Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 33
SUNNUDAGUR 26. september 2004 17 JM BARRIE Efnt hefur verið til samkeppni um nýja Pétur Pan bók. Auglýst eftir Pétri Pan Höfundur hins klassíska barna- leikrits um Pétur Pan, JM Barrie, arfleiddi barnaspítala í London að útgáfurétti leikritsins. Nú hafa sjóðstjórnendur spítalans efnt til samkeppni um nýja sögu um Pétur Pan. Margar frábærar barnabækur hafa litið dagsins ljós í Englandi síðustu ár og þar í landi er talað um nýja gullöld barna- bóka. Sjóðstjórnendur vonast til að margir af bestu barnabókahöf- undum Breta taki þátt í sam- keppninni. Nokkrir hafa þó þegar afþakkað gott boð. Philip Pullman segist óska spítalanum alls hins besta en leggur áherslu á að bók- menntaverk verði til vegna inn- blásturs höfunda og ekki sé hægt að panta þau. Jaqueline Wilson hefur sömuleiðis sagt að hún muni ekki taka þátt í samkeppninni. Engin viðbrögð hafa komið frá JK Rowling sem er þessa dagana önn- um kafin við að skrifa nýja Harry Potter bók. ■ Vel má búast við því að hér á landi fari umskornar konur innan tíðar að mæta á fæðingardeildir sjúkrahúsa til þess að fæða börn. „Við verðum að fara að búa okkur undir það,“ segir Áslaug Hauks- dóttir ljósmóðir, sem hefur reynslu af því að taka á móti börnum umskorinna kvenna í Danmörku. Það var árið 1997 þegar stríð geisaði í Sómalíu og margir flóttamenn þaðan komu til Danmerkur. Áslaug hafði lesið sér til þegar hún fékk fyrstu umskornu konuna til sín, og var því að einhverju leyti undirbúin, en engu að síður segist hún hafa orðið fyrir gríðar- legu áfalli þegar raunveruleikinn blasti við. „Ég var lengi að ná mér. Þetta er svo hrikaleg misþyrming á konum. Þegar þessar konur verða ófrískar þá hafa öll ytri kynfærin verið tekin í burtu og á þessu svæði er bara strengd húð, þykk eins og leðurhúð. Skilið er eftir pínulítið gat þar sem tíðablóð og þvag getur runnið út, en í fæð- ingunni þarf að klippa bæði upp í áttina að þvagrásinni og líka niður í áttina að endaþarminum.“ Í Danmörku fara umskornar konur jafnan í gegnum ákveðna fræðsludagskrá, þar sem þær fá meðal annars fræðslu um það hvernig eðlileg kynfæri líta út. Eiginmönnum þeirra og fjöl- skyldum er jafnan boðið með í þessa fræðslu, því hefðin er svo sterk að engan veginn er nóg að fræða konurnar einar. „Það er líka reynt að fá þær til að sam- þykkja að þetta verði ekki saum- að saman aftur, og sem betur fer lenti ég aldrei í því að þurfa að gera það.“ Áslaug segir nauðsynlegt að skipuleggja einhvers konar fræðslu hér á landi, bæði fyrir ljósmæður og lækna, og ekki síður fyrir umskornar konur og fjölskyldur þeirra. Gott tækifæri gefst í dag til þess að fræðast um raunveruleika þeirra kvenna, sem búa við þessa misþyrmingu, þvi landsfélög UN- ICEF og UNIFEM á Íslandi efna til styrktarsýningar í Regnbogan- um á heimildarmyndinni The Day I Will Never Forget, sem fjallar um umskurð kvenna. Myndin þykir einstaklega vönduð og hefur hún hlotið verðlaun á fjölda kvikmyndahátíða. Myndin verður sýnd klukkan 11.30, en í kjölfar sýningarinnar verða pallborðsumræður þar sem Áslaug verður einn þátttakenda. Í pallborðsumræðunum taka einnig þátt þær Sigríður Hrönn Sigurðardóttir sem starfaði um árabil í Kenýa og Kolbrún Hall- dórsdóttir þingkona, sem lagt hefur fram frumvarp til laga um bann við umskurði kvenna sem ekki hefur enn verið samþykkt. ■ ÁSLAUG HAUKSDÓTTIR LJÓSMÓÐIR Í dag verður sýnd í Regnboganum heimildar- mynd um umskurð kvenna. Áslaug er meðal þátttakenda í pallborðsumræðum eftir sýninguna. Hrikaleg misþyrming kvenna Guð birtist ekki fólki eins og þér! Það er tilhlökkunarefni að kynnast nýju leikskáldi. Ekki síst þegar hann fjallar um fólk í landi þar sem ringulreið eftir að stjórnkerfi sem hrundi til grunna er alls ráðandi. Það hefur verið fjallað um Vasílij Sígarjov í fjöl- miðlum að undanförnu og klifað á því að hann sé ekki nema 27 ára gamall og hve mörg leikrit hann hafi skrifað. Af- köstin sem slík eru ekki mæli- kvarði á gæði hans sem höfundar en sannarlega væri ég tilbúinn að lesa fleiri leikrit eftir þennan unga rússneska full- huga til að geta lagt betra mat á verk hans. Ég sá hins vegar „Svarta mjólk” og í stuttu máli þótti mér verkið ansi köflótt. Víða tekur hann á góðan sprett og skrifar spennu- þrungin samtöl þar sem persón- urnar verða í senn fyndnar og brjóstumkennanlegar en mér finnst hann eyða of mörgum orð- um í að útskýra það sem blasir við fremur en leyfa athöfnum leikar- anna að lifa. Framvindan í fyrri hlut- anum var full hæg. Sumpart vegna þess að leikararnir tóku óþarfa kúnstpásur og sumpart vegna þess að einræður voru of langar og ekki þess eðlis að viðhalda áhuga manns á því sem verið var að segja. Seinni hlutinn var betur upp byggður en endirinn fyrirsjáanlegur og leikmyndin farin að túlka það sem auðveldlega hefði mátt treysta leikurunum fyrir. Kannski skemmti- legt sjónarspil fyrir suma en algjör óþarfi fyrir minn smekk. Meginþungi sýningarinnar hvílir á herðum tveggja ungra leikara, þeirra Arnbjargar Valsdóttur og Ólafs Egilssonar. Þau gera bæði vel. Ólafur er trúverðugur sem eigin- gjarn, fyrtinn og óbilgjarn hrotti sem ekki skilur neitt nema þau einföldu sannindi að sjálfsvirðingin felst í því að eiga dollara í vasanum. Honum er fyrirmunað að skilja tilfinningar annara og manngæska er fyrirbæri sem hlýtur að þurfa að greiða fyrir eins og allt annað. Mér fannst ég greina örlítinn frumsýningarskrekk hjá Ólafi sem gerði það að verkum að hann hafði ekki alltaf vald á raddbeitingu en það mun slípast af honum. Arnbjörg Valsdóttir hefur bæði fallega og sterka nærveru á sviði. Hún var persónunni trú frá fyrstu mínútu og hvíldi vel í því sem hún var að gera. Jafnvel í byrjuninni þegar hún er sjálf orðljót og fyrtin þá skynjar maður sársauk- ann undir niðri. Breytingin á henni í seinni hlutanum verð- ur afar sannfærandi og sem áhorf- andi vonar maður innilega að ný- vaktir draumar um frelsun og betra líf rætist hjá henni. Hún hefur enn- þá eiginleika til að taka á móti manngæsku á meðan kærastinn hrækir á allt og alla. Hann getur ekki breyst. Ólafur og Arnbjörg eru stjörnur sýningarinnar. Aðrir leikarar bregðast ekki að vonum. Jóhann Sigurðarson var frá- bær í litlu hlutverki drykkjumanns. Lilja Guðrún átti fína spretti sem miðasölukona og Kristbjörg Kjeld eins og klippt út úr fréttum um gísla- töku í Tsjetsjeníu. Tinna Gunnlaugs- dóttir átti fallega innkomu sem mannvinurinn Pasha en Kjartan Guðjónsson þótti mér reyna að komast ódýrt frá sínu með því að draga enn einn aulann upp úr skúffu hjá sér sem var eins og allir hinir sem maður hefur séð hann leika. Fólk með brauðristar hefði að skaðlausu mátt strika út úr leikritinu. LEIKLIST VALGEIR SKAGFJÖRÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/SMÍÐAVERKSTÆÐI SVÖRT MJÓLK EFTIR VASÍLIJ SÍGARJOV (Frumsýning 24. september 2004) Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Hljóð- mynd: Sigurður Bjóla Lýsing: Páll Ragn- arsson Búningar: Filippía I. Elísdóttir Leikmynd: Vytautas Narbutas Leik- stjórn: Kjartan Ragnarsson Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Ólafur E. Egils- son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Jóhann Sigurðarson 16-33 (16-17) 25.9.2004 19:46 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.