Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 26. september 2004 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 25 47 1 09 /0 4 Fyrir okkur hin Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum morgunkorn sem gefur náttúru- legan sætleika og er jafnframt fullt af hollum trefjum og vítamínum. erindi sem fjölmiðlamaður vegna pólitísks stimpils. „Gísli Marteinn starfar hér vegna þess að hann er afburða sjónvarps- maður. Hann er líka varaborgar- fulltrúi í Reykjavík. Þess vegna óskaði hann eftir að fá önnur verkefni en að starfa í fréttum eins hann er ráðinn til. Það var farið yfir ítarlega yfir málið þegar upp komu vangaveltur hvort eðlilegt væri að hann starfaði hér áfram. Í kringum 1970, þegar fréttamenn Ríkisút- varpsins voru að fara út í póli- tík, var fengið lögfræðiálit um réttindi opinberra starfsmanna og utanaðkomandi álitsgerðir með tilliti til borgaralegra rétt- inda og stjórnarskrárákvæða. Það kom fram að Ríkisútvarpinu væri ekki stætt á því sem stofn- un að setja fréttamönnum stól- inn fyrir dyrnar og vísa úr starfi tækju þeir opinberlega þátt í stjórnmálum. Ég tel það líka meiri hagsmuni Ríkisútvarpsins að hafa Gísla Martein, þann hæfileikaríka mann, í þátta- stjórn en að fórna honum vegna þess að hann fer öðru hverju inn á fundi sem varamaður í borgar- stjórn Reykjavíkur,“ segir Markús Örn. „Svo er Gísli Marteinn heldur ekkert að fjalla um pólitísk málefni í þætti sín- um. Það vita líka allir hvar þeir hafa hann“. Megum ekki króast af Vetrardagskrá Ríkissjónvarps- ins liggur fyrir og er mjög fjöl- breytt. Markús fullyrðir að engin íslensk sjónvarpsstöð komist í hálfkvisti við Ríkissjón- varpið í innlendri dagskrá. Lati- bær, þættir Magnúsar Scheving, verða á dagskrá í vetur og verða einnig sýndir á hinum Norður- löndunum. Gamanþáttaröðin Kallakaffi eftir Guðmund Ólafs- son verður sýnd í leikstjórn Hilmars Oddssonar. Allir litir hafsins er spennuþáttaröð í þremur hlutum sem Anna Th. Rögnvalsdóttir leikstýrir og skrifar handrit að. Fjöldi heim- ildarmynda verða á dagskrá, þar á meðal mynd um Baróninn á Hvítárvöllum og Guðný Hall- dórsdóttir leikstýrir heimildar- mynd um Ragnar í Smára. Andr- és Indriðason gerir mynd um listakonuna Gerði Helgadóttur. Áramótaskaupið verður vitan- lega á sínum stað og nú í umsjón Spaugstofumanna sem fá til liðs við sig fjölda leikara og lista- manna. Einnig verða aðrir, fastir innlendir þættir reglulega á dag- skrá, meðal annars Óp, nýr þátt- ur fyrir unglinga. Þetta er ein- ungis örlítið brot af úrvali inn- lendrar dagskrárgerðar í vetur. Stundum er Ríkissjónvarpið gagnrýnt fyrir of mikla áherslu á erlendu skemmtiefni eins og Beðmál í borginni og Frasier, svo tveir þættir séu nefndir. „Meginstefna okkar er að sýna dagskrárefni sem höfðar til allra aldursflokka og ólíkra hópa,“ segir Markús Örn. „Því skyldum við ekki bjóða upp á margverðlaunaða gamanþætti sem hafa mikið áhorf um allan heim? Það á að vera breidd í dagskránni, við megum ekki króast af í „menningarhorni“ sem 6-12 prósent neytenda horfa eða hlusta á að jafnaði. Þá hljóta að vakna spurningar á móti: Til hvers er verið að halda úti svona miðli fyrir almannafé ef það eru ekki fleiri sem horfa eða hlusta?“ Sérrásir eru markmið Kaup Símans á Skjá einum hafa verið nokkuð til umræðu. „Ég er í grundvallaratriðum þeirrar skoðunar að annars vegar eigi að vera til fyrirtæki sem fram- leiðir sjónvarps- eða útvarps- efni til útsendingar en síðan sjái aðrir aðilar, algjörlega aðskildir, um dreifinguna,“ segir Markús Örn. „Ef útvarps- og sjónvarps- framleiðslufyrirtæki starfar undir verndarvæng fjarskipta- fyrirtækis óttast ég að það fari að njóta einhverra sérréttinda og hlunninda í þeim samskiptum og aðrir sitji við skarðan hlut.“ Í sjónvarps- og útvarpssend- ingum horfa menn nú mjög til stafræna kerfisins. „Við höfum yfir okkur þá meginkröfu að þjóna landsmönnum öllum og til þess að þjóna öllu landinu telj- um við að þurfi að byggja upp stafrænt dreifikerfi, jarðnet með sendum út um allt land,“ segir Markús Örn. „Samgöngu- ráðuneytið hefur haft forgöngu um athuganir á þessum málum og gert grófar áætlanir um það hvernig væri hægt að standa að því. Niðurstaðan var sú að óska eftir samráði útvarps- og sjón- varpsfyrirtækjanna annars veg- ar og fjarskiptafyrirtækjanna, aðallega Símans, hins vegar, um það hvort ekki væri hægt að ná samstarfi og sameinast um eina stefnu varðandi uppbyggingu á stafrænu dreifikerfi til alls landsins. Síminn og Norðurljós hafa ekki áhuga á því. Hér hjá RÚV höfum við sagt að við telj- um lang eðlilegast að sem flest- ir aðilar taki höndum saman og til verði eitt kerfi sem bjóði upp á einn myndlykil til hagræðis fyrir notendur sem geti þannig náð öllum rásum sem í boði eru. Við höfum oft saknað þess að vera ekki með fleiri en eina sjónvarpsrás. Markmiðið hlýtur að vera að sinna innlendri dag- skrá enn meir en gert er og hafa sérrásir, til dæmis sérstaka barnarás með íslensku barna- efni og erlendu í bland, talsettu á íslensku, eins og við erum með í aðaldagskrá og síðan sérstaka fréttarás með fréttaþáttum og fréttaskýringum og jafnvel lengri íþróttasendingum. Ef við hugsum síðan til alls gamla safnaefnisins sem alltaf er gaman að rifja upp og endur- sýna, gætum við opnað nýja „gullaldarrás“. Alls kyns mögu- leikar ættu að opnast.“ Yfirburðir RÚV Markús Örn leggur mikla áherslu á mikilvægi Ríkisút- varpsins í fjölmiðlaflóru lands- ins. „Stofnunin hefur þá ímynd að vera traustasti og öflugasti fjölmiðill landsins. Í nýlegum könnunum kemur fram að fólkið í landinu treystir Ríkisútvarp- inu langbest. RÚV hefur algjöra yfirburði hvað varðar áhorf á fréttir í sjónvarpi og hlustun á útvarpsfréttir. Ég tel að sýn manna á ótvírætt mikilvægi Ríkisútvarpsins hafi verið að skerpast,“ segir hann. „Í hinni miklu umræðu um fjölmiðla sem verið hefur undanfarið lítur fólk til Ríkisútvarpsins sem akkeris. Fólk vill að vegur þess vaxi enn frekar og að það hafi áframhaldandi afl til að sinna þeim verkefnum sem því hafa verið falin. Ef einhver hefur áður efast um þetta viðhorf þjóðarinnar þá held ég að sá hinn sami verði að endurskoða þá afstöðu sína. Og því beini ég einkanlega til stjórnmálamann- anna.“ kolla@frettabladid.is „Ef útvarps- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki starfar undir verndarvæng fjarskiptafyrirtækis óttast ég að það fari að njóta einhverra sérréttinda og hlunninda í þeim samskiptum og aðrir sitji við skarðan hlut.“ Meginstefna okkar er að sýna dagskrár- efni sem höfðar til allra ald- ursflokka og ólíkra hópa. Því skyldum við ekki bjóða upp á margverðlaunaða gamanþætti sem hafa mikið áhorf um allan heim? ,, Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri Fæddur: 25. 5. 1943 Maki: Steinunn Ármannsdóttir skólastjóri Börn: Sigrún Ása, starfsmaður Financial Times í London, og Anton Björn lögfræðingur Helstu störf: Fréttamaður og dagskrárgerðar- maður við Sjónvarpið 1966–1970 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík 1970–1985 Forseti borgarstjórnar 1983–1985 Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 1985–1991 Borgarstjóri í Reykjavík 1991–1994 Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 1998 – 14-15 helgin 25.9.2004 21:23 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.