYÐ Forystumenn kennara segja ekkert neyðarástand ríkja í skólamál- um fatlaðra standi verkfall þeirra aðeins viku lengur. Umboðsmaður barna undr- andi. Sjá síðu 2 MÓTMÆLA RÁÐHERRA Prófessor í lagadeild Háskóla Íslands og formaður Lög- mannafélagsins segja enga þörf fyrir sér- stakan stjórnsýsludómstól. Sjá síðu 4 NAUÐGA STÚLKUM Fjölmargar eþíópískar stúlkur hafa orðið fórnarlömb manna sem ræna þeim og nauðga. Þannig vilja mennirnir tryggja að þeir fái að borga minna ef þeir giftast þeim. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 26. september 2004 – 263. tölublað – 4. árgangur NORDISK PANORAMA SÉRBLAÐ UM HÁTÍÐINA Í MIÐJU FRÉTTABLAÐSINS Í DAG SÍÐUR 18 & 19 ▲ LÉTTIR SMÁM SAMAN TIL Víða bjart síðdegis um sunnan- og vestanvert landið. Dálítil rigning suð-austan til í fyrstu en rofar síðan til. Skúrir fyrir norðan. Sjá síðu 6 Jóna Hrönn Bolladóttir og Gunnar Hjaltested fjalla um erfiðleikana þegar nánir ættingjar greinast með þennan illvíga sjúkdóm. Ríkisútvarpið er akkeri Markús Örn Antonsson talar um stefnu Ríkisútvarpsins, framtíð þess og vandamál í helgarviðtalinu við Fréttablaðið. SÍÐA 14 & 15 ▲ KVIKMYNDASÝNING Í SUNDHÖLLINNI Fjöldi fólks lagði leið sína í Sundhöllina í gærkvöldi til að horfa á finnsku stuttmyndina Watercolors. Myndinni var varpað upp á vegg og fólk lá í mestu makindum í kút og horfði á hana. Ef fólk hafði sérstaka þörf fyrir að kafa þá var hægt að hlusta á hljóðið undir yfirborði vatnsins. SVEITARSTJÓRNARMÁL Tillögur Reykjavíkurlistans um stórfelldar breytingar á stjórnkerfi borgar- innar eru nú til óformlegrar um- fjöllunar meðal borgarfulltrúa. Þar er meðal annars lögð til sam- eining menningarmála og íþrótta- og tómstundamála og sameining fræðsluráðs og leikskólaráðs. Þá er lagt til að embætti borgarlög- manns og borgarritara verði lögð niður auk Innkaupastofnunar Reykjavíkur og Aflvaka. Búist er við að endanlegar tillögur um þetta liggi fyrir í næsta mánuði. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, segir að unn- ið sé að tillögum um sameiningu fjölmargra nefnda og sviða. „Það er verið að skoða allt stjórnkerfið, þar á meðal ráðhúsið og einstaka skrifstofur og nefndir.“ Dagur segir að sameining íþróttamála og menningarmála sé þar á meðal. Nefndirnir séu býsna margar og borgarkerfið óþarflega flókið. „Fólk á ekki að þurfa masterspróf í stjórnsýslufræðum til að skilja stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þess vegna viljum við einfalda það og gera kerfið skilvirkara. Það er engum greiði gerður með því að hafa nefndirnar of smáar. Við þannig kringumstæður fer of mikill tími í samráðsfundi nefnda og þeim gefst ekki tækifæri til að einbeita sér að stefnumörkun og framtíðarsýn.“ Dagur segir að markmiðið sé eingöngu að einfalda hlutina því það sé ekki vitað hvort breyting- arnar leiði til sparnaðar fyrir borgina, komi þær til fram- kvæmda. Forystumenn innan íþrótta- hreyfingarinnar sem blaðið náði tali af segjast óánægðir með hug- myndirnar. Verið sé að búa til svo stórar stjórnsýslueiningar að þær kunni að missa sjónar á markmið- um þessara ólíku málaflokka. Þá þótti öðrum sem núverandi fyrir- komulag virkaði vel og því væri lítil ástæða til breytinga. Pólitísk samstaða mun vera um sumar tillögur Reykjavíkurlist- ans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks munu þó vera ósáttir við sumt sem þar kemur fram, þar á meðal sameiningu íþróttamála og menningarmála. ghg@frettabladid.is Mexíkóborg: Kvikmyndir fyrir hunda MEXÍKÓ Hundakvikmyndahátíð var haldin í Mexíkó í gær þar sem eingöngu voru sýndar stutt- myndir um hunda og fyrir hunda. Nokkur hundruð manns mættu með hundana sína. Stofn- andi hátíðarinnar sagðist lengi hafa gengið með hugmynd að henni í kollinum. ,,Mig hefur lengi langað til að taka hundinn minn með í bíó,“ segir stofnandi hátíðarinnar. „ Þeir eru svo líflegir og sumir urðu æstir þegar fólk klappaði að sýningu lokinni.“ Boðið var upp á hundasnakk með poppinu á hátíðinni og að- gangseyrir var fimmhundruð krónur fyrir manninn en frítt fyrir hundana. ■ Stórfelldar kerfis- breytingar í borginni Reykjavíkurlistinn íhugar að sameina íþrótta- og menningarmál. Einnig til athugunar að leggja niður embætti borgarlögmanns og borgarritara. Mjög umdeilt og urgur innan íþróttaforystunnar. UMSKURÐUR KVENNA Landsfélög UNICEF og UNIFEM efna til styrktarsýningar á heimildarmyndinni The Day I Will Never Forget, sem fjallar um umskurð kvenna. Myndin verður sýnd í Regnboganum og hefst klukkan 11.30. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Að lifa við alzheimer 01 forsíða 25.9.2004 22:12 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.