Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 26
Miðbaugs-Gínea heitir land og var spænsk nýlenda í 190 ár og hefur verið sjálfstætt ríki síðan 1968. Obiang Nguem Mbasogo forseti hefur stjórnað þessu litla landi í vestanverðri Afríku með harðri hendi síðan 1979, en það ár rændi hann völdunum af blóði drifnum frænda sínum í vopnaðri upp- reisn. Obiang forseta hefur tekizt að sitja að völdum æ síðan með því að fylla ríkisstjórn sína af frændum og vinum, fangelsa og pynda andstæðinga sína og svind- la grimmt í kosningum (eitt árið fékk hann 99% atkvæða). Og nú hefur þetta skuldum vafða og vol- aða land, þar sem tíunda hvert barn deyr í fæðingu og meðalæv- in er ekki nema rösk 50 ár, fullar hendur fjár í krafti olíufunda á hafsbotni fyrir fáeinum árum. Landsframleiðsla á mann hefur vaxið um fjórðung á hverju ári s.l. áratug: það gerir tæpa tíföldun á tíu árum. Og hvernig hefur olíuarðinum verið varið? Til að efla menntun? Aðeins fjórðungur allra unglinga sækir framhaldsskóla. Til að bæta heilbrigðisþjónustu? Miðbaugs- Gínea ver 2% af þjóðartekjum til heilbrigðismála á móti 9-10% hér heima. Undanfarin ár hafa forset- inn og frændur hans og vinir reist sér marmarahallir heima fyrir og keypt sér hús um allan heim. Elzti sonur forsetans og væntanlegur arftaki er nú sjávarútvegs-, skóg- arhöggs- og umhverfisráðherra og brytjar niður skóga landsins og selur timbrið til útlanda og hirðir arðinn sjálfur og heldur sig rík- mannlega í Hollywood, París og Ríó lungann úr árinu og ekur þar um á Bentley, Lamborghini og Rolls Royce á víxl. Litli bróðir hans er olíuráðherra og sér um samskiptin við olíufyrirtækin í Texas, sem hirða obbann af olíu- gróðanum gegn hæfilegri þóknun handa frændgarði forsetans. Bræður forsetans stjórna herafl- anum og leyniþjónustunni. Fólkið heldur áfram að lifa frá hendinni til munnsins: meðaltekjur á mann eru röskir tveir dollarar á dag. Það eru engar bókabúðir í landinu og ekkert bókasafn. Ríkissjón- varpið lýsti því yfir fyrir nokkru í fréttatíma, að forsetinn væri guð. Bush Bandaríkjaforseti tók á móti þessum starfsbróður sínum í Hvíta húsinu í september 2002. Fyrr á þessu ári var gerð til- raun til valdaráns í Miðbaugs- Gíneu, sem væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök, að brezka dagblaðið Guardian upp- lýsti fyrir fáeinum dögum, að bandaríska varnarmálaráðuneytið og leyniþjónustan CIA kunna að vera viðriðnar málið. (Mark Thatcher, sonur Margrétar fyrrv. forsætisráðherra Bretlands, bíður nú dóms í Suður-Afríku fyrir mein- ta aðild sína.) Bandaríkjamenn eiga hagsmuna að gæta í Mið- baugs-Gíneu. Þeir flytja inn 60% af allri olíu, sem þeir brenna, þar af fimmtung frá Austurlöndum nær og sjöttung frá Afríku. Banda- ríkjastjórn ætlar, að Afríkulönd, einkum Nígería og Angóla, muni sjá Bandaríkjunum fyrir fjórðungi allrar innfluttrar olíu eftir nokkur ár. Miðbaugs-Gínea gengur því ekki að ófyrirsynju undir nafninu Nýja-Kúveit. Hví skyldi Banda- ríkjastjórn ekki hyggja á fótfestu nálægt olíulindum Afríku eins og í Austurlöndum nær? Nær helmingurinn af inn- fluttri olíu til Bandaríkjanna er bensín. Bandaríkjamenn virðast margir líta á aðgang að ódýru bensíni sem heilagan rétt – svo heilagan, að bensíngjald kemur ekki til álita. Kaninn heldur því áfram að kaupa bensín víðs veg- ar að fyrir ógrynni fjár, og sá fimmtungur bensínfjárins, sem rennur til Sádi-Arabíu, er sann- kallaður blóðpeningur og er not- aður m.a. til að starfrækja út- ungunarstöðvar hryðjuverka- manna. Bush forseti hefur samt engin skýr áform um að draga úr innflutningi olíu frá Arabalöndum, enda er fjöl- skylda hans í nánu vinfengi við konungsfjölskylduna í Sádi-Ar- abíu. Olíuverð er nú í sögulegu hámarki, m.a. vegna mikillar eftirsóknar eftir olíu í Kína að undanförnu og vegna stríðsins í Írak og átaka í Nígeríu, Rúss- landi og víðar: olía er næstum aldrei til friðs, nema í Noregi. Ófriðurinn í kringum olíulind- ir heimsins er samt ekki bundinn við frumstæðar þjóðir. Stríðið í Írak ýtir undir áleitnar grun- semdir um, að Bandaríkjamenn séu á höttunum eftir olíunni þar. Eina byggingin, sem Bandaríkja- her sló skjaldborg um í Bagdad eftir innrásina var – nema hvað? – olíuráðuneytið. John Kerry, for- setaframbjóðandi demókrata, vakti athygli á þessu í fyrsta sjónvarpseinvígi hans og Bush forseta um daginn. Bandaríkja- stjórn væri í lófa lagið að inn- heimta bensíngjald, sem dygði til að taka fyrir olíukaup frá Austur- löndum nær. Evrópa, Japan, Ind- land og Kína þyrftu helzt að snú- ast á sömu sveif. Aðrir kaupend- ur gætu aldrei fyllt skarðið. Bensín í Bandaríkjunum þyrfti samt ekki að kosta meira en í Evrópu. Þannig væri trúlega hægt að stilla til friðar þarna austur frá og kippa um leið fótun- um undan hryðjuverkamönnum. En ríkisstjórn Bush virðist ekki hafa hug á friði upp á þau býti. ■ U m miðjan áttunda áratuginn blöskraði Bandaríkjastjórn svohótanir og kröfugirni íslenskra stjórnvalda að hún íhugaði íalvöru að segja upp varnarsamningi landanna og lét jafn- framt með leynd kanna hvort hægt væri að halda uppi vörnum og eftirliti á Norður-Atlantshafi án liðveislu Íslendinga. Var það mat embættismanna í Washington að Íslendingar væru svo ótraustir og kröfuharðir bandamenn að vera kynni að Bandaríkjamenn sættu sig ekki við fórnarkostnaðinn sem því fylgdi að halda þeim góðum. Þessar upplýsingar komu fram í fyrirlestri Guðna Th. Jóhannes- sonar sagnfræðings á fundi Sagnfræðingafélags Íslands fyrr í vik- unni eins og greint var frá hér í blaðinu á þriðjudaginn. Athyglisvert er að það var ekki vinstri stjórn sem að þessu sinni gekk svona fram af Bandaríkjamönnum heldur ríkisstjórn sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna. Yfirleitt hefur verið talið að sjálfstæðismenn vildu ekki nota varnarstöðina í Keflavík og aðild Íslands að Atlantshafs- bandalaginu sem fjárhagslega skiptimynt, svo sem í landhelgisstríð- unum, en nýjar rannsóknir sagnfræðinga benda til þess að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hafi ekkert síður en leiðtogar vinstri flokkanna hagað sér með slíkum hætti. En stjórnmálamenn eru raunar ekki einir sekir um að rugla sam- an vörnum landsins og öðrum hagsmunum. Á sjötta áratugnum og á hinum áttunda var krafan um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og brottför varnarliðsins borin fram á fjöldafundum sem þúsundir manna sóttu. Verkalýðshreyfingin tók undir og beitti samtakamætti sínum í þágu þessa málstaðar. Skoðanakannanir sýndu að þessi við- horf áttu ríkan hljómgrunn með þjóðinni. Þorri Íslendinga sá ekkert athugavert við þennan hugsunarhátt. Og þetta er ekki bara sagnfræði. Þótt styðja megi það sterkum rökum að æskilegt sé að hafa bandarískt varnarlið á Íslandi fer ekki milli mála að áhyggjur manna, jafnt stjórnvalda sem stéttarsamtaka, um þessar mundir af brottför hermannanna ráðast ekkert síður af fjárhagslegum og atvinnulegum hagsmunum en öryggissjónarmið- um. Menn óttast meira atvinnubrest á Suðurnesjum en að Ísland sé óvarið. Það er umhugsunarefni hve orð eins og „græðgi“ og „frekja“ koma oft fyrir í endurminningum og trúnaðarskjölum erlendra stjórnarerindreka sem dvalið hafa hér á landi eða átt skipti við ís- lensk stjórnvöld um öryggis- og varnarmál. Sama er að segja um samskipti þessara útlendinga við íslenska kaupsýslumenn og verk- taka. Má til dæmis lesa um þetta í nýlegum sagnfræðiritum Vals Ingimundarsonar, sem rannsakað hefur samskipti Íslendinga við aðrar vestrænar þjóðir á árunum eftir stofnun lýðveldis. Þetta er sannarlega ekki góð landkynning. Það er okkur Íslending- um ekki til álitsauka á alþjóðavettvangi að láta þrönga fjárhagslega eiginhagsmuni ráða ferðinni í samskiptum við aðrar þjóðir. Þetta er efni sem allir landsmenn þurfa að ræða og íhuga og ekki láta sagn- fræðingum einum eftir að velta fyrir sér. ■ 21. október 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Íslendingar rugla saman varnarhagsmunum og þröngum eiginhagsmunum. Vond landkynning FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG ENN UM OLÍUGNÆGÐ OG AFLEIÐINGAR HENNAR ÞORVALDUR GYLFASON Hví skyldi Banda- ríkjastjórn ekki hyggja á fótfestu nálægt olíulindum Afríku eins og í Austurlöndum nær? ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Frændur og vinir Nýr vettvangur samninga Frá því að Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu var tekið í notkun sem við- hafnarhús fyrir fjórum árum hafa lík- lega verið undirritaðir fleiri samningar og sáttmálar þar innan dyra en í nokkru öðru húsi á landinu – þ.e. ef miðað er við gjörninga sem gengið er frá fyrir framan myndavélar og sjón- varpsvélar. Tilgangurinn með því að skrifa undir í Þjóðmenningarhúsinu er auðvitað sá að láta glæsilega umgjörð í stofum og sölum húss- ins undirstrika þýð- ingu málefnanna hverju sinni. En kannski fer undirritunum í húsinu fækkandi á næstunni því það er komin samkeppni eins og sjá mátti í fjölmiðl- um í gær. Skrifað var undir samninga um sameiningu Háskólans í Reykjavík og Tækniháskólans í endurbættum húsakynnum Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Þar eru líka glæsilegar vist- arverur og ekki spillir nálægðin við marga helstu dýrgripi þjóðarinnar. Fræðaþing Hugvísindaþing verður haldið í Háskóla Íslands á föstudag og laugardag. Flytur fjöldi fræðimanna fyrirlestra um ýmis viðfangsefni sem háskólamenn á sviði hugvísinda eru að velta fyrir sér og rannsaka um þessar mundir, svo sem um trú og listir, kvenréttindi, íslenskt mál og bókmenntir, lýðræði og um banka og efnahagslíf. Eru allir fyrirlestr- arnir opnir almenningi. Athygli vekur að á föstudaginn, á sama tíma og hug- vísindaþing er í fullum gangi, efna þrjár háskóladeildir til opinnar ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum. Verður þar einnig á boðstólum fjöldi fyrirlestra um ýmis áhugaverð efni, rétt og kynferði, ungt fólk og afbrot, þekkingarsamfélag- ið, íslenska valdamenn og Evrópusam- vinnuna, kjörþokka frambjóðenda og áleitin viðfangsefni í sálfræði svo nokk- uð sé nefnt. Er ástæða til að hvetja fólk til að fara á vettvang. En umhugsunar- efni er af hverju háskólinn setur allt þetta efni á dagskrá á sama tíma í stað þess að dreifa því á fleiri daga. gm@frettabladid.is SKOÐANIR OG UMRÆÐUR 26-27 Leiðari 20.10.2004 15:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.