Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 35
SUNNUDAGUR 26. september 2004 19 Gunnar Hjaltested er 69 ára og við góða heilsu. Gyða lífsföru- nautur hans frá 17 ára aldri, greindist með alzheimer fyrir fimm árum. Hann hafði tekið eftir ýmsu í fari hennar sem benti til að ekki væri allt með felldu og var það mikið áfall þegar sannleikurinn kom í ljós. Þau eiga saman fjögur börn. Líf Gunnars hafði verið dans á rósum þar til sjúkdómurinn knúði dyra. „Ég hef átt afskaplega ham- ingjusama daga og ekki lent í öðru áfalli í lífinu,“ segir hann og gerir lítið úr erfiðleikunum sem fylgja því að hafa alzheimer sjúkling á heimilinu. „Jú, jú, þetta tekur á en margir fara miklu verr út úr þessu en ég.“ Berst til síðasta blóðdropa Gyða þekkir fjölskyldu sína en vinahópurinn frá því í gamla daga er því sem næst horfinn úr hug- skoti hennar. Hún veit lítt hvað er að gerast í kringum hana og finnur vel að hún er óhæf til að taka þátt í samræðum. Það er dagamunur á henni, eins og gengur. Stundum er hún hress en aðra daga situr hún þögul í stól eða fylgir manni sínum hvert fót- mál. Annars er minnið svo merki- legt. „Hún hafði gaman af að syngja og kunni alla texta sem hún heyrði í útvarpi eða hvar sem hún kom. Þetta situr enn í kollin- um á henni þó hún hafi gleymt flestum kunningja sinna.“ Daglega fer Gyða í dagvist á Vitatorgi og þar líður henni sér- lega vel. Gunnar ber mikið lof á starfsfólkið þar. „Þetta er alveg sérstakt fólk sem vinnur þarna og konan mín hlakkar til að fara þangað. Um leið léttir það auðvit- að talsvert á mér.“ Sá dagur kemur að hún þarf að leggjast inn á sérhæfða deild en þangað til ætlar Gunnar að hafa hana hjá sér. „Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa, hún á það inni hjá mér. Við höfum verið saman í allan þennan tíma og það er voðalega sárt að sjá lífsföru- nautinn fara svona. En líf mitt snýst um að gera hana eins glaða og ánægða og hægt er.“ Álagið er á aðstandendum Gunnar viðurkennir að hafa ekki almennilega vitað hvernig hann ætti að haga sér á fyrstu árum veikinda Gyðu. „Ég man að einu sinni var ég að leita að Mogganum og fann hann inni í ísskáp. Hún hafði stungið honum þangað. Ég skammaðist eitthvað út í hana og hækkaði róminn. Þá sagði hún við mig; Heyrðu Gunnar, ég er veik. Þú ert líka veikur, þú ert með syk- ursýki. Skammast ég út í þig út af þínum sjúkdómi? Þetta var alveg laukrétt hjá henni og ég hef pass- að mig síðan. En sjáðu hvernig allt í einu kviknaði á perunni hjá henni,“ segir Gunnar og honum hlýnar við minninguna. Sárar er að rifja upp að nýlega þurfti hann að kalla út lögregluna til að leita að henni þegar Gyða hvarf. Hún skilaði sér sjálf heim rétt fyrir myrkur. Enginn veit hvar hún var, allra síst hún sjálf. „Þetta er voðalegur sjúkdóm- ur. Það getur enginn ímyndað sér hvernig hann er fyrr en á reynir. Hinir sjúku finna kannski ekki svo mikið fyrir því. Álagið er á þeim sem næst standa. En ég er lukkunnar pamfíll því konan mín er þægileg í umgengni og ég er við góða heilsu. Það eru margir sem finna miklu meira fyrir þessu en ég. En lokakaflinn er eftir og hann verður erfiður. Ég veit það.“■ Hefur áhrif á alla fjölskylduna Gyða, kona Gunnars Hjaltested, veiktist af alzheimer fyrir fimm árum. Hann segir engan geta ímyndað sér hversu voðalegur sjúkdómurinn er. GUNNAR HJALTESTED „Jú, jú, þetta tekur á en margir fara miklu ver út úr þessu en ég.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. 34-35 (18-19) helgin 25.9.2004 20:47 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.