Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.10.2004, Blaðsíða 21
3SUNNUDAGUR 24. október 2004 Það er vandasamt verk að stjórna og hentar alls ekki öllum. Flestir geta þó fundið sig í því með þessum ábend- ingum um hvernig hægt er að stjórna. Það sem skiptir mestu máli er að vinna sér inn virðingu starfsmanna og láta þá halda að þú sért gáf- aðasta manneskja í veröld- inni. Nú er spurning hvort þú vilt nýta þér þessar ábendingar eða sleppa því að leggja á þig ómakið og halda áfram sem óbreyttur starfs- maður. Þú ræður. 1. Stjórnaðu með því að leyna upplýsingum. Fólk heldur þá alltaf að þú sért mjög mikilvægur og er þakklátt fyrir þær litlu upp- lýsingar sem það fær. 2. Stjórnaðu með því að vita ekkert. Svona stjórar láta starfsmenn um að gefa þeim svörin en ekki öfugt. 3. Stjórnaðu með því að brosa og vera í flottum fötum. Ef þú drekkur bjór með starfs- mönnum, borðar mat, brosir og skemmtir þér getur ekk- ert stöðvað velgengni þína. 4. Stjórnaðu með því að tala eins og geimvera. Notaðu stór orð og torskilda frasa sem enginn skilur og eru kannski ekki einu sinni til. 5. Stjórnaðu með því að ganga miklu hraðar en starfsmennirnir. Starfs- mennirnir reyna að kalla á þig en þú heyrir ekki neitt því þú ert löngu farinn. Snið- ugt, ekki satt? 6. Stjórnaðu með því að láta einkaritarann gera allt. Þetta segir allt sem segja þarf. 7. Stjórnaðu með því að gera gáfulegar Power Point- glærusýningar. Settu fullt af örvum, kössum og hringjum í sýninguna með eins litlum texta og þú getur. Þá halda allir að þú sért of gáfaður til að útskýra mál þitt. 8. Stjórnaðu með því að vera aldrei við. Ekkert vera að láta vita af þér – þú ert alltof upptekin(n) til að tala. Og klár. 9. Stjórnaðu með því að skammstafa. Allir sem geta skammstafað næstum allt sem þeir segja hljóta að vera klárir. 10. Stjórnaðu með því að stara út um gluggann. Þeg- ar starfsmenn tala við þig virðist ekkert síast inn í hausinn þinn þannig að þeir læra fljótt að angra þig ekki. Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R A ug l. Þó rh ild ar 2 2 0 0 .2 25 Grunnskóli Seltjarnarness Lausar eru til umsóknar stöður skólaliða við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar veitir Þröstur Leifsson s: 822-9125. Störfin eru laus nú þegar. Valhúsaskóli Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kirkjubæjarklaustur Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilbrigðisstofnun Suðurlands er laus til umsóknar strax. Um er að ræða 100% stöðu við heilsugæslustöðina á Kirkju- bæjarklaustri. Æskilegt er að umsækjandi hafi viðurkenningu sem sérfræðingur í heimilislækningum. Laun eru samkvæmt úrskurði kjaranefndar. Umsóknarfrestur er til 31. október 2004. Við mat á umsóknum verður lagt mikið upp úr eiginleikum sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og hæfni í samskiptum. Nánari upplýsingar veitir Magnús Skúlason, framkvstjóri, sími 482 1300. Umsóknum skal skila á viðeigandi eyðublöðum, sem fást á skrifstofu landlæknis, til framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, v/Árveg, 800 Selfoss. Heilsugæslustöðin á Kirkjubæjarklaustri er hluti af Heilbrigðisstofnun Suður- lands, sem stofnuð var 1. september með sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og sjúkrahússins á Selfossi. Á heilsugæslustöðinni er góð vinnuaðstaða og íbúð til afnota fyrir lækni. Á Kirkjubæjarklaustri er mjög barnvænt umhverfi með einsetnum skóla, leikskóla, íþróttahúsi og sundlaug. Tónlistarskóli og öflugt kórstarf. Miklir útivistar- og tómstundamöguleikar, golfvöllur, hestamennska, veiðar o.fl. Útgerðarfyrirtækið Reyktal AS óskar eftir metnaðarfullum einstaklingum til framtíðarstarfa. Viðkomandi þurfa að vera reglusamir og búa yfir góð- um samskiptahæfileikum. Enskukunnátta nauðsynleg. Í boði eru störf hjá vaxandi fyrirtæki sem gerir kröfur til starfsmanna sinna og veitir þeim kjör til samræmis. Skipstjóri þarf að hafa góða reynslu af rækjuveiðum, æskilegt að hann hafi reynslu af Flæmska hattinum og af 2ja trolla veiði. Yfirvélstjóri þarf að hafa lokið 4. stigi (VF II) og hafa reynslu af frystitogurum. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist með tölvupósti til hjalmar@iec.is eða á fax nr. 588-7635. Nánari upplýsingar veitir Hjálmar Vilhjálmsson eða Ólafur Óskarsson í síma: 588-7666. Skipstjóri og yfirvélstjóri Iss Ísland ehf. er stærsta fyrirtæki landsins á sviði daglegra ræstinga, þrifa í matvælaiðnaði og viðhaldi/hreinsun loftræstikerfa, fyrirtækið hefur starfið í yfir 23 ár. Hjá ISS Ísland starfa yfir 600 manns á aldrinum 17 - 80 ára. Starfsmenn fá kennslu, þjálfun, bestu áhöld og efni sem völ er á. Einnig fá starfsmenn stuðning frá ræstingar-, þrifa- og flokkstjórum. Vegna aukinna verkefna eru eftirfarandi störf í boði við ræstingar: *Dagvinna á svæði 101 - vinnuhlutfall 50 -100%. Í boði eru nokkur störf þar sem vinnutími er á tímabilinu 08:00 - 21:00. *Helgarvinna á svæði 101 - vinnuhlutfall 30%. Í boði eru nokkur helgarstörfstörf þar sem unnið er aðra hverja helgi og vinnutími er á tímabilinu 08:00 - 16:00. *Morgunvinna í Kópavogi - vinnuhlutfall 38%. Í boði er starf þar sem vinnutími er frá klukkan 08:00 - 11:00. *Morgunvinna - vinnuhlutfall 50%. Í boði er starf í verslunarmiðstöð þar sem vinnutími er frá klukkan 08:00 - 12:00. *Dagvinna á svæði 101 - vinnuhlutfall 87,5%. Í boði er starf þar sem vinnutími er frá klukkan 07:30 - 14:00. *Föst afleysingarstörf - vinnuhlutfall 50 - 100%. Í boði er dagvinna með fast starfshlutfall við afleysingar. Starf afleysingar felst m.a. í því að koma til starfa þegar forföll verða á fastráðnu starfsfólki eða vegna aukinna verkefna. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. *Dagvinna í verslunarmiðstöð í Kópavogi þar sem vinnutími er frá klukkan 08:00 - 19 mánudaga - laugardaga og frá klukkan 10:00 - 19:00 á sunnudaga. Vinnuhlutfall er 93,75% og unnið er í viku og frí í viku. Upplýsingar um störfin veitir Ólöf starfsmannastjóri, umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ISS Ísland að Ármúla 40, 3.hæð og á heimasíðu www.iss.is. Góð störf í boði Fagmennska í áratugi Heilbrigðisstofnunin Siglufirði Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga við Heilbrigðisstofnunin Siglufirði Laun samkvæmt kjarasamningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og stofnana- samningi HSS Hafið samband og/eða komið í heimsókn og kynnið ykkur hvað við erum að gera. Umsóknarfrestur er til 1.nóvember Umsóknum má skila á eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðu stofnunarinnar. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Sími: 460 2100 • Netfang annagils@hssiglo Heimasíða: www.hssiglo.is Mr. Burns er einn frægasti yfirmaður í sjónvarpi en hann stjórnar sínu fyrirtæki með harðri hendi – þó veikluleg sé í útliti. Tíu leiðir til að stjórna: Stjórnaðu þó þú vitir ekki neitt » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM 20-21 (02-03) Attlt atvinna 23.10.2004 18:40 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.