Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 4
4 21. október 2004 FIMMTUDAGUR Skólagjöld í Tækniskóla: Framsókn ekki tekið afstöðu STJÓRNMÁL Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna gagn- rýndi sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík á Alþingi í gær en þar er gert ráð fyrir heimild til skólagjalda. Skólagjöld í Háskólann í Reykja- vík geta verið allt að 200 þúsund krónur. „Hér er verið að kippa úr sambandi efnahagslegu jafnrétti til náms.“ Sagði þingmaðurinn málið illa undirbúið og skammar- legt að það skuli hvorki hafa verið rætt á þingi né í menntamála- nefnd þess. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sagði að sameiningin væri tækifæri til að auka tækifæri íslenskra náms- manna til verkfræði- og tækni- náms. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að flokkurinn hefði ekki tekið af- stöðu til þess hvort hann féllist á skólagjöld. „Öll þingleg meðferð er eftir en við höfum ekki séð ástæðu til að stöðva málið.“ Segir Dagný að sérstaklega þurfi að at- huga grunnnám á framhaldsskóla- stigi og nám í heilbrigðisgreinum í Tækniskólanum. - ás Segist ekki mega spyrja um Skjá 1 Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagðist enga ábyrgð bera á kaupum Símans á Skjá 1 á Alþingi i gær. Össur Skarphéðinsson sakaði Geir um að leggja blessun yfir „hjálparstarf“ fyrir gæðinga Sjálfstæðismanna. STJÓRNMÁL Geir H. Haarde fjár- málaráðherra neitaði í gær á Al- þingi að svara spurningu Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, um kostnað Símans á helmingshlut í Skjá 1. Sagðist fjármálaráðherra sem fer með 99% hlut ríkisins i Símanum ekki hafa rétt til þess umfram aðra eigendur að afla slíkra upp- lýsinga. Össur Skarphéðinsson veittist harkalega að fjármálaráðherra og sagði ríkisstjórnina stunda hjálp- arstarf til að bjarga gæðingum úr skuldasúpu. Sagði hann engin við- skiptaleg rök fyrir kaupunum á Skjá einum. Vakti hann athygli á að þeir þrír sem helst hefðu kom- ið að ákvörðun Símans væru allir málsmetandi Sjálfstæðismenn, Brynjólfur Bjarnason forstjóri, Orri Hauksson, þróunarstjóri og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, og Friðrik Friðriksson, breiðbandsstjóri og fyrrverandi kosningastjóri hans. Helsti seljandi hefði verið Gunnar J. Birgisson fyrrverandi borgar- fulltrúi D-listans í Reykjavík. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði að svo virtist sem Síminn væri hvorki ríkisfyrirtæki né hlutafé- lag. Fjármálaráðherra neitaði nú upplýsingum því fyrirtækið væri hlutafélag en áður hefði honum sjálfum sem hluthafa verið neitað um hluthafafund þrátt fyrir ákvæði hlutafélagalaga. „Verður fjölmiðlahlutinn svo skilinn frá Símanum rétt fyrir einkavæðingu eins og VÍS frá Landsbankanum, rétt fyrir helmingaskiptin?“ Sigurjón Þórðarson, Frjáls- lynda flokknum, sakaði Geir H. Haarde um að misnota almannafé í „pólitískri herferð gegn Norður- ljósum.“ Dagný Jónsdóttir Framsóknar- flokki benti á að Síminn hefði rek- ið fjölvarp á breiðbandinu um langt skeið og ekki hefði þá verið amast við því að hann „nýtti fjár- festinguna“. Benti hún á að fólk víða um land gæti ekki stundað fjarnám eða atvinnurekstur vegna skorts á ADSL tengingum. Nú væri útlit fyrir að þarna yrði gert átak. Sagði hún kaldhæðnis- legt ef opnað yrði á þetta „þökk sé enska boltanum“. a.snaevarr@frettabladid.is Menntamálaráðherra: Brottfall á undanhaldi STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að brottfall úr framhaldsskólum væri „á undanhaldi“. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrir- spurn Björgvins G. Sigurðssonar Samfylkingunni. Hins vegar væri framhalds- skólanám lengra hérlendis en víða annars staðar og hætta á brottfalli því meiri. Fyrirspyrjandi harmaði að ráð- herra hyggðist ekki beita sér fyr- ir frekari aðgerðum til að stemma stigu við brottfalli en Íslendingar ættu þar heimsmet. - ás Eiga kennarar á undanþágu í verkfallinu að fá laun samkvæmt ráðningasamningi? Spurning dagsins í dag: Ætti að fækka ráðuneytum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 18% 82% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Sendiherra Íslands hjá SÞ: Kynnti stefnu stjórnvalda UTANRÍKISMÁL Íslendingar leggja áherslu á fjögur málefni á 59. alls- herjarþingi Sam- einuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í New York. Hjálmar W. Hann- esson, sendiherra Íslands hjá Sam- einuðu þjóðunun- um, kynnti stefnu Íslands fyrir fastanefndum þingsins í gær og fyrradag. Í fyrsta lagi leggja íslensk stjórnvöld áherslu á vernd barna fyrir ofbeldisverkum, í öðru lagi á vetnissamfélagið og samstarf um vatnsveitur, í þriðja lagi á barátt- una gegn hryðjuverkum og í fjórða lagi á upplýsingasamfélagið og efl- ingu þess í þróunarríkjum. - bþe Launamunur kynja: Munar meiru en talið var BRETLAND, AP Launamunur kynj- anna er meiri í Bretlandi en áður hefur verið talið, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í gær. Laun kvenna eru fimmtungi lægri en laun karla, hálfu öðru prósenti meira en samkvæmt könnun sem gerð var í fyrra. Útreikningar hafa breyst í millitíðinni og teljast nýju útreikningarnir lýsa veru- leikanum betur en þeir gömlu. „Ungum konum gengur betur en nokkru sinni fyrr í skólum en mega búast við að verða fyrir mikl- um vonbrigðum þegar þær fara út á vinnumarkaðinn,“ sagði Julie Mellor, formaður Incomes Data Services sem vann skýrsluna. ■ HJÁLMAR W. HANNESSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON: Sakaði Sjálfstæðismenn um að koma sér upp sjónvarpsstöð með kaupum Símans á Skjá einum. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Stjórnarandstæðingar höfðu ekki árangur sem erfiði þegar þeir reyndu að knýja fram afstöðu Framsóknarmanna til skólagjalda. ■ 31. DAGUR VERKFALLS VERKFALL RÆTT Í BÆJARSTJÓRN Rætt var um stöðu skólastarfs eftir rúmlega mánaðarverkfall kennara og áhrif þess á skóla- starfið á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði. Skólastjóri Lækjar- skóla, Haraldur Haraldsson, sagði frá umsóknum um undan- þágur. Hann harmar afgreiðslu beiðnanna í undanþágunefndinni. Fræðslusjóra var falið að mynda hóp hagsmunaaðila til að lág- marka áhrif verkfallsins á fram- vindu náms og námsárangurs nemenda strax að loknu verkfalli. MÆTAST EKKI Á MIÐRI LEIÐ „HAAAlló! Er ekki árið 2004 ?? Allir eiga rétt á að fá greitt fyrir að VINNA vinnuna sína. Hættið þessu bulli, MÆTIST á miðri leið og KLÁRIÐ mál- ið,“ stendur í tölvupósti sem forystumenn kennara og sveitarfélaganna fengu sendan. Eiríkur Jónsson formaður Kenn- arasambands Íslands svaraði póstinum eftirfarandi: „Ef við mætumst á miðri leið munu kennarar hætta störfum og þá verður vandinn fyrst varanleg- ur.“ FRAMLÖG Í VINNUDEILUSJÓÐ Félag fréttamanna ríkisútvarps- ins gaf 220 þús- und krónur í vinnudeilusjóð kennara í gær. Á baráttufundi kennara á Ing- ólfstorgi var þeim einnig greint frá 15,5 milljón króna gjöf félagasamtaka innan BHM. - gag 04-05 20.10.2004 22:16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.