Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 4
4 24. október 2004 SUNNUDAGUR Þingmaður Samfylkingar um ummæli ráðherra: Lýsa vanþekkingu eða misskilningi KJARADEILA „Ummæli mennta- málaráðherra eru stórundarleg og lýsa annað hvort vanþekk- ingu ráðherrans eða misskiln- ingi,“ segir Björgvin G. Sigurðs- son, þingmaður Samfylkingar- innar. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra lét á föstudag þau orð falla að skoða mætti að flytja grunnskól- ana aftur til ríkisins. „Það hefur verið viðtekin skoðun þvert á stjórnkerfi okkar að yfirfærsla grunnskól- ans frá ríki til sveitarfélaga á sínum tíma hafi orðið til þess að stórbæta skólann,“ segir Björg- vin. „Það má í raun segja að sveitarfélögin hafi lyft grettis- taki í að búa til frábæran grunn- skóla.“ Björgvin telur eðlilegt að ráðherra biðjist annað hvort af- sökunar eða dragi ummæli sín til baka. „Ráðherrann virðist ekki tala af mikilli þekkingu á því hversu mikið skólinn hefur batnað.“ - ht Hefur séð áverka á líkama og sál Þórarinn Tyrfingsson segir misjafnt hvað sé túlkað sem ofbeldi. Að búa við stöðugan ótta handrukkara getur verið hryllilegt, enda er andlegt ofbeldi skelfilegt, það vita þeir sem hafa reynsluna. HANDRUKKARAR Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkni- efnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir bar- smíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örv- andi vímuefna. Þórarinn segir vímuefnaneyt- endur nota efni sem kosti talsvert mikið af peningum og því verði þeir skuldugir. Hann segir bank- ana nota sínar leiðir til að i n n h e i m t a skuldir og þar séu oft engin vettlingatök. „Ætli þessi heimur hafi ekki sínar leið- ir til að inn- heimta skuldir en ég veit ekki hvort það er gert á skipu- lagðan hátt. Hvernig inn- heimtuaðgerð- irnar eru fer eftir því hver heldur á skuldinni og hver reynir að innheimta hana,“ segir Þórarinn. Hann segir ábyggilegt að hart sé gengið á eftir fólki sem skuldar og hefur hann sjálfur heyrt um að foreldr- ar og skyldmenni þeirra sem skulda verði fyrir ónæði. Aðspurður um ummæli Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfir- lögregluþjóns þess efnis að ógnunum sé sjaldnast fylgt eftir með of- beldi svarar Þórarinn að það fari eftir því hvernig menn túlki ofbeldi. Fólk sem búið hafi við andlegt ofbeldi viti hversu hryllilegt það getur verið og að búa við stöðugan ótta sé alveg skelfilegt. „Foreldrar og skyldmenni vímu- efnaneytenda búa fyrir við þá angist að neytandinn sé í stöðugri lífshættu þó ekki sé verið að bæta við ótta um að einhverj- ir menn vilji beinlínis meiða hann. Þá hafa þeir sem skulda líka áhyggjur af sínum ætt- ingum vegna skuldbind- inga sem þeir hafa ekki staðið við og hafa hlaupið úr meðferð vegna þess,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástæðu þess að lítið sé kært ekki alltaf vera hræðslu heldur hafi öllum verið gefið vit og fólk þurfi að vera sannfært um að það borgi sig að kæra. Hvort fólk hreinlega nenni að standa í málaferlum í hér- aðsdómi og Hæstarétti og fá kannski eitt hundrað þúsund krónur eftir allt saman. hrs@frettabladid.is Síminn: Bilun í símsvara FJARSKIPTI Bilun í gagnagrunni Þjónustuvers Símans gerði það að verkum að frá því á föstudag áttu viðskiptavinir í miklum erfiðleik- um með að ná í þjónustunúmerið 800 7000. Aðfaranótt laugardags var gert við til bráðabirgða þannig að hægt væri að sinna lág- marksþjónustu. Eva Magnúsdótt- ir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að kallaður hafi verið út aukamannskapur til að sinna svörun, en gat ekki sagt til um hvenær búist væri við að viðgerð lyki. Hún benti á að einnig mætti senda fyrirspurnir á tölvupóst- fangið 8007000@siminn.is. - óká Kópavogur: Annir hjá lögreglu LÖGREGLUMÁL Þrjú fíkniefnamál komu upp í Kópavogi aðfaranótt laugardags. Lögregla stöðvaði annars vegar ökumann og hins vegar tvo gangandi vegfarendur í annarlegu ástandi. Fundust bæði hass og amfetamín við leit á viðkomandi einstaklingum. Talið er að efnin hafi verið ætluð til eigin nota. Eiturlyfin voru gerð upptæk á staðnum. Þá var einn ökumaður tekinn ölvaður undir stýri aðfaranótt laugardags. Að morgni laugar- dags kom svo upp eldur í rusla- geymslu við Þverbrekku, en lög- regla rannsakar upptök hans. ■ ■ 33. DAGUR VERKFALLS ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Ertu búin(n) að skipta yfir á vetr- ardekkin? Spurning dagsins í dag: Á þjóðin að draga úr friðargæslustörf- um erlendis? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 18.9% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Náttúruhamfarir í Japan: Öflug skjálftahrina JAPAN, AP Náttúruhamfarir láta Japani ekki í friði um þessar mundir. Öflug skjálftahrina skók norðvesturhluta Japans, aðeins nokkrum dögum eftir að stór felli- bylur varð 80 manns að bana. Að- alskjálftinn var 6,8 á Richter- kvarða og nokkrir eftirskjálftar hans voru næstum eins sterkir, í kringum sex stig. Yfir 300 manns eru særðir og að minnsta kosti fjórir látnir en tjón af völdum jarðskjálftans er töluvert. Hús hafa orðið eldi að bráð, skortur er á vatni, gasi og rafmagni á nokkrum stöðum og vitað er um 250.000 heimili án rafmagns. ■ Pantaðu nýjan og glæsilegan ferðabækling. Ítarlegri upplýsingar um verðdæmi á www.kuoni.is Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Bæklingar á völdum Esso-stöðvum. Páskaferðir Vertu tímanlega á ferðinni Örfá dæmi* úr glæsilegum páskaferðum Kuoni Tæland - spennandi hringferðir og óviðjafnanlegt strandfrí. Verð frá 102.850 kr. í 2 vikur Bali – draumaeyjan Verð frá 135.310 kr. í 2 vikur Egyptaland - Nílarsigling og frábærar sólarstrendur. Verð frá 95.800 kr. í viku Kenía – safaríferðir og gullnar sandstrendur. Verð frá 166.360 kr. í 12 daga Kína – Beijing, Shanghai og fjölbreyttar hringferðir. Verð frá 106.800 kr. í viku Indland – Goa og litríkt Suður-Indland. Verð frá 183.700 kr. í 2 vikur Kúba – Verð frá 145.950 kr. í 2 vikur *Verdæmi m.v. 2 í herb., gengi 21. okt. og sérfargjald Langferða til Danmerkur (takmarkað sætaframboð). MATVÖRUBÚÐ Í JAPAN Skemmdir eftir jarðskjálftahrinu. ÁREKSTRAR VEGNA SÓLARHÆÐ- AR Mikil árekstrahrina var í Reykjavík á bilinu frá klukkan 19 á föstudagskvöld til sjö á laugar- dagsmorgun, en þá hafði lögregla skráð 25 árekstra í borgarland- inu. Flest óhöppin voru vegna sterkrar sólar sem þessa dagana er lág á lofti og vill lögregla brýna fyrir fólki að aka varlega vegna þessa. RÓLEGT NÆTURLÍF Aðfaranótt laugardags var rólegt í miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir yfir- standandi tónlistarhátíð og gleði- tilefnið fyrsta vetrardag. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur og ein minniháttar líkamsárás kom til kasta lögreglu. 81.1% LÁTA ALDREI SVELTA SIG „Það eru liðnar 5 vikur af verkfalli og við skulum standa stolt þar til sigur vinnst, þó það geti tekið einhverja daga eða vikur í viðbót,“ segir í baráttupósti Kennarafélags Reykjavíkur til kennara. „Látum ekki misvitra stjórnmálamenn svínbeygja okkur og sýnum viðsemjendum okkar að kennarar standa þétt að baki samninganefnd FG. Kennarar verða aldrei sveltir til hlýðni.“ AUKIN HARKA OG OFBELDI Innheimtuaðgerðir fara mikið eftir því hver heldur á skuldinni og hverjir sjá um að inn- heimta hana. Myndin er sviðsett. ÞÓRARINN TYRFINGSSON Hann segir fólk hafa hlaupið úr meðferð vegna skulda og ótta um að ættingjar verði ofsóttir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA / S TE FÁ N ERILL Á HVOSVELLI Mikill erill var hjá lögreglunni á Hvolsvelli aðfaranótt laugardags, en að sögn lögreglunnar hefur tals- verður órói verið í gestum og gangandi síðustu tvær helgar. Hópslagsmál brutust út fyrir utan veitingastaðinn Kristján X og þurfti lögregla að stía mönn- um í sundur. Engin teljandi meiðsl urðu á slagsmálahundun- um. Misklíð og pústrar fylgdu þó nóttinni fram á morgun. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Þingmaður Samfylkingar telur að mennta- málaráðherra eigi að biðjast afsökunar eða draga til baka ummæli sín um að skoða færslu grunnskólans til ríkisins á ný. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 04-05 23.10.2004 21:37 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.