Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 24. október 2004 Hjá Máli og menningu er komin út íkilju spennusagan Skáldið eftir Michael Connelly, einn vinsælasta spennusagnahöfund Bandaríkjanna. Blaðamaðurinn Jack stendur yfir moldum bróður síns, lögreglu- manns sem svipti sig lífi og krotaði á d a u ð a s t u n d u þessi undarlegu orð á bílrúðu: Utan tíma - hand- an rúms. Jack neitar að trúa því að bróðir hans hafi framið sjálfsmorð. Upp á eigin spýtur tekur Jack að rannsaka endalok lögreglumanna víðs vegar um Banda- ríkin sem allir eru sagðir hafa svipt sig lífi í starfi. Smám saman kemur hann auga á sameiginlega þræði sem beina sjónum í eina og sömu átt - að morð- ingja sem hann kallar Skáldið. Leitin að Skáldinu leiðir Jack í myrkviði sjúkra ofbeldismanna þar sem siðleysið ríkir og brátt verður atburðarásin honum of- viða. Mál og menning hefur einnig gefiðút bókina Hótel Kalifornía eftir Stefán Mána í kilju. Bókin kom fyrst út árið 2001 og hlaut mikið lof gagn- rýnenda, var með- al annars sögð „Óvæntasta upp- götvun ársins“ og „meinfyndin bók“. Hótel Kalifornía fjallar um sein- heppna verka- manninn Stefán sem drekkur brennivín í pepsí með vinum sínum þegar hann vill skemmta sér og á frá- bært safn af rokkplötum. Áform hans eru einföld: Að halda áfram að vinna og eignast kærustu. En í samfélagi þar sem hversdagsleikinn hefur breyst í óhugnað verða einfaldar óskir ótrúlega flóknar. Ný bók eftir Stefán Mána, Svartur á leik, er væntanleg í lok mánaðarins. Þá hefur Mál og menning gefið út íkilju Miskunnsemi Guðs eftir Kerstin Ekman í þýðingu Sverris Hólmarssonar. Vorið 1916 heldur Hillevi Klarin, ný- útskrifuð ljósmóð- ir frá Uppsölum, til starfa í af- skekktum smábæ í Norður-Svíþjóð. Hún rekur sig fljótt á að veruleiki þess fólks sem þar lifir lýtur öðr- um lögmálum, og fyrr en varir slær í brýnu milli hennar og kreddufullra bæjarbúa sem kemur af stað spenn- andi atburðarás er afhjúpar djúpstæðar mannlegar kenndir. Kerstin Ekman er einn virtasti og vin- sælasti rithöfundur Norðurlanda um þessar mundir. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir bæk- ur sínar, m.a. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Atburði við vatn, en hún kom út hjá Máli og menningu 1995. Miskunnsemi Guðs er fyrsta bindið í þríleik og hefur hlotið afbragðs viðtökur gagnrýnenda sem almennra lesenda. NÝJAR BÆKUR 14-15 Tímamót 23.10.2004 18:37 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.