Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 8
8 21. október 2004 FIMMTUDAGUR Íslendingar búa við einna minnstu spillingu allra þjóða: Mest spilling í olíuríkjum BRETLAND, AP Mikið samhengi er á milli olíuauðs og spillingar í við- komandi löndum að sögn Peters Eigen, formanns Transparency International, sem hefur tekið saman árlegan lista sinn um hversu mikil spillingin er í 146 löndum heims. „Líkt og spillingarvísitalan 2004 sýnir eru olíurík ríki á borð við Angóla, Aserbaídsjan, Tsjad, Ekvador, Indónesíu, Íran, Írak, Kasakstan, Líbíu, Nígeríu, Rúss- land, Súdan, Venesúela og Jemen öll með afar lágt skor,“ sagði Eigen. Þau ríki sem fá lægsta ein- kunn eru löndin þar sem mest spilling ríkir. Eigen segir þessi ríki búa við þann vanda að háar fjárhæðir renni í vasa vestrænna stjórnenda olíu- fyrirtækja, milliliða og embættis- manna í löndunum sjálfum. Hann hvatti olíufyrirtæki til að greina opinberlega frá öllum greiðslum til ríkisstjórna og ríkisrekinna olíufé- laga í von um að draga úr spillingu. Meira en tvö af hverjum þremur ríkjum, 106 af 146, fengu fallein- kunn eða innan við fimm af tíu mögulegum. Sjö ríki fá meira en níu í einkunn og teljast því þau ríki sem búast við minnsta spillingu. Þau lönd eru Finnland, Nýja-Sjáland, Danmörk, Ísland, Singapúr, Svíþjóð og Sviss. ■ Embættismenn firra sig ábyrgð Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs segist ekki telja að mistök ráði því að Nóatún fái að reka verslun í Grafarholti. Eigandi húsnæðisins sem fékk versl- unarleyfið dregur Steinunni Valdísi Óskarsdóttur til ábyrgðar. BORGARMÁL Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú hús- næðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygging- arsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embætt- ismanna borgar- innar við gerð að- alskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðal- skipulags sem hafi heimilað slík- an rekstur. „Kjarni máls- ins er að aðalskipulagið sem sam- þykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun,“ segir Salvör. „Skipulagið var síð- an samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það.“ Aðspurð hvort stjórnmála- menn hafi gert mistök segir Salvör: „Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnu- brögðin betur.“ Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Sam- kvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöru- verslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunar- kjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðal- skipulagi sem banni slíkan rekst- ur annars staðar en við Kirkju- stétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eig- andi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borg- arinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgar- stjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það. trausti@frettabladid.is ,,Skipulag- ið var síðan samþykkt af póli- tíkusum enda geta þeir einir samþykkt það. SVONA ERUM VIÐ LENGD VINNUVIKU Á 3. ÁRSFJÓRÐUNGI 2004 Karlar 47,5 klst. Konur 37,6 klst. Heimild: Hagstofan. Lögreglumaður þorir ekki að kæra Vítisengil sem nefbraut hann Jón Trausti Lúthersson var eftirlýstur þegar hann réðst inn á DV ÍRAK, AP Sex manna fjölskylda lét lífið þegar bandarískir hermenn skutu eldflaugum að miðborg Falluja í fyrrinótt. Fólkið hafði að sögn nágranna sinna nýlega snúið aftur heim eftir að hafa flúið borgina um nokkurra daga skeið vegna hættunnar sem þar ríkir. Skömmu eftir að eldflaugin lenti á heimili fjölskyldunnar lenti eldflaug á kennaraskóla, minna tjón varð þó af þeirri sprengingu en hefði getað orðið því einungis lítill hluti eldflaug- arinnar sprakk. Bandaríkjaher hefur skotið eldflaugum og sprengjum að Falluja í herferð gegn hryðju- verkamanninum Abu Musab al- Zarqawi. ■ Loftárás Bandaríkjahers: Heil fjölskylda fórst STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Á BORGARSTJÓRNARFUNDI Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. OLÍUHREINSUNARSTÖÐ Spilling helst hönd í hönd við olíuauð landa að sögn formanns samtaka sem leggja mat á spillingu í 146 löndum. SPILLTUSTU RÍKI HEIMS Bangladess Haítí Nígería Tsjad Myanmar Aserbaídsjan Paragvæ MINNST SPILLING Finnland Nýja-Sjáland Danmörk Ísland Singapúr Svíþjóð Sviss FAÐIRINN JARÐSETTUR Nágranni fjölskyldunnar sem lést sést hér grafa lík föðurins. 08-09 20.10.2004 21:41 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.