Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 6
6 24. október 2004 SUNNUDAGUR Bílþjófnaðir í Reykjavík: Nissan vinsælastur meðal bílþjófa LÖGREGLA Haukur Ásmundsson, aðalvarðstjóri í Reykjavík, segir mest vera stolið af Nissan- og Subaru-bílum. Frá því klukkan fimm á föstudag til klukkan tvö í gær var sex bílum stolið í Reykja- vík, þar af þremur Nissan, tveim- ur Subaru og einum Saab. Haukur segir Nissan hafa verið vinsæla á meðal bílþjófa í nokkurn tíma. Auðvelt er að kom- ast inn í Nissan- og Subaru-bíla af árgerð 1997 og eldri og hvetur Haukur eigendur þeirra bíla til að láta skipta um sýlinder vegna galla sem virðist vera í þeim. Eins hvetur hann fólk til að skilja eng- in sýnileg verðmæti eftir í bílum því það sé ávísun á innbrot. Áður fyrr voru Saab-bílar vinsælir meðal bílþjófa og var það á þeim tíma sem sýlinderinn var á milli sætana í bílnum. Þá var jafnvel hægt að koma þeim í gang með smápeningi. Bíleiganda stolins bíls var sagt að utangangsmaður sem handtek- inn var af lögreglu hefði getað vísað á tvo til þrjá bíla sem hann hafði stolið. Bílana hafði hann not- að þar til bensínið þraut. - hrs Ungir kjósendur geta tryggt Kerry sigurinn John Kerry hefur mikið forskot á George W. Bush meðal yngstu kjósend- anna. Vegna þess hversu jöfn baráttan er getur það ráðið úrslitum ef ungt fólk greiðir atkvæði í meiri mæli en undanfarin ár líkt og búist er við. BANDARÍKIN Ungir kjósendur geta tryggt John Kerry sigur í banda- rísku forsetakosningunum ef þeir mæta á kjörstað í meiri mæli en hingað til. Þeir eru mun hlynntari Kerry en George W. Bush Banda- ríkjaforseta samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Því er spáð að ungir kjósendur verði allt að tveimur milljónum fleiri en fyrir fjórum árum og því talið að þeir geti ráðið úrslitum. Kerry hefur nær tuttugu pró- sentustiga forskot á Bush meðal kjósenda undir þrítugu, sam- kvæmt nýrri könnun ABC-sjón- varpsstöðvarinnar. Samkvæmt henni fengi Kerry 57 prósent at- kvæða en Bush 39 prósent. Mun- urinn er minni í annarri nýlegri könnun frá stjórnmálafræði- stofnun Harvard- háskóla, en samt verulegur, sam- kvæmt henni styðja 52 prósent Kerry en 39 pró- sent Bush. S t u ð n i n g s - menn flokkanna og ýmis samtök hafa lagt mikla áherslu á það fyrir kosningarnar að fá ungt fólk til að skrá sig á kjörskrá og kjósa. Þetta ýtir undir kosninga- áhuga ungs fólks en ekki síður það hversu mjótt var á mununum fyrir fjórum árum. „Ég held það hafi verið gott fyrir þjóðina, það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli,“ sagði háskólanem- inn Max Miller við CNN og sagð- ist telja að deilurnar um síðustu forsetakosningar og harðar deil- ur um málefni nú geri það að verkum að fleira ungt fólk kjósi en ella. Eitt er vert að hafa í huga. Frá því að kosningaaldurinn var lækk- aður í átján ár á tímum Víetnam- stríðsins hefur sá frambjóðandi alltaf fengið fleiri atkvæði á landsvísu sem hefur notið mests stuðnings ungra kjósenda í skoð- anakönnun. Það dugði þó ekki til fyrir fjórum árum þegar Al Gore fékk fleiri atkvæði en Bush en færri kjörmenn. Stuðningur ungra kjósenda við Kerry nú getur ráðið úrslit- um, einkum vegna þess að í ríkj- um eins og Ohio, Pennsylvaníu og Flórída er svo naumt á mun- um að mikið fylgi meðal yngri kjósenda getur skipt sköpum og tryggt Kerry fleiri kjörmenn en Bush. brynjolfur@frettabladid.is Stykkishólmur: Verslun trufl- ar umferð LÖGREGLUFRÉTTIR Það jaðraði við um- ferðaröngþveiti í Stykkishólmi þegar Bónus opnaði sína 22. verslun og þá þrettándu á landsbyggðinni á slaginu tíu á laugardagsmorguninn. Að sögn lögreglu fylltist bærinn af kaupglöðum gestum og meira að segja hörðustu Ólsarar tóku sér verslunarferð á hendur í Hólminn. Jóhannes Jónsson bauð fólk velkom- ið og veitti styrki í tilefni opnunar- innar til knattspyrnufélagsins Vík- ings, körfuknattleiksdeildar Snæ- fells og Björgunarsveitarinnar Ber- serkja. Nýja Bónusbúðin er í húsi þar sem áður var 10-11 og hefur flest starfsfólk úr verslun 10-11 þegið starf í hinni nýju verslun. ■ PÁLL SKÚLASON Háskólarektor segir að fyrir fáeinum áratug- um hafi um 5 prósent atvinnubærra manna verið með háskólamenntun, en nú sé óhætt að fullyrða að þeir verði um að minnsta kosti 50 prósent eftir nokkra áratugi. Kennaradeila: Menntun vanmetin SKÓLAMÁL „Kennaraverkfallið sem enn stendur yfir er ótvírætt merki um alvarlega og djúpstæða deilu í samfélagi okkar um það hver starfs- skilyrði og kjör kennara í grunn- skólum landsins skuli vera,“ sagði Páll Skúlason háskólarektor við brautskráningu stúdenta frá Há- skóla Íslands í gær. „Vandinn sem við stöndum hér frammi fyrir virð- ist mér stafa af röngu gildismati í samfélagi okkar á því sem mestu skiptir fyrir velferð okkar og kom- andi kynslóða. Við vanmetum ein- faldlega gildi menntunar fyrir sjálf okkur og þjóðfélagið í heild og telj- um ranglega að það sé hægt að halda uppi góðu menntakerfi með miklu minni tilkostnaði en mögulegt er í reynd,“ sagði Páll Skúlason. - óká ■ ASÍA ■ SLÖKKVILIÐIÐ ,,Það sýndi fram á að hvert atkvæði skiptir máli. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað var kennurum boðin margraprósenta hækkun í tillögu ríkissátta- semjara áður en viðræður strönduðu á föstudag? 2Hvaða íslenska flugfélag afturkallaðiuppsagnir flugliða? 3Hvað heitir nýkjörinn stjórnarformað-ur Skjás eins? Svörin eru á bls. 34 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 26 25 5 1 0/ 20 03 Netsmellur Ódýrastir til Evrópu Verð frá 14.490 kr.* *N et sm el lu r til G la sg ow - T ak m ar ka ð sæ ta fr am bo ð Alltaf ód‡rast á netinu Í ÞVERBREKKU Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins var kallað út þegar talið var að kviknað væri í efstu hæðum fjölbýlishúss í Kópavogi í gærmorgun. Brunaútkall: Eldur í fjölbýli SLÖKKVILIÐ Allt tiltækt lið slökkvi- liðsins var kallað út laust fyrir klukkan 10 í gærmorgun vegna elds í fjölbýlishúsi við Þver- brekku 4 í Kópavogi. Minni hætta reyndist þó á ferðum en virtist í fyrstu, en reyk lagði upp úr þaki hússins. Guðmundur Halldórsson, stöðvarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir menn hafa óttast að kviknað væri í efstu hæðinni, en eldurinn reyndist hins vegar eiga upptök sín í ruslageymslu í kjallara. Reyk lagði hins vegar upp um loft- ræstirör og út um túður á þakinu. Slökkvistarfið gekk vel og var byrjað að reykræsta húsið upp úr klukkan 10, auk þess sem slökkvi- lið skýrði íbúum frá því hvað á gengi. Eldsupptök eru í rannsókn. - óká Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga: Fráleitt að grunnskólinn fari aftur til ríkisins KJARAMÁL „Ég tel þessi ummæli óskiljanleg með öllu,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitar- félaga. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra lét á föstudag þau orð falla að skoða mætti að flytja grunnskólana aftur til ríkisins. „Ég átta mig alls ekki á því hvert ráðherra er að fara með þessu,“ segir Vilhjálmur. „Ég tel fráleitt að grunnskólinn fari aftur til ríkisins og tel að flestir geti verið sammála um það.“ Þá telur Vilhjálmur mikinn misskilning að kennarar næðu betri samningum undir stjórn ríkisins og reynslan frá því að grunnskólar heyrðu undir ríkið sýni það augljóslega. Vilhjálmur segir ekki vera í myndinni að hvert sveitarfélag semji sér við sína kennara. „Það var ósk forystu kennara að sveitar- félögin hefðu eina miðlæga samn- inganefnd eins og kennarar hafa,“ segir Vilhjálmur. „Að minni hyggju kemur því ekki til álita að ein mið- læg samninganefnd kennara í Reykjavík semji sérstaklega við hvert sveitarfélag út af fyrir sig.“ ■ 69 LÁTNIR Í það minnsta 69 létust af völdum fellibylsins Tokage sem gekk yfir Japan í vikunni. Lík sex einstaklinga sem létust í aurskriðum fundust á föstudag. Þá var nítján enn saknað og því viðbúið að tala látinna hækki enn. ELDUR Í RUSLAGÁMI Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að reykræsta söluturn við Engihjalla í Kópavogi um miðnæturbil aðfara- nótt laugardags, en úti undir vegg hafði komið upp eldur í ruslagámi. REYKUR VEGNA PLASTS Þá var slökkviliðið kallað í íbúð í Árbæj- arhverfi í Reykjavík um klukkan fjögur um nóttina. Þar hafði bráðnað plast á hellu eldavélar þannig að mikill reykur myndaðist í íbúðinni. Vel gekk að finna upp- tök reyksins og var íbúðin reyk- ræst. VAR STOLIÐ FRÁ HÁALEITISBRAUT Myndin er af bifreiðinni IP-796 sem var stolið frá Háaleitisbraut í Reykjavík á mið- vikudagskvöld. Þeir sem geta veitt upplýs- ingar um bílinn eru beðnir um að láta lög- regluna vita. KJÓSIÐ EÐA DEYIÐ Fjölmörg samtök hvetja fólk til að kjósa og hafa fengið frægar stjörnur úr íþróttum, tón- listar- og kvikmyndaheiminum til hjálpar. Meðal þeirra sem slógust í lið með Citizen Change samtökunum var rapparinn Sean „P. Diddy“ Combs sem dreifði bolum með áletr- uninni „Kjósið eða deyið“. VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga segir mikinn misskilning að kennar- ar næðu betri samningum undir stjórn ríkis en sveitarfélaga. 06-07 23.10.2004 19:40 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.