Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 2
2 21. október 2004 FIMMTUDAGUR Þrír menn ruddust inn á ritstjórnarskrifstofur DV: Tóku fréttastjórann hálstaki og höfðu í hótunum við starfsfólk LÖGREGLUFRÉTTIR Fréttastjóri DV var tekinn hálstaki þegar þrír menn ruddust inn á ritstjórnar- skrifstofur DV í hádeginu í gær og kröfðust þess að fá að tala við annan ritstjóra blaðsins. Skömmu síðar átti blaðamaður blaðsins fót- um sínum fjör að launa þegar mennirnir bökkuðu bíl sínum á miklum hraða upp á gangstétt þar sem hann stóð og fylgdist með brottför þeirra. Mennirnir kröfðust þess að fá að tala við Mikael Torfason, annan ritstjóra DV. Þegar þeim var sagt að hann væri fjarverandi og þeir beðnir um að fara tóku þeir Reyni Traustason fréttastjóra tvívegis hálstaki og höfðu í hótunum við fólk. „Ég er kominn með áverkavott- orð og geng formlega frá kæru á morgun,“ sagði Reynir í gær. „Ég mun hvergi gefa eftir, frekar en ritstjórnin í heild,“ segir Reynir sem ætlar að fylgja því eftir að málið verði klárað. „Ég vil helst sjá þessa menn í fangelsi.“ Blaðamaður sem fylgdi mönn- unum eftir til að ná númeri á bíl þeirra og sjá hvert þeir færu átti fótum sínum fjör að launa þegar þeir virtust reyna að aka hann niður. Mennirnir tengjast vélhjóla- klúbbnum Fáfni. Lögregla leitaði þeirra í gærkvöld en þeir höfðu ekki náðst þegar blaðið fór í prentun. - bþg OLÍUFÉLÖGIN Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélög- in óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Sam- keppnisstofnunar vegna rannsókn- ar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Sam- keppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýni- vert að reifuninni lokinni, að starfsmenn Samkeppnisstofnunar sætu fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnis- ráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifun- ina hafi virst sem Samkeppnisráði hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skrif- lega. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræð- ingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráði hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. „Samkeppn- isráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn,“ segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélag- anna á samstarf Samkeppnisstofn- unar og Samkeppnisráðs við úr- skurð málsins segir Ásgeir: „Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en sam- kvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð,“ segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dóms- niðurstöðum héraðsdóms í græn- metismálinu svokallaða hafi dómn- um þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnun- ar og hafi sagt hana „fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði.“ Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðs- dómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér „hættulega hlutdrægni“ að sömu starfsmenn Samkeppnis- stofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæsti- réttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta. sda@frettabladid.is IÐNVERKAFÓLK Kostar 1.200 krónur á tímann á Íslandi en rúmar 2.000 krónur í Noregi. Kjaramál: Íslendingar eru ódýrir KJARAMÁL Íslenskir iðnverkamenn eru næst ódýrasta vinnuaflið í hópi tuttugu þjóða sem skoðaðar voru í skýrslu viðskiptaháskólans IMD í Sviss. Samkvæmt henni eru það einungis spænskir iðnverka- menn sem eru ódýrari. Í skýrsl- unni er ríkjum raðað upp eftir samkeppnishæfni og var Ísland talið fimmta í röðinni. Greiða þarf að meðaltali 1.200 krónur fyrir tímann hjá íslensk- um iðnverkamönnum en starfs- bræðrum þeirra í Noregi þarf hins vegar að greiða rúmar 2.000 krónur. Reyndust þeir dýrasta vinnuaflið samkvæmt könnun- inni. -ghg ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Nei ég bíð með það. Ég er ekki búinn að gefa upp vonina um að bréfið komi sér vel ef stjórnendur Símans sjá að sér. Stjórn Símans synjaði kröfu Steingríms J. Sigfús- sonar alþingismanns um hluthafafund vegna kaupa fyrirtækisins á hlut í Skjá einum. Steingrím- ur lagði kröfuna fram í krafti hlutabréfs sem hann á í Símanum. SPURNING DAGSINS Steingrímur, ætlarðu að selja bréfið? JOHN KERRY Demókratinn fær liðsauka í næstu viku þegar Clinton fer í kosningaferðalag. Forsetakosningar: Clinton í slaginn BANDARÍKIN, AP Bill Clinton er orð- inn nægilega heill heilsu til að taka þátt í kosningabaráttu Johns Kerry. Ákveðið hefur verið að Clinton verði með Kerry á fundi í Philadelphiu næsta mánudag og einnig stendur til að hann ferðist um og hvetji fólk til að kjósa Kerry. Demókratar bundu vonir við það í sumar að Clinton léki stórt hlutverk í kosningabaráttu Kerrys. Þær vonir dofnuðu þegar Clinton þurfi að gangast undir uppskurð en hann hefur verið hálfan annan mánuð að jafna sig en telur sig nú við nógu góða heilsu til að vinna að kjöri flokks- bróður síns. ■ ÍKVEIKJUR Það sem af er ári hafa komið þrisvar sinnum fleiri íkveikjur inn á borð lögreglu en allt árið í fyrra. Samkvæmt upp- lýsingum frá tölfræðideild Ríkis- lögreglustjóra er þá átt við mál þar sem vísvitandi er kveikt í eig- um, en ekki talin með tilvik þar sem kveikt er í rusli á sorphaug- um eða við vinnustaði. Tólf slík mál hafa komið á borð lögreglu í ár, en fimm þeirra komu upp í Reykjavík. Í fyrra komu upp fjögur íkveikjumál, þrjú þeirra í höfuðborginni og árið þar áður komu upp sjö íkveikjumál, öll nema eitt í Reykjavík. Íkveikjur eru lögum sam- kvæmt litnar alvarlegum augum enda geta þær sett fjölda fólks í hættu. Í 164. grein almennra hegn- ingarlaga kemur fram að valdi maður eldsvoða, sem hefur í för með sér almannahættu, þá varði það fangelsi ekki skemur en 6 mánuði. „Refsing skal þó ekki vera lægri en 2 ára fangelsi, hafi sá, er verkið vann, séð fram á, að mönnum mundi vera af því ber- sýnilegur lífsháski búinn eða elds- voðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna,“ segir í lögunum. - óká Eldsvoðar: Íkveikjur þrefalt fleiri ÍKVEIKJA Á BLÖNDUÓSI Talið er víst að kveikt hafi verið í Votmúla, atvinnuhúsnæði á Blönduósi, en eldurinn átti upp- tök sín í skilrúmi milli matvælaverksmiðjunnar Vilkó og pakkhúss kaupfélagsins á staðnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M VETTVANGUR ÍKVEIKJA Í ÁR OG TVÖ SÍÐUSTU ÁR: 2002 2003 2004 Bifreið 3 4 Heimili 2 3 4 Stofnun 1 1 2 Annað 1 2 Heimild: Embætti Ríkislögreglustjóra Umferð: Bílum fjölgar UMHVERFISMÁL Fjöldi bíla á götum Reykjavíkur jókst um 45 prósent milli áranna 1996 og 2003 og fjöl- di dísilbíla tvöfaldaðist. Þar af munar mestu um mikla fjölgun stórra jeppa. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofu Reykja- víkur. Fram kemur í skýrslunni að út- streymi gróðurhúsalofttegunda frá umferð fólksbíla í Reykjavík hafi aukist um tæp tíu prósent frá árinu 1999 til 2002. Það hefur hins vegar aukist um tæp tvö prósent að meðaltali á landinu öllu. - ghg LÖGREGLAN MÆTT Á STAÐINN „Þetta verður ekki til að ala á ótta hjá mér, eða okkur á ritstjórninni,“ sagði Reynir Traustason eftir að ofbeldismenn tóku hann hálstaki, ollu skemmdum og hótuðu starfsfólki. Gagnrýna vinnubrögð samkeppnisyfirvalda Olíufélögin gagnrýna að sami aðili rannsaki mál og úrskurði. Þau segja óeðlilegt að Samkeppnisstofnun sitji fundi með Samkeppnisráði þar sem úrskurður er ræddur. Dómstólar hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag. OLÍUFÉLÖGIN ERU SÖKUÐ UM ÓLÖGLEGT SAMRÁÐ Á ÁRUNUM 1993-2001 Héraðsdómur segir það fela í sér „hættulega hlutdrægni“ að sömu starfsmenn Sam- keppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. VALT Í HVASSVIÐRI Dráttarbíll með fjárflutningavagn valt á þjóðveginum undir Eyjafjöllum, vestan við bæinn Hvamm, síð- degis í gær. Ökumaður var einn í bílnum. Hann slasaðist á hand- legg, sem var ótrúlega vel slopp- ið að sögn lögreglunnar á Hvols- velli. HARÐUR ÁREKSTUR Skömmu eft- ir tvö í gær varð harður árekstur á gatnamótum Hringbrautar og Flugvallarvegar í Keflavík. Fólksbifreið og jeppabifreið lentu saman. Ökumaður fólksbifreiðar- innar var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en hann meiddist lítilsháttar. Hann fékk að fara heim að skoðun lokinni. 02-03 20.10.2004 22:17 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.