Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 38
FÓTBOLTI KA-menn gerðu það sem fæstir áttu von á að þeir gætu – slógu nýkrýnda Íslandsmeistara FH út úr bikarnum í gærdag þegar liðin mættust á Laugardals- velli í undanúrslitunum. Þar með hefndu þeir ófaranna frá því um síðustu helgi en þá sigruðu FH- ingar fyrir norðan, tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og sendu KA-menn um leið beinustu leið niður í 1. deild. KA mætir annað hvort HK eða Keflavík í úrslita- leiknum en þessi lið mætast ein- mitt klukkan tvö í dag í seinni undanúrslitaleiknum. Leikurinn fór frekar rólega af stað, FH-ingar, eins og við mátti búast, voru mun meira með bolt- ann en þeim gekk erfiðlega að skapa sér einhver færi að ráði. Reyndar fékk Jón Þorgrímur Stefánsson ágætt færi á 9. mínútu en KA-menn björguðu á línu. Á 28. mínútu komst síðan Ásgeir Gunn- ar Ásgeirsson aleinn inn fyrir en skot hans fór framhjá. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Heimir Guðjónsson hræðilega sendingu til baka á Tommy Niel- sen, Hreinn Hringsson var fljótur að átta sig og hirti boltann, stakk sér inn fyrir og skoraði af öryggi. Þetta var verulega þungt högg fyrir FH og sér í lagi Heimi Guð- jónsson sem náði sér aldrei á strik eftir þetta og var nánast eins og skugginn af sjálfum sér. Þróunin það sem eftir lifði leiks var sú að FH-ingar sóttu án afláts en KA-menn lágu í skot- gröfunum, gráir fyrir járnum, og voru síðan þrælfljótir að bregða sér í skyndisóknirnar um leið og færi gafst. Þar fór fremstur í flokki Dean Martin, bæði skapaði hann talsverða hættu nokkrum sinnum en ekki síður var hann duglegur að vinna tíma og gera FH-inga enn óþolinmóðari en ella. Á 73. mínútu voru FH-ingar ansi nálægt því að jafna, Atli Viðar Björnsson átti þá tvö skot, annað varði Sandor Mátus en hitt var varið á línu. Fjórum mínútum fyrir leikslok fór boltinn svo í þverslá KA-marksins eftir skot Ármanns Smára Björnssonar. Var það síðasta alvöru færi leiksins og KA-menn fögnuðu gríðarlega í leikslok enda sigur- inn frábær uppbót fyrir fallið frá því um síðustu helgi. Þeir spila því til úrslita um bikarinn í þriðja sinn, voru ansi nálægt honum árin 1992 og 2001 og hver veit nema þetta takist hjá þeim í þriðju til- raun. Allt KA-liðið lagði sál sína að veði í þessum leik – allir leik- menn börðust eins og ljón og gáfust aldrei upp þrátt fyrir sívaxandi sóknarþunga anstæð- inganna. FH-ingar voru hins vegar al- veg heillum horfnir í þessum leik. Liðið náði aldrei þeim takti sem verið hefur í því meginpart sum- ars og spurningin er sú hvers vegna það gerist einmitt í þessum mikilvæga leik. Hvort liðið hafi einfaldlega ekki verið komið niður úr skýjunum eftir sigurinn um síðustu helgi skal ósagt látið en það var eitthvað meira en lítið að í þessum leik. Þótt Heimir Guðjóns- son hafi ekki leikið eins og hann á sér og að flensa hafi hrjáð Allan Borgvardt þá á breidd FH-liðsins að vera það góð að þeir geti brugð- ist við slíku. Það náði liðið hins vegar ekki að gera, hverju sem um er að kenna, og þrátt fyrir ótal sóknarlotur hafði maður það á tilfinningunni allan leiktím- ann að leikmönnum liðsins væri gjörsamlega fyrirmunað að skora. sms@frettabladid.is 22 26. september 2004 SUNNUDAGUR Risinn var rotaður „Risinn er vaknaður“ sungu leikmenn FH á Akureyri fyrir viku síðan. Þessi sami risi var síðan rotaður á Laugardalsvelli í gær. Stórir fiskar í litlum vötn- um Hvað var Henrik Larsson að hanga sjö ár í skoska hálandaboltanum? spyrja þeir sem hafa orðið vitni að glimrandi leik sænska framherjans hjá Barcelona í byrjun leiktíðar. Barca er vaknað af óværum Þyrnirósar- svefni og leikur áferðarfallega og árang- ursríka knattspyrnu með snillinginn Ronaldinho að baki Henke og Samuel Eto´o. Ýmsir höfðu spáð Henke litlum frama á Spáni enda lítil kúnst að brill- era í tveggja liða deildinni skosku en þar lék Henke með Celtic við ótrúlegar vinsældir og setti hvert markametið á fætur öðru undir gælu- nafninu „King of Glasgow“. Og við hæfi að hann skyldi reka síðasta naglann í kist- una þegar Barcelona varð fyrst liða til þess í áraraðir að leggja Celtic í Evrópukeppni að Hampden Park. Henke býr ekki yfir nema broti af brasil- ískri tækni en er klár í kollinum með frábærar staðsetningar og nánast eins og hann lími sig við varnarmann mótherjans til þess eins að skjótast fram úr honum á afgerandi sekúndum. Það er vitaskuld þægilegra að vera stór fiskur í litlu vatni en öfugt og margir hugðu Henke skorta þor til að spreyta sig í alvöru deild. Nái hann afgerandi árangri syðra skipar hann sér í sveit helstu knatthetja samtímans tvö ár genginn í fertugt. Þorbjarnarþáttur Og víkur nú sögunni að einum helsta snillingi sænskra knattspyrnu frá upp- hafi vega og hafa þó frændur okkar austanhafs átt spilara eins og Grenoli- tríóið (Gunnar Gren, Gunnar Nor- dahl,Niels Liedholm, Nacka Skoglund og Kurre Hamrin). Þessir snillingar gerðu garðinn frægan um miðja síðustu öld og voru helsta út- flutningsvara Norðurlanda löngu fyrir daga Abba og Bjarnar Borg. Rétt eins og Henke var Törbjörn Nillsson lengst- um stór fiskur í lítilli tjörn og náði aldrei alþjóðlegum hæðum fyrrnefndra meist- ara. Hann fór fyrir IFK Gautaborg þegar liðið var sér á parti í Allsvenskan og lagði grunn að alþjóðlegum frama Sven Görans Erikssonar sem hóf feril sinn sem þjálfari Englanna (eins og IFK er títtnefnt af áhangendum sínum) og varð liðið UEFA-meistari árið 1982 og sigraði ma. Valencia með Frank Arnesen innanborðs og Arsenal með Liam Brady og burstuðu Hamborg heiman og heima í útslitaleikjunum. Torbjörn bjó yfir frábærri tækni og var nær jafnvígur á vinstri sem hægri, kannski ekki eins sterkur skallamaður og Henke, en jafnvægi hans undravert samfara glöggri yfirsýn og ómögulegt að ná knettinum af honum í ham. Vantaði Gautaborgarhúmorinn Merkilegt nokk blómstraði Torbjörn aldrei í atvinnumennsku en hann fór ungur til Hollands eins og Henrik Lars- son. „Það vantaði Gautaborgarhúmor- inn hjá Eindhoven,“ sagði Torbjörn. Hann lék seint á ferlinum nokkur miss- eri með Kaiserslauten en það var bara í bláröndóttu IFK-peysunni sem Torbjörn var í essinu sínu enda elskaður og dáð- ur um alla aflanga Svíþjóð og í vali á bestu knattspyrnumönnum Svía er hann ævinlega í hópi fimm efstu. Í viðtali sem ég tók við Sven Göran Eriksson 1997 sagði hann mér að Tör- björn Nilsson væri hæfileikamesti leik- maður sem hann hefði þjálfað ásamt Roberto Mancini. Hann féll þó ekki kerfisköllum sænska landsliðsins vel í geð og átti Torbjörn fáa markverða leiki í blágula búningnum. Kannski var hann fyrst og fremst „A One Club Man“. Henke hefur nú tækifæri til að sanna hið gagnstæða. Einar Logi Vignisson skrifar um boltann í Suður-Evrópu á sunnudögum EINAR LOGI VIGNISSON Heimir Guðjónsson: Gaf þeim markið FÓTBOLTI Heimir Guðjónsson, fyrir- liði FH-inga, var að vonum veru- lega svekktur með lyktir leiksins og hafði þetta að segja. „Það er ósköp lítið annað að segja en að þeir skoruðu en við ekki og þetta mark gaf ég þeim. Við fengum fullt af færum í þessum leik, ég meina, við erum búnir að spila tvisvar við KA á tæpri viku, þeir fengu fjögur færi í leikjunum og skoruðu tvö mörk, við fengum þrjátíu færi og skor- uðum tvö mörk. En þótt við hefð- um spilað til klukkan tíu í kvöld hefðum við líklega ekki skorað. Þetta var ekki okkar dagur og okkur var ekki ætlað að sigra – því miður.“ Aðspurður segist Heimir ekki enn vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann mæti til leiks aftur á næsta sumri. „Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að vera með neinar ótímabærar yfirlýsingar, en ég læt ykkur vita,“ sagði Heimir Guðjónsson. FÓTBOLTI Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, var kampakátur með frammistöðu sinna manna eins gefur að skilja. „Við höfum ekkert heyrt af umræðunni fyrir leikinn – ekkert tekið eftir henni enda fáum við ekki blöðin send norður,“ sagði sá gamli léttur í bragði og bætti við: „Við létum ekkert trufla okkur í undirbúningnum fyrir leikinn og mætum býsna afslappaðir hingað. Við náðum að skora eitt mark og höfðum síðan lukkudísirnar á bandi okkar í restina. Það er hins vegar ekkert hægt að neita því að þeir áttu mörg góð færi en við átt- um nokkur helvíti góð hálffæri. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik, við vissum síðan vel að þeir myndu koma á okkur af krafti í byrjun síðari hálfleiks, en við náðum að halda okkar. Þetta er í raun í fyrsta sinn í sumar sem heppnin var aðeins með okkur. Vörnin var mjög góð hjá okkur sem og markvarslan og menn börðust virkilega fyrir hvern annan og við áttum þennan sigur skilið. Það er alltaf draumur að kom- ast í bikarúrslitin hvort sem þú fellur eða heldur þér uppi. Því er ekki að neita að það var mikið svekkelsi að falla um síðustu helgi en það er enginn heimsendir – það var enginn að deyja og við féllum bara um eina deild og það þýðir voða lítið að gráta það. Nú er einn leikur eftir af tímabilinu hjá okk- ur og við ætlum okkur sigur í hon- um,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. 1–0 Hreinn Hringsson 30. DÓMARINN Gylfi Þór Orrason góður BESTUR Á VELLINUM Dean Martin KA TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–21 (4–6) Horn 6–11 Aukaspyrnur fengnar 11–13 Rangstöður 0–2 MJÖG GÓÐIR Dean Martin KA Atli Sveinn Þórarinsson KA Ronni Hartvig KA GÓÐIR Sandor Matus KA Pálmi Rafn Pálmason KA Daði Lárusson FH Freyr Bjarnason FH 1-0 KA FH KÓRSTJÓRI Englendingurinn Dean Martin var bestur á vellinum í gær og hann var ekki síðri eftir leik er hann stjórnaði stemningunni í búngsklefa KA-manna. KOMU ÖLLUM Á ÓVART Tilvonandi 1. deildarlið KA kom verulega á óvart á Laugardalsvelli í gær er þeir sigruðu nýkrýnda Íslands- meistara FH í undanúrslitum VISA-bikarsins. Það var að vonum mikil stemning í búningsklefa KA eftir leikinn eins og sjá má á myndinni. SÚR Ungstirnið Emil Hallfreðsson var með böggum hildar eftir leikinn í gær en mundi samt eftir að þakka fyrir stuðninginn. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, var kátur: Sanngjörn úrslit FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 38-39 (22-23) Sport 25.9.2004 21:13 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.