Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 2
2 24. október 2004 SUNNUDAGUR Íslenskir friðargæsluliðar særðust í sprengjuárás: Vill fá Steinar heim sem fyrst SPRENGJUÁRÁS „Það var hræðilegt að heyra þessar fréttir. Mér finnst ég svo lítils megnug að geta ekkert gert til að hjálpa honum,“ segir Soffía Hrönn Jakobsdóttir, eigin- kona Steinars Arnar Magnússonar, annars íslensku friðargæslulið- anna sem særðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í gær. Soffía talaði við Steinar Örn í gær eftir að hann kom úr aðgerð en hann fékk sprengjubrot bæði í hendi og fót. Hún segir hann hafa borið sig vel. Mikil mildi sé að ekki hafi farið verr eins og ef brotin hefðu lent í höfði hans eða kviði. Steinar fór til Kabúl í ágúst og átti að koma heim í byrjun des- ember en Soffía segist ekki vita hvort þeir muni koma heim fyrr vegna árásanna. „Auðvitað vil ég fá hann heim sem fyrst,“ segir Soffía og játar því að ógnvæglegt sé að hafa hann áfram í Kabúl. Hún segist auðvitað hafa vitað að einhver hætta væri yfirvofandi á meðan hann væri í Afganistan en hún hafi samt alltaf hugsað sem svo að ekkert myndi koma fyrir. Þá segir hún sárt að geta ekki heimsótt Steinar á spítalann, þau séu vön að styðja hvort annað og því sé skrítið að hafa hann ekki nálægan á stundu sem þessari. ■ Bæjarstjóri Ísafjarðar: Vill lög á verkfallið KJARAMÁL „Ég tel að setja þurfi lög á verkfall kennara leysist deilan ekki fljótlega,“ segir Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri á Ísafirði. „Þetta er að verða hálfgert neyðarástand.“ Halldór telur alversta kost sveit- arfélaganna að semja sér við sína kennara. „Sveitarfélögin eiga ekk- ert auðveldara með að semja á þeim nótum sem kennarar leggja fram þótt þeir semji hver í sínu lagi.“ - ht ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Nei, þvert á móti. Ég vil leysa allan vanda, ef hægt er.“ Skúli Einarsson matsveinn verður líklega næsti formaður Matsveinafélagsins. Hann hefur lent í skrautlegum ævintýrum á ævinni en lagði ekki í að boxa við Jóhannes á Borginni þegar hann var þar í starfi vikapilts. SPURNING DAGSINS Skúli, þú ætlar ekki að fara að baka vandræði? Kosningar í Kósovó: Sniðgengnar af Serbum KÓSOVÓ, AP Kjörsókn Kósovó-Serba virðist hafa verið sérlega lítil í al- mennum kosningum í Kósovó. Flestir leiðtogar serbneska minni- hlutans á svæðinu skoruðu á sitt fólk að sniðganga kosningarnar og krefjast meira öryggis á svæðinu. Kosið er til 120 manna þings í hér- aðinu sem fer með takmörkuð völd. Sameinuðu þjóðirnar líta á þess- ar kosningar sem einn af prófstein- um á hvort þjóðarbrotin tvö, Serbar og Albanir, séu í stakk búin til að lifa í samlyndi. ■ „Við látum nota okkur til að hreinsa upp eftir Bandaríkja- menn, þar sem þeir hafa farið sínu fram,“ segir Ögmundur Jón- asson, þingmaður og þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og telur end- urspeglast í árás á íslenska frið- argæsluliða í Kabúl að þjóðin sé orðin beinn þátttakandi í styrj- öldum sem Bandaríkjamenn heyja. „Auðvitað er manni efst í huga að hugsa til mannanna sem þarna meiddust, en lærdómurinn hlýtur að vera að hyggja að því inn á hvaða braut við erum komin. Ríkisstjórnin hefur nánast í kyrr- þey verið að koma á fót íslensk- um her sem sinnir hergæslu- störfum í Afganistan. Þetta er hin napra staðreynd málsins,“ segir Ögmundur og furðar sig á að þessari skipan hafi verið komið á án „eðlilegrar lýðræðislegrar umræðu“. Ögmundur telur að endur- skoða þurfi alla aðkomu þjóðar- innar að friðarstarfi. „Ekki endi- lega í ljósi þessarar árásar, þótt vissulega sé hún tilefni til að minna okkur á hvernig komið er,“ segir Ögmundur. - óká Hreinsum til eftir Bandaríkjamenn: Endurskoða þarf friðarstarfið ÖGMUNDUR JÓNASSON Endurskoða þarf aðkomu þjóðarinnar að alþjóðlegu friðarstarfi, segir þingmaður Vinstri grænna. Stoðir samninga eru að bresta Formaður Starfsgreinasambandsins segir forsendur samninga bresta verði samn- ingar annarra umtalsvert hærri en félagsmanna. Tillaga sáttasemjara að lausn deilunnar hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. KJARAMÁL „Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samnings- forsendur,“ segir Kristján Gunn- arsson, formaður Starfsgreina- sambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðar- aukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launa- hækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemj- ara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. „Þannig er hin stoð kjarasamning- anna fokin líka,“ segir Kristján. „Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun,“ segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kenn- ara. „Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt,“ segir Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launa- nefndina hafa fullt samningaum- boð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninga- nefndar kennara hefur verið boð- aður þann 5. nóvember næstkom- andi. Halldór Ásgrímsson forsæt- isráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun. helgat@frettabladid.is ÍSLENSKA FRIÐARGÆSLAN Stofnuð: 10. september 2001 Fjöldi í verkefnum erlendis: 22 nú en hafa verið nálægt 40 (stefnt er að fjölgun fastra starfsmanna í 50 árið 2006). Fjöldi á viðbragðslista: Um 200 VERKEFNI: Bosnía: Einn fulltrúi í lögreglusveit Evrópusambandsins. Kósovó: Í Pristina er fulltrúi Unifem á vegum Íslensku friðargæslunnar. Hlut- verk hans er að fræða konur um lýð- ræði og fleira. Sri Lanka: Fjórir Íslendingar í vopna- hléseftirliti. Verkefnið lýtur forystu Norðmanna. Afganistan: Sextán menn sem starfa við rekstur flugvallarins í Kabúl. Ómar Þór Kristinsson, Ragnar Hafsteinsson og Steinar Magnússon. Halldór Ásgrímsson: Fordæmir árásina FRIÐARGÆSLAN Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fordæmir árás- ina á íslensku friðargæsluliðana í Kabúl. „Það er keppikefli Talíbana að koma í veg fyrir lýðræðislegar um- bætur í Afganistan. Menn sjá hins vegar hve miklar framfarir hafa orðið þar og þann mikla mun sem er á ástandinu nú og þegar þeir voru við völd.“ Halldór segir að Íslend- ingar hafi gert sér grein fyrir því að ástandið væri ótryggt og gert sér ljósa áhættuna þegar þeir tóku við stjórn flugvallarins. „Ég tel hins vegar að það sé skylda Vesturlanda að snúa ekki bakinu við þjóðum vegna þess að ástandið sé ótryggt. Þetta hefur enga áhrif á stefnu ís- lenskra stjórnvalda varðandi þátt- töku í verkefninu í Kabúl. Það verð- ur þó að sjálfsögðu farið yfir málið með þeim þjóðum sem við eigum samstarf við í framhaldinu.“ - ás ÍSLENSKIR FRIÐARGÆSLULIÐAR Steinar Örn, sem er lengst til hægri á myndinni, er búinn að vera í Kabúl síðan í byrjun ágúst. M YN D /A F VE FS ÍÐ U Ó M AR S KR IS TI N SS O N AR F R IÐ AR G Æ SL U LI Ð A GRUNNSKÓLANEMAR AÐ LEIK Ekki hefur verið boðað til fundar launananefndar sveitarfélaganna og samninganefndar grunnskólakennara fyrr en 5. nóvember. FANNST Á HVOLFI Bifreið sem stolið var frá Furugrund á Sel- fossi um klukkan hálf fimm í gærdag fannst á hvolfi á móts við Gunnarshólma nokkrum tímum síðar. Bíllinn var mannlaus og mikið skemmdur ef ekki ónýtur. GANGTRUFLANIR Í FLUGVÉL Flug- maður flugvélar sem var á leið frá Vestamannaeyjum tilkynnti til lög- reglunnar á Selfossi um að hann væri í vanda vegna gangtruflana í vélinni. Viðbragðsáætlun var sett í gang en fimm mínútum síðar var tilkynnt um að vélin væri lent heil og höldnu í Selfossflugvelli. Þrír menn voru í flugvélinni. 02-03 23.10.2004 21:24 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.