Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 21. október 2004 Kolgrafafjörður brúaður: Samgöngubót fyrir vestan SAMGÖNGUR Í nóvemberlok á að taka í notkun nýja 230 metra langa brú yfir Kolgrafafjörð á Snæfellsnesvegi, skammt austan Grundarfjarðar. Hingað til hafa þeir sem farið hafa um Snæfells- nes norðanmegin þurft að aka fjörðinn, en leiðin styttist nú um 7,3 kílómetra. Ingvi Árnason, deildarstjóri hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, segir verkið enn vera á forræði verktakanna sem umsjón hafa með brúarsmíðinni og tengdri vegargerð, það eru Háfell ehf. og Eykt ehf. Hann segist hafa heyrt af því að staðkunnugir séu ein- hverjir farnir að lauma sér yfir brúna, en nýi vegurinn sé enn lok- aður. „Verkið var boðið út í febrú- ar árið 2003 og svo var samið um flýtingu verksins til þess að hægt yrði að opna veginn sem fyrst. Núna í haust verður svo opnað fyrir umferð og verkið fullklárað næsta sumar,“ segir Ingvi. - óká 19.900* til Vildarkorthafa Visa og Icelandair Njótið þess að ferðast í nóvember! Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við fjarsölu Icelandair í síma 5050 100. Opið mán. - lau. kl. 9-17. Sunnudaga, 10-16. Sölutímabil frá 18. til og með 25. október. Ferðatímabil: Út 1. nóv. - 30. nóv., heim til 10. des. Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags. Barnaafsláttur samkvæmt reglum Vildarkúbbsins. Takmarkað sætaframboð! Flugvallarskattar 14.10.04 (háð gengi dagsins), að viðbættu þjónustugjaldi: Kaupmannahöfn 7.910 kr. Stokkhólmur 7.230 kr. Osló 6.840 kr. London 8.250 kr. Glasgow 8.100 kr. Frankfurt 7.630 kr. París 8.040 kr. Amsterdam 7.770 kr. Baltimore 9.250 kr. Boston 9.150 kr. Minneapolis 9.250 kr. Orlando 9.150 kr. www.vildarklubbur.is Vildartilboð ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 26 19 4 1 0/ 20 04 Flug til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu Flug til allra áfangastaða Icelandair í Bandaríkjunum Vildarpunktar Vildarpunktar 29.900* Vildartilboð í nóvember * Flugvallarskattar og þjónustugjald greiðist aukalega. Vildarkorthafar uppskera ríkulega hjá Icelandair Greiðfært yfir Núpsvötn: Bílaröð á sandinum SAMGÖNGUR Brúin yfir Núpsvötn í Vestur-Skaftafellssýslu var opn- uð fyrir umferð á ný um ellefu- leytið í gærmorgun en hún skemmdist mikið í óveðrinu í fyrradag þegar málmgrindur sem lagðar voru í brúna fyrir skömmu flettust upp og lögðust yfir hálfa brúna. Ekki var stætt á brúnni þangað til í gærmorgun og því gat viðgerð ekki hafist fyrr en þá. Að sögn lögreglunnar í Vík biðu tugir bíla, þar af um tuttugu vöruflutningabílar, á sandinum sitt hvorum megin brúarinnar þegar hún var opnuð. ■ Talning atkvæða: Karzai í sérflokki AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistans, hefur fengið 63 prósent atkvæða þegar tæp 40 prósent greiddra at- kvæða hafa verið talin í fyrstu lýð- r æ ð i s l e g u forsetakosn- ingunum í landinu. For- skot hans á þann fram- b j ó ð a n d a sem næstur kemur nem- ur nær helmingi greiddra at- kvæða, 46 prósentustigum. Karzai nýtur mest fylgis meðal Pastúna í suður- og austurhluta landsins en sjálfur er hann Pastúni. Fylgi hans er mun minna í norður- og miðhluta Pakistans þar sem Tadsjikar, Hazarar og Ús- bekar eru fjölmennastir. ■ Tyrkneska Kýpur: Stjórnin segir af sér KÝPUR, AP Ríkisstjórn hins tyrk- neska hluta Kýpur sagði af sér í gær eftir margra mánaða ólgu og í kjölfar þess að ekki náðist að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um sameiningu hinna tyrknesku og grísku hluta eyjarinnar. Samsteypustjórnin hefur starf- að undir forsæti Mehmet Ali Talat í níu mánuði, en hafði minnihluta á þingi. Talat nýtur mikilla vinsælda í hinum tyrkneska hluta Kýpur fyrir tilraunir sínar og viðleitni til að sameina báða hluta eyjarinnar. Kýpur var skipt upp í grískan og tyrkneskan hluta í kjölfar inn- rásar Tyrkja 1974. Árið 1983 lýstu tyrkneskir Kýpurbúar yfir sjálf- stæði, en sjálfstæði þeirra er ein- göngu viðurkennt af Tyrkjum. ■ Þingmaður í bann: Sló annan þingmann NÍGERÍA, AP Nígerískum öldunga- deildarþingmanni hefur verið bannað að mæta á þingfundi næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að hann sló annan þingmann þegar þeir deildu um hvernig ætti að nýta fé sem fer til sveitar- stjórnar á heimaslóðum hans. Þingmaðurinn Isa Mohammed neitaði í fyrstu öllum ásökunum en viðurkenndi í gær að hafa bar- ið þingkonuna Iyabode Anisu- lowo. „Ég þekki tilfinningar margra Nígeríubúa, sérstaklega kvenna, og ég, Isa Mohammed, bið í dag hvern einasta íbúa Nígeríu afsökunar, einkum mæður okkar,“ sagði þingmaður- inn á blaðamannafundi. ■ Gen mannsins: Álíka mörg gen í ormi BANDARÍKIN, AP Maðurinn er ekki flóknari lífvera en ormur eða lítið blóm ef aðeins er miðað við fjölda gena sem hver lífvera býr yfir. „Við virðumst ekkert sér- lega merkileg í þessari sam- keppni,“ sagði Francis Collins, einn höfunda nýrrar greiningar á þeim fjölda gena sem mynda manninn, en hann telur þau mun færri en áður var talið. Hingað til hefur verið talið að milli 30 og 40 þúsund gen væri að finna í mannslíkamanum. Samkvæmt nýrri rannsókn eru genin þó aðeins milli 20 og 25 þúsund. ■ ATKVÆÐI TALIN Karzai hefur mikla yfir- burði og aðeins spurn- ing um hversu stór sig- ur hans verður. SÉÐ YFIR KOLGRAFAFJÖRÐ Leiðin í Grundarfjörð styttist um rúma sjö kílómetra þegar tekin verður í notkun ný brú yfir Kolgrafafjörð í lok næsta mánaðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 16-17 20.10.2004 19:22 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.