Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 14
„Femínistavikan er haldin til að sýna hversu fjölbreytt starfið er og reyna að koma að sem flest- um flötum um jafnréttismál,“ segir Katrín Anna Guðmunds- dóttir, talskona Feministafélags Íslands sem stendur nú fyrir femínistaviku en haldin var svipuð vika í fyrra. „Mjög vel tókst til í fyrra þannig að við ákváðum að reyna að hafa þetta árlegan viðburð og flestir hópar innan félagsins eru með ein- hverja atburði til að sýna fólki hve margar hliðar eru á jafn- réttismálunum og hvað þarf að taka á málum á mörgum svið- um,“ segir Katrín Anna en vik- una segir hún hafa óformlega hafist í gær þar sem kvenrétt- indafélagið hafi staðið fyrir sól- arhrings ræðumaraþoni í Kringlunni. „Við ætlum okkur að hefja vikuna formlega í dag með málþingi í Þjóðarbókhlöð- unni sem byggt er á kvenna- frídeginum mikla 24. október 1975. Þar verður sýnt myndband frá kvennafríinu og sjást þar margar þekktar konur eins og Guðrún Á. Símonar og fleiri,“ segir Katrín Anna. Hvatt verður til umræðna á eftir þar sem farið verður yfir stöðu jafnrétt- ismála, skoðað hvað hefur áunn- ist og spáð í baráttuaðferðirnar, hvort þeim þurfi að breyta og þá hvernig. „Við stefnum á í vik- unni að reyna að ná saman hand- höfum bleiku steinanna sem við veittum á kvennadaginn 19. júní, þá fengu aðilar í íþrótta- heiminum í hendur áskorun um að láta til sín taka í jafnréttis- málum, og viljum við fara yfir hvað þeir hafa gert í þeim mál- um á árinu,“ segir Katrín Anna. Fleiri áhugaverðar uppákomur í femínistavikunni verði eins og ungmennahitt sem haldið verð- ur í Hinu húsinu þar sem ungu fólki verður boðið á fund að ræða hvað feminismi er og á Súfistanum mæti alþingismenn daglega og ræða jafnréttismál. „Á fimmtudaginn verður staðalímyndahópurinn og öryggisráðið með sína aðgerð en það er hernaðarleyndamál enn- þá,“ segir Katrín Anna og fæst ekki til að gefa neitt upp hvað það varðar. „Það verður bara til- kynnt síðar og verður fólk að fylgjast með,“ segir Katrín Anna. Í fyrra hvatti Femínista- félagið konur til að biðja um launahækkun á þessum degi en þar sem hann lendir á sunnu- degi í ár er erfiðara að fara í slíkar aðgerðir. „Hugmyndir eru uppi um það hvort stofna eigi til kvennaverkfalls á næsta ári, en þeirri spurningu verður velt upp á málþinginu í dag,“ segir Katrín Anna. kristineva@frettabladid.is 14 24. október 2004 SUNNUDAGUR BILL WYMAN Þessi fyrrverandi Stónsari fæddist á þessum degi árið 1936. Kvennaverkfall og hernaðar- leyndarmál FEMÍNISTAVIKA HEFST Í DAG EN Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1975 VAR KVENNAFRÍDAGURINN MIKLI. „Það besta er að ég neyðist ekki lengur til þess að semja þung rokklög eins og Mick og Keith, sem virðast alveg hættir að fá nýjar hugmyndir.“ - Afmælisbarn dagsins saknaði þess ekkert sérstaklega að yfirgefa félagana í Rolling Stones. timamot@frettabladid.is KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Talskona Femínistafélags Íslands sem í dag hleypir feministavikunni úr vör. Vikan hefst í dag með málþingi í Þjóðarbókhlöðunni undir yfirskriftinni Kvennaverkfall 2005?. Á þessum degi árið 2000 kom Halldór Heimir Ísleifsson, þá 38 ára gamall, heim til Íslands með flugi frá Bandaríkjunum. Hann hvarf sporlaust árið 1988 þegar hann var við hagfræðinám í Texas og var talinn af. Hann var þó ekki úrskurðaður lögformlega látinn en var tekinn út af þjóð- skrá og í ættfræðibókum var hann sagður látinn þann 14. mars 1988. Þjóðskrá var svo gert að setja nafn hans inn að nýju skömmu eftir að hann lét ætt- ingja sína á Íslandi vita af sér. Miklar sögusagnir spunnust vegna hvarfs Halldórs en því var meðal annars fleygt að hann hefði gengið í sértrúarsöfnuð og síðan verið myrtur. Sögurnar voru fjölskyldunni, sem ríghélt alltaf í vonina, vitaskuld þungbærar en gleðin varð því meiri þegar Hall- dór lét vita af sér eftir 12 ára þögn. DV gerði máli Halldórs skil á sín- um tíma og þann 25. október var haft eftir nánum aðstandanda að skýringarnar á „hvarfi hans verða aldrei nema innan fjölskyldunnar. Við þurftum að hitta hann öll og fara yfir stöðuna. Þetta er í einu orði sagt yndislegt og ótrúlegt að hann skuli heimtur úr helju.“ ■ 24. OKTÓBER 2000ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1939 Nælonsokkar eru seldir al- menningi í fyrsta skipti í Washington. 1945 Sameinuðu þjóðirnar eru stofnaðar formlega, tæpum mánuði eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. 1945 Frakkinn Pierre Laval og Norðmaðurinn Vidkun Abra- ham Quisling eru teknir af lífi fyrir landráð. 1948 Hugtakið „kalt stríð“ er not- að í fyrsta skipti en það kom fyrir í ræðu sem Bernard Baruch hélt fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum. 1949 Hornsteinn er lagður að höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. 2001 Bandaríkjaþing samþykkir löggjöf sem heimilar lög- reglu að gera heimildarlaus- ar húsleitir, hlera símtöl al- mennings og fylgjast með netnotkun. „Það er frumsýning í kvöld og auðvitað er smá fiðringur,“ seg- ir Arndís Hrönn Egilsdóttir leik- kona sem leikur í nýju verki eft- ir Hlín Agnarsdóttur er nefnist Faðir Vor og verður frumsýnt í Iðnó í kvöld. Hlín hefur unnið verkið í samvinnu við leikhóp- inn sem spinnur upp atriði og Hlín færir í textann. „Þetta er náttúrlega algert draumaverk- efni en við erum búin að vera að breyta fram á síðustu stundu þannig að það heldur manni bara á tánum,“ segir Arndís Hrönn, sem vonast að sjálf- sögðu til að partíið eftir sýning- una verði gleðilegt og allir geti unað sáttir við sitt. „Á mánudeg- inum leyfi ég mér sennilega að sofa út og reyni að ná heilbrigðu útliti,“ segir Arndís Hrönn en eftir frumsýningu breytist vinnutíminn talsvert þar sem ekki verða lengur æfingar á daginn. „Maður er búinn að vera í svo mikilli keyrslu að allt hið veraldlega stúss hefur gleymst, ef til vill væri það góð hugmynd að taka til hérna en það hefur setið á hakanum. Ég á líka von á vinum mínum frá Frakklandi og get ég þá sýnt þeim hvað er fínt hjá mér,“ segir Arndís Hrönn og hlær en hún ætlar sér að bjóða vinum sínum á sýningu þó þeir muni ekki skilja tungmálið. Sjálf talar Arndís Hrönn reiprennandi frönsku enda bjó hún mörg ár í París þar sem hún menntaði sig. „Ég starfa oft sem leiðsögumaður á sumrin fyrir franska ferðamenn og get því aðeins haldið mér við með vin- um mínum og skottast með þeim á Gullfoss og Geysi eða eitthvað skemmtilegt,“ segir Arndís Hrönn. ■ VIKAN SEM VERÐUR ARNDÍS HRÖNN EGILSDÓTTIR BYRJAR VIKUNA Á FRUMSÝNINGU Frumsýnir og fær franska vini í heimsókn Týndur maður finnst Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Bergþóra Benediktsdóttir Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík sem lést miðvikudaginn 13. október sl. verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 25. október kl. 15.00. Jenný Ásmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hildur Hanna Ásmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Jóhann Ásmundsson, Magnea Einars- dóttir, Benedikt Grétar Ásmundsson, Kristín Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. AFMÆLI Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur er 60 ára. ANDLÁT Kristinn Dalmann Friðriksson, Skarðs- hlíð 8c, Akureyri, lést 19. október. Hann verður jarðsunginn frá kirkjugarðskapell- unni á Akureyri fimmtudaginn 28. októ- ber klukkan 13.30. Dóra Hallgrímsdóttir, húsmóðir, Lundeyri, Akureyri, lést 17. október. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. október klukkan 13.30. Gunnar Kristinsson, Reynimel 80, Reykjavík, lést 21. október. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 27. október klukkan 13.30. Arndís Ó. Thoroddsen, lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 19. október. Þórður Jónsson, Hólmgarði 60, Reykjvík, lést 14. október. Úrförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. BRÚÐKAUP Áslaug Guðmundsdóttir og Ármann J. Pálsson hafa verið gefin saman af móð- ur brúðgumans, Helgu R. Ármannsdótt- ur, í Fríkirkjunni KEFAS. Heimili þeirra er í Kópavogi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ARNDÍS HRÖNN EGILSDÓTTIR Leikur í verkinu Faðir vor sem verður frumsýnt í Iðnó í kvöld. HALLDÓR HEIMIR ÍSLEIFSSON KOM HEIM FRÁ BANDARÍKJUNUM EFTIR AÐ HAFA VERIÐ TALINN AF Í 12 ÁR. 14-15 Tímamót 23.10.2004 18:36 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.