Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 19
ATVINNA TILKYNNINGAR TILKYNNINGAR NÁMSKEIÐ NÁMSKEIÐTIL SÖLU Sólbaðsstofa með fimm ljósabekki og aðstöðu fyrir naglafræðing er til sölu. Hentar vel sem fjölskyldufyrirtæki eða fyrir tvo samhenta einstaklinga. Húsnæði getur selst með. Góður tími framundan. UPPLÝSINGAR Í SÍMA 898 0885 OG 8984344. FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Smiðir, verkamenn og vanir vélamenn Skuggahverfi Getum enn bætt við okkur mannskap. Vantar smiði, verktaka eða smíðagengi ásamt verkamönnum næg vinna framundan. Upplýsingar veitir Arinbjörn í síma 822-4430. Hringbraut Óskum eftir vönum manni á skotbómulyftara ásamt verkamönnum. Upplýsingar veitir Höskuldur í síma 822-4411. Fjölskylduskóli Hafnarfjarðar haustmisseri 2004 Sjálfsstyrking – sjálfstraust Röð námskeiða fyrir börn, unglinga og foreldra Fjölskylduskólinn, Foreldrahúsið, Regnbogabörn og forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar standa saman að sjálfsstyrkingarnámskeiðum fyrir börn og unglinga á ýmsum aldri. Leiðin til velgengni - fjármálanámskeið Gott námskeið fyrir þá sem vilja ná tökum á fjár- málum sínum. Hagnýtt og skemmtilegt námskeið sem kemur á óvart, enda hefur það skilað þátttak- endum ótrúlegum árangri. Barnið okkar Námskeið fyrir foreldra 0-3 ára barna. Vönduð fræðsla fjögurra reyndra sérfræðinga sem fara á hnitmiðaðan hátt gegnum þarfir barna fyrstu æviárin. Snerting, jóga og slökun Markmið námskeiðsins er að gera foreldra og aðra sem sjá um uppeldi hæfari til að tengjast börnum á yfirvegaðan hátt. Nánari upplýsingar um öll námskeið á vegum Fjölskyldu- skólans má m.a. finna á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is og eða á vef Námsflokka Hafnarfjarðar www.namsflokkar.hafnarfjordur.is. Kennsla fer fram í gamla Lækjarskólanum. Skráning hjá námsflokkunum í s: 585 5860. Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðar- innar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. FJÖLSKYLDUSKÓLI HAFNARFJARÐAR RÉTTINDANÁMSKEIÐ FYRIR BÍLSTJÓRA UM FLUTNING Á HÆTTULEGUM FARMI Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námskeið ef næg þátttaka fæst, fyrir stjórnendur ökutækja sem vilja öðlast réttindi (ADR-skírteini) til að flytja tiltekinn hættulegan farm á vegum á Íslandi og innan Evrópska efnahagssvæðisins: Reykjavík: Flutningur á stykkjavöru (fyrir utan sprengifim efni og geislavirk efni): 4. - 6. október 2004. Flutningur í/á tönkum: 11. - 12. október 2004. Flutningur á sprengifimum farmi (sprengiefnum): 13. október 2004. Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðum fyrir flutning í tönkum og flutning á sprengifimum farmi er að viðkomandi hafi setið grunnnámskeið (stykkjavöruflutningar) og staðist próf í lok þess. Þeir sem ætla á eitt eða fleiri af fyrrgreindum námskeiðum verða að vera búnir að ganga frá skráningu og greiðslu fyrir kl. 16:00 þann 29. september. Skráning og nánari upplýsingar hjá umdæmisskrifstofu Vinnueftirlitsins, Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími: 550 4600. ALÞJÓÐAHÚSIÐ boðar til málþings þriðjudaginn 28. SEPTEMBER í KORNHLÖÐUNNI, BANKASTRÆTI kl. 20-22 Frummælendur eru: INGIBJÖRG HAFSTAÐ, eigandi Fjölmenningar, hún hefur mikla reynslu af kennslu íslensku fyrir útlendinga m.a. inna fyrirtækja. Hún talar um hvernig best sé að haga ís- lenskukennslu svo að hún nýtist sem best og sem flest- um. EMILIA MLYNSKA, kennari og mannfræðingur frá Pól- landi, sem hefur gengið í gegnum það að læra íslensku. Auk þess kennir hún pólskum börnum bæði íslensku og pólsku. AKEEM OPPONG, fræðslufulltrúi, hann hefur fylgst vel með pólitískri umræðu um málefni innflytjenda svo sem lagaskyldu um 150 tíma íslenskunám, kostnað sem því fylgir o.þ.h. INGA SIGURÐARDÓTTIR, formaður Kvasis, Samtaka sí- menntunar-miðstöðva á landsbyggðinni, hún segir frá ís- lenskunámi fyrir útlendinga á landsbyggðinni. Kaffi og umræður á eftir. Fundarstjóri: ANNA GUNNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, blaðamaður. Allir velkomnir TUNGUMÁLIÐ - LYKILL AÐ SAMFÉLAGINU Hvar stöndum við, hvert stefnum við? Hvað er gott og hvað þarf að gera betur? Árshátíð SÁÁ Árshátíð SÁÁ verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 8. október 2004. Húsið opnar kl. 19.00 og hefst borðhald kl. 20.00. Fjölbreytt skemmtidagskrá og dans til 02.00. Sala aðgöngumiða og borðapantanir frá og með 28. september á skrifstofu SÁÁ að Ármúla 18. Nánari upplýsingar í síma 530 7600 og 824 7610 SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Framhaldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun Fjölbrautaskólinn við Ármúla / Heilbrigðis- skólinn auglýsir eftir umsóknum um fram- haldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun á vormisseri 2005. Námið er í samræmi við námskrá frá því í nóvember 2001. Námið hentar sjúkraliðum sem hafa reynslu og áhuga á hjúkrun aldraðra. Að námi loknu verða umsækjendur hæfari til þess að takast á við margvísleg verkefni í öldrunar- og félagsþjónustu. Námið skiptist í tveggja anna bóklegt nám og 8 vikna vinnustaða- nám, sem fer fram í maí og júní. Inntökuskilyrði eru þau, að viðkomandi hafi unnið að lágmarki fjögur ár sem sjúkraliði. Við val umsækjenda verður höfð hliðsjón af einkunnum á sjúkraliðaprófi, starfsreynslu, meðmælum frá vinnuveit- enda og hvort umsækjandi hafi fengið námsleyfi frá vinnuveitanda. Umsóknar- frestur er til 20. október og skal skila um- sókn á skrifstofu skólans og skulu fylgja henni afrit af prófskírteini vegna sjúkraliða- náms, starfsferilsskrá og meðmæli frá vinnuveitenda. Að þessu sinni verður einungis boðið upp á námið í staðbundinni kennslu. Næst verður boðið upp á námið í fjarnámi með fjarfundasniði á vorönn 2006. Allar nánari upplýsingar um námið er hægt að finna á heimasíðu Fjölbrautaskólans við Ármúla / Heilbrigðisskólans, sjúkraliðabraut, fram- haldsnám sjúkraliða, www.fa.is og hjá kennslustjóra sjúkraliðabrautar, netfang ghr@fa.is eða í síma 5814022. Skólameistari 18-19 allt/atvinna 25.9.2004 15:54 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.