Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR ROKKAÐ Í REYKJAVÍK Á Nasa troða upp Eivør Pálsdóttir, Brúðarbandið, Botnleðja, Úlpa, Ensimi og sænska hljómsveitin Sahara Hotnights. Tónleik- arnir hefjast klukkan átta. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 21. október 2004 – 288. tölublað – 4. árgangur ● í teknó útgáfu Endurhljóð- blönduð Sálin: ▲ SÍÐA 55 SAMKEPPNISYFIRVÖLD GAGN- RÝND Olíufélögin gagnrýna að sami aðili rannsaki mál og úrskurði. Þau segja ekki eðlilegt að Samkeppnisstofnun sitji fundi með Samkeppnisráði þar sem úrskurður er ræddur. Sjá síðu 2 MEGI EKKI SPYRJA SKJÁ 1 Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagðist enga ábyrgð bera á kaupum Símans á Skjá 1 á Alþingi i gær. Össur Skarphéðinsson sakaði Geir um að leggja blessun yfir „hjálparstarf“ fyrir gæðinga Sjálfstæðismanna. Sjá síðu 4 KYNBUNDINN MUNUR Launamun- ur kynjanna er sá sami hjá ríki og bæ og viðgengst á almennum vinnumarkaði. Ný rannsókn HASLA sýnir að fólk telur launa- leynd skaðlega. Sjá síðu 6 TR Á 260 MILLJÓNIR Hátt í þriðja hundrað milljónir vantaði upp á að Trygg- ingastofnun fullnýtti heimildir sínar til nið- urgreiðslu á tannlæknakostnaði á síðustu þremur árum. Sjá síðu 16 Kvikmyndir 50 Tónlist 42 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 36 Sjónvarp 52 HESTASÝNING „Ég var á hestasýn- ingu úti í Englandi um helgina og þar mátti íslenskur knapi prísa sig sælan þegar einn af lífvörðum drottningarinnar ætlaði að heilsa honum að sjómannasið,“ segir Jónas R. Jónsson, umboðsmaður íslenska hestsins. Atvikið varð eftir sýninguna þar sem Íslendingar sköruðu fram úr og hlutu nafnbótina „Star of the Show“ eða Stjörnur sýningarinn- ar. „Þarna sýndu úrvalsgóðir knapar íslenska hestinn og í lok sýningarinnar kom lífvarðasveit drottningar í fullum skrúða og myndaði göng með upplyftum spjótum sínum. Sigurvegarar í ýmsum flokk- um voru kallaðir inn og að lokum var tilkynnt að stjarna sýningar- innar væri íslenski hesturinn sem okkur fannst mjög huggulegt. Seinna um nóttina voru íslensku knaparnir staddir á barnum á hót- elinu. Þá kemur einn lífvarðanna og rýkur á Jóhann Skúlason, sem er heimsmeistari í tölti og kynnt- ur sem slíkur á sýningunni. Vörð- urinn ætlaði í hann og spurði jafn- framt hvað hann héldi að þessir Íslendingar væru, að kalla sig heimsmeistara. Þeir væru bara fífl. Svo kæmu þeir bara og stælu sýningunni. Lífverðirnir voru ekki sáttir við það því þeir hefðu alltaf verið nefndir stjörnur sýn- ingarinnar,” segir Jónas. Hann segir að gremja lífvarð- arins hafi verið svo mikil, að flytja þurfti hann í burtu í járnum. „Þá áttuðum við okkur á því að líf- verðir drottningar hafa alltaf fengið þennan titil þar til nú. Þá skildum við að þetta var miklu meira mál, þessi titill, heldur en við höfðum gert okkur grein fyrir,“ segir Jónas. - jss Gremja í garð sigursælla Íslendinga á hestasýningu á Englandi: Lífvörður drottningar járnaður ● tíska ● heimili ● ferðir Saumar í verkfallinu Auður Elísabet Helgadóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS KJARAMÁL „Kennarar munu aldrei verða sveltir til hlýðni,“ sagði Jón Pétur Zimsen grunnskólakennari á baráttufundi kennara á Ingólfs- torgi í gær. Samningafundur stóð enn yfir hjá ríkissáttasemjara þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði við Fréttablaðið að hann teldi samningaviðræður nú komnar á beinu brautina. Jón Pétur sagði að yrðu lög sett á deilu kennara væri augljóst að starfskrafta kennara væri ekki lengur óskað. Hann velti upp spurningunni hvernig kröfur um 230 þúsund króna laun árið 2007, sveigjanlegri vinnutíma og auk- inn undirbúning til að auka gæði kennslunnar gætu verið óraun- hæfar. Um 3.000 kennarar mættu í kröfugöngu frá Hlemmi og á fundinn. Þeir fengu kveðjur frá fjölmörgum stéttarfélögum ásamt fimmtán og hálfri milljón króna gjöf frá félögum BHM í vinnu- deilusjóð kennara. - gag Allt landið Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. LOKSINS SKAPLEGT VEÐUR Og það víðast hvar á landinu. Skúrir um norð- austan og austanvert landið annars bjart- viðri. Hiti 3-10 stig hlýjast syðst. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 danskir dagar JÓNAS R. JONSSON Umboðsmaður íslenska hestsins var viðstaddur sýninguna í Bretlandi. Hundruð milljarða í nýju hlutafé: Fyrirtæki styrkja sig HLUTABRÉFAMARKAÐUR Félög í Kaup- höll Íslands hafa nú þegar fengið um hundrað milljarða inn í rekst- ur sinn með því að bjóða nýtt hlutafé til sölu. Búast má við að sú tala tvöfaldist á nætu misserum ef Síminn verður seldur. Stór fyrirtæki á markaði hafa nýtt sér góða tíð á hlutabréfa- markaði til að efla starfsemi sína. KB banki hefur þegar selt nýtt hlutafé fyrir yfir 90 milljarða. Íslandsbanki ætlar að sækja 35 milljarða á markað á næstunni, Bakkavör um 22 milljarða og Flugleiðir hátt í tíu. Í síðustu uppsveiflu voru það lítil fyrirtæki sem nutu góðs af auknu framboði á áhættufjár- magni en slíkt hefur ekki verið uppi á teningnum nú. - þk Sjá síðu 34 Nýrnaígræðsla í Bandaríkjunum: Fann nýra á netinu DENVER, AP Þau tímamót urðu í gær að nýra sem sjúklingur útvegaði sér sjálfur í gegnum netið var grætt í hann á sjúkrahúsi í Banda- ríkjunum. Sjúklingurinn, Bob Hickey, hafði keypt nýrað af sér yngri manni með aðstoð vefsíðunnar MatchingDonors.com. Sá síðar- nefndi var einn af 500 einstakling- um sem svöruðu auglýsingu Bobs á vefsíðunni en auglýsing þar mun kosta um 20 þúsund krónur á mánuði. Bob hafði þurft á nýrna- ígræðslu að halda síðan 1999 en hann hafði gefist upp á að finna líffæragjafa með aðstoð yfir- valda. Að sögn lækna heilsaðist hon- um vel eftir aðgerðina í gær. Mál- ið hefur vakið upp bæði siðferði- leg og lagaleg álitaefni í tengslum við kaup á líffærum úr heilbrigðu fólki. ■ Þrjú þúsund kennarar á baráttufundi í miðbæ Reykjavíkur: Láta ekki svelta sig KENNARAR HVIKA HVERGI FRÁ KRÖFUM SÍNUM Fjölmörg kröfuspjöld prýddu hóp kennara á Ingólfstorgi í gær og sýndu hug kennaranna til ráðamanna og ummæla um óraunhæfar kröfur þeirra. Þeir vildu minna á að hartnær hver einasti kennari stæði að baki samninganefnd kennara. Það var staðfest með handauppréttingu hvers manns á fundinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 01 Forsíða 20.10.2004 22:38 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.