Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.10.2004, Blaðsíða 28
Í fjárlögum er gert ráð fyrir að skrán- ingargjald Háskóla Íslands muni hækka úr 32.500 kr. í 45.000 kr., en það er hækkun um tæp 40% sem mun gefa háskólanum um 100 millj- ónir aukalega í ráðstöfunartekjur. Há- skólinn fór þess sjálfur á leit við menntamálaráðuneytið að þessi leið yrði farin sökum fjárskorts á ýmsum sviðum skólans. Forkastanlegt „Það er forkastanlegt að ætla að skapa Háskóla Íslands tekjur með því að hækka skráningargjaldið og taka þannig fé úr vösum nemenda. Þar sem skráningargjaldið er notað til reksturs á tölvuverum og nem- endaskrá á ég alveg eftir að sjá það hvernig þjónustan mun aukast að sama skapi um 40%,“ segir Jarþrúður Ás- mundsdóttir, formaður Stúd- entaráðs, en Stúdentaráð hef- ur mótmælt þessari tillögu harðlega. „Árlegt fjárframlag ríkisins er alltaf minnkað um þá upphæð sem skráningargjaldið gefur. Háskólinn leggur hins vegar til að þessar auka 12.000 kr. sem nemendum er ætlað að greiða verði ekki dregnar frá þeirri upphæð sem ríkið veitir heldur komi inn sem aukatekj- ur. Mér hefði fund- ist eðlilegra að skráningargjaldið hefði haldist óbreytt en ríkið myndi gefa eftir með að draga að- eins hluta eða ekk- ert af innkomu gjaldsins frá fjár- framlagi sínu, því það myndi ekki bitna á fjárhag nemenda,“ segir Jar- þrúður. Þau rök hafa verið færð í mál- inu að nemendur muni ekki muna svo mikið um 12.000 kr. en Jarþrúður er því alls ekki sammála. Búa við þröngan kost „Nauðsynlegt er að setja þetta í sam- hengi við framfærslu LÍN en við létum gera könnun á kjörum stúdenta sem sýnir að stúdentar búa við mjög þröngan kost. Þeir eru að standa í út- gjöldum eins og allur almenningur, um þriðjungur er með börn og er að greiða leikskólagjöld, dagmömmu og annað slíkt auk þess sem þeir eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið,“ segir Jarþrúður og bendir jafnframt á að LÍN láni ekki fyrir skráningargjöldunum. Fjörutíu prósent of mikið Henni þykir eðlilegt að skráningar- gjaldið hækki í samræmi við verðlags- þróun en 40% stökk á einum degi sé fullmikið. „Ef litið er til þess að verðlag hefur hækkað um 17% frá því að skráningargjald var síðast skil- greint þá þykja mér tæp 40% óeðlilega mikil hækkun. Ég get hins vegar alveg samþykkt það að ekki sé hægt að heng- ja endalaust sama verðmið- ann á sömu vöruna,“ segir Jar- þrúður, sem jafnframt lýsir óá- nægju sinni með það að málið skuli ekki hafa verið kynnt með form- legum hætti innan Há- skólans áður en það var lagt fyrir mennta- málaráðuneytið. Í gegnum stjórn- sýslukerfið „Mér finnst að þetta mál ætti að fara formlega leið í gegnum stjórn- sýslukerfi Háskól- ans þar sem haldnir eru opnir fundir, en í Há- skólanum er lýð- ræðislegur vett- vangur til að ræða hlutina og taka ákvarðanir sem þessar,“ segir Jarþrúður. „Háskólinn veltir um 5 milljörðum ár hvert og þegar kemur að málum sem varða stúdenta beint er alltaf verið að spara litlar upphæðir eins og hvað varðar fjárframlag til Þjóðarbókhlöðunnar. Manni finnst það svolítið skrítið þegar alltaf er verið að kroppa í hluti sem snerta stúdenta og þjónustu til þeir- ra,“ segir Jarþrúður. Ísland sækir nú um setu í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Nokkrar ástæður eru gefnar fyrir því, og stenst engin þeirra nánari skoðun. Því getur maður ekki annað en dregið þá ályktun að raunverulegar ástæður þessarar stefnu séu aðrar en þær sem gefnar eru upp. Þegar Halldór Ásgrímsson, þá- verandi utanríkisráðherra, greindi frá umsókn Íslands nefndi hann til þrjú atriði sem gerðu það að verk- um að landið væri vel fallið til að sitja í Öryggisráðinu. Þau eru öll hlægileg þegar betur er að gáð. Hann talaði um framlag Íslands til friðar og stöðugleika í heiminum, að Ísland mundi stuðla að umbótum í Öryggisráðinu og loks talaði hann um afvopnunarmál og nauðsyn þess að hindra útbreiðslu gjöreyðingar- vopna. Hvernig við Íslendingar ætl- um að koma í veg fyrir útbreiðslu vopna eða að stuðla að umbótum í alþjóðastofnunum kemur ekki fram. Enda er víst að Ísland er gjör- samlega vanmáttugt til nokkurs slíks. Eina framlag okkar til friðar og stöðugleika er að hafa aldrei far- ið í stríð, en það stafar fremur af því að við höfum ekki her en af frið- arást. Nógu staðföst eru stjórnvöld þessa lands í að gera það sem Bandaríkjamenn vilja, og skiptir þá engu hvort við eigum að vera fylgj- andi stríði eður ei. Hvernig það get- ur talist framlag til friðar er á huldu. Sem betur fer eru til önnur rök en orð ráðherrans fyrir umsókn um setu í Öryggisráðinu. Í Fréttablað- inu 16. okt. sl. kom Pétur Leifsson með tvær ástæður fyrir því. Hann sagði að seta í Öryggisráðinu mundi „styrkja mjög öryggishagsmuni Ís- lands“, og hann talaði um „jaðará- hrif“ í öðrum alþjóðastofnunum. Ör- yggi Íslands er ekki ógnað af hugs- anlegri hernaðaríhlutun annarra ríkja; hér er svokallað „Security Community“ eins og stundum er tal- að um í stjórnmálafræði. Eina hugs- anlega hættan sem að okkur gæti stafað væri ef hryðjuverkamenn fengju áhuga á landinu. Seta í Ör- yggisráðinu gæti ekki annað en auk- ið þann hugsanlega áhuga., þó það skuli viðurkennast að ákaflega er ólíklegt að það hefði nokkur áhrif. Því gæti seta í Öryggisráðinu haft þau einu áhrif að minnka öryggi, eða „veikja öryggishagsmuni“, landsins, ef hún hefði nokkur áhrif þar á. Þegar Pétur talar um „jaðará- hrif“ á hann áreiðanlega við að frek- ar yrði hlustað á rödd Íslands í öðr- um alþjóðastofnunum er landið sit- ur í Öryggisráðinu. Hugsanlega, ef til vill, kannski já. En alls er það óvíst. Ef horft skal til annarra smá- ríkja sem setið hafa í þessari stofn- un skyldi maður ekki ætla að meira yrði hlustað á Ísland eftir en áður. Gíana, Máritanía, Gabon, Malta, Djíbútí... Þau skipta jafn litlu máli á alþjóðvettvangi nú og þau gerðu áður en þau sátu í Öryggisráðinu. Engin „jaðaráhrif“ þar. Nú væri hægt að velta raunverulegum ástæðum umsóknarinnar fyrir sér. Það ætla ég þó ekki að gera hér. Hins vegar má segja að það sé sos- um í lagi að einhverjir Íslendingar sitji í New York og þykist koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna eða stuðla að friði. Gallinn er bara sá að það kostar stórfé og er ein- faldlega ekki þess virði. ■ Samfylkingin leggur fram mörg menntamál á þinginu nú í haust. Til að mynda um eflingu starfsnáms og styttri námsbrauta, nýtt tækifæri til náms fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki og um róttækar og réttlátar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Málefni sjóðsins hafa verið tals- vert í umræðunni að undanförnu í kjölfar þess að Landsbankinn ábyr- gist nú námslán fyrir námsmenn gegn ákveðnu ábyrgðargjaldi. Námsmönnum gefst því í fyrsta sinn kostur á því að taka námslán án þess að biðja vini og venslamenn að skrifa upp á. Það er afar gott mál en beinir sjónum að því óréttlæti sem felst í því að LÍN skuli krefjast slíkra ábyrgða og því dáðleysi menntamálayfirvalda að hafa ekki lagt fram frumvarp um afnám slíkra ábyrgða. Líkt og bæði Sam- fylkingin og Framsókn hafa gert. Sú mæta alþingiskona Fram- sóknarflokksins, Dagný Jónsdóttir, skrifar í Fréttablaðið í vikunni sem leið og lýsir ánægju sinni yfir því að Landsbankinn skuli efna kosninga- loforð Framsóknar um að ekki skuli krafist ábyrgða á námslán og tek ég eindregið undir það með henni. Þó að réttara væri að flokkurinn efndi sín loforð sjálfur í gegnum ríkis- stjórnarsamstarfið. Vonandi stendur Dagný með Samfylkingunni í þessari baráttu og styður frumvarp okkar um að af- nema ábyrgðir á námslán og fleiri breytingar á LÍN þegar málið kem- ur til kasta Alþingis síðar í haust. Þar er á ferðinni mikið réttlætismál sem fyrst var flutt af Sigríði Jó- hannesdóttur þingkonu Samfylk- ingarinnar fyrir nokkrum misser- um. Það er hins vegar hálf rauna- legt að banki úti í bæ skuli þurfa að vinna málinu brautargengi í stað ríkisstjórnarinnar en Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hingað til staðið einarðlega gegn þessari réttlætis- bót. Vonandi er að nú verði breyting á enda engin haldbær rök gegn því. Meginbreytingarnar sem Sam- fylkingin leggur til á LÍN eru afnám krafna um ábyrgðarmenn, lækkun endurgreiðslubyrðarinnar og að hluti lána breytist í styrk hafi náms- maður lokið námi á tilskildum tíma. Kjarni breytinganna er að: -Námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mánuð. -Krafa um ábyrgðarmenn á lán- um falli brott enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafnrétti til náms enda eru til mörg dæmi þess að fólk hefur orðið að hverfa frá frekara námi vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgð- armönnum sem Lánasjóðurinn tek- ur gilda. -Hafi námsmaður lokið námi sínu á tilskildum tíma eða framvís- að vottorði um lögmætar tafir á námi breytast 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óend- urkræfan styrk. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum annars staðar á Norðurlönd- um. Í Svíþjóð eru 34,5% af þeirri upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrkur sé miðað við fullt nám en það eru u.þ.b. 7.200 sænskar kr. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu. -Þá leggjum við til að endur- greiðsluhlutfalli námslána verði breytt úr 4,75% í 3,75% í því skyni að greiðslubyrði afborgana verði ungu fólki sem er að byggja og berj- ast við að koma sér upp fjölskyldu viðráðanleg. Í dag er greiðslubyrðin allt of íþynjgandi fyrir þá sem eru í baslinu miðju. Þær breytingar sem við leggjum til á Lánasjóðnum myndu færa hann mjög svo til betri vegar um leið og þær koma til móts við þá sem hafa lokið námi og eiga í erfiðleikum með að greiða lán sín til baka. Von- andi skapast samstaða stjórnmála- manna um að vinna þessum breyt- ingum brautargengi á þinginu í vet- ur og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þingmálsins. ■ Vegna fréttaskýringar í Fréttablað- inu þann 18. október „Skattbyrðin eykst á meðan lífeyririnn skerðist“ þurfum við undirritaðir að taka fram eftirfarandi: Greinar okkar um skattbyrði og kaupmátt hafa snúist um raunveru- lega stöðu um 25-30% hinna tekju- lægstu ellilífeyrisþega en ekki þá sem hafa miklar aðrar tekjur eða um framtíðarsýn næstu kynslóða ellilífeyrisþega. Svör um meðaltöl og betri tíma annarra síðar duga þeim skammt sem nú þurfa að lifa á lægri tekjum. Við höfum sýnt fram á að tekju- skattar hafi hækkað mikið á lægri tekjur vegna þess að skattleysis- mörk hafa ekki hækkað í takt við þróun verðlags og að þau ættu að vera 99.557 kr ef þau hefðu fylgt þróun verðlags frá 1988 og 114.965 kr. á mánuði ef þau hefðu fylgt launavísitölu en eru aðeins 71.270 kr. á mánuði í dag. Þannig greiðir sá sem er með 100.000 kr. á mánuði 11.084 kr. eða um 11,1% tekna sinna í skatt nú árið 2004 en greiddi að- eins 0,2% tekna sinna í skatta fyrir sömu rauntekjur árið 1988. Þá kemur oft svarið að tekjur hafi hækkað svo mikið. Hér höfum við sýnt fram á að hjá þeim sem hækkuðu ekki í rauntekjum (þ.e. tekjur hækkuðu ekki nema eins og verðlag) hefur skattbyrðin aukist verulega ñ skattar hafa hækkað á lægri tekjur eins og dæmið hér að ofan sýnir. Það er svo annað mál sem sífellt er snúið út úr með að skattar hækki vegna þess að tekjur hækki. Það gerist líka. Þetta breytir ekki því að skattbyrði á lægri tekjur hefur aukist verulega og 1-4% lækk- un skattprósentunnar við óbreytt skattleysismörk myndi litlu breyta. Þannig myndi 4% lækkun skattpró- sentunnar samt skilja þann í dæm- inu hér að ofan eftir með verulega hækkaða skattbyrði frá árinu 1988 eða úr 0,2% af tekjum í 9,9% af tekj- um nú árið 2004 og þá er átt við að- ila sem ekki hækkaði í rauntekjum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna dæmigerðs ellilífeyrisþega með 45.860 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði auk greiðslna almannatrygginga hefur lækkað um 6,85% eða 7.013 kr. á mánuði frá árinu 1988. Þar kemur tvennt til sem veldur þessari lækkun kaupmáttar ráðstöf- unartekna ellilífeyrisþegans: Ann- ars vegar aukin skattbyrði eins og að ofan er getið. Auk þess urðu lög frá árinu 1995 til þess að klippt var á tengingu á að greiðslur almanna- trygginga (grunnlífeyrir og tekju- trygging) breyttust í takt við hækk- un lágmarkslauna þannig að greiðslurnar eru 16.248 krónum lægri á mánuði til ellilífeyrisþega nú í dag en ef lögin frá 1995 hefðu ekki komið til. Mjög stór hluti ellilífeyrisþega hefur um 46.000 kr. á mánuði úr líf- eyrissjóði eða minna auk greiðslna frá almannatryggingum. Aðili með t.d. 45.860 kr. á mánuði úr lífeyris- sjóði hefur grunnlífeyri og fulla tekjutryggingu frá almannatrygg- ingum en ekki tekjutryggingar- auka. Tekjur úr lífeyrissjóði hafa hækkað eins og verðlag en greiðsl- ur almannatrygginga hafa hækkað umfram það þó þær hafi hvergi nærri hækkað eins og lágmarkslaun eða laun almennt. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna hans hefur lækkað um 6,85% frá 1988 eða um 7.013 kr. á mánuði. Það dugar ekki að vísa í hærri tekjur sumra ellilífeyrisþega núna eða í framtíðinni og aukinn kaupmátt þeirra. Fyrir þennan stóra hóp sem hér er til umfjöllunar er raunveruleikinn allt annar, hann hefur orðið að þola skerðingu kaup- máttar ráðstöfunartekna. Benedikt er formaður LEB, Ólafur formaður FEB og Einar hagfræðingur samtakanna. ■ 21. október 2004 FIMMTUDAGUR28 Hætt verði að krefjast ábyrgðarmanna Ekki lifað á meðaltölum BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN NÁMSLÁN BENEDIKT DAVÍÐSSON ÓLAFUR ÓLAFSSON OG EINAR ÁRNASON SKRIFA UM LÍFEYRISMÁL ELDRI BORGARA Tekið úr vasa nemenda HVAÐ FINNST ÞÉR? HÆKKUN Á SKRÁNINGARGJALDI HÁSKÓLA ÍSLANDS? JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR FORMAÐUR STÚDENTARÁÐS Manni finnst það svolítið skrítið þegar alltaf er verið að kroppa í hluti sem snerta stúdenta og þjónustu til þeirra. ,, n Seta í Öryggisráðinu gæti veikt öryggi Íslands JÓHANN M. HAUKSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ÍSLAND OG ÖRYGGISRÁÐIÐ Um aðsendar greinar Athygli er vakin á því Frétta- blaðið tekur að jafnaði ekki við aðsendu efni til birtingar á skoð- anasíðum blaðsins nema það ber- ist rafrænt um netmiðil okkar Vísi. Veffangið er visir.is. Á for- síðu Vísis er smellt á „Skoðanir“ efst í vinstra horni síðunnar og þegar komið er inn á „Skoðanir“ er smellt á borða ofarlega á síð- unni sem merktur er „Senda inn efni til Fréttablaðsins og Vísis: Lesendabréf - Greinar“. Birtast þá nánari leiðbeiningar. Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar og efni Fréttablaðsins og net- miðilsins Vísis þar sem lífleg þjóðfélagsumræða fer fram. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð enda segir reynslan okkur að þannig nái efni mestri athygli. Við það er miðað að bréf séu ekki lengri en 1000 slög með bilum og greinar ekki lengri en 3000 slög með bilum. Ljósmynd af höfundi þarf helst að fylgja öllum greinum. Ritstjórn ákveð- ur hvort aðsent efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báð- um miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til nauð- synlegra leiðréttinga og til að stytta efni áður en að birtingu kemur. ■ 28-45 (28-29) umræða 20.10.2004 15:43 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.