Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 8
BU** SH** Það er gömul saga að demókratar eiga meira fylgi að fagna í stórborg- unum en til sveita. Óvíða er þetta eins áberandi og í Seattle í Washing- ton-ríki þar sem Jón Marvin Jónsson hefur stundað lögfræðistörf um árabil. Hann segir að repúblikanar séu nánast óþekktir í borginni þótt þá megi finna austar í ríkinu þar sem byggðin er strjálli. Þrátt fyrir að Kerry sé næsta öruggur sigurvegari í Washington er engu að síður mikill áhugi á kosningunum. Jón segir að allt stefni í met- þátttöku í kosningunum því aldrei hafi jafn margir skráð sig á kjörskrá. Ennþá er lítið um sjónvarpsauglýsingar frá frambjóðendum en talsvert um að límmiðum sé brugðið á bílstuðara. „Ef ég sé Bush-límmiða eru þeir í flestum tilvikum á bílum demókrata sem eru eitthvað að grínast. Á einn límmiða sem finna má á mörgum bílum er letrað BU** SH**. Þar er augljóslega gefið í skyn að það sem kemur frá Bush sé þvætting- ur eða bullshit,“ segir Jón og hlær. Jón segist hafa horft með athygli á sjónvarpskappræður frambjóðend- anna. „Ég er lögfræðingur og því er ég vanur því að fá svör við spurn- ingum sem ég ber upp. Mér hefur þótt áberandi að hvorugur frambjóð- endanna hefur svarað spurningum skilmerkilega heldur einungis notað þær sem átyllu til að halda ræðu,“ segir hann og er augljóslega lítið hrifinn. Jón treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslitin en býst við að mjótt verði á mununum. 8 24. október 2004 SUNNUDAGUR GEORGE W. BUSH Margir hafa vanmetið Bush - og farið flatt á því. JOHN KERRY Reynslan er meitluð í andlit hans. Baráttan um Bandaríkin Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu eftir rúma viku og kjósa sér forseta. Fréttablaðið sló á þráðinn til nokkurra Íslendinga sem búsettir eru víða um landið og spurði þá tíðinda af kosningabaráttunni. Fjörugt í Flórída Flórídaríki varð með óvæntum hætti miðpunktur forsetakosninganna árið 2000 og því ekki að undra að sjónir manna beinist að sólskinsríkinu þessa dag- ana. Guðjón Sverrisson, fjármálastjóri fjar- skiptafyrirtækisins Strax í Miami, segir að áhuginn á kosningunum sé óvíða meiri en í Flórída. „Ég hitti á dögunum fólk búsett í Washington DC og í New York og það sagðist varla heyra neitt af kosningun- um. Þar liggur nokkuð ljóst fyrir hver úrslitin verða en í þeim ríkjum þar sem meiri spenna er fer baráttan fram af mestum þunga. Flórída er eitt þeirra,“ segir Guðjón. Til marks um þetta eru tíðar heimsóknir forsetaefnanna til Flór- ída svo og áróður í sjónvarpi sem tröllríður öllu. Guðjón segir að talsvert sé um að fólk skeggræði málefnin, bæði á vinnustöðum og í samkvæmum. „Írak virðist vera helsta þrætueplið og efnahags- ástandið sömuleiðis, en þar hefur Kerry hent fram einhverjum töfralausnum sem lítið er á bak við. Bush hefur aftur bent á sín fyrri afrek þrátt fyrir að atvinnuleysi og fjárlagahalli gefi honum lítið tilefni til að slá sér á brjóst.“ Enn er mikið rætt um klúðrið sem varð við fram- kvæmd kosninganna fyrir fjórum árum og er að heyra á Guðjóni að málið sitji talsvert í mönnum. Til að koma í veg fyrir annað eins uppþot hefur götunarkjörseðlunum alræmdu verið lagt en raf- ræn kosning tekin upp í staðinn. „Ég býst nú samt ekki við að fólk kjósi á annan hátt þrátt fyrir ruglið hér um árið. Gagnrýnin hefur mest beinst að emb- ættismönnum og einhverjir þeirra hafa þurft að víkja en menn skipta ekki um pólitíska skoðun,“ segir Guðjón, sem býst við öruggum sigri Bush. Óeirðir ef Bush ber sig- ur úr býtum Sigríður J. Þórisdóttir, sál- fræðingur í Los Angeles, hefur búið í Bandaríkjunum í aldarfjórðung og hefur því fylgst með ófáum kosningum. Sjaldan hefur henni þótt spennan vera meiri eða harðar tekist á og tel- ur hún að stríðið í Írak hafi þar mikið að segja. Kalifornía hefur löngum verið eitt höfuðvígi demókrata enda íbúar þar nokkuð frjálslyndir. Repúblikanar hafa ekki farið þar með sigur af hólmi síðan Ronald Reagan var og hét en hann hafði gegnt þar embætti ríkisstjóra. Annar repúbl- ikani úr leikarastétt, Arnold Schwarzenegger, fer nú með völdin í ríkinu en Sigríður segir að hann sjáist lítið þessa dagana. „Hann er hins vegar á flakki í þeim ríkjum þar sem tvísýnt er um úrslit til að styðja við bakið á Bush.“ Alls staðar eru kosningarnar ræddar af miklum móð, jafnvel í barnaskólunum. „Dóttir mín sem er níu ára var í rökræðutíma í skólanum. Nánast allir sögðust styðja Kerry en sú stutta ákvað að taka upp hanskann fyrir Bush fyrst að allir voru á móti honum. Þótt hún hefði alltaf verið á móti forset- anum sagðist hún ætla að kjósa hann nú því við yrðum að gefa honum kost á að bæta fyrir öll mistökin.“ Sigríður telur að Kerry eigi góðan möguleika á að sigra í kosningunum en segir jafnframt að hvíslað sé á götunum að óeirðir muni brjótast út ef Bush vinnur, líkt og gerðist árið 1992 þegar blökku- maðurinn Rodney King var laminn af fjórum lög- regluþjónum. Kerry höfðar ekki til karlrembusvínanna Rétt eins og Flórída er Michigan eitt þeirra ríkja þar sem tvísýnt er um úrslit og því fer kosningabaráttan þar fram af miklum krafti. Sig- urður Óli Sigurðsson, doktorsnemi í sálfræði í Kalamazoo, hefur ekki farið varhluta af hamaganginum. „Fyrir nokkrum mínútum var í út- varpinu auglýsing frá Landssambandi skotvopnaeigenda þar sem hamrað er á því að Kerry hafi lagst gegn hagsmunum byssueigenda í 51 af 55 skiptum sem slík löggjöf hefur verið til umræðu á Banda- ríkjaþingi,“ segir Sigurður og bætir því við að margvíslegir þrýstihópar auglýsi fyrir kosningarnar nánast eins mikið og sjálfir flokkarnir. Sigurður kveðst verða var við mikinn áhuga á kosningunum, ekki síst á meðal ungs fólks. Frambjóðendurnir hafa af þeim sökum verið dugleg- ir að heimsækja Michigan og hafa bæði varaforsetaefnin haldið fundi í Kalamazoo, sem er smábær á bandarískan mælikvarða. „Ég sá John Edwards og hann stóð sig afar vel,“ segir Sigurður, glaður í bragði. Ríkin í kringum Vötnin miklu þykja góður þverskurður af bandarísku samfélagi en til skamms tíma áttu demókratar þar talsverðu fylgi að fagna. Repúblikanar hafa hins vegar verið að sækja í sig veðrið á síð- ustu árum. „Ég held að þetta hafi talsvert með gildismat að gera. Hér leggja menn mikið upp úr karlmennsku og þannig eru skotveiðar vinsælar. Þetta skilar sér í þjóðrembulegum viðhorfum þar sem al- þjóðasamfélaginu er gefið langt nef. Þar við bætist að búið er að inn- ræta fólki stöðugan ótta við hryðjuverk sem Kerry sé einfaldlega of veiklundaður til að takast á við,“ segir Sigurður, sem býst við ör- uggum sigri Bush. Bakgarður Bush Áður en George W. Bush varð forseti gegndi hann embætti ríkis- stjóra í Texas. Ólafur Árni Ásgeirsson, verkfræðingur í Hou- ston, býst við að forsetinn muni hirða áreynslulaust þorra at- kvæða Texasbúa þótt hann treysti sér ekki til að spá fyrir um úrslit kosninganna á landsvísu. Fyrir nokkrum áratugum síðan var Texas öruggt vígi demókra- ta og repúblikanar læddust meðfram veggjum. Í dag ráða repúblikanar lögum og lofum í ríkisþinginu og velflestir kjörn- ir embættismenn eru úr Repúblikanaflokknum. „Bush var af- skaplega vinsæll ríkisstjóri og átti gott samstarf við samherja jafnt sem andstæðinga. Eftir að hann varð forseti hafa hins vegar skoðanir um hann orðið skiptari,“ segir Ólafur og nefnir Írak og fóstureyðingar sérstaklega í því sambandi. Þar sem úrslitin í ríkinu eru nánast ráðin fer lítið fyrir kosn- ingabaráttunni í Texas. Lítið er um sjónvarpsauglýsingar en Ólafur býst þó við að þeim eigi eftir að fjölga þegar líður á. Ólafur Árni hefur búið í Bandaríkjunum í hartnær fjörutíu ár og hefur því fylgst með mörgum forsetakosningum. „Kosn- ingarnar eru að verða harðari og miskunnarlausari og það finnst mér miður,“ segir hann að lokum. Repúblikaninn NAFN: George Walker Bush. Þolir ekki að vera kallaður Bush yngri og hamrar því á tvöfalda vaffinu. FÆDDUR: 6. júlí 1946. Krabbi. MENNTUN: BA í sagnfræði frá Yale 1968, MBA frá Harvard 1975. HERÞJÓNUSTA: Flugmaður í þjóðvarð- liði Texas 1968-731. Var aldrei sendur til átaka. STARFSFERILL: Bush hefur verið um- svifamikill framkvæmda- og kaupsýslu- maður. Á árunum 1975-87 var hann í olíubransanum en á árunum 1989-98 sá hann um rekstur hafnaboltaliðsins Texas Rangers. Ríkisstjóri í Texas 1994- 2000 og forseti Bandaríkjanna frá 2001. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Lauru Bush og saman eiga þau tvær dætur. Lauru er almennt þakkað að hafa rifið Bush upp úr ruglinu sem hann var í þegar hann var yngri og komið honum til manns. Demókratinn NAFN: John Forbes Kerry. Þetta má skammstafa JFK en það gerir Kerry sjaldan. FÆDDUR: 11. desember 1943. Bogmaður. MENNTUN: BA-gráða í stjórnmálafræði frá Yale 1966, lögfræðingur frá Boston College 1976. HERÞJÓNUSTA: Kerry var í sjóhernum á árunum 1966-70 og var sæmdur orð- um fyrir hetjudáð í Víetnam. Síðar gagn- rýndi hann stríðsreksturinn harðlega. STARFSFERILL: Á árunum 1977-82 starfaði Kerry sem saksóknari í Middle- sex-sýslu í Massachusetts. Vararíkisstjóri í Massachusetts 1982-84 og öldunga- deildarþingmaður síðan 1984. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Theresu Heinz en þau eiga engin börn saman. Kerry á hins vegar tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Theresa Heinz er auðkýf- ingur en hún erfði 600 milljónir dala frá fyrri eiginmanni sínum, John Heinz. 08-09 (360gráður) 23.10.2004 19:35 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.