Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 10
Ein vinsælasta stóðrétt landsins, Laufskálarétt í Hjaltadal, var haldin í gær. Þar er jafnan margt um manninn og mikið fjör en að þessu sinni var enn meira um dýrðir en venjulega þar sem í ár fagna menn 50 ára afmæli Lauf- skálaréttar. Réttin var vígð 20. september 1954 en afmælishátíð- arhöldin hófust á föstudagskvöld þegar slegið var upp veislu í Reiðhöllinni á Svaðastöðum. „Réttin á sér í raun lengri sögu en það eru 50 ár frá vígslu réttar- byggingarinnar,“ segir Ingimar Ingimarsson hjá Hestamiðstöð Ís- lands. „Það má alveg fara 20 til 30 ár aftur fyrir þann dag en þá voru réttirnar þegar orðnar töluverður mannfagnaður. Þó það hafi verið nokkuð um aðkomufólk á árum áður voru hrossin í aðalhlutverki og þau miklu fleiri en mannfólkið. Þetta hefur algerlega snúist við og þegar talning var gerð fyrir tveimur árum voru rétt innan við 3000 manns á staðnum.“ Ingimar segir að það ríki bein- línis karnivalstemning í héraðinu. Heimamenn taki vitaskuld virkan þátt og gestir og aðkomumenn séu hátt á annað þúsund og marg- ir láta sjá sig ár eftir ár. „Þetta eru mikið sömu andlitin sem sjást aftur og aftur. Menn tala um það í Skagafirði að þetta séu farfuglar með öfugum formerkjum, það er að segja að þeir komi á haustin. Þetta er mjög stöðugur kjarna- hópur sem lætur sig aldrei vanta. Þetta er heilmikil traffík og mikið líf og fjör. Söngurinn hljómar dátt og einn og einn lyftir réttapelanum eins og geng- ur.“ Fjöldi fólks fór ríðandi í Kol- beinsdal í gærmorgun til að smala stóðinu en réttarstörf hófust klukkan 13. „Þetta er hálfgerð málamyndasmalamennska,“ segir Ingimar. „Það er búið að smala í stórt hólf í neðanverðum Kolbeins- dal og það er vinsælt að ríða þang- að, sæka hrossin og reka til réttar. Það er þó nokkuð um að fólk komi að sunnan með hestana sína í kerr- um, leggi á og ríði upp í dalinn og smali. Síðan fer það bara aftur heim eftir um það bil tveggja tíma reiðtúr. Það er mikið sport í þessu.“ thorarinn@frettabladid.is 10 26. september 2004 SUNNUDAGUR T.S. ELIOT Þetta margslungna skáld fæddist á þessum degi árið 1888. Líf og fjör í Laufskálarétt LAUFSKÁLARÉTT HEFUR VERIÐ MIÐSTÖÐ MANNFAGNAÐA Í SKAGAFIRÐI Í ÁRATUGI. „Mannkynið þolir ekki of mikið af raun- veruleika.“ – T.S. Eliot reyndi að halda aftur af raunveruleikanum með þeim árangri að fólk á enn í ógnarbasli með að skilja hann. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Þorgerður Þorbjörnsdóttir, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést 8. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hákon Sveinsson; frá Hofsstöðum, lést 20. september. Ágústa Margrét Ólafsdóttir, Úthlíð, Biskupstungum, lést 20. september. Gaukur Jörundsson, frá Kaldaðarnesi, lést 22. september. Grétar Haraldsson; Berjalandi 2, Hafn- arfirði, lést 22. september. Berta Eiðsdóttir, Stekkjarflöt 8, Garða- bæ, lést 23. september. LAUFSKÁLARÉTT Þessi vinsæla rétt varð 50 ára á mánudaginn og af því tilefni gerðu menn sér óvenju glaðan dag í kringum smalamennskuna þó það sé að vísu alltaf glatt á hjalla þegar hestar og menn koma saman í réttinni. „Ég verð tvær vikur í Japan og tvær í Kína,“ segir Halldóra Rut Bjarnadóttir sem lagði af stað til Tókýó í gærmorgun en hún tekur þátt í fegurðarsamkeppninni Miss International í Kína 16. október. „Við komum allar saman í Tókýó og kynnum lönd okkar og þjóð á Miss Japan keppninni, komum fram í þjóðbúningum og þess háttar.“ Halldóra Rut segir að dagskrá vikunnar í Japan sé þéttskipuð hjá sér en hún mun sækja blaðamanna- fundi og taka þátt í ýmsum góð- gerðarsamkomum ásamt stall- systrum sínum sem keppa á móti henni í Miss International. „Það taka einhvers konar lífverðir á móti okkur á flugvellinum í Tókýó en við lendum flestar á sama tíma. Við fáum strax tækifæri til að hitt- ast og kynnast aðeins en síðan tekur fyrsti blaðamannafundurinn strax við.“ Halldóra Rut hefur aldrei farið til útlanda áður og segist því að vonum vera spennt. „Ég hef ekki einu sinni farið á Þjóðhátíð í Eyjum og er búin að búa mig undir meiri- háttar menningarsjokk. Ég er búin að vera að kynna mér Kína og Jap- an undanfarið svo ég viti eitthvað um þessi lönd þegar ég kem þangað en við förum í alls konar ferðalög og fáum að skoða menningarslóðir og förum til dæmis að Kínamúrn- um sem ég er mög spennt fyrir.“ Hugurinn hafði borið Halldóru hálfa leið og hún segist hafa verið fyrir löngu búin að pakka áður en hún lagði af stað. „Það er líka búið að vera brjálað að gera og ég er búin að vera að snúast heilmikið í kringum þetta, fékk meðal annars styrk frá sveitarfélaginu því það fylgir þessu nokkur kostnaður sem við verðum sjálfar að bera,“ segir Selfossmærin unga sem mun meðal annars taka þátt í auglýs- ingaherferð fyrir Toyota á meðan hún er í Japan. ■ VIKAN SEM VERÐUR HALLDÓRA RUT BJARNADÓTTIR BYRJAR VIKUNA Í TÓKÝÓ Fyrsta utanlandsferð fegurðardísar 26. september 1995 Á þessum degi árið 1995 hóf saksóknari lokaræðu sína í málinu sem ákæruvaldið höfðaði á hendur fyrrum ruðningshetjunni og kvikmyndaleikaranum O.J. Simpson en Simpson var grunaður um að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína Nicole Brown og vin hennar Ron Goldman. Réttarhöldin höfðu staðið í rúma níu mánuði en sækjandi og verjandi kláruðu lokaræður sínar á þrem dögum og eftir það var málið komið í hendur kviðdómenda sem komust að þeirri niðurstöðu að O.J. væri saklaus. Öll sönnunargögn bentu þó til þess að O.J. hefði banað parinu á subbulegan hátt með veiðihníf. Í kjölfarið hófust miklar um- ræður um hvort bandarískt réttarkerfi virkaði yfirleitt þar sem þeir sem ættu nóga peninga virt- ust geta komist upp með morð. O.J. setti vænan skild- ing í vörn sína og tefldi fram harð- snúnustu og d ý r u s t u verjendum sem sögur fara af . Hann er frjáls maður í dag en öllu fátækari en áður en hann var handtekinn. ■ O.J. SIMPSON Slapp með skrekk- inn eftir að kviðdómur hafði hlýtt á lokaræður sækjanda og verjanda í máli hans. ÞETTA GERÐIST ÁKÆRUVALDIÐ ÞJARMAR AÐ O.J. SIMPSON MERKISATBURÐIR 1955 Verðbréfamarkaðurinn í New York varð fyrir sínu versta áfalli frá hruninu mikla árið 1929 þegar til- kynnt var að Eisenhower, Bandaríkjaforseti, hefði fengið hjartaáfall. 1960 Fyrstu sjónvarpskappræð- urnar á milli forsetafram- bjóðendanna Richard M. Nixon og John F. Kennedy fóru fram í Chicago. 1985 Háhyrningurinn Shamu fæddist í Sea World í Orlando á Flórída. Shamu var fyrsti háhyrningurinn sem fæddist í dýragarði og komst á legg. 1986 Dallas þátturinn þar sem Bobby Ewing sneri aftur frá dauðum fór í loftið í Bandaríkjunum. Messað yfir O.J. sem lést 19. september, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 29. september kl. 10.30. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Kolbeinn Guðjónsson Álfheimum 48 Kristín Kristinsdóttir, Guðjón Kolbeinsson, Jónína Pálsdóttir, Gunnvör Kolbeinsdóttir, Garðar R. Árnason og barnabörn. Ástkær eiginkona, móðir og dóttir Emilía Kofoed-Hansen Lyberopoulos sem lést föstudaginn 17. september, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 27. september kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Constantin Lyberopoulos, Irena og Yannis Lyberopoulos, Björg Kofoed- Hansen. Afmæli Kristján Árnason bókmenntafræðingur, þýðandi og rithöfundur er 70 ára í dag og af því tilefni gefur Bókmenntafræði- stofnun Háskóla Íslands, sem hann veitti forstöðu um skeið, út á bók helstu rit- gerðir hans um bókmenntir, þýðingarlist og heimspeki sem hann hefur ritað í tímarit á undanförnum áratugum, auk kynningarorða hans með fáeinum bókum. Afmælisritið ber nafnið Hið fagra er satt eftir inngangsgrein bókar- innar. Bókinni verður til hagræðis skipt í fimm efnisflokka: heimspeki, skáldskap- arlist, íslenskan skáldskap, erlendan skáldskap og þýðingar ñ og er að mestu leyti raðað í tímaröð innan hvers flokks um sig; þó er greinum um sama efni eða svipað skipað saman. Reynir Jónasson harmonikuleikari er 72 ára. Ásgerður Júníusdóttir söngkona er 36 ára Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona er 32 ára. HALLDÓRA RUT BJARNADÓTTIR 10-11 Timamot 25.9.2004 19:44 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.