Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.09.2004, Blaðsíða 46
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 7 prósent. Guðni Ágústsson. 30. 30 26. september 2004 SUNNUDAGUR Ung stúlka upplifir núna líf sem margar litlar stúlkur láta sig dreyma um. Monika Ursula Klonowski býr næstu þrjá mán- uði hjá alvöru prinsessu. Foreldr- ar Moniku eru pólskir og voru meðal fyrstu flóttamannanna til Íslands og fæddist Monika hér á landi tveimur árum eftir komu þeirra. Hún kynntist prinsess- unni í gegnum móður sína sem hefur unnið með henni við hjálp- arstörf. Prinsessan heitir Doraja Eberle og er frá Austurríki. Langa- langa- langafi hennar var Franz Josef konungur Austurrík- is sem var uppi fyrir 160 árum. Þetta er alls engin dæmigerð æv- intýraprinsessa sem spásserar um með kórónu dagsdaglega heldur er hún allan liðlangan dag- inn að sinna hjálparstörfum. Hún rekur stofnunina Bauern Helfen Bauern eða Bændur hjálpa Bændum sem sér um að hjálpa fjölda fólks sem hefur verið hrakið frá heimilum sínum í fyrrum Júgóslavíu. Prinsessan og maðurinn hennar, Alexander Eberle fara á 6-8 vikna fresti til Bosníu og byggja hús fyrir heim- ilislaust fólk og gefa matargjafir. Hún á einnig valdamikla vini og hefur unnið með sjálfri Móður Teresu í Indlandi. Þær virðast vera meira en bara vinnufélagar því þegar Móðir Teresa heyrði af vandræðum Doraju við að eign- ast börn gaf hún henni persónu- lega tvö börn sem Doraja svo ættleiddi. Doraja tók einnig að sér indverska konu sem vinnur hjá henni við húshjálp. Monika lifir góðu lífi í þessum prinsessu- heimi og hefur ritara Doraju sér til aðstoðar og sér hún m.a. um að redda öllu mögulegu fyrir Moniku. Hún segir prinsessuna og mann hennar vera afar gott og gjafmilt fólk og laust við allt snobb. „Einu sinni spurði ég hvort ég gæti fengið lánaða hár- þurrku og fékk. En svo þegar ég kom heim úr vinnunni seinna um daginn stóð kassi með glænýrri hárþurrku á borðinu mínu. Þá höfðu þau bara farið og keypt handa mér nýja!,“ segir Monika furðulostin. Hún vinnur núna á sveitagarðinum Gut Aiderbichl þar sem eru einungis dýr sem hefur verið bjargað úr sláturhús- um og af rannsóknarstofum. „Á hverjum mánuði koma átta þús- und manns að heimsækja dýrin. Fólk getur svo styrkt dýrin til að halda þeim uppi og borgar þannig eins konar meðlag. Mikið af frægu fólki kemur á sveitagarð- inn og t.d. kom sjálfur Ralph Schumacher nýlega en hann á einmitt „hlut“ í einum bolanum á sveitabænum,“ segir Monika. Prinsessuheimurinn sem Monika lifir í næstu þrjá mánuði er því örlítið öðruvísi en sá heimur sem hún las um í barnabókum sem lítil stelpa. Nútíma prinsessan situr ekki í hvíta blúndukjólnum sínum og bíður eftir prinsinum á hvíta hestinum heldur fer og hjálpar fólki og dýrum um víða veröld en lifir auðvitað enn þá hamingjusöm til æviloka. ■ Fáðu flott munnstykki MONIKA KLONOWSKI Er hér við glæsi- lega opnun á brú þar sem sjálfur Karl bretaprins var viðstaddur. Monika Ursula Klonowski: Ung íslensk stúlka lifir kóngalífi í Evrópu Býr hjá austurrískri prinsessu Hvernig ertu núna? Ég er mjög góður. Hæð: 189 cm. Augnlitur: Blágrár. Starf: Tónlistarmaður og leiðbein- andi. Stjörnumerki: Hrútur Hjúskaparstaða: Einhleypur. Hvaðan ertu? Ég ólst upp í Hall- ormsstaðarskógi. Helsta afrek: Það er erfitt að segja. Helstu veikleikar: Latur. Helstu kostir: Ég er sveigjanlegur. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Af fingrum fram. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Við hljóðnem- ann með Andreu Jónsdóttur á Rás 2. Uppáhaldsmatur: Hrísgrjóna- og græn- metisréttir. Uppáhaldsveitingastaður: Chutneys í Stokkhólmi. Uppáhaldsborg: Reykjavík. Uppáhaldsíþróttafélag: Völsungur. Mestu vonbrigði lífsins: Erfitt að svara. Hobbý: Tónlistin. Viltu vinna milljón? Já, já, alveg eins. Jeppi eða sportbíll: Jeppi en annars kýs ég að vera ekki á bíl. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Rokkstjarna. Skelfilegasta lífsreynslan: Að taka bílpróf. Hver er fyndnastur? Laddi. Hver er kynþokkafyllst? Íslenska kven- þjóðin. Trúir þú á drauga? Ég trúi að þeir séu hugarburður en það þýðir ekki að þeir séu ekki til. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Ljón. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Skjald- baka. Áttu gæludýr? Nei. Hvar líður þér best? Heima hjá mér. Besta kvikmynd í heimi: Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. Besta bók í heimi: Elementary Philosophy eftir P.R. Sarkar. Næst á dagskrá: Tónleikar á Dillon. BAKHLIÐIN Bakhliðin á Þorsteini Einarssyni, söngvara reggísveitarinnar Hjálma. Ólst upp í Hallormsstaðarskógi LUKKULEGUR LEIFUR Leifur heppni var ansi myndarlegur með umferðarkeilu á hausnum þar sem hann stóð vörð um Skólavörðuholtið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Einmitt það sem ég er að segja! Alltof seint að halda upp á fer- tugsafmælið! Það er of seint, þú munt ekki geta haldið upp á fertugsafmælið! Ég verð 45 ára á fimmtudaginn! Á FIMMTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins - DORAJA EBERLE Barna-barnabarn Franz Jósef, konungs Austurríkis. Þegar móðir Theresa heyrði af vandræðum hennar við að eignast börn, gaf hún Doraju tvö börn sem hún síðar ættleiddi. … fær Guðni Ágústsson fyrir að vera orðinn forsætisráðherra, þó tímabundið sé. HRÓSIÐ 46-47 (30-31) Folk 25.9.2004 21:30 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.