Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 37
FÓTBOLTI Lið Wolfsburg hefur komið skemmtilega á óvart í þýska boltanum það sem af er vetri og gott gengi þeirra hélt áfram í gær. Þá unnu þeir góðan sigur á Kaiserslautern, 2–1, og kom sigurmarkið á lokamínútu leiksins er Argentínumaðurinn Diego Klimowicz skoraði með laglegu skoti. „Liðið barðist í 90 mínútur og topplið klára svona leiki. Strákarnir sýndu frábæran karak- ter með því að klára dæmið,“ sagði gamla brýnið, Erik Gerets, sem þjálfar Wolfsburg. „Leikur okkar er ekki enn orðinn eins góður og hann getur orðið en vinnuframlag- ið er mikið og viljinn til að sigra einstakur. Með þessi vopn í höndunum getum við farið langt í vetur.“ Stuttgart hefur einnig byrjað leiktíðina vel en þeir eru aðeins einu stigi á eftir Wolfsburg þar sem þeir unnu öruggan sigur á Bayer Leverkusen, 3–0. „Ég er verulega stoltur af mínu liði,“ sagði Matthias Sammer, fyrrum þjálfari Dortmund og núverandi þjálfari Stuttgart. „Við vorum mjög grimmir og vörðumst líka vel. Þetta var virkilega fín frammistaða.“ Meistarar Werder Bremen sýndu klærnar er þeir pökkuðu Bochum saman, 1–4. Þórður Guðjónsson var ekki í leikman- nahópi Bochum eins og venjulega en Miroslav Klose var í fantaformi hjá Bremen og skoraði þrennu á tæðum 20 mínútum. Bayern Munchen hysjaði buxurnar upp um sig og vann skyldusigur gegn Freiburg, 3–1. Fyrir vikið eru þeir enn með í topp- baráttunni. „Ég er ánægður með úrslitin en ég get ekki sagt það sama með spilamennskuna hjá okkur,“ sagði Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen eftir leikinn en liðið hefur virkað mjög ósannfærandi í fyrstu leikjum vetrarins og nú þegar eru farnar að heyrast raddir í Munchen sem vilja Magath á brott frá félaginu. Hannover vaknaði af værum svefni og vann sinn fyrsta leik í vetur er þeir fengu Schalke í heimsókn og það var Bandaríkjamaðurinn Clint Mathis sem tryggði þeim stigin þrjú. HSV er því komið á botninn og Klaus Toppmöller verður rekinn sem þjálfari HSV ef þeir sigra ekki Herthu Berlin í dag. ■ SUNNUDAGUR 26. september 2004 21 Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. Nokia 6610i Léttkaupsútborgun: og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. 1.980kr. 19.980 kr. Verð aðeins: • Litaskjár • 3ja banda • FM útvarp • Innbyggð myndavél 800 7000 - siminn.is • 4096 litaskjár með 128x128 punkta upplausn • Myndavél: VGA, 640x480 punkta upplausn • 4 MB innbyggt minni • Innbyggður stafrænn áttaviti og margt fleira Prentaðu út þínar eigin MMS-myndir Komdu við í verslun Símans í Ármúla, Smáralind eða Kringlunni og kynntu þér möguleika MMS hjá Símanum. Við bjóðum þér að prenta út mynd þér að kostnaðarlausu. Nokia 3220 Léttkaupsútborgun: og 1.500 kr. á mán. í 12 mán. 980 kr. 18.980 kr. Verð aðeins: Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. • 65.536 litaskjár með 128x128 punkta upplausn • Myndavél: VGA, 640x480 punkta upplausn • 2 MB innbyggt minni • Java™ leikir og margt fleira Myndasímar á tilboðsverði Nokia 5140 Léttkaupsútborgun: og 2.000 kr. á mán. í 12 mán. 5.980kr. 29.980 kr. Verð aðeins: Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 6 5 Fáðu flott munnstykki Líf og fjör í þýsku Bundesligunni í gær: Wolfsburg enn á toppnum ÍA gengur frá ráðningu þjálfara fyrir næsta tímabil: Ólafur samdi til tveggja ára FÓTBOLTI Forráðamenn knatt- spyrnudeildar ÍA hafa komist að samkomulagi við Ólaf Þórðarson að hann haldi áfram þjálfun liðs- ins næstu tvö árin. Ólafur hefur verið við stjórnvölinn frá því um haustið 1999 en þá tók hann við Skagaliðinu rétt fyrir bikarúr- slitaleikinn það ár af Loga Ólafs- syni, núverandi landsliðsþjálfara, sem var þá látinn taka pokann sinn. Byrjun Ólafs var ekki góð, ÍA tapaði bikarúrslitaleiknum gegn KR, en framundan voru hins veg- ar góðir tímar. Skagamenn hömp- uðu bikartitlinum árið eftir og svo varð liðið Íslandsmeistari 2001. Bikarmeistaratitillinn vannst svo aftur í fyrra en í ár kom enginn titill þrátt fyrir spár þess efnis. Öruggt er að á dagskrá sér að bæta úr því á næsta sumri. Með þessari áframhaldandi ráðningu er orðið ljóst að Ólafur Þórðarson er orðinn sá þjálfari ÍA sem lengst hefur verið við stjórnvöl- inn en Ríkharður Jónsson átti gamla metið. Skagamenn gengu einnig frá því að Alexander Högnason verður aðstoðarmaður Ólafs en hann hóf þjálfaraferil sinn í vor þegar hann tók við 2. flokki ÍA. Óhætt er að segja að byrjun Alex- anders hafi verið góð því 2. flokk- urinn tók alla þá titla sem í boði voru í sumar. ■ ÁFRAM HJÁ ÍA Ólafur Þórðarson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við ÍA í gær. BARÁTTAN Í FYRIRRÚMI Belginn Joris van Hout, leikmaður Borussia Mönchen-glad- bach, berst hér um boltann við tvo leikmenn Hansa Rostock. Bayern Munchen–Freiburg 3–1 0–1 Wilfried Sanou (3.), 1–1 Roy Makaay (19.), 2–1 Torsten Frings (45.), 3–1 Michael Ballack (72.). Bochum–Werder Bremen 1–4 0–1 Tom Borowski (54.), 1–1 Aleksander Knavs (67.), 1–2 Miroslav Klose (70.), 1–3 Miroslav Klose (87.), 1–4 Miroslav Klose (89.). Hannover–Schalke 1–0 1–0 Clint Mathis (83.). Mönchengladbach– Hansa Rostock 2–2 1–0 Oliver Neuville (18.), 2–0 Oliver Neuville, víti (30.), 2–1 Antonio Di Salvo (52.), 2–2 Antonio Di Salvo (59.). Nurnberg–Bielefeld 1–2 0–1 Fatmir Vata (18.), 0–2 Patrick Owo- moyeala (64.), 1–2 Stefan Kielling (76.). Stuttgart–Bayer Leverkusen 3–0 1–0 Philip Lahm (12.), 2–0 Martin Stranzl (42.), 3–0 Silvio Meissner, víti (90.). Wolfsburg–Kaiserslautern 2–1 1–0 Martin Petrov (13.), 1–1 Carsten Jancker (82.), 2–1 Diego Klimowicz (90.). STAÐAN: Wolfsburg 6 5 0 1 11–5 15 Stuttgart 6 4 2 0 13–5 14 W. Bremen 6 4 0 2 14–6 12 B. Munchen 6 3 2 1 10–8 11 B. Leverkusen 6 2 2 2 10–11 8 Mainz 5 2 2 1 8–7 8 Bochum 6 1 4 1 10–12 7 Freiburg 6 1 4 1 6–7 7 Nurnberg 6 1 3 2 10–10 6 Dortmund 5 1 3 1 9–9 6 Kaiserslautern 6 2 0 4 10–13 6 Schalke 6 2 0 4 5–10 6 M´Gladbach 6 1 3 2 10–10 6 Hertha Berlin 5 0 5 0 4–4 5 Bielefeld 5 1 2 2 4–5 5 H. Rostock 6 1 2 3 7–11 5 HSV 5 1 0 4 6–11 3 Hannover 5 1 2 2 5–8 5 LEIKIR GÆRDAGSINS ÞÝSKA ÚRVALSDEILDIN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P 36-37 (20-21) Sport 25.9.2004 21:24 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.