Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 4
4 26. september 2004 SUNNUDAGUR ORKUMÁL Verð á olíu í heiminum hækkaði mikið í liðinni viku og hefur aldrei verið hærra. Áhyggj- ur af minnkandi birgðum í Banda- ríkjunum og fellibylurinn Ívan eru talin valda hækkuninni að þessu sinni. Hækkunin nam fjórum bandaríkjadölum og var verðið 48,9 dalir á tunnu þegar markaðir lokuðu á föstudag, litlu hærra en 19. ágúst í sumar þegar það náði síðast hámarki. Georg Bush, forseti Bandaríkj- anna, hefur heimilað að lánað verði af neyðarolíubirgðum lands- ins vegna áfalla sem olíuframleið- endur við Mexíkóflóa urðu fyrir í fellibylnum. Um fjórðungur olíu- og gasframleiðslu Bandaríkjanna fer fram í flóanum og talið er að olíuframleiðslan hafi dregist saman um tíu milljónir tunna vegna eyðileggingarinnar. John Kerry, forsetaframbjóð- andi Demókrata, gagnrýndi Bush á fimmtudag fyrir að bregðast ekki fyrr við hækkuninni. Tals- menn forsetans sögðu hins vegar að birgðirnar ætti aðeins að nýta í neyðartilfellum, en ekki til að hafa áhrif á olíuverð. Talið er að þær dugi Banda- ríkjamönnum í rúman mánuð verði algjör skortur á olíu. ■ Engin þörf á sér stjórnsýsludómstól Margt getur leitt til rangra dóma í réttarsölum. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður Lögmannafélags Íslands segja enga þörf fyrir sérstakan stjórnsýsludómstól til að taka á málum sem höfðuð eru á hendur stjórnvöldum, eins og dómsmálaráðherra vill skoða. STJÓRNMÁL Ekki er nauðsynlegt að setja á stofn sérstakan stjórn- sýsludómstól til að taka á málum sem höfðuð eru á hendur stjórn- völdum, segja Páll Hreinsson, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í stjórn- sýslurétti og Gunnar Jónsson hæstaréttarlögmaður og for- maður Lögmannafélags Íslands. Á málþingi Lögfræðingafélags Íslands fór Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hörðum orð- um um Hæstarétt sem hann segir hafa gert afdrifarík mistök, vegna vanþekkingar á störfum og starfs- háttum stjórnvalda. Af þeim sök- um hafi ríkisstjórnin neyðst til að bregðast vð með lagasetningu. Hann teldi rétt að skoða hvort ástæða væri til að setja á fót stjórnsýsludómstól. Gunnar segir það ekki sitt að dæma hvort gagnrýni dómsmála- ráðherra sé við hæfi. Sjálfur beri hann almennt meira traust til dómstóla en stjórnvalda. Hann segir að í málum fyrir Hæstarétti þurfi meira eða minna sérfræði- þekkingar við. Lögmenn leggi grundvöll málanna fyrir í réttinum. „Í sjálfu sér getur ugglaust hver sem er, á hvaða sviði sem er, kveinkað sér undan því að ekki sé nægri sérþekkingu á þeirra málefni til að dreifa. Örugglega er hægt að nota sömu rök um aðra málaflokka,“ segir Gunn- ar. Páll segir gagnrýni á dóma oft ranglega beint að dómurunum. „Það getur einnig átt sér stað að málin séu ekki lögð fyrir á réttan hátt og ekki vel flutt. Það er margt sem kemur til greina þegar eitthvað fer úrskeiðis.“ Páll lagði fram hug- myndir á m á l - þingi Lögfræðingafélagsins um hvernig mætti styrkja núverandi dómskerfi án þess að setja á fót stjórnsýsludómstól. „Annars vegar með því að deildaskipta Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákveðnir héraðsdómarar færu þá nærri eingöngu með málin og öðl- uðust þannig sérfræðiþekkingu og reynslu á sviði stjórnsýslurétt- ar. Á hinn bóginn með því að setja inn í réttarfarslögin sérstök ákvæði um meðferð mála þar sem er krafist ógildingar ákvarðana stjórnvalda.“ Páll segir að einnig mætti hugsa sér deildaskiptingu í Hæstarétti. Leiðin sé ein margra og þekkt hjá ná- grannaþjóðum okkar. Hún leiði oft til vandaðri meðferða mála. gag@frettabladid.is■ LÖGREGLUFRÉTTIR Eiga stjórnvöld að grípa inn í verkfall kennara? Spurning dagsins í dag: Eiga kennarar að veita undanþágu vegna kennslu fatlaðra barna? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 49% 51% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Ártúnsbrekka: Bíll hrapaði fimm metra LÖGREGLA Bifreið fór út af á Ártúns- brekku aðfaranótt laugardags þegar ökumaður hennar keyrði í gegnum vegrið og fór niður af brúnni við Elliðaár. Maðurinn missti stjórn á bíln- um með þeim afleiðingum að bíll- inn snerist og rann yfir þrjár akreinar til austurs. Bíllinn hrap- aði niður fimm metra og lenti á göngustíg fyrir neðan brúna. Kalla þurfti á tækjabíl til að klippa manninn út úr bílnum og var hann þá sendur á slysadeild. Maðurinn var ekki alvarlega slasaður en gisti á skurðdeild um nóttina og var út- skrifaður á laugardagsmorgun. ■ OLÍUFRAMLEIÐSLA Í MEXÍKÓFLÓA Dróst saman um tíu milljónir tunna vegna Ívans grimma. Olíuverð: Hækkar í kjölfar Ívans grimma DÓMSMÁL Tuttugu og tveggja ára kona hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bílstuld. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrrasumar stal konan bíl stjúpmóður sinnar sem var í bif- reiðageymslunni við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Faðir konunnar og stjúpmóðir hennar voru þá erlend- is. Á leið sinni frá flugvallarsvæð- inu tók konan fram úr annarri bif- reið á Njarðargötu þrátt fyrir óbrotna varúðarlínu sem bannar framúrakstur. Lögreglan stöðvaði konuna í kjölfarið og þá kom í ljós að hún hafði ekki ökuréttindi. Konan játaði fyrir dómi að hafa tekið ólöglega fram úr og að hafa ekki ökuréttindi. Hún sagðist hins vegar hafa fengið bílinn lánaðan. Bæði faðir konunnar og sambýlis- kona hans neituðu því fyrir dómi að hafa lánað bílinn. Með brotunum rauf konan skil- orð. Við dómsuppkvaðningu tók dómurinn tillit til ungs aldurs konunnar og þótti refsing hæfileg vera fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. ■ Kona fékk fimm mánaða skilorðsbundinn dóm: Stal bíl stjúpmóður sinnar FRÁ LEIFSSTÖÐ Faðir konunnar og stjúpmóðir hennar voru erlendis þegar bílnum var stolið. Myndin teng- ist fréttinni ekki með beinum hætti. ÓK Á LÖGREGLUBÍL Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum við eftirför lögreglu í gærmorg- un. Hann nam ekki staðar fyrr en hann ók á ómerkta lögreglubif- reið. Maðurinn var ölvaður við akstur og grunaður um að hafa fíkniefni undir höndum. Maður- inn hefur játað brot sitt. BROTIST INN Á HVAMMSTANGA Brotist var inn í iðnaðarhús á Hvammstanga aðfaranótt laugar- dags og nokkrum verðmætum stolið. Innbrotsþjófurinn spennti upp lás á dyrum og tók með sér nokkuð magn af verkfærum. FRÁ SLYSSTAÐ Litlu munaði að bíllinn endaði ofan í Ellliðaánum. HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði á málþingi Lögfræðingafélags Íslands að fyllilega réttmætt væri að velta fyrir sér hvort setja ætti á fót stjórnsýsludómstól enda væru fingurbrjótar Hæstaréttar áber- andi og sumir alvarlegri en aðrir. Van þekking á störfum og starfsháttum stjórn- valda gæti brenglað allar forsendur fyrir niðurstöðum dómstóla og haft alvarlegar afleiðingar fyrir lagaframvæmdir á þeim sviðum sem þær snerti. 04-05 25.9.2004 21:58 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.