Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 2
2 26. september 2004 SUNNUDAGUR NÁTTÚRUHAMFARIR Þremur milljón- um manna hefur verið gert að yf- irgefa heimili sín á Flórídaskaga í Bandaríkjunum vegna fellibylsins Jeanne, sem búist er við að skelli á í dag. Rúmlega ellefuhundruð manns fórust þegar Jeanne gekk yfir Haítí um síðustu helgi. Ef Jeanne gengur yfir Flórída verður það fjórði fellibylurinn sem gengur yfir skagann á sex vikum. Svo margir fellibyljir hafa ekki gengið yfir á þessum slóðum á svo skömmum tíma í rúma öld. Fellibyljirnir þrír, sem valdið hafa tjóni á Flórída undanfarnar vikur, eru Charley, Frances og Ivan. Að minnsta kosti sjötíu Flór- ídabúar hafa farist í hamförunum og tjón hefur numið milljörðum dollara. Heimamenn keppast nú við að koma böndum á rústir húsa sem féllu í síðasta fellibyl, en óttast er að Jeanne muni feykja brakinu á loft og skapa þannig mikla hættu fyrir fólk sem vinnur að björgun- arstörfum á meðan bylurinn gengur yfir. Þá er óttast að skurð- ir, ár og vötn séu full af vatni eftir fellibylji síðustu vikna. Því muni úrkoma sem fylgir Jeanne valda miklum flóðum. ■ Höfnun undanþága byggð á þekkingu Forystumenn kennara segja ekkert neyðarástand ríkja í skólamálum fatlaðra standi verkfall þeirra aðeins viku lengur. Umboðsmaður barna undrast að börnin hafi ekki fengið undanþágu til að sækja skólana. KENNARAVERKFALL Rof í skólagöngu fatlaðra barna vegna kennara- verkfalls er ekki neyðarástand standi verkfallið einungis viku lengur, segir Finnbogi Sigurðsson formaður Félags grunnskólakenn- ara. Matið sé byggt á mikilli þekk- ingu þess kennara sem sitji í und- anþágunefnd kennara og sveitar- félaganna. „Við höfum skipað ákveðna verkfallsstjórn. Sú verkfalls- stjórn velur út einstakling í und- anþágunefndina. Sá er marg- reyndur kennari úr Safamýrar- skóla og hefur starfað þar í fjöl- da ára með fötluð- um börnum og börnum með alls- konar afbrigðum af geðfötlunum og líkamlegum fötl- unum. Sá fulltrúi okkar hefur lagt það mat á stöðuna að ekki séu ástæð- ur til að veita und- anþágur til skóla- göngu. Að minns- ta kosti ekki þessa viku,“ segir Finn- bogi. Umsókn Fjölskylduráðs Vest- mannaeyja var meðal þeirra þrettán sem var hafnað. Það óskaði eftir undanþágu svo hægt væri að kenna börnum á aldrinum 6 til 12 ára sem eigi við félagsleg, geðræn og hegðunarleg vand- kvæði að stríða. Þá óskaði skóla- stjóri Öskjuhlíðarskóla eftir að þroskaheft og fjölfötluð börn sem sæki skólann gætu gert það þrátt fyrir verkfallið en var hafnað. Skólastjórinn telur að reglufesta í námi og allri umgjörð skólastarfs- ins sé börnunum mjög nauðsyn- leg. Þórhildur Líndal umboðsmað- ur barna segir bagalegt að fötluð börn fái ekki að halda sínu dag- lega lífsmynstri. Hún eigi erfitt með að skilja afstöðu kennara fyr- ir því að engar undanþágur séu gefnar í verkfallinu en hún þekki ekki rökstuðning þeirra: „Ég hefði viljað sjá öll fötluð börn fá að sækja grunnskólann. Ég vona svo sannarlega að deila kennara og sveitarfélaga fari að leysast svo skólabörn í landinu fái notið þeirrar menntunar sem þau eiga rétt til.“ Í undanþágunefndinni sitja Þórarna Jónasdóttir fyrir Kenn- arasambandi Íslands og Sigurður Óli Kolbeinsson fyrir launanefnd sveitarfélaganna. Þau náðu ekki samkomulagi um sjö beiðnanna sem var því hafnað. Tveimur var frestað til næsta fundar og ekki var hægt að afgreiða fjórar þeirra vegna formgalla í um- sóknunum. gag@frettabladid.is MEÐ HAGLABYSSU OG FÍKNIEFNI Maður á fimmtugsaldri var stöðvaður fyrir hraðakstur á Ólafsfjarðarvegi við Ytri-Vík, eða skammt suður af Hauganesi, á ellefta tímanum í gærkvöldi. Mældist hann á 137 kílómetra hraða. Lögreglan á Akureyri leit- aði í bílnum og lagði hald á fíkni- efni sem þar fundust auk hagla- byssu og skotfæra. FUNDU FÍKNIEFNI Karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður á Akur- eyri grunaður um ölvunarakstur. Við leit í bifreiðinni fundust fíkniefni. Á Ólafsfjarðarvegi var bifreið ekið út af aðfararnótt laugardags. Ókumaðurinn slasað- ist ekki alvarlega en er grunaður um ölvun við akstur. Vatnsleiðsla Eyja: Viðgerð lokið VIÐGERÐ Seinni tilraun til að gera við vatnsleiðslur í Vestmannaeyj- um heppnaðist betur en sú fyrri og halda leiðslurnar ennþá. Á föstudaginn festu kafarar bút við vatnsleiðsluna en það dugði skammt. Viðgerðarmenn unnu svo hörðum höndum aðfara- nótt laugardags og langt fram á dag og tókst loks að gera við leiðslurnar. „Nú er bara að bíða og vona að hún haldi,“ segir Andrés Sigmundsson, formaður bæjar- ráðs Vestmannaeyja. ■ ,, Fulltrúi okkar hefur lagt það mat á stöð- una að ekki séu ástæð- ur til að veita und- anþágur. Að minnsta kosti ekki þessa viku. Já talsverð, það má segja það. Haraldur Briem er læknir hjá Landlæknisembætt- inu. Embættið hefur undanfarið fylgst grannt með svokölluðum orkunámskeiðum. SPURNING DAGSINS Haraldur, er búin að fara mikil orka í þetta? Einkaskóli auglýsir í miðju verkfalli: Kennarar ósáttir KENNSLA Kennarar í Suðurhlíðar- skóla í Reykjavík harma birtingu auglýsingar frá hollvinum skól- ans í Morgunblaðinu á föstudag. Í auglýsingunni var einkaskól- inn og starfsemi hans auglýstur. Þar segir: „Öflugt skólastarf í 100 ár, án þess að kennsla hafi fallið niður vegna verkfalla, segir meira um stöðugleikann en þessi auglýsing.“ Undir skrifar Jón Karlsson skólastjóri og kennari. Kennarar skólans funduðu og sendu frá sér yfirlýsingu sem birtist á síðu Kennarasambands Íslands: „Við viljum að það komi fram að þetta var gert án samráðs við okkur og án okkar vitundar.“■ Pantaðu nýjan og glæsilegan ferðabækling. Fylgstu með á heimasíðu okkar www.kuoni.is Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Tæland, Bali, Kúba, Egyptaland, Indland, Sri Lanka, Kína, Kenýa, Mexíkó og víðar Bæklingar á völdum Esso-stöðvum. Hua Hin, Tælandi 2 vikur í nóvember Verð á mann í tvíbýli frá: 113.500 kr. með öllum sköttum! Bali 2 vikur í nóvember Verð á mann í tvíbýli frá: 112.750 kr. með öllum sköttum! Kúba 2 vikur í nóvember Havana 5 d./Varadero 9 d. Verð á mann í tvíbýli frá: 130.650 kr. með öllum sköttum! Vetrarsól Tryggðu þér vetrarfrí hið fyrsta SEINKUN Á FLUGI VEGNA ÓVEÐ- URS Mikið óveður gekk yfir land- ið aðfaranótt laugardags og varð seinkun á flugi í Keflavík vegna veðurs. Vegna þessa raskaðist flug í langt fram á laugardag. BÁTAR LOSNUÐU ÚR HÖFNINNI Þrír bátar sem fastir voru við þann fjórða í höfninni í Sandgerði slitnuðu frá í óveðrinu og ráku inn í fjöruna. Stærsti báturinn var um tuttugu tonn að þyngd. Tókst að losa tvo strax úr fjör- unni og þann þriðja upp úr há- degi þegar farið var að falla að aftur. Óverulegar skemmdir urðu á bátunum. Fellibylurinn Jeanne: Fjórði fellibylurinn á sex vikum UNDIRBÚNINGUR FYRIR HAMFARIR Dianne Ragno hamstrar bensín í Palm City á Flórída. Hún gat ekki keypt bensín í sjö daga eftir að síðasti fellibylur gekk yfir skagann. VESTMANNAEYJAR Önnur vatnsleiðslan fór alveg í sundur. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KJARAMÁL Fjölmiðlar klifa á því að verkfall kennara bitni á saklaus- um börnum og með því er mark- visst verið að gera baráttu kenn- ara tortryggilega. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambands Íslands í pistli á heimasíðu sambandsins. Hann segist stundum hafa lent í töfum í ferðum sínum erlendis vegna verkfalla járnbrautastarfs- manna, flugmanna eða hlaðmanna á flugvöllum. En hvergi hafi fjölmiðlar tekið á því eins og ís- lenskir fréttamenn og þáttagerð- armenn. ,,Allir telja að þetta sé sjálfsagður réttur launamanna til þess að berjast fyrir sínum mál- um og skilningur almennings á því kemur glöggt fram þegar tutt- ugu manns mæta á fund þar sem mótmæla átti hinum sértæka rétti kennara til þess að berjast fyrir sínum kjörum.“ Guðmundur segist ekki vera viss um að þetta sé ætlun ís- lenskra fréttamanna en þetta sé vanhugsað. ,,Það er rétt að verk- fall kennara leiðir til þess að nem- endur fá ekki kennslu. En hvað gerist ef flugmenn fara í verkfall, eða þá mjólkurfræðingar, eða fréttamenn á fjölmiðlum? Bitnar það einvörðungu á forstöðumönn- um viðkomandi fyrirtækja. Það er ekki hægt að skilja íslenska fréttamenn og þáttagerðarmenn öðru vísi en svo að þeir ætlist til þess að verkfall bitni einvörðungu á forsvarsmönnum viðkomandi fyrirtækja.“■ FRÁ ÆFINGUNNI Farþegar „þotunnar“ virtust margir illa á sig komnir. Flugslysaæfing: Líkt eftir brotlendingu REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Allsherjar flugslysaæfing var sett í gang á hádegi í gær og stóð langt fram á dag. Æft var eftir nýrri neyðaráætl- un fyrir Reykjavíkurflugvöll. Til- gangur æfingarinnar var að æfa viðbrögð við því að flugvél með 90 manns innanborðs brotlenti á austurhluta vallarins. Líkt var eftir að farþegaþotan hefði skollið til jarðar skömmu eftir flugtak. Björgunarmenn voru kallaðir út samkvæmt áætl- un fyrir Reykjavíkurflugvöll. Alls tóku um sex hundruð manns þátt í æfingunni. ■ ÞÓRHILDUR LÍNDAL Segir bagalegt að fötluð börn fái ekki að halda sínu daglega lífsmynstri. Hún segir hagsmuni foreldra og barna fara saman í verkfalli kennara. Hún telur örugglega yfir- gnæfandi meirihluta barna ef ekki öll vilja vera í skólanum í stað þess að sitja í reiðu- leysi heima fyrir. FINNBOGI SIGURÐSSON Segir rof í skólagöngu fatlaðra barna vegna kennaraverkfalls ekki neyðarástand standi verkfallið einungis viku lengur. Matið sé byggt á mikilli þekkingu þess kennara sem situr í undanþágunefnd kennara og sveit- arfélaganna. Kennaraverkfall: Fjölmiðlar gera baráttu kennara tortryggilega GUÐMUNDUR GUNNARSSON Telur umfjöllun fjölmiðla vanhugsaða. Ekki sé hægt að skilja hana öðru vísi en svo að verkfall eigi einvörðungu að bitna á for- svarsmönnum fyrirtækja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER 02-03 25.9.2004 22:20 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.