Fréttablaðið - 24.10.2004, Page 1

Fréttablaðið - 24.10.2004, Page 1
FORSENDUR SAMNINGA BRESTA Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Sjá síðu 2 ÁVERKAR Á LÍKAMA OG SÁL Þór- arinn Tyrfingsson segir misjafnt hvað sé túlkað sem ofbeldi. Að búa við stöðugan ótta hand- rukkara er skelfilegt andlegt ofbeldi sem getur verið hryllilegt, það vita þeir sem hafa reynsl- una, segir hann. Sjá síðu 4 NISSAN MEST STOLIÐ Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík segir mestu stolið af Nissan- og Subaru-bílum. Frá því klukkan fimm á föstudag til klukkan tvö í gær var sex bílum stolið í Reykjavík, þar af þremur Nissan, tveimur Subaru og einum Saab. Sjá síðu 6 UNGIR VILJA KERRY John Kerry hefur mikið forskot á George W. Bush meðal yngstu kjósendanna. Vegna þess hversu jöfn baráttan er getur það ráðið úrslitum ef ungt fólk greiðir atkvæði í meiri mæli en undanfarin ár, líkt og búist er við. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 24. október 2004 – 291. tölublað – 4. árgangur NÁNAST ENGAR BREYTINGAR Á VEÐRINU Fremur bjart fyrir sunnan en dálítil él fyrir norðan. Sjá blaðsíðu 4 Eftirlit með alþjóðlegri glæpastarfsemi Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislög- reglustjóra, talar um þróun starfsins í takt við breytta heimsmynd og hvernig bregðast megi við alþjóðlegri glæpastarfsemi. SÍÐUR 16 ▲ AF VETTVANGI ÁRÁSARINNAR Tilræðismaðurinn liggur í valnum. Átta friðargæsluliðar NATÓ, þar af sex Íslendingar, urðu fyrir árás í miðborg Kabúl í gær. Tveir Íslendingar eru enn á sjúkrahúsi með sprengjubrot í útlimum. Talið er að árásinni hafi verið beint gegn friðargæsluliði NATÓ. HEIMSÞORP Í REYKJAVÍK Klukkan korter yfir tvö í dag verður haldinn aðal- fundur Heimsþorps, samtaka gegn kyn- þáttafordómum á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Fatnaður þingmanna Ódýrar viðskiptaferðir Hverju mega alþingismenn klæð- ast? Þeir verða að vera snyrtilegir í þingsal, þó svo að þeir mæti oft frjálslegar klæddir á nefndarfundi og séu margir fljótir að skipta um föt eftir að heim er komið. Iceland Airwaves Tónlistarhátíðin hefur dregið til sín marga góða gesti, íslenska sem erlenda, og það var ekki annað að sjá en að tónleika- gestir hefðu skemmt sér prýði- lega nú um helgina. SÍÐA 18 ▲ SÍÐA 20 ▲ AP -M YN D Sv hornið og Akureyri Me›alnotkun fjölmiðla Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups mars og ágúst '04 Meðallestur dagblaða. Uppsafnað meðaltal virkra daga í sjónvarpi. Uppsafnað yfir viku í tímaritum. SPRENGJUÁRÁS „Við teljum að maður hafi hent til okkar fjórum hand- sprengjum og þar af hafi þrjár sprungið. Þetta gerðist samt allt mjög hratt og erfitt að segja ná- kvæmlega til um hvað gerðist. Ein tilgátan er sú að maðurinn hafi verið með sprengjurnar á sér,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, starfsmaður íslensku friðar- gæslunnar og yfirmaður flug- vallarins í Kabúl. Þrír Íslendinganna slösuðust en enginn þeirra alvarlega. Sverr- ir Haukur Grönli fékk minni- háttar skrámur en þeir Stef- án Gunnarsson og Steinar Örn Magnússon fengu sprengjubrot í útlimi og eru á þýsku hersjúkrahúsi í úthverfi Kabúl. Að sögn Hallgríms er líðan Stef- áns og Steinars ágæt. „Þeim líður bara vel. Það er samt ómögulegt að segja til um hvenær þeir geta hafið störf á ný.“ Aðspurður segir hann að komið hafi til tals að senda mennina heim. „Þeir eru bara á spítala og málið verður skoðað betur þegar tækifæri gefst.“ Aðspurður um tíðni árása í nánasta umhverfi friðar- gæsluliðsins segir Hallgrím- ur alltaf eitthvað um árásir sem beinast gegn friðar- gæsluliðinu í Kabúl. „Það hefur verið frekar lítið um svona árásir u n d a n f a r i ð . Síðasta sjálfsmorðsárásin sem ég man eftir var í byrjun ársins. Þetta er ákveðið áfall og mönn- um er brugðið,“ segir Hallgrímur. „Við erum hins vegar allir undir það búnir að eitthvað slíkt geti gerst. Allir sem eru hér vita að við getum lent í árás, hvort sem er á flugvellinum eða á ferð okkar um Kabúl.“ Hallgrímur segist sannfærður um að árásinni hafi ekki verið beint gegn Íslendingum sjálfum heldur hafi hún verið gerð til að koma höggi á friðargæsluliðið. „Ákveðn- ar líkur er hægt að leiða að því að árásinni hafi verið beint gegn frið- argæsluliði NATO.“ -at Sjá síðu 2. Íslendingar særðir eftir árás í Kabúl Tveir íslenskir friðargæsluliðar liggja enn á sjúkrahúsi í Kabúl eftir sprengjuárás. Einn slapp með skrámur. Hugsanlega kallaðir heim. HALLGRÍMUR SIGURÐSSON, YFIRMAÐUR FLUGVALLARINS Í KABÚL Árásir í Kabúl hafa verið fátíðar undanfarið. Mönnum er brugðið við atburði gærdagsins. KB banki: Singer í salt í bili VIÐSKIPTI Ekki er líklegt að KB banki auki hlut sinn í Singer og Friedlander-bankanum á næstunni. Töluvert mun hafa verið um að íslenskir fjárfestar hafi keypt bréf í breska bankanum í þeirri trú að KB banki tæki hann yfir og er Burðarás nú annar stærsti hlut- hafinn. Verð á bréfum hefur hækkað um ríflega þriðjung frá því um miðjan júlí. Líklegt er að bjartsýni á íslenska markaðinum hafi að hluta til smitast yfir á gengi bréfa í breska bankanum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er verðið nú orðið hærra en svo að KB bankamenn telji að yfirtaka sé spennandi kostur. - þk TILÞRIF Í BOLTANUM Eiður Smári skoraði þrennu í gær. Enska úrvalsdeildin: Þrenna hjá Eiði Smára FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í banastuði í liði Chelsea í ensku úrvalsdeildinn í gær. Hann skoraði þrennu í 4-0 sigri liðsins á Black- burn Rovers. Þrennan var sú fyrsta sem Eiður Smári gerir með Chelsea. Jafnframt var þetta hans fyrsta þrenna í meistaraflokki frá því að hann hóf að leika þar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur nú skorað fjögur mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í tíu leikjum. Sjá síðu 26 M YN D /A P 01 Forsíða 23.10.2004 21:52 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.